Fréttablaðið - 21.01.2005, Qupperneq 59
39FÖSTUDAGUR 21. janúar 2005
FRÁBÆR SKEMMTUN
SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is
Sýnd kl. 4 Ísl. tal
Dómnefndarverðlaunin
í Cannes
Valin besta erlenda
myndin í Bretlandi
Myndin sem Quentin
Tarantino elskar!
Yfir 25.000 áhorfendur
Frumsýnd kl. 4, 6, 8 og 10
VAMPÍRUBANINN BLADE ER MÆTTUR
AFTUR HÆTTULEGRI EN NOKKRU SINNI FYRR
Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 b.i. 16
Sýnd kl. 4 og 6
Ein vinsælasta myndin
í USA í 4 vikur samfleytt. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
Sýnd kl. 10 b.i. 16
Sýnd kl. 6 og 8 b.i. 10
Tilnefnd til 5 Golden
Globe verðlauna
þ.á.m. besta mynd,
leikstjóri og leikari í
aðalhlutverki.
il f til
old n Globe
verðlauna þ.á.m.
besta mynd, l i -
stjóri og l i ari í
Einstök mynd um
höfund hinnar sígildu
sögu um Pétur Pan.
HHH NMJ
Kvikmyndir.com
HHH
ÓHT Rás 2
"...bráðvel heppnuð
skemmtun, grín og fjör..."
HHH
SV - MBL
Sýnd kl. 4.30, 8 og 11.15 b.i. 14
Sýnd kl. 8 og 10.30 Sýnd kl. 4.30 m/ísl. tali.
HHHH SV Mbl
„Ein snjallasta mynd ársins...
Ógleymanleg... ljúf kvikmyndaperla."
Sýnd kl. 8 og 10.10 b.i. 16Sýnd kl. 6, 8 og 10
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40 Epísk stórmynd sem fólk verður að sjá.
Frá leikstjóranum Oliver Stone.
HHHH HJ - MBL
HHHH ÓÖH - DV
HHHH Kvikmyndir.com
Miðaverð 400 kr.
Stórstjarnan Nicole Kidman var tilnefnd
til Golden Globe verðlaunanna fyrir leik
sinn í myndinni
Frá leikstjóra About
Schmidt kemur ein
athyglisverðasta mynd
ársins.
Missið
ekki af
þessari!
Hlaut tvenn
Golden Globe
verðlaun
Besta
myndin
Besta
handritið
Nýr útvarpsþáttur spjallþátta-
stjórnandans Jerry Springer fór
í loftið síðasta mánudag. Þar var
meðal annars verið að ræða um
stríðið í Írak og voru menn
ófeimnir við að gagnrýna Geor-
ge W. Bush, Bandaríkjaforseta.
Kallaði Springer stríðið m.a. sið-
laust í þætti sínum.
Margir hafa gagnrýnt þáttinn
og segja hann hafa verið settan á
stofn til að koma demókrötum til
valda í Bandaríkjunum á næsta ári.
Hinir óhefluðu sjónvarpsþætt-
ir Springer munu halda áfram
þrátt fyrir nýja útvarpsþáttinn. ■
GillianAnderson,
sem sló í gegn
í þáttunum X-
files, hefur
gengið upp að
altarinu með
kvikmynda-
gerðarmannin-
um Julian
Ozanne. Brúð-
kaupið var
haldið 29.
desember á eyju skammt undan
strönd Kenýa. Tíu ára dóttir Ander-
son frá fyrra hjónabandi, Piper, var
brúðarmey.
Ástralski leikarinn Hugh Jackmaner talinn líklegastur til að verða
næsti James Bond.
Bresku veðbank-
arnir Ladbrokes
og William Hill
bjóða getspökum
að tvöfalda fjár-
hæðina sem lögð
er undir á að
Jackman
hreppi starfið.
Clive Owen
og Ewan
McGregor
eru í næstu
sætum á eft-
ir.
Samskipti leikkonunnar AngelinuJolie við leikstjóra mynd-
arinnar Mr. and Mrs. Smith
voru svo stirð að meðleik-
ari hennar, Brad Pitt, þurfti
að leikstýra henni. Jolie
hefur verið sökuð um
að hafa átt í ástarsam-
bandi við Pitt en hefur
alfarið neitað því.
FRÉTTIR AF FÓLKI
JERRY SPRINGER Nýr útvarpsþáttur Jerry
Springer er mun pólitískari en hinn óhefl-
aði spjallþáttur hans.
■ ÚTVARP
■ KVIKMYNDIR
Springer með útvarpsþátt
Þroskasaga miðaldra manns
Gamanmyndin Sideways er
frumsýnd í dag. Myndin er úr
smiðju þeirra félaga Alexander
Payne og Jim Taylor en þeir eiga
að baki ekki ómerkari myndir en
Election og nú síðast About
Schmidt þar sem Jack Nicholson
sýndi snilldartakta. Styrkur
þeirra félaga liggur sem fyrr í
öflugu handriti en Sideways er
þrælvel skrifuð og hefur þegar
skilað þeim tveimur Golden
Globe-verðlaunum, fyrir bestu
gamanmyndina og besta handrit-
ið.
Það má segja að About
Schmidt hafi verið þroskasaga
manns sem var að komast á eftir-
laun en hér fylgjumst við með
miðaldra manni í krísu sem reyn-
ir að komast í nánari kynni við
sinn innri mann á vínsmökkunar-
ferðalagi með æskufélaga sínum.
Það er öndvegisleikarinn Paul
Giamatti (Storytelling, American
Splendor) sem leikur misheppn-
aða rithöfundinn Miles sem er
enn í sárum eftir þriggja ára
gamlan hjónaskilnað. Hann sæk-
ir huggun í eðalvín og býður létt-
lyndum vini sínum, Jack, sem
Thomas Haden Church leikur, í
mikla vínsmökkunarreisu.
Jack er léttlyndur leikari sem
er að fara að gifta sig en lætur
það ekki halda sér frá kvennafari
sem hann dregur hlédrægan vin
sinn með sér í og tryggir um leið
að vínsmökkunarferðin á eftir að
hafa áhrif á líf beggja.
Samskipti þessara ólíku vina
eru kostuleg en höfundarnir ná
þó mestum hæðum í lýsingum á
samskiptum þeirra við hitt kynið
en þar liggja rætur og lausnir
allra vandamála þeirra.
Það má segja að Sideways sé
gamanmynd fyrir fullorðna og
lengra komna en rétt eins og í
About Schmidt eru undirtónarnir
alvarlegir og persónurnar glíma
við sjálfar sig og angistina sem
felst í því að vera manneskja þó
allt sé það á léttu nótunum. ■
PAUL GIAMATTI OG THOMAS HADEN CHURCH Þeir leika ólíka skólafélaga sem
reyna að treysta vinaböndin með vínsmökkunarferð sem á eftir að breyta lífi í það
minnsta annars þeirra varanlega.