Fréttablaðið - 21.01.2005, Side 10

Fréttablaðið - 21.01.2005, Side 10
21. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Brasilísk kona sem gripin var með kókaín í Leifsstöð: Reyndist einnig vera með LSD FÍKNIEFNI Brasilísk kona sem var handtekin á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins fyrir að reyna að smygla 850 grömmum af kókaíni var einnig með um tvö þúsund skammta af LSD. LSD- sýran var í töfluformi sem falin var í leggöngum konunnar en hún kom til landsins rétt fyrir jól. Ekki var vitað fyrr en nú í vikunni hvers kyns töflurnar voru sem konan var með. Töflurnar sem sendar voru til greiningar voru mjög smáar. Kókaínið sem konan reyndi að smygla var pakkað inn í pakkningar sem huldu nánast læri hennar. Efnun- um var vel komið fyrir og mátti vart greina pakkningarnar þótt hún hafi verið í frekar þröngum buxum. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald skömmu eftir komuna til landsins, fyrst í þrjár vikur sem síðar var framlengt til ellefta febrúar. Mjög mikið var tekið af LSD á síðasta ári eða um 4000 þúsund skammtar sem er mun meira en síðustu ár þar á undan. Árið 2003 náðist einn skammtur af LSD. - hrs Borgarfulltrúar senda skýr skilaboð til kennara: Kennarar rusluðu til og fá ekki borgað fyrir að þrífa SKÓLAMÁL Skilaboðin frá borgar- fulltrúum til kennara eru að þeir hafi gengið of langt, segir Berg- þóra Valsdóttir, framkvæmda- stjóri SAMFOKS, sambands for- eldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur. Borg- arráð studdi ekki tillögu fræðslu- ráðs um greiðslu fyrir endur- skipulagningu skólastarfs í grunnskólunum. Bergþóra segir að hjá hópi for- eldra hafi síðasti samúðarvottur- inn með málstað kennara fokið tveimur dögum eftir að lög voru sett á verkfallið og sumir kennara mættu ekki til vinnu. Hún velti fyrir sér hvort ákvörðun borgar- ráðs sé byggð á sjónarmiði þess hóps og ráðið horfi til þess að verkfall kennara hafi valdið því að starfsáætlanir sem unnar voru fyrir veturinn hafi ekki staðist. „Þið rusluðuð til í herberginu ykkar og þið fáið ekki borgað fyrir að taka til,“ séu skilaboðin. Bergþóra sem á sæti í fræðslu- ráði segir ráðið hafa lagt sig fram og gengið mjög langt í að koma til móts við kennara. Það hafi verið tillitssamt gagnvart tilfinningum kennara og sálarástandi eftir verkfallið. Borgarfulltrúarnir endurspegli hins vegar hug hluta borgaranna. - gag Aukavinna kennara verður ekki greidd Margir grunnskólakennarar höfðu lokið endurskipulagningu kennslu í þeirri vissu að fá greitt fyrir vinnuna. Rætt var um að einn vinnudagur fengist greiddur. Fræðsluráð mælti með greiðslunni en borgarráð felldi hugmyndina. SKÓLAMÁL Borgarráð Reykjavíkur hefur ákveðið að ekki þurfi fjár- veitingu til endurskipulagningu grunnskólastarfs þrátt fyrir tilmæli fræðsluráðs þess efnis. Fimmtíu milljónir verða hins vegar veittar grunnskólum borgar- innar vegna tapaðra skóladaga í verkfalli kennara – og eiga þeir fjármunir að renna beint til undir- búnings efstu bekkja fyrir sam- ræmd próf og til þeirra sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Kristinn Breiðfjörð, varafor- maður Skólastjórafélags Íslands, segir skólastjóra geta nýtt verk- stjórnartímann, sem þeir hafi til umráða hjá kennurum, til endur- skipulagningarinnar. Það komi þó niður á öðrum verkefnum innan skólans, til dæmis verði umhverfis- fræðsla látin sitja á hakanum. Kennarafélag Reykjavíkur gagnrýnir borgarráð fyrir að fara ekki að tillögum fræðsluráðs um að greiða kennurum sérstaklega fyrir endurunnar kennsluáætlanir. Ólafur Loftsson, formaður félags- ins, segir marga kennara þegar hafa sinnt þessu verkefni á þeirri forsendu að þeim yrði greiddur einn vinnudagur fyrir verkið. Ólafur spyr hvort ákvörðun Reykjavíkurborgar snúist um sparnað eða hvort tillaga ráðs- ins hafi einungis verið illa orðuð. Steinunn segir sparnað ekki hafa ráðið úrslitum. „Verið er að setja umtalsverða aukafjárveitingu í skólana. Aðal- atriðið er að peningarnir nýtist í kennslu barnanna, því það eru jú börnin sem hafa misst kennslu- stundir og kennsludaga,“ segir Steinunn og ítrekar þannig að auka- fjárveitingin eigi ekki að renna til kennara. Runólfur Birgir Leifsson, forstöðumaður fjármálasviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, segir að óskað hafi verið eftir greinargerðum frá grunnskólum borgarinnar um hvernig þeir hygg- ist bæta nemendum upp tapaða skóladaga. Fjórir hafi svarað en skólarnir geri nú þegar ráð fyrir aukafjárveitingunni. gag@frettabladid.is BERGÞÓRA VALSDÓTTIR Segir kennara geta unnið að endurskipulagn- ingu kennslu í grunnskólum á laugardögum. „Þeir geta það. Ef ég klára ekki það sem ég þarf að gera þá geri ég það á kvöldin og um helgar,“ segir Bergþóra. „Launalaust.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. SÝRA LSD er oft síað í pappírsþynnur. Sýran sem brasilíska konan var tekin með var í töfluformi. ÞRJÁTÍU OG FIMM DAGA VERKFALL KENNARA # Almennur launakostnaður vegna kennslu kostar borgina um 20 milljónir króna – sé miðað við 180 kennsludaga fyrir nýgerða kjarasamninga # Kjarasamningarnir hækka upphæðina um 12 prósent # Borgin greiðir 50 milljónir vegna tapaðra skóladaga # Borgin greiddi 195 milljónir í eingreiðslu til kennara # Laun kennara í vetrarfríi eru um 80 milljónir # Laun kennara sem ekki voru greidd á verkfallstímabili um 500 milljónir # Fjárhagslegur sparnaður borgarinnar gróflega áætlaður um 175 milljónir króna Heimildir: Fræðslumiðstöð Reykjavíkur UNGLINGAR Í FOLDASKÓLA Börn að leik í frímínútum í Foldaskóla í Grafarvogi. Endurskipulagningu náms er að mestu lokið í grunnskólum höfuðborgarinnar. Kenn- arar gerðu hana margir í þeirri trú að fá sérstaklega greitt fyrir þá vinnu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.