Fréttablaðið - 21.01.2005, Síða 53
FÖSTUDAGUR 21. janúar 2005
Opið frá kl. 12-16 laugardaga
Söluumboð:
Bílás sf., Akranesi - BSA, Akureyri - Betri bílasalan, Selfossi - SG Bílar, Reykjanesbæ
Mazda3 T 5 dyra 1,6 l kostar aðeins 1.795.000 kr.
Mazda er japanskur bíll, framleiddur í Japan
sem vermir nú toppsætið samkvæmt stærstu gæðakönnun Evrópu
og skarar fram úr hvað varðar endingu og lága bilanatíðni.
Komdu, reynsluaktu og gerðu verðsamanburð.
Gæðin eru augljós.
Aukahlutir á mynd: álfelgur
Gegnheil gæði og gott verð
Kynntu þér fjölda freistandi tilboða!
Sími 540 5400
Mazda3 er sérstaklega ríkulega búinn bíll þar sem saman fara
falleg hönnun, frábærir eiginleikar og einstakt verð.
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
SÍ
A
ENGINN SYKUR
ALVÖRU BRAGÐ
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
14
8
8
6
EKKI ÉG!
HVER ER
SÆTUR?Alexander mikli er ein stórbrotn-
asta persóna samanlagðrar
mannkynssögunnar en þessum
konungssyni frá Makedóníu tókst
að leggja undir sig nánast allan
hinn þekkta heim þegar hann var
25 ára gamall. Herkænskan og
botnlaus metnaðurinn var honum
í blóð borinn og enginn andstæð-
ingur stóðst honum snúning.
Hann fór með herjum sínum
gegn ofurefli Persa og hafði sigur
og það er ekki vitað til þess að
hann hafi nokkru sinni tapað orr-
ustu.
Það ætti vart að koma
nokkrum á óvart að saga Alex-
anders hefði verið stórhuganum
Oliver Stone hugleikin síðan í
æsku en þessi umdeildi og ofsa-
fengi leikstjóri barðist í 15 ár
fyrir því að koma sögu Alexand-
ers á hvíta tjaldið. Honum hefur
loks tekist ætlunarverkið og af-
raksturinn verður frumsýndur á
Íslandi í dag.
Stone tjaldar öllu sem hann á
til og það er nostrað við hvert
smáatriði og djöfulgangurinn er
yfirgengilegur þegar hann setur
upp nokkrar af frægustu orrust-
um mannkynssögunnar. Leikara-
liðið sem Stone teflir fram er
ekki heldur af verri endanum.
Hinn funheiti Colin Farrell leikur
Alexander, Val Kilmer fer með
hlutverk Filippusar föður hans og
ofurskutlan Angelina Jolie leikur
móður hans. Anthony Hopkins og
Jared Leto leika nána vini hans
og vopnabræður og Christopher
Plummer bregður sér í líki
Aristótelesar en Alexander nam
við fótskör þess mikla meistara.
Það vita sjálfsagt allir eitthvað
um Alexander og þótt hann sé ein
nafntogaðasta persóna mann-
kynssögunnar verður að hafa í
huga að hér birtist hann eins og
Oliver Stone sér hann fyrir sér en
leikstjórinn hefur áður fengið á
sig gagnrýni fyrir túlkanir sínar
á persónum Jims Morrison, Rich-
ards Nixon og morðsins á John F.
Kennedy.
Stone fékk Robin Lane Fox,
sem skrifaði ævisögu Alexanders
árið 1972, til þess að hjálpa sér
við að skilja Alexander en bók
Fox hefur selst í yfir milljón ein-
taka og þykir með því betra sem
skrifað hefur verið um þennan
dauðlega guð. ■
Magnaðasti leiðtogi allra tíma
ALEXANDER MIKLI Oliver Stone valdi Írann Colin Farrell til að túlka þennan mesta
stríðsherra mannkynssögunnar enda telur hann Farrell eiga ýmislegt sameiginlegt með
hetjunni fornu. „Colin er fullur af uppreisnaranda, rétt eins og Alexander,“ segir Stone og
bætir því við að Farrell búi einnig yfir þeim hæfileikum sem þurfa að prýða stríðsherra og
leiðtoga.