Fréttablaðið - 21.01.2005, Síða 27
Rauða shiraz-vínið frá Tabiso hefur
notið vinsælda og nú hefur hvítvínið
úr chardonnay-þrúgunni fylgt í kjöl-
farið og söluaukning á því orðið til
þess að það er nú boðið til sölu í öll-
um Vínbúðunum. Þetta suður-afríska
vín er ræktað austan við Höfðaborg í
Suður-Afríku af Marais-fjölskyldunni
sem er sjöunda kynslóð vínræktenda,
afkomendur frönsku húgenottanna.
Vínið ilmar af suðrænum ávöxtum, er
frísklegt með þægilegu eftirbragði.
Hentar vel með fiski og léttum réttum
auk þess að vera hentugt eitt og sér í
veislum. Vínið þykir með albestu
kassavínum og fékk t.a.m. heilar fimm
stjörnur í danska víntímaritinu Vin-
avisen sem sagði vínið kraftmikið og
ilmríkt, kjörið fyrir kvöld með vinunum
og eitt af bestu hvítvínum í kössum
sem smakkendur tímaritsins hefðu
bragðað.
Verð í Vínbúðum. 3L í kassa á 3.590.
Nú á Þorranum verður til sölu í Vínbúðum fyrsti bjórinn
sem bruggaður er að hluta úr heimaræktuðu íslensku
byggi, Egils Þorrabjór. Þessi alíslenski drykkur rímar vel
við hinn þjóðlega þorramat og verður fáanlegur í tak-
mörkuðu magni á Þorranum, en miðað við hvernig sala
á bjórnum fer af stað er líklegt að birgðir klárist innan
tíðar. Íslenska byggið, sem notað er til bruggunar á Egils
Þorrabjór, er frá Ásgeiri Kristinssyni, bónda á Leirá í
Borgarfirði en hann hefur ræktað bygg frá árinu 1997.
Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari hjá Ölgerð-
inni, segir kornrækt hafa verið í mikilli sókn hérlendis á
síðastliðnum árum og ekkert sé til fyrirstöðu að nota
íslenskt bygg við bruggun bjórs. Bruggmeistarar Ölgerð-
arinnar hafa unnið að gerð bjórs úr íslensku byggi síðan
í haust. Í byrjun árs var Egils Þorrabjór tilbúinn og var
honum tappað á flöskur í liðinni viku. Egils Þorrabjór er
bragðmikill lagerbjór með mikilli fyllingu og 5,6% að
styrkleika.
Verð í Vínbúðum, 33cl flaska á 189 krónur.
„Það er algjör snilld að geta kíkt á
fallegar vörur á meðan maður bíður
eftir teinu sínu. Ég kynntist þessu
formi úti í Danmörku því ég fór oft
á testofu þar. Ég drekk yfirleitt ekki
te heima hjá mér en í Danmörku fór
ég á kaffistofuna til að láta allt sem
ég vildi eftir mér og var alls ekkert
að spara. Þá fékk ég mér te og
eitthvað sætt að borða því það
passar rosalega vel saman,“ segir
Ingibjörg Grétarsdóttir, eigandi
Frú fiðrildis.
Ingibjörg leggur áherslu á te og
skonsur og býður einnig upp á
pressukönnukaffi. „Ég er ekki með
neina kaffivél þannig að ég býð
bara upp á venjulegt, lífrænt kaffi.
Síðan er ég alltaf með skonsur með
sætu sítrónusmjöri og te en ég nota
jurtir frá Te og kaffi. Ég er með
svart, grænt, jurta og ávaxtate svo
eitthvað sé nefnt. Síðan er ég oftast
með franska súkkulaðiköku og
hindberjapæ í boði en ég skipti
þeim stundum út fyrir til dæmis
hjónabandssælu.“
Rómantíkin er alls ráðandi í Frú
fiðrildi en það er reyklaus testofa
uppfull af gamaldags mublum. Tón-
listin er líka gamaldags og blandar
Ingibjörg saman dönskum stíl og
frönskum sveitastíl. Vörurnar sem
til sölu eru í testofunni eru frá
Danmörku. Þar er hægt að kaupa
allt frá kertum til skarts og selur
Ingibjörg bara það sem henni líkar.
