Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 21.01.2005, Qupperneq 16
16 21. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Um fimmtíu manns voru saman komnir í stofu 101 í Odda, einni af byggingum Háskóla Íslands, til að hlýða á mál frambjóðendanna og spyrja þá út úr. Fjórir prófessorar eru í framboði; þau Ágúst Einars- son, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild, Jón Torfi Jónasson, prófessor við fé- lagsvísindadeild, og Kristín Ing- ólfsdóttir, prófessor við lyfja- fræðideild. Vel fór á með frambjóðendun- um þegar þeir stungu saman nefj- um við upphaf fundar, þeir brostu og jafnvel hlógu. Fundurinn í gær var sá fyrsti sem efnt er til með frambjóðend- um og markar upphaf kosninga- baráttunnar. Framboðsfrestur rann út í gær en kosið verður þriðjudaginn 15. mars. Eftir nokkru er að slægjast meðal stúdenta því atkvæði þeirra vega 30 prósent á móti 60 prósent- um kennara, sérfræðinga og há- skólamenntaðra starfsmanna og tíu prósentum annarra starfs- manna skólans. Áhugi stúdenta á kosningunum virðist þó takmark- aður, í það minnsta ef miðað er við aðsóknina á fundinn í gær. 24 stundir Ágúst Einarsson mælti fyrstur frambjóðenda og lagði mikla áherslu á samráð við nemendur um málefni skólans. Hann nefndi nokkur mál sem hann hyggst beita sér fyrir og snerta stúdenta með beinum hætti, til dæmis vill hann bjóða upp á lesaðstöðu allan sólar- hringinn, kennslu á að vera lokið ekki seinna en klukkan 5 á daginn og tæknivæða á allar skólastofur. Ágúst vill auka sjálfstæði deilda, hann leggur áherslu á jafnrétti og segir nauðsynlegt að fjölga konum í ráðandi stöðum í stjórnsýslu skól- ans auk þess sem bæta þurfi fjár- málastjórn hans. Hann leggur ríka áherslu á að fjárframlög til skól- ans verði hækkuð og staða hans sem rannsóknarháskóla efld. Ágúst lauk máli sínu á að segja Há- skóla Íslands þurfa öflugan for- ystumann og að sjálfur gæti hann veitt þá forystu. Vísindagarðarnir Einar Stefánsson steig næstur í pontu og byrjaði á að kynna sjálf- an sig. Benti hann fundarmönnum á að hann hefði meðal annars unn- ið við virtan háskóla í Bandaríkj- unum og taldi mikilvægt að slík reynsla væri metin að verðleik- um. Þá sagðist hann vera einn af virkustu vísindamönnum Háskóla Íslands. Einar horfir björtum aug- um til fyrirhugaðrar byggingar nýs hátæknisjúkrahúss og telur allar deildir Háskólans munu njóta góðs af. Þá vill hann sjá vís- indagarða rísa sem fyrst í Vatns- mýrinni. Hann telur mikilvægt að samfélagið sameinist um að veita góða menntun sem kostuð verði af sköttum. Hann lagði ríka áherslu á að fjárframlög til skólans yrðu hækkuð og staða hans sem rann- sóknarháskóla efld. Þá vill Einar að sem flestum verði gert kleift að stunda nám við HÍ. Margt gott Jón Torfi Jónasson notaði ekki glærur með sinni framsögu, ólíkt hinum þremur. Hann hóf mál sitt á að segja að staða Háskóla Ís- lands væri um margt mjög góð og að skólinn nyti trausts í samfélag- inu. Jón Torfi minnti á að Háskól- inn ætti ekki bara í samkeppni nú þó fleiri háskólar væru teknir til starfa, hann hefði lengi átt í sam- keppni við skóla í útlöndum og einnig ríkti samkeppni á milli deilda innan HÍ. Hann lagði ríka áherslu á að fjárframlög til skól- ans yrðu hækkuð og staða hans sem rannsóknarháskóla efld. Jón Torfi vill að fram fari vitræn og víðtæk umræða um Háskólann í öllu samfélaginu og telur að þannig og aðeins þannig fái hann meiri peninga til starfseminnar. Þá telur hann að bæta þurfi vinnu- aðstöðu að Þjóðarbókhlaðan eigi að vera opin sem lengst. Hættum í vörn Kristín Ingólfsdóttir mælti síðust og byrjaði á að ræða um stöðu Há- skóla Íslands í gjörbreyttu um- hverfi vegna stofnunar nýrra há- skóla. Hún sagði HÍ yfirleitt vera í varnarbaráttu og af þeirri braut þyrfti að snúa. Þá telur hún mikil- vægt að marka Háskólanum innri stefnumörkun um leið og stefna skólans út á við sé mótuð með stjórnvöldum. Hún sagði mikil- vægt að framfylgja jafnréttis- áætlun skólans sem og að endur- skoða stjórnskipulag hans. Hún lagði ríka áherslu á að fjárfram- lög til skólans yrðu hækkuð og staða hans sem rannsóknarhá- skóla efld. Þá vill hún hraða bygg- ingu vísindagarða í Vatnsmýrinni. Kristín sagði mikilvægt að efla framhaldsnám við Háskólann en um leið vill hún hlúa vel að grunn- náminu og passa að það gleymist ekki. Shakespeare rýfur fund Að framsögunum loknum var opn- að fyrir spurningar utan úr sal. Einum fundarmanna lék forvitni á að vita hvernig mögulegt