Fréttablaðið - 21.01.2005, Síða 20

Fréttablaðið - 21.01.2005, Síða 20
Eitt af afmælisbörnum dagsins, Davíð Stefánsson, sem hefði orðið 110 ára í dag, orti fyrir margt löngu um hallarfrúna ungu, sem horfði ein af svölun- um yfir tjörnina við höllina þar sem klipptir svanir syntu. Þrátt fyrir ríkidæmi ljósa, gulls og rósa var auðn í húsfreyjunnar sál, enda var hugur hennar ekki fanginn af hallarlífinu heldur var hann hjá „honum“, sem fyrstur hafði varir hennar kysst. Eða eins og Davíð segir sjálfur: „En forlög hennar voru að fylgja öðrum gesti./Fjallasvanir hvítir geta vængi sína misst.“ Kvæðið um hallarfrúna er eflaust í hugum margra vegna hátíðahalda í minningu skáldsins frá Fagraskógi, en óneitanlega fellur það vel að því pólitíska hljómfalli sem nú er að berast af vopnaviðskiptum vegna væntan- legra formannskosninga í Samfylkingunni. Ríkisútvarpið tilkynnti raunar formlega um það í yfirskrift frétta sinna í fyrradag að formannsslagur væri hafinn milli þeirra Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar og studdi þá tilkynningu ágætum rökum. Ljóst er af umfjöllun RÚV að uppstillingin í for- mannsátökunum mun verða davíðsk. Í Samfylkingarhöllinni situr Ingibjörg Sólrún og er á yfirborðinu í góðri stöðu, nýtur virðingar í húshaldinu, situr þingflokksfundi og stýrir fram- tíðarnefnd og gegnir varafor- mennsku. En þessi hallarfrú flokksins er þó ekki sátt við stöðu sína og dreymir um tilfinningaþrungna ástarfundi með hinum íslenska/reykvíska kjósanda og þau glæsilegu póli- tísku ævintýri sem hún átti með honum í Reykjavíkurlistanum og raunar líka sem frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi norður. Fjallasvanir hvítir geta vængi sína misst! Af fréttum og umræðuþáttum vikunnar að dæma er ljóst að stuðningsmenn Ingibjargar Sól- rúnar hyggjast slá þann tón, að auðveldara sé að bjóða kjósend- um Ingibjörgu sem forsætisráð- herraefni heldur en Össur. Hún njóti meira trausts en hann og þetta megi meðal annars sjá í því að Samfylkingin sé ekki eins sterk og hún gæti verið miðað við stjórnmálaástandið í landinu. Stuðningsmenn Össurar segja þetta hins vegar hinn mesta mis- skilning og benda á að þvert á móti standi Samfylkingin mjög vel – kannanir beri ekki vott um annað en ríkidæmi ljósa, gulls og rósa. Spurningin snýst því í raun um, hvort kjósendur og almennir flokksmenn í Samfylk- ingunni eru búnir að sætta sig við öryggið og festuna sem felst í núverandi hlutskipti hallarfrú- arinnar eða hvort þeir vilja losa hana úr prísund sinni og kanna hvort pólitískir fjallasvana- vængir hennar séu ekki enn nothæfir. Teningunum er þó í raun kastað og ljóst að formannsslag- urinn mun drottna yfir pólitískri umræðu á komandi vori. Um margt verður þetta hins vegar óvenjulegur formannsslagur og mjög ólíklegt annað en að hann dragi pólitískan dilk á eftir sér. Fyrir því eru margar ástæður en hér skulu nefndar tvær. Sú fyrri lýtur að því að hér er á ferðinni innanflokksbarátta, sem tekur til um 14.000 flokksmanna sem munu kjósa í almennri kosningu. Þetta er slíkur fjöldi að samræð- ur munu óhjákvæmilega fara að verulegu leyti fram í fjölmiðl- um. Átökin verða á morgunverð- arborðum allra landsmanna og í sjónvörpum þeirra og útvörpum á kvöldin. Forsmekkinn höfum við þegar fengið – samkvæmt Ríkisútvarpinu hófst formanns- slagurinn formlega í Kastljósi Sjónvarpsins í þessari viku! Hér verður á ferðinni barátta af allt öðru tagi en sýndarátökin milli Tryggva Harðarsonar og Össur- ar á sínum tíma. Hin ástæðan fyrir því að mál- ið verður erfitt fyrir flokkinn – og kannski sú augljósasta – er að baráttan snýst fyrst og fremst um menn en ekki málefni. Það þýðir að hún verður að verulegu leyti háð á huglægum og tilfinn- ingalegum nótum. Þetta er dramatískt uppgjör milli ein- staklinga, spurning um pólitískt líf eða dauða. Þetta er sápu- ópera, þar sem erfitt verður fyr- ir flokksmenn að halda ró sinni og meta málin kalt. Það er stutt í Davíð Stefánsson – það er stutt í dramatík hallarfrúarinnar. ■ N okkra athygli vakti á dögunum þegar einn nánasti trúnaðarmað-ur Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, Pétur Gunnars-son, skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna, sagði í sjón- varpsþættinum Silfri Egils á Stöð 2 að ekki hefði verið leitað eftir sam- þykki íslenskra stjórnvalda fyrir því að nafn landsins yrði sett á hinn fræga lista staðfastra þjóða er veittu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak í mars 2003 pólitískan stuðning. Listinn hefði verið tilbúningur Karls Rove, ráðgjafa Bandaríkjaforseta. Pétur Gunnarsson áréttaði þetta í grein sem hann ritaði í Tímann, vefrit Framsóknarflokksins, fyrir viku. Vegna eðlis málsins verður að ætla að sú grein hafi verið rituð í samráði við forsætisráðherra. Þar segir orðrétt: „Það var Karl Rove sem bjó til hugtakið „Listi hinna stað- föstu þjóða“. Það var engin pólitísk ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem lá að baki því að nafn Íslands var skráð á þann lista, það var almanna- tengslaákvörðun, tekin í Hvíta húsinu, í því skyni að koma pólitískum skilaboðum á framfæri á einfaldan hátt við bandarískan almenning. Á því bera íslensk stjórnvöld ekki ábyrgð heldur starfsmenn Hvíta húss- ins og forseti Bandaríkjanna“. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að þetta er ekki rétt. Á fundi utan- ríkismálanefndar Alþingis 21. mars 2003, þremur dögum eftir að ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina var tekin, skýrði Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, frá því aðspurður að Ísland hefði lent á lista hinna staðföstu þjóða eftir samtöl á milli embættismanna í forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu. Vitneskja um og sam- þykki fyrir því að Ísland yrði á lista sem birtur yrði heimsbyggðinni innrásinni til framdráttar var samkvæmt þessu fyrir hendi hjá íslensk- um stjórnvöldum áður en til innrásarinnar kom. Þau geta því ekki vikið sér undan ábyrgð og reynt að koma henni yfir á starfsmenn Hvíta húss- ins og forseta Bandaríkjanna. Í ljósi ofangreinds vakna spurningar um það hvað vakað hafi fyrir samstarfsmanni forsætisráðherra með ummælum sínum og skrifum. Voru honum sjálfum ekki ljósar staðreyndir málsins? Fékk hann ekki réttar upplýsingar hjá forsætisráðherra? Erfitt er að trúa því að ætlunin hafi verið að hafa í frammi vísvitandi blekkingar. Í ritstjórnargrein í Morgunblaðinu í gær segir að Framsóknarflokk- urinn hafi komið sér upp svokölluðum „spin doktorum“, sem hér á landi eru stundum kallaðir spunameistarar. Slíkir menn sjá um áróðurs- og kynningarmál fyrir stjórnmálamenn og leitast við að sýna þá og flokka þeirra í sem hagstæðustu ljósi. Morgunblaðið segir að spunameisturum Framsóknarflokksins hafi mistekist gagnvart fjölmiðlum í Íraksmál- inu. Þar er síst of fast að orði kveðið. Þýðingarmeira er þó að ríkis- stjórninni hefur mistekist gagnvart þjóðinni í Íraksmálinu. Ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna og starfsmenn þeirra hafa orðið marg- saga um málið allt. Það er óviðunandi í lýðræðisríki. Frétt Fréttablaðs- ins í dag færir kröfunni um opinbera rannsókn málsins aukið vægi. ■ 21. janúar 2005 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Stjórnvöld vissu fyrir fram að Íslendingar yrðu á lista hinna staðföstu þjóða. Mótsagnir í málflutningi FRÁ DEGI TIL DAGS Vitneskja um og samþykki fyrir því að Ísland yrði á lista sem birtur yrði heimsbyggðinni inn- rásinni til framdráttar var ... fyrir hendi hjá íslenskum stjórnvöldum áður en til innrásarinnar kom. Þau geta því ekki vikið sér undan ábyrgð og reynt að koma henni yfir á starfsmenn Hvíta hússins og forseta Bandaríkjanna. ,, Í DAGFORMANNSSLAGURINN Í SAMFYLKINGUNNI BIRGIR GUÐMUNDSSON En þessi hallarfrú flokksins er þó ekki sátt við stöðu sína og dreymir um tilfinninga- þrungna ástarfundi með hinum íslenska/reykvíska kjósanda og þau glæsilegu pólitísku ævintýri sem hún átti með honum í Reykja- víkurlistanum og raunar líka sem frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi norður. Fjallasvanir hvítir geta vængi sína misst! ,, Arkarþorrablót Upplýsingar og pantanir í síma 483 4700 www.hotel-ork.is, info@hotel-ork.is Verð með gistingu: 8.790,- kr. (á mann í tvíbýli) Glæsileg söng og skemmtidagskrá. Þorrahlaðborð hlaðið dýrindis mat úr smiðju matreiðslumanna Hótel Arkar, Tómasar Þóroddssonar og Jakobs V. Arnarsonar. Dansleikur með hinum einu sönnu Sölvum. 29. janúar 2005 Ómar Ragnarsson Haukur Heiðar Ingólfsson Verð: 4.500,- kr. Hallarfrú Samfylkingar Hvað gera konur? Nýr rektor Háskóla Íslands verður kjörinn í almennum kosningum í skólanum eftir tæpa tvo mánuði, hinn 15. mars. Fjórir prófessorar hafa gefið kost á sér, þrír karl- ar og ein kona; Ágúst Einarsson í viðskiptadeild, Einar Stefánsson í lækna- deild, Jón Torfi Jónasson í félagsvísinda- deild og Kristín Ingólfsdóttir í lyfjafræði- deild. Er kosningabaráttan þegar hafin og er Ágúst Einarsson sagður athafna- samastur í því efni. Kona hefur aldrei gegnt embætti háskólarektors en konur eru fjölmennar í skólan- um: 62% nemenda eru kven- kyns, 63% starfsmanna í stjórnsýslu skólans, 13% prófessora, 29% dósenta, 55% lektora og 44% að- júnkta. Afstaða kvenna gæti því ráðið úr- slitum. Hvort konur styðja kvenframbjóð- andann þegar á hólminn er komið eða ákveða að halda í karlahefðina á eftir að koma í ljós. „Með einhverjum hætti“ „Gengi krónunnar er um 7% hærra en það var fyrir ári síðan. Á sama tíma hefur verð á innfluttum vörum staðið í stað,“ segir í Morgunkorni, frétta- bréfi Íslandsbanka, í gær. Neytendur sem muna viðbragðsflýti inn- flytjenda, hálfgerða sólarhrings- vakt, þegar krónan lækkaði reglulega fyrr á árum, eru að vonum hlessa. Af hverju fáum við ekki að njóta lægra innkaupsverðs strax? Svar sérfræðinga Íslandsbanka er þetta: „Talsverður tími kann að líða frá því að gengisbreytingar eiga sér stað þar til þær skila sér í verði til innlendra neytenda. Ráða þar þættir á borð við veltuhraða birgða, notkun á gengisvörnum, sam- keppni í viðkomandi grein og þá hversu mikið fyrirtækin sveifluleiðrétta til skemmri tíma með því að breyta fram- legð sinni fremur en verði vörunnar til neytenda. Á endanum skilar gengisbreyt- ingin sér hins vegar með einhverjum hætti en það getur tekið langan tíma eða allt að einu og hálfu ári. Ljóst er að hækk- un krónunnar undanfarið á að stærstum hluta eftir að koma fram í lækkuðu vöru- verði til neytenda. Líklegt að þau áhrif muni sjást á næstu mánuðum og að það muni draga niður verðbólguna“. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja- vík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf sími 585 8330 Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.