Fréttablaðið - 21.01.2005, Qupperneq 54
Þann 24. október 1975 var alþjóð-
legur frídagur kvenna og voru kon-
ur hvattar til þess að taka sér frí
þennan dag af kvennasamtökum
ýmiss konar. Þær þustu unnvörp-
um út á götur og torg sem frægt er
orðið og sendu meðal annars frá
sér yfirlýsingu sem vakti athygli á
bágum kjörum kvenna þar sem
meðal sagði: ,,að vanti starfsmenn
til illa launaðra og lítils metinna
starfa, er auglýst eftir konu“.
Hvað hefur áunnist á þessum
þrjátíu árum? Láta íslenskar konur
bjóða sér laun sem þykja nógu góð
fyrir fólk sem við köllum ,,ódýrt
erlent vinnuafl“? Standa þær betur
í samanburðinum við karla í laun-
um í sömu atvinnugrein eða með
sömu menntun? Er Ísland að verða
eins og önnur Vesturlönd þar sem
stóriðja og þrælahald eru undir-
staða hagvaxtar?
Hafi leikhópurinn með leik-
stjórann í broddi fylkingar ætlað
sér þá dul að bæta einhverju við
jafnréttisumræðuna eða taka af-
stöðu til þess gildismats sem ríkir
á hinum svokallaða almenna vinnu-
markaði á Íslandi í dag þá hefur
það mistekist. Sé hins vegar mein-
ingin að skemmta fólki með kúka-
bröndurum og sniðugum uppákom-
um þá hefur það svo sem tekist.
Yfirbragð sýningarinnar minnti
fremur á menntaskólasýningu en
leiksýningu í þeim gæðaflokki sem
maður gerir kröfu til í atvinnuleik-
húsi. Ég veit ekki hvort skrifa eigi
það á reynsluleysi einstakra leik-
ara (sem sumir hverjir ekki eiga að
baki nema tveggja ára leiklistar-
nám í útlöndum) eða hvort leik-
stjórinn hafi hreinlega ekki gert
upp við sig hvað hann vildi segja
með verkinu. Í umfjöllun um sýn-
inguna hefur verið vitnað til
Saumastofu Kjartans Ragnarsson-
ar, en vel að merkja gekk sú sýning
(Iðnó 1975) í þrjú ár og verkið hef-
ur þess utan lifað góðu lífi meðal
áhugaleikfélaga um allt land og
virðist alltaf hitta í mark. Ástæðan
fyrir velgengni Saumastofunnar er
einkum sú staðreynd að saga per-
sónanna frá hendi Kjartans snertir
streng í brjósti áhorfandans sem er
sammannlegur og snýr að réttlæt-
iskennd, samúð og væntumþykju
fyrir lífinu og því sem er ýmist
breyskt eða dyggðugt í mann-
eðlinu. Þessu er því miður ekki til
að dreifa í Saumastofu Agnars
Jóns þótt leiktextinn sé fyndinn,
krassandi og skemmtilegur. Það er
bara ekki nóg. Leikstíllinn var
áreynslukenndur og leikstjórnin
miðaði að agalausum ærslum, ráð-
lausu handapati og hávaða. Það
skorti alla fágun og á köflum var
svo mikið öskrað og gargað að text-
inn skildist ekki. Inn á milli var
fleygað söngnúmerum sem litu öll
út eins og atriði úr ,,Söngkeppni
framhaldsskólanna“ og hljómuðu
svipað. Ekki bættu nýjar útsetn-
ingar á gömlu lögunum eða ný lög
og textar neinu við. Þá sjaldan að
bar á einlægni og sárum tilfinning-
um í verkinu þá braut leikstjórinn
það einatt upp með því að gera grín
að öllu saman eftir á. Allt á að vera
svo kaldhæðið og fjarlægt nú á
tímum þar sem skautað er um á
yfirborði mannlegra tilfinninga án
þess að taka afstöðu til eins eða
neins. Er þessi sýning kannski ein-
hvers konar póstmódernismi þar
sem öllum eldri og viðteknari gild-
um er varpað fyrir róða svo lista-
menn geti þannig gefið sjálfum sér
leyfi til að gera hvað sem er hvern-
ig sem er?
Leikskráin er lýsandi dæmi um
þetta ,,kaos“ þar sem grafískir
hönnuðir fara á ,,fontafyllerí“ og
setja allt lesmál (sem hugsanlega
gæti verið áhugavert) í illa læsi-
legt letur svo maður þarf að setja
undir sig hausinn til að rýna í það.
Ég ætla ekki að fjölyrða um
frammistöðu hvers leikara hérna,
en það var helst að María Pálsdótt-
ir næði að skapa trúverðuga per-
sónu og eins átti Guðjón Þorsteinn
ágæta spretti sem Árni. Því miður
skortir alla hugsun á bak við þetta
verk og sýningin verður því ekki
annað en í meðallagi góð skemmti-
sýning. ■
Menningarveisla í tilefni af
því að hundrað ár eru liðin
frá fæðingu eins ástsælasta
skálds þjóðarinnar.
Eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar,
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi,
fæddist á þessum degi fyrir hund-
rað og tíu árum. Í tilefni af tímamót-
unum verður efnt til menningar-
veislu norðan heiða og sunnan í dag,
föstudaginn 21. janúar, og á morg-
un, laugardag.
Veislan hefst í bókasal Þjóð-
menningarhússins í dag klukkan 17.
Þar flytur Guðmundur Andri Thors-
son ávarp og Gunnar Gunnarsson
og Sigurður Flosason leika spuna í
kringum sálm Davíðs, Ég kveiki á
kertum mínum, lag Guðrúnar Böðv-
arsdóttur. Síðan verður vefgátt
Skólavefsins um Davíð Stefánsson
opnuð. Á sýningunni í Þjóðmenning-
arhúsinu verða ljóð Davíðs, skáld-
verk hans og leikrit. Einnig verða
sýnd handrit að verkum og munir
úr hans eigu, sem fengnir voru að
láni úr Davíðshúsi á Akureyri – og
ljósmyndir frá ævi hans prýða sýn-
inguna.
Á sama tíma, klukkan 17, verður
opnuð sýning á verkum, bréfum og
munum úr fórum Davíðs á Amts-
bókasafninu. Þar verða meðal ann-
ars sýnd bréf sem fóru milli Davíðs
og Önnu Z. Osterman, sendikennara
frá Svíþjóð, en þau hafa aldrei kom-
ið fyrir sjónir almennings áður. Í
kvöld klukkan 20.30 verða síðan há-
tíðartónleikar í Glerárkirkju. Þar
mun Karlakór Akureyrar – Geysir
flytja allar helstu söngperlur Dav-
íðs undir stjórn Erlu Þórólfsdóttur
söngstjóra. Einsöngvarar á tónleik-
unum verða meðal annarra Alda
Ingibergsdóttir, Hulda Garðarsdótt-
ir og Óskar Pétursson en auk þeirra
munu kórfélagar syngja einsöng og
dúetta og kvartett mun einnig koma
fram. Kórinn mun síðar á þessu ári
gefa út geisladisk í tilefni af 110 ára
afmælinu.
Á morgun, laugardag, verður
haldið málþing um Davíð í Ketils-
húsinu í Listagili. Fyrirlesarar
verða Bjarki Sveinbjörnsson, Guð-
mundur Andri Thorsson, Gunnar
Stefánsson, Hjörtur Pálsson, Sigríð-
ur Albertsdóttir og Soffía Auður
Birgisdóttir. Fjallað verður um
Davíð frá mörgum sjónarhornum;
verk hans, einstök ljóð, tónlistina
við ljóðin og síðast en ekki síst per-
sónuna sjálfa. ■
34 21. janúar 2005 FÖSTUDAGUR
EKKI MISSA AF…
Hinni bráðskemmtilegu sýn-
ingu Faðir vor eftir Hlín Agnars-
dóttur í Iðnó. Hægt er að kaupa
kvöldverð og leikhúsmiða og víst
að enginn verður svikinn af
kvöldinu. Sýning í kvöld...
Sýningu Jóns Axels Björns-
sonar, Dagar og nætur, sem
stendur yfir í Skálholtsskóla...
Írönsku kvikmyndinni Múlrek-
inn, klukkan 23.40 í Sjónvarpinu,
um erfiða lífsbaráttu kúrdískrar
fjölskyldu í
þorpi á landa-
mærum Íraks
og Írans eftir
að fjölskyldu-
faðirinn stígur
á jarð-
sprengju og
deyr í smygl-
leiðangri.
Uppfærsla á söngleiknum Jesús Kristur ofur-
stjarna hefur verið slegin af verkefnaskrá vetr-
arins í Þjóðleikhúsinu, ýmsum til gleði, öðr-
um til gremju, eins og gengur. Frumsýning var
áætluð undir vorið en að sögn Tinnu Gunn-
laugsdóttur þjóðleikhússtjóra eru ýmsar
ástæður fyrir því að af henni verður ekki.
„Prógramið er mjög þétt hjá okkur,“ segir
Tinna. „Við erum með mikið af verkum í sýn-
ingu og vinnslu. Það verður frumsýning hér
10. febrúar, sem þýðir að við verðum að taka
út „Þetta er allt að koma“, auk þess sem stutt
er í frumsýningu á nýju barnaleikriti. Það er
einfaldlega ekki gerlegt að vera með fjórar
sýningar á Stóra sviðinu.“ Tinna segir ákvörð-
unina ekki hafa verið auðvelda, en nauðsyn-
lega til þess að mæta erfiðri fjárhagsstöðu.
Þótt þeir gleðjist sem sakað hafa fyrrum þjóð-
leikhússtjóra um metnaðarleysi fyrir að setja
Jesús Krist ofurstjörnu á verkefnaskrá er ljóst
að nóg er til af fólki sem vildi gjarnan sjá
söngleikinn, til dæmis korthafar sem þegar
hafa keypt sig inn á sýninguna. Þegar Tinna er
spurð hvort ekki gæti óánægju meðal þeirra
segir hún:
„Við komum til móts við þá með því að bjóða
þeim endurgreiðslu, eða gjafakort sem gildir í
tvö ár og þeir geta notað sjálfir eða gefið öðr-
um.“ ■
Kl. 20.00
Frumsýning Nemendaleikhúss Listahá-
skóla Íslands á Spítalaskipinu Voninni
eftir Kristínu Ómarsdóttur í Smiðjunni,
Sölvhólsgötu 13. Leikstjóri er María
Reyndal.
menning@frettabladid.is
Jesús Kristur sleginn af
!
LEIKLIST
VALGEIR SKAGFJÖRÐ
Saumastofan 30 árum síðar
Borgarleikhúsið
Leikfélagið Tóbías
Höfundur og leikstjóri: Agnar Jón Egilsson
/ Leikarar: Alexía Björg Jóhannesdóttir/
Bjartmar Þórðarson/ Bryndís Ásmundsdótt-
ir/ Elma Lísa Gunnarsdóttir/ Guðjón Þor-
steinn Pálmarsson/ Ísgerður Elfa Gunnars-
dóttir/ María Pálsdóttir/ Leikmynd: Marta
Macuga/ Búningar: Harpa Einarsdóttir/
Tónlist: Búðabandið/ Dansar: Elma Lísa
Gunnarsdóttir/ Lýsing: Jón Þorgeir Krist-
jánsson.
SAUMASTOFAN Leikstíllinn var áreynslu-
kenndur og leikstjórnin miðaði að agalaus-
um ærslum, ráðlausu handapati og há-
vaða.
Saumastofa Agga
DAVÍÐ STEFÁNSSON Sýnd verða bréf sem fóru milli Davíðs og Önnu Z. Osterman,
sendikennara frá Svíþjóð, en þau hafa aldrei komið fyrir sjónir almennings áður.
Davíðsperlur norðan
heiða og sunnan