væri að auka fjárframlög til Háskólans og svöruðu frambjóðendurnir því allir til að ríkið yrði að axla sína ábyrgð í þeim efnum. Ágúst nefndi þó að sveitarfélög og fyrir- tækin í landinu ættu einnig að koma að málum og Einar sagði þjóðfélagið allt þurfa að samein- ast um verkefnið. Benti hann á að milljörðum væri varið í kosninga- baráttu Íslands til að komast í ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna. Jón Torfi sagði umræðu á breið- um grundvelli um hlutverk Há- skólans nauðsynlega til að opna augu stjórnvalda og Kristín sagði menn hafa verið of hógværa í sókninni í meiri peninga. Þegar frambjóðendur voru í þann mund að byrja að svara vangaveltum eins fundargesta um hvort Háskóli Íslands væri í raun sá þjóðarskóli sem honum ber að vera var fundi slitið því kennsla í Shakespeare var að hefjast í sal 101. bjorn@frettabladid.is Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykja- vík, sagði í Fréttablaðinu að hópur fíkniefnaneyt- enda væri orðinn breiðari en áður. Hann segir kókaínneyslu þekkta og fína fólksins aukast og hún sé orðin hluti af skemmtanamynstri þess. Kókaín er dýrasta fíkniefnið á þessum markaði. Hver eru áfhrif kókaíns? Í hóflegum skömmtum örvar það miðtauga- kerfið, blóðþrýstingur hækkar og hjartsláttur eykst um helming. Leiðir til málgefni, æsings og eirðarleysis. Þreyta hverfur, líkamleg áreynsla verður auðveldari. Sjálfstraust eykst og viðkom- andi „veit allt og getur allt“. Dómgreind brestur og viðkomandi tekur áhættu sem undir eðlilegum kringumstæðum myndi aldrei koma til greina. Í upphafi neyslu finnur viðkomandi sig í vellíðunarvímu og áhugasaman um kynlíf. Eftir nokkurn tíma í neyslu dofnar sá áhugi og getuleysi er algengur fylgikvilli. Hversu lengi vara áhrif kókaíns? Með innspýtingu varir víman eða eitrunin í tíu til fimmtán mínútur. Víma af völdum sniffs endist aðeins skemur. Er kókaín ávanabindandi? Það er líklega meira ávanabindandi en nokkurt annað fíkniefni. Kókaín hefur áhrif á þá hluta heilans sem stjórna ánægjulegum skynjunum og tilfinningum. Strax að lokinni vímunni verð- ur neytandinn mjög niðurdreginn, nánast þunglyndur. Með því að fá sér annan skammt getur neytandinn forðast óþægindi þunglyndis og farið í aðra vímu eða framlengt upphaflegu eituráhrifin. Getur fólk dáið af kókaínneyslu? Ofneysla er frekar sjaldgæf en viðkomandi deyr nokkrum klukkustundum eftir neyslu ef um of stóra skammta er að ræða og á dauð- inn þá yfirleitt rætur sínar að rekja til hjartaslags eða blóðrásartruflana í kjölfar lang- vinnrar neyslu. Þunglyndi fylgir kókaínvímunni FBL GREINING – KÓKAÍN Sigurjón Sighvatsson og Björn Steinbekk Kristjánsson ætla að stofna nýja sjón- varpsstöð á Norðurlöndunum á næstu mánuðum. Sigurjón segir að stöðin muni heita Big TV. Hvernig kom þetta til? Ég er búinn að vera með þessa hugmynd í mörg ár enda hef ég unnið mikið við tónlistar- myndbandagerð og annað slíkt. Síðan hitt ég Björn og hann var líka búinn að vera með svipaðar hugmyndir og upp frá því fór boltinn að rúlla. Hverjir eiga sjónvarpsstöðina? Ég og Björn og síðan fjárfestar. Það verður ljóst í næstu viku hverjir það eru. Hvernig efni munuð þið sjónvarpa? Markhópurinn hjá okkur er ungt fólk frá tólf og upp í 24 ára. Efnið miðast við það. Þetta verður fyrst og fremst afþrey- ingarefni sem mikið til verður búið til af ungu fólki. Hvar mun stöðin nást? Til að byrja með verðum við í Noregi og Finnlandi en stöðin mun síðan nást á öllum Norð- urlöndunum. Fólk víðs vegar um heim mun líka geta horft á Big TV á netinu. Er þetta dýrt? Nei, tæknin er orðin þannig að kostnaðurinn við þetta er ekki jafnmikill og hann var áður. Hvenær hefjast útsendingar? 1. maí. SIGURJÓN SIGHVATSSON Gömul hugmynd NÝ SJÓNVARPSSTÖÐ SPURT & SVARAÐ VINNUVÉLAR Blað um vinnuvélar mun fylgja Fréttablaðinu miðvikudaginn 26. janúar. Ámundi Ámundason Sölufulltrúi amundi@frettabladid.is / Sími 515 7580 / GSM 821 7514 NÆSTI REKTOR HÁSKÓLA ÍSLANDS Kristín flytur framsögu sína á fundinum í Odda í gær og Ágúst, Einar og Jón Torfi hlýða íbyggnir á. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Peningar og rannsóknir Samhljómur er meðal prófessoranna fjögurra sem sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Allir leggja ríka áherslu á að fá meiri peninga til starfseminnar og vilja efla rannsóknarþátt skólans. Vaka, fé- lag lýðræðissinnaðra stúdenta, efndi til opins fundar með frambjóðendunum í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.