„Ég kaupi mér aldrei dýra muni
heldur leita alltaf í nokkrum búðum
áður en ég finn eitthvað sem ég vil
á góðu verði.“ lilja@frettabladid.is
5FÖSTUDAGUR 21. janúar 2005
Til hnífs og skeiðar
GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HANDA
MINNST FJÓRUM FYRIR 1000 KR. EÐA MINNA.
Skoskt reykfiskgratín
Það er alltaf gaman að brjóta upp og fara nýjar leiðir í matreiðslunni. Á Íslandi snæðum
við reyktan fisk yfirleitt soðinn með góðri kartöflustöppu. Hér er hins vegar notast við
skoska hefð og til verður reyktur fiskur eins og við höfum aldrei smakkað hann áður.
Setjið ýsuna á pönnu ásamt mjólkinni og látið suðuna koma upp. Lækkið þá hitann,
setjið lokið á og sjóðið fiskinn í 5 mínútur. Færið þá fiskinn upp, flettið roðinu af og
hlutið hvert flak í stórar flögur. Setjið til hliðar. Bræðið næst smjör á pönnu og steikið
tómatana, saltið og piprið. Hækkið hitann og sjóðið sem mest af tómatsafanum burtu.
Takið nú fiskbitana og látið í ofnfasta skál (1 stóra eða 4 smáar) setjið tómatana ofan
á og hellið rjómanum yfir allt. Stráið að síðustu rifna ostinum yfir. Bakið í 190 gráðu
heitum ofni í um 20 mínútur eða þangað til rétturinn kraumar vel og osturinn er gull-
inn og girnilegur. Borðið með góðu salati og brauði sem hentar vel til að fiska upp
ljúfar sósudreggjar. Kostnaður samtals um 1000 kr.
500 g reykt ýsa 470 kr.
200 ml mjólk
1 msk. smjör
250 g konfekttómatar (skornir í tvennt) 250 kr.
150 ml rjómi 160 kr.
100 g rifinn ostur
Rómantík í Þingholtunum
Ingibjörg hefur það huggulegt í eldhúsinu í Frú fiðrildi
og bakar allt sjálf sem hún býður upp á.
UPPSKRIFT
Eggjum og sykri er hrært létt saman með
gaffli – ekki stífþeytt. Súkkulaði og smjör
er brætt saman og hellt rólega út í eggin
og sykurinn. Þessu er blandað létt saman
með gaffli eða sleif. Hveiti er bætt út í
ásamt vanillusykri og hrært rólega með
sleif. Sett í lítið, smurt form um það bil
tuttugu sentímetra að stærð. Bakað við
175 ˚C í 15 til 25 mínútur eftir ofni. „Fólk
verður svolítið að prufa sig áfram með
ofninn. Hægt er að stinga hníf í miðjuna
og ef ekkert af kökunni helst á honum
þá er hún tilbúin. Mér finnst hún best
klesst og blaut,“ segir Ingibjörg.
Krem: 100 g suðusúkkulaði og 50 g
smjör brætt saman. Hægt er að skreyta
kökuna með kókos og einnig bæta hnet-
um eða möndlum við uppskriftina. „Þeg-
ar kremið er komið á finnst mér best að
setja hana aðeins inn í ísskáp því þá
stífnar kremið fyrr,“ segir Ingibjörg.
3 egg
100 g sykur eða hrásykur
100 g 70% súkkulaði
100 g brætt smjör
45 g hveiti eða spelt
1 tsk. vanillusykur
TABISO CHARDONNAY: 5 stjörnur í Vinavisen
EGILS ÞORRABJÓR:
Fyrsti al-íslenski bjórinn!
FRÖNSK SÚKKULAÐIKAKA INGIBJARGAR
Í Frú fiðrildi, testofu og verslun, í Ingólfsstræti 8 í Reykjavík er stemning-
in engu lík. Þar er bæði hægt að skoða fallega muni sem eru til sölu, tylla
sér með heitt te og skonsu og blaða í gömlum bókum og tímaritum.