Fréttablaðið - 21.01.2005, Qupperneq 52
Þýski leikarinn Udo Kier fer með
veigamikið hlutverk í One Point
O eftir Martein Þórsson og Jeff
Renfroe, sem er frumsýnd í dag.
Marteinn og Jeff skrifuðu hlut-
verk Udos með hann í huga og
lögðu mikið upp úr því að fá hann
til liðs við sig. Það var auðsótt
mál og Udo var fyrsti leikarinn
sem samþykkti að leika í One
Point O en á eftir fylgdi eðalfólk
á borð við Deborah Unger,
Jeremy Sisto, Bruce Payne og
Lance Henriksen.
Tíu dagar í Rúmeníu
„Lars Von Trier kynnti mig fyrir
Marteini og Jeff fyrir nokkrum
árum og mér leist mjög vel á
handritið þeirra frá upphafi
þannig að um leið og fjármagn
fékkst til að gera One Point O sló
ég til,“ sagði Udo þegar Frétta-
blaðið náði sambandi við hann
þar sem hann var staddur í Los
Angeles. „Ég er mjög hrifinn af
myrkum viðfangsefnum í kvik-
myndum og One Point O höfðaði
því strax til mín. Við tókum
myndina í Rúmeníu og það var
æðislegt en ég hafði aldrei komið
þangað áður og var þar við tökur
í tíu daga.“
Udo er alvanur því að leika í
ódýrum kvikmyndum og telur
peninga síður en svo ráða úrslit-
um um gæði. „Það er hægt að
gera ótrúlega hluti ef maður er
með rétta tökumanninn og þessi
mynd er ofboðslega flott. Það er
alveg ótrúlegt hversu miklum
áhrifum tökumaðurinn nær
fram.“
Blóðugur ferill
Udo er gamall reynslubolti sem
hefur komið víða við á litskrúðug-
um ferli og unnið með nokkrum
athyglisverðustu leikstjórum síð-
ustu áratuga. Hann fæddist í
Þýskalandi árið 1944 og er því 61
árs. Hann lék í myndum sérvitr-
ingsins og listamannsins Andy
Warhol um Frankenstein og
Dracula 1973 og 1974. Þá var hann
í Suspiria eftir Dario Argento og
hefur unnið með sérvitringum
eins og Rainer Werner Fassbinder
(Lili Marleen), Lars Von Trier
(Dancer in the Dark, Dogville) og
Gus Van Sant (My Own Private
Idaho). Þá kom Kier við sögu í
Shadow of the Vampire frá árinu
2000 en hann bindur sig þó síður
en svo eingöngu við listrænar,
alvarlegar og óháðar myndir og
hefur skotið upp kollinum í jafn
ólíkum myndum og Ace Ventura:
Pet Detective, Barb Wire, Blade,
Armageddon og End of Days með
Arnold Schwarzenegger.
Gaman að vinna með nýliðum
„Netið veit nú meira um mig en
ég sjálfur en mér skilst að því sé
haldið fram að ég hafi leikið í um
það bil 160 kvikmyndum. Það er
ekki fjarri lagi og ég hef verið
mjög heppinn í gegnum árin og
notið þess að vinna með frábær-
um leikstjórum eins og Fassbind-
er, Gus Van Sant og Von Trier. En
ég gæti þess samt líka alltaf að
vinna reglulega með nýjum leik-
stjórum. Mér finnst það mjög
skemmtilegt, sérstaklega ef þeir
eru að gera sína fyrstu mynd.
Það er svo mikil óbeisluð orka í
fólki sem er að byrja. Vænting-
arnar og vonirnar eru líka svo
miklar og stórar og það er svo
mikið í húfi vegna þess að ef
myndin gengur vel ertu í góðum
málum en ef hún klikkar ertu í
verulega vondum málum og gæt-
ir lent í meiriháttar vandræðum
með að koma næstu mynd þinni á
koppinn.“
10 ár að rukka Fassbinder
Udo sparar ekki hrósið þegar
talið berst að Marteini og Jeff.
„Þeir eru mjög hæfileikaríkir og
söfnuðu saman frábærum hópi.
Deborah er til dæmis að gera
frábæra hluti í myndinni.“ Allir
þeir úrvalsleikarar sem komu að
One Point O þáðu lágmarkslaun
fyrir vinnu sína en Udo finnst
alveg sjálfsagt að slaka á kröfun-
um og fá í staðinn að vinna með
nýju og fersku fólki. „Þetta snýst
ekki bara um peninga. Ég fékk
einungis borgað fyrir leik í einni
Fassbinder-mynd og það tók mig
10 ár að kreista þann pening út.
Ég hef verið svo heppinn hérna í
Ameríku að ég hef fengið að
vinna með Spielberg og fleirum
verið í stórum stúdíómyndum
myndum eins og Blade og Sur-
viving Christmas. Það eru svona
myndir sem gera mér kleift að
taka að mér hlutverk í óháðum
myndum, sem mér finnst miklu
skemmtilegra. Eftir því sem
myndirnar verða stærri og dýr-
ari færist stjórnin meira yfir
á peningaöflin. Maður hefur
ekkert að segja. Meira að segja
leikstjórarnir ráða engu og
peningamennirnir taka allar úr-
slitaákvarðanir.“
thorarinn@frettabladid.is
VINNINGAR VERðA AFHENDIR HJÁ BT SM
ÁRALIND. KÓPAVOGI. M
Eð ÞVÍ Að TAKA ÞÁTT ERTU KOM
INN Í SM
S KLÚBB. 99 KR/SKEYTIð
2 STK BÍÓMIÐAR
Á 99KR?
