Fréttablaðið - 21.01.2005, Side 6

Fréttablaðið - 21.01.2005, Side 6
6 21. janúar 2005 FÖSTUDAGUR INNFLYTJENDUR Á síðasta ári var 637 útlendingum veittur íslenskur ríkisborgararéttur, að því er fram kemur hjá dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu. Þetta er veruleg fjölgun frá ár- inu 2003 þegar 436 útlendingum var veittur ríkisborgararéttur og árinu 2002 þegar 364 útlendingum var veittur íslenskur ríkisborg- araréttur. Auk þessara 637 útlend- inga fengu jafnframt íslenskan ríkisborgararétt með þeim 182 börn þeirra, sem einnig er fjölgun frá síðustu árum. Árið 2003 fengu 109 útlensk börn ríkisborgararétt með foreldri sínu og árið 2002 fengu 87 börn ríkisborgararétt með þeim hætti. Af þessum 637 útlendingum fengu 594 ríkisborgararétt með bréfi frá dóms- og kirkjumálaráð- herra en 43 fengu ríkisborgara- rétt með lögum frá alþingi. Árið 2003 veitti alþingi 27 útlendingum ríkisborgararétt og 17 árið 2002. Færri en 12 eru frá löndum eins og Alsír, Angóla, Eþíópíu, Gambíu, Gana, Kenía, Líbanon, Mongólíu, Namibíu, Nígeríu, Pakistan, Senegal, Síerra Leóne, Srí Lanka, Sýrlandi, Túnis, Trini- dad og Tobago og Úganda. - jss Skyndileg kúvending Halldór Ásgrímsson hafði lýst afdráttarlausri afstöðu ríkisstjórnarinnar varðandi Írak á fundi mánuði fyrir innrás. Þar sagði hann að ef til aðgerða gegn Írak kæmi yrði það einungis með samþykki öryggisráðsins. Annað kom á daginn. Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í pistli sínum á tímanum.is, málgagni Framsóknarflokksins, 14. janúar síðastliðinn: „Það var Karl Rove sem bjó til hugtakið „Listi hinna staðföstu þjóða“. Það var engin pólitísk ákvörðun ís- lenskra stjórnvalda sem lá að baki því að nafn Íslands var skráð á þann lista, það var almannatengsla- ákvörðun, tekin í Hvíta húsinu, í því skyni að koma pólitískum skila- boðum á framfæri á einfaldan hátt við bandarískan almenning. Á því bera íslensk stjórnvöld ekki ábyrgð heldur starfsmenn Hvíta hússins og forseti Bandaríkjanna.“ Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, svaraði hins vegar spurningu Þórunnar Svein- bjarnardóttur á fundi utanríkis- málanefndar 21. mars 2003, þrem- ur dögum eftir að forsætisráðherra og utanríkisráðherra tóku þá ákvörðun að Íslendingar styddu innrásina í Írak. Þar óskaði Þórunn eftir skýringum á því hvernig Ís- land hefði lent á lista yfir hin 30 staðföstu ríki og hvernig það hefði farið fram. Halldór svaraði því til að það hefði gerst í samtölum milli embættismanna í forsætisráðu- neyti og utanríkisráðuneyti hinn 18. mars 2003. Af þessum orðum verður ekki annað ráðið en að ráðherrarnir tveir, Halldór og Davíð, hafi haft fulla vitneskju um tilvist þessa lista þegar þeir lýstu yfir stuðningi Íslendinga, þrátt fyrir það sem framsóknarmenn hafa viljað halda fram, nú síðast í pistli Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra sem birtist á heimasíðu hennar í gær. Þar heldur Valgerður því fram að ekki hafi falist í ákvörðuninni við stuðninginn við innrásina að Ísland yrði sett á lista hinna staðföstu þjóða. „Spurningin var ekki hvort Ísland vildi vera á einhverjum lista. Sá listi var búinn til í Wash- ington. Þess vegna er umræðan endalausa um listann óttalegt rugl,“ segir hún í pistlinum. Ekkert benti til árásar Forsætisráðherra hefur ásamt öðr- um ráðamönnum haldið því fram að ráðherrarnir tveir hafi ekki brotið gegn þingskaparlögum með því að kalla ekki til fundar utanrík- ismálanefndar áður en ákvörðunin var tekin. Á fundi nefndarinnar 21. mars var forsætisráðherra gagn- rýndur fyrir þau vinnubrögð sem viðhöfð höfðu verið í ákvörðunar- ferlinu. Þar lýsti Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður nefndar- innar, því yfir að hún teldi að ákvæði 24. greinar laga um þing- sköp Alþingis hefðu ekki verið brotin enda hefði afstaða stjórn- valda alltaf verið kunn. Í lagagreininni segir: „Utan- ríkismálanefnd skal vera ríkis- stjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkis- stjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghlé- um.“ Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi það harðlega á fundin- um að ríkisstjórnin hefði ekki haft samráð við nefndina svo sem lög- skylt væri enda hefði stefnumót- andi ákvörðun verið tekin af ríkis- stjórninni sem færi gegn þeim grundvallaratriðum að ekki mætti ráðast gegn öðru ríki nema með samþykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, tók undir orð Rannveigar á fundinum. Hann sagði að ekkert hefði áður komið fram sem hefði gefið ástæðu til að ætla að ríkisstjórnin myndi styðja hernaðaraðgerðir gegn Írak án undangenginnar ályktunar öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna. Þvert á móti hefði mátt búast við gagn- stæðri afstöðu ríkisstjórnarinnar og vísaði Steingrímur til þess sem fram hefði komið á fundi utanríkis- málanefndar 19. febrúar 2003. Halldór vildi gefa meiri tíma Á fundi nefndarinnar 19. febrúar 2003, rétt rúmum mánuði áður en Íslendingar lýstu yfir stuðningi við innrásina, lýsti Halldór Ásgríms- son því yfir að rétt væri að gefa vopnaeftirlitsmönnum meiri tíma og freista þess að ná friðsamlegri lausn. Rétt er að benda á að þetta var fyrsti fundur utanríkismála- nefndar veturinn 2002 til 2003 þar sem málefni Íraks voru tekin til umræðu. Þá sagði hann á fundinum að margt benti til þess að samstaða gæti náðst innan öryggisráðsins og ekki væri ólíklegt að ný ályktun yrði samþykkt þar sem Írak fengi nýjan tímaramma en ella yrðu Sameinuðu þjóðirnar að þvinga fram afvopnun. Þessi afstaða hans hafði áður komið fram, meðal ann- ars í ræðu hans á Alþingi í lok jan- úar sama ár þar sem hann sagði: „Það er alveg ljóst af okkar hálfu að við teljum algjörlega nauðsyn- legt að þetta mál komi til umfjöll- unar öryggisráðsins á nýjan leik.“ Á fundi utanríkismálanefndar 19. febrúar sagði Halldór jafn- framt að samstaða hefði náðst inn- an Evrópusambandsins um hvern- ig ætti að nálgast Íraksmálið. Í meginatriðum væri afstaða sam- bandsins sú að Írak bæri skilyrðis- laust að afvopnast en reynt yrði til þrautar að komast hjá átökum. Hann nefndi því tvær möguleg- ar leiðir í málinu 19. febrúar: Ann- ars vegar að Írakar féllust á af- vopnun en hins vegar að öryggis- ráðið samþykkti ályktun þar sem samstaða næðist um aðgerðir. Tæplega mánuði síðar var farin þriðja leiðin, sem aldrei var nefnd sem hugsanlegur möguleiki, sem fólst eins og alþekkt er í innrás í Írak án samþykktar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, með stuðn- ingi 30 þjóða – Íslendinga þar á meðal. Bjóst við samþykkt öryggisráðsins Í máli Halldórs á fundinum 19. febr- úar kom því fram sú afdráttarlausa afstaða ríkisstjórnarinnar að ef til aðgerða gegn Írak kæmi yrðu þær einungis gerðar með samþykki ör- yggisráðsins. Hann sagði að ákveð- in hótun væri að hlaðast upp gagn- vart Írak með liðsafnaði, fyrst og fremst herstyrk Bandaríkjanna og Bretlands. Aðrar þjóðir fengju hins vegar það hlutverk að reyna að greiða úr málinu með diplómatísk- um hætti, til dæmis Frakkland og Rússland. Af þessum orðum má ráða að á þessu stigi málsins, tæpum mánuði fyrir innrásina í Írak, hafi ekkert gefið tilefni til þess að ráðist yrði í aðgerðir án stuðnings allra þeirra þjóða sem sæti eiga í öryggisráðinu, þar á meðal Frakka. Utanríkismálanefnd var því al- gjörlega óupplýst um þá skyndilegu stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar sem varð með þeirri ákvörðun að styðja Bandaríkjamenn og Breta í innrásinni í Írak gegn vilja öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna. ■ Íslensk kona: Með fíkni- efni innvortis FÍKNIEFNI Íslensk kona um þrítugt var handtekin á Keflavíkurflug- velli með fíkniefni innvortis og í fórum sínum þegar hún kom til landsins á þriðjudag. Í kjölfarið var konan úrskurðuð í gæsluvarð- hald til dagsins í dag. Fíkniefnin fundust við hefð- bundið tolleftirlit en lögreglan á Keflavíkurflugvelli verst allra frétta af málinu og vill hvorki til- greina tegund né magn fíkniefn- anna. Ekki liggur fyrir hvort far- ið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni í dag. - hrs Heldurðu að kosningarnar í Írak eigi eftir að ganga vel fyrir sig? SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgist þú með Idol-keppninni á Stöð 2? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 84% 16% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 STELPUR, KONUR ATH!! STÓR HUMAR Risarækjur Risa hörpuskel Túnfiskur og Marlinsteikur Súr hvalur Vorum að fá súran hval, nýr framleiðandi...þessi er 100 sinnum betri en í fyrra!!! Allir fá að smakka. Bóndadagurinn er í dag, gleddu bóndann með góðum mat. Hann verður ekki vonsvikinn með humarinn.... því getum við lofað!! NÝIR ÍSLENDINGAR 2004 – FÆÐINGARSTAÐUR Pólland 108 Sovétríkin (fyrrv.) 56 Júgóslavía (fyrrv.) 52 Taíland 49 Filippseyjar 45 Bandaríkin 25 Svíþjóð 20 Þýskaland 17 Víetnam 16 England 15 Marokkó 12 Æ fleiri útlendingar vilja setjast að á Íslandi: Metfjöldi fékk íslenskt ríkisfang í fyrra FRÁ FUNDI UTANRÍKISMÁLA- NEFNDAR 21. MARS 2003 Stjórnarandstaðan sagði á fundin- um að ekkert hefði áður komið fram sem hefði gefið ástæðu til að ætla að ríkis- stjórnin myndi styðja hernaðaraðgerðir gegn Írak án undangenginnar ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. Þvert á móti hefði mátt búast við gagnstæðri afstöðu ríkisstjórnarinnar. 21. MARS 2003 Fundur utanríkismálanefndar Þórunn Sveinbjarnardóttir óskar eftir skýringum á því hvernig Ísland hafi lent á lista yfir hin 30 staðföstu ríki og hvernig það hafi farið fram. Halldór Ásgrímsson svaraði því til að það hefði gerst í samtölum milli emb- ættismanna í forsætisráðuneyti og utanríkisráðuneyti hinn 18. mars 2003. SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ÁKVÖRÐUNIN UM STUÐNINGINN VIÐ INNRÁSINA Í ÍRAK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.