Fréttablaðið - 21.01.2005, Síða 47

Fréttablaðið - 21.01.2005, Síða 47
27FÖSTUDAGUR 21. janúar 2005  Farþegum Flugleiða fjölgaði um 17,8 prósent í fyrra og voru þeir 1,3 milljónir. Sætanýting félags- ins batnaði einnig og jókst um 5,3 prósentustig. Sætaframboð Flugleiða var aukið í fyrra um 12,5 prósent en sala sæta jókst um 21,2 prósent. „Þessi mikla fjölgun og aukin sætanýting er mjög góður árang- ur og nauðsynlegt mótvægi við al- mennt lækkandi verð flugfar- gjalda og miklar eldsneytishækk- anir á árinu,“ segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. Farþegum í innanlandsflugi Flugfélags Íslands fjölgaði um 9,3 prósent í desember og um 13,7 prósent á árinu í heild. Tonna- fjöldi í fraktflugi jókst verulega eða um ríflega fjórðung. Mesta aukningin er þó í leiguflugi þar sem fjöldi fartíma jókst um rúm 62 prósent. ■ ÚTIBÚSSTJÓRI Í LONDON Lárus Weld- ing mun stýra starfsemi nýs útibús Lands- bankans í London. Sjálfstætt úti- bú í London Starfsemi Landsbank- ans í London hefur vax- ið og nú á að stofna úti- bú í borginni. Landsbankinn hefur sent tilkynn- ingu til Fjármálaeftirlitsins þess efnis að bankinn hafi ákveðið að stofna útibú á Englandi. Landsbankinn tók þessa ákvörðun þar sem bein þjónusta Landsbankans á Englandi hefur stóraukist og gert er ráð fyrir að sú þróun haldi áfram. Lárus Weld- ing, sem starfað hefur á fyrir- tækjasviði Landsbankans, verður útibússtjóri. Starfsemi útibúsins verður tví- þætt: annars vegar útlánastarf- semi í formi sambankalána þar sem Landsbankinn er annaðhvort þátttakandi eða leiðandi lánveit- andi og hins vegar fyrirtækjaráð- gjöf. „Þetta er er engin eðlisbreyt- ing á starfseminni hér í London. Þetta er rökrétt framhald af vexti starfseminnar,“ segir Lárus Weld- ing. Starfsemi Landsbankans í London hefur verið í húsakynnum bankans Heritable sem er í eigu Landsbankans. Heritable stundar fasteignalánastarfsemi. Lands- bankinn mun leita sér að nýju hús- næði fyrir starfsemi sína. - hh Vöxtur hjá Flugleiðum GÓÐUR ÁRANGUR Síðasta heila starfsár Sigurðar Helgasonar sem forstjóri Flugleiða reyndist farsælt, en vöxtur er í öllum meg- inþáttum í starfsemi félagsins FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Fyrstu árs- uppgjörin Tími ársuppgjöra fyrirtækja í Kauphöll Íslands fer í hönd. Að venju eru það Nýherji og Straumur sem eru fyrstu félögin sem birta niðurstöðu rekstrarins. Uppgjör félaganna birtast í fréttakerfi Kauphallar Íslands í dag. Fyrirliggjandi er að árið í fyrra er metár í afkomu skráðra félaga. Þar fara fremst í flokki fjármálafyrirtækin og má búast við því að uppgjör Straums slái tóninn fyrir góð uppgjör fjár- málafyrirtækja. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.