Fréttablaðið - 21.01.2005, Side 22

Fréttablaðið - 21.01.2005, Side 22
Í Fréttablaðinu á laugardaginn fékk Hjörleifur Guttormsson um- fjöllun í pistlinum „Maður vik- unnar“ enda á hann heiður skilinn fyrir sína glæsilegu framgöngu gegn Kárahnjúkavirkjun. Hann hefur aukið okkur sem berjumst gegn þessari virkjun bjartsýni og kjark til að halda baráttu okkar áfram. Þökk sé honum og Atla Gíslasyni lögmanni. Það stakk hins vegar í augun að Fréttablaðið skyldi í þessari sömu umfjöllun halda því fram að „Aust- firðingar upp til hópa séu hlynntir byggingu Kárahnjúkavirkjunar“. Ég vil biðja Fréttablaðið að leiðrétta þennan leiða og særