Fréttablaðið - 21.01.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 21.01.2005, Síða 12
12 21. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Súrsað vegna saltskorts Þótt þjóðin hafi borðað þorramat öldum saman er aðeins hálf öld síðan farið var að tengja súr- mat þessum árstíma öðrum fremur. Litlar sem engar heimildir eru til um þorrablót til forna. Ekkert er vitað um matseðilinn á þorrablótum til forna enda er óljóst hvort þau hafi yfirleitt farið fram. Þorrablót með súrmat og tilheyrandi fóru hins vegar ekki að tíðkast fyrr en fyrir fáeinum áratugum. Saltskortur fyrr á öld- um knúði landsmenn til að leggja mat í súr til að auka geymsluþol hans. Barist með bjúgum „Það er eiginlega ekkert til af rit- uðum heimildum um mat frá mið- öldum, menn voru ekki að skrifa um slíkt. Ef maður sér mat í mið- aldaheimildum er það vegna þess að hann kemur við sögu í tengsl- um við bardaga og slíkt, til dæmis þegar menn voru að berja hver annan með bjúgum eða drekkja hver öðrum í soðkötlum,“ segir Hallgerður Gísladóttir, þjóðhátta- fræðingur á Þjóðminjasafni Ís- lands. Hún segir nánast engar heimildir um að þorrablót hafi yf- irleitt verið haldin á miðöldum og því sé ekkert vitað um matarvenj- ur á slíkum samkomum. Með þjóðfrelsisbaráttu 19. ald- ar hefst þorrablótahald á þorran- um og segir Hallgerður að þar hafi hangikjöt, hákarl, bjór og brennivín verið á borðum. Súr- matur var hins vegar ekki í boði enda var hann nánast daglega á borðum landsmanna langt fram á tuttugustu öldina og því tæpast þótt nógu fínn fyrir blótandi fólk. Um miðja síðustu öld fara menn svo að tala um þorramat og hefur veitingamönnum á Naustinu gjarnan verið eignaður heiðurinn af því orði. Upp úr því bætist svo súrmaturinn við þorra- trogin svo og ýmsar aðrar matar- tegundir sem ekki e r u b e i n - línis þjóðleg- ar eins og svonefnt ítalskt salat, síld og jafnvel kótilettur í raspi en dæmi eru um slíkt á sumum stöð- um á landinu. Súrsað frá ómunatíð Þótt lítið sé af beinum heimildum um miðaldamat Íslendinga hafa fræðimenn verið lunknir við að geta í eyðurnar. Hallgerður bend- ir á að þar sem sýrukeröld hafi fundist við fornleifauppgröft þá megi einfaldlega draga þá ályktun að menn hafi lagt mat í súr. „Þeg- ar allt fer að koma úr myrkri ald- anna leggja menn saman tvo og tvo.“ Þannig velkist Hallgerður ekki í neinum vafa um að þessi geymsluaðferð hafi tíðkast hér frá ómunatíð. „Þetta var þekkt í Noregi áður fyrr en er þar aflagt fyrir löngu. Sennilega hafa land- námsmennirnir komið með þessa þekkingu þaðan. Síðan verður þetta almenn geymsluaðferð hér vegna þess að hér var svo lítið salt fyrr á öldum.“ Spurð hvers vegna matur hafi ekki verið geymdur í ís eða snjó segir Hallgerður ákveðin vandkvæði vera á því sökum um- hleypinga. Einhver dæmi eru þó um að snjór hafi verið bor- inn í hella og jarð- hýsi þar sem matur var geymdur en þau eru öll nýleg. Að sjálfsögðu þykir Hallgerði blessaður þorramaturinn býsna góður. „Einum of, einum of. Mér finnst óskaplega gaman að borða súrmat. Hangikjötið er ágætt en ég held samt að hákarlinn sé það sem ég held mest upp á.“ sveinng@frettabladid.is Eistu en ekki pungar Ýmislegt ratar í þorrabakkann sem erfitt er að kunna deili á. Allt er þetta þó herramannsmatur enda úrvalshrá- efni notað í hann. Lundabaggar Í hefðbundnum lundaböggum eru lundum innan úr kindahryggjum vafið inn í hreinsaða ristla af sömu skepnu og þindin saumuð utan um. Þetta var soðið, fergt og lagt í súr. Í dag eru hins vegar síðurnar af kindinni notaðar í baggana og þeir því feitari fyrir vikið. Magáll Kviðvöðvar kindarinnar eru soðnir í stutta stund og síðan settir undir farg og pressaðir. Því næst er vöðvunum komið fyrir í grisju og þeir hengdir upp til reykingar. Bringukollar Áður fyrr voru heilar kinda- bringur soðnar og settar í súra mysu en nú eru dilka- skrokkarnir hlutaðir í tvennt og bring- an þar með. Hrútspungar Hrútspungar eru í raun rangnefni því í dag snæða menn eingöngu eistun. Í gamla daga voru þau hins vegar geymd í pungnum sem hafði verið rakaður, eða sviðinn og skafinn. Oft var einhverju feitmeti troðið ofan í pung- ana því eistun eru fitusnauð. Svo var saumað fyrir, pungarnir soðnir, fergðir, súrsaðir og skornir í sneiðar. Mynstrið er hringlaga og því voru pungarnir oft kallaðir gleraugnapylsur. Sviðasulta Sviðin eru soð- in, kjötið skaf- ið af þeim og það lagt í form og pressað. Sultan er ýmist súr- suð eða borðuð ný. Hákarl Hið sérstaka bragð hákarlsins stafar af því að hann er ekki með nýru og því fer þvagefnið beint út í kjöt- ið. Fyrst er hann kæstur í nokkrar vik- ur, þ.e. graf- inn í jörð, en síðan hengdur upp í hjalli. HVER ÍSLENDINGUR FÆR UM ÁTTA BÆKUR LÁNAÐAR Á BÓKASÖFNUM ÁR HVERT Reykvíkingar fá rúmlega níu bækur lánaðar en íbúar Norðurlands vestra aðeins eina. Heimild: Hagstofa Íslands SVONA ERUM VIÐ „Það eru auðvitað að skella á þorra- blót og bóndadagur,“ segir Haraldur Benediktsson formaður bændasam- takanna. Haraldur segir að þorrinn sé mikil hátíð til sveita því með blótun- um vakni til lífs hið hefðbundna skemmtanalíf sveitanna. „Við bændur erum hins vegar hættir að hoppa í kringum bæinn með fótinn í annarri buxnaskálminni, að minnsta kosti þar þar sem ég þekki til.“ Haraldur segist þó ekki halda sérstak- lega upp á bóndadaginn og á ekki von á óvæntum glaðningi frá frúnni. „Nei, við stundum ekki svoleiðis, en þetta gengur jafnt yfir þannig að ég þarf ekki að spá í konudaginn held- ur,“ segir hann og hlær. Haraldur býst við að fara á tvö til þrjú þorrablót í ár og hlakkar mikið til enda finnst honum allur þorramatur afskaplega góður. „Fyrir það eitt er þetta auðvitað sérstök hátíð fyrir okk- ur bændur því afurðir okkar seljast sem aldrei fyrr á þorranum og þetta er því góð árshátíð eða uppskeruhá- tíð fyrir okkur.“ Haraldur stefnir á að fara á tvö blót upp í sveit og eitt hjá Bændasamtök- unum. Fyrsta þorrablótið er á morg- un á Hvalfjarðarströnd. „Þetta er ekki í minni heimasveit í strangasta skiln- ingi en ég bý þó í Hvalfirðinum svo að segja. Þetta er fyrsta blótið síðan það var ákveðið að sameina sveitar- félögin á svæðinu þannig að það verður kannski með öðru andrúmi í ár en áður.“ Hoppa ekki með annan fótinn í skálminni HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HARALDUR BENEDIKTSSON FORMAÐUR BÆNDASAMTAKA ÍSLANDS „Landspítalinn er byggður 1930 og það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá. Hugmyndir um spítalabyggingar og starfsemi sjúkrahúsa er með allt öðrum hætti og borgarskipulagið er gjörbreytt. Ef byggt verður við spítalann þá verður ýmislegt í starfseminni þungt, óhentugt og erfitt. Spítalinn verður dýrari í rekstri og mannahaldi og þess vegna held ég að það sé rétt að byrja á nýjum stað,“ segir Hilmar Björnsson arkitekt um þær hugmyndir að byggja nýjan spítala eða byggja við þann sem fyrir er. „Ef nýr spítali verður byggður verður maður að hugsa um hvað á að gera við gamla húsið. Það þarf að finna ein- hverja starfsemi sem hentar fyrir mið- bæjarstarfsemina. Í gamla húsnæðinu er hægt að reka hótel, stúdentagarða eða íbúðir fyrir aldraða. Það er líka hægt að reka þar sjúkrahús í samvinnu við Borgarspítalann. Sjúklingar eru þá rann- sakaðir á öðrum staðnum og svo fluttir á hinn staðinn,“ segir hann og telur flutningana sjálfa lítið mál en spurning með gatnakerfið. HILMAR BJÖRNSSON Telur að byggja eigi glænýjan spítala. Byrja á nýjum stað NÝR SPÍTALI EÐA VIÐBYGGING SJÓNARHÓLL MANNLÍF á nýju ári FRIÐRIK ÞÓR FRIÐR IKSSON SEGIR FRÁ GJALDÞROTI ÍSLENSKU KVIKMY NDASAMSTEYPUNN AR OG HVAR HONUM MISTÓKST. HANN LÝSIR ÁRÁS INNI Á ÖLSTOFUNNI ÞAR S EM VITNUM VAR ÓG NAÐ. LÍFRÓÐUR LEIKSTJÓRANS TENÓRINN SEM VIL DI HEIMSFRÆGÐ NÆRMYND AF KRIS TJÁNI JÓHANNSSYN I MÓÐIR BERST VIÐ MND Á LOKASTIGI SÉRBLAÐ UM HEILSU EINKAVIÐTAL ÞÓRA Í ATLANTA FLUGRÍ K OG FRJÁLS Janúar 2005 01. tbl. 22. árg. 899 kr. m.vsk. á 899 kr m vsk M ANNLÍF HALLGERÐUR GÍSLADÓTTIR „Mér finnst óskaplega gaman að borða súrmat. Hangikjötið er ágætt en ég held samt að hákarlinn sé það sem ég held mest upp á.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.