SENDU SMS
SKEYTIÐ JA EKF
Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ
GÆTIR UNNIÐ!
9. HVER VINNUR!
VINNINGAR ERU:
• MIÐAR FYRIR 2 Á MYNDINA Í BÍÓ
• ELEKTRA MYNDAVÉL
• BOLIR
• ARMBÖND
• HÚFUR
• LYKLAKIPPUR OG MARGT FLEIRA
SM
S*
LE
IK
UR
FR
UM
SÝ
ND
2
8
•
01
•
04
32 21. janúar 2005 FÖSTUDAGUR
Ómissandi á DVD Scream eftir Wes Craven hristi heldur betur upp í stöðnuðum
hryllingsmyndageiranum og sló svo hressilega í gegn að tvær framhaldsmyndir
fylgdu í kjölfarið. Þær eru nú allar fáanlegar saman í pakka sem er ómissandi á öll
betri menningarheimili. Íslandsvinurinn Jamie Kennedy er meðal þeirra sem sýna
snilldartakta í Scream en hann leikur kvikmyndanördinn Randy sem veit hvaða
reglum þarf að fylgja til að lifa hryllingsmyndir af.
„Now Sid, don’t you blame the movies,
movies don’t create psychos, movies make
psychos more creative!“
- Geðveiki morðinginn Billy kastaði draugagrímunni þegar hann sýndi
kærustunni sinni sitt rétta andlit og hreinsaði um leið kvikmyndirnar af
öllum áburði um að þær gætu af sér geðsjúklinga.
Netið veit meira um mig en ég sjálfur
UDO KIER Lék á móti Björk Guðmundsdóttur í Dancer in the Dark og hreifst af söngkonunni. „Hún var frábær og innlifun hennar var
svo sterk að hún rann alveg saman við persónuna og ég gat aldrei talað við hana sjálfa. Hún var alltaf í karakter,“ segir Udo og bætir
því við að hann kunni ákaflega vel við Friðrik Þór Friðriksson, sem sé svo sannarlega mikill sögumaður.
Leikstjórinn Jonathan Glazer,
sem vakti verðskuldaða athygli
með byrjendaverki sínu Sexy
Beast fyrir nokkrum árum, fléttar
saman ástarsögu, ráðgátu og fjöl-
skyldudrama í myndinni Birth
sem er frumsýnd í dag.
Það eru engar smáspurningar
sem Glazer glímir við í Birth þar
sem hann veltir því fyrir sér
hvort dauði eins einstaklings geti
verið í beinu sambandi við fæð-
ingu annars.
Birth hefst á því að ungur mað-
ur, Sean, hnígur látinn niður
þegar hann er að skokka á köldum
vetrardegi. Á sama augnabliki
fæðist drengur sem kemur til
fundar við Önnu, ekkju Seans, tíu
árum síðar og heldur því statt og
stöðugt fram að hann sé Sean end-
urfæddur.
Það er Óskarsverðlaunaleik-
konan Nicole Kidman sem leikur
Önnu en hún er rétt að jafna sig á
fráfalli eiginmannsins og búa sig
undir að hefja nýtt líf þegar at-
burðarásin tekur þessa undarlegu
stefnu. Hún hefur fallist á að trú-
lofast Joseph, sem er búinn að
ganga þolinmóður á eftir henni
með grasið í skónum í þrjú ár.
Þessi ákvörðun Önnu fellur sér-
staklega vel í kramið hjá móður
hennar, sem skörungurinn Lauren
Bacall leikur með bravúr, þannig
að það vekur litla kátínu í stórfjöl-
skyldunni þegar Cameron Bright
birtist og segir Önnu að hann sé
Sean endurfæddur og varar hana
við að giftast Joseph.
Krakkinn er vitaskuld ekki
tekinn alvarlega en hann gefur
sig ekki og skrifar Önnu bréf
og ítrekar skilaboð sín ákaft.
Drengnum er bannað að umgang-
ast Önnu en hún fer svo að sækja
í félagsskap hans þegar hún fer að
trúa honum. Fjölskylda hennar er
að sjálfsögðu mótfallin því að hún
leiti að látnum eiginmanni sínum í
10 ára dreng en sjálf verður hún
að komast til botns í því hvort
Sean sé kominn til hennar aftur og
hvort hún geti endurupplifað ást
þeirra. ■
NICOLE KIDMAN leikur ekkjuna Önnu.
Hún kynnist 10 ára dreng sem segist vera
eiginmaður hennar endurfæddur.
Látinn eiginmaður
snýr aftur sem barn
Alexander
Internet Movie Database 5,6 /10
Rottentomatoes.com 14% = Rotin
Metacritic.com 39/100
Birth
Internet Movie Database 6,1 /10
Rottentomatoes.com 37% = Rotin
Metacritic.com 50/100
Sideways
Internet Movie Database 8,2 /10
Rottentomatoes.com 96% = Fersk
Metacritic.com 94/100
One Point O
Internet Movie Database 5,7/10
FRUMSÝNDAR UM HELGINA
(DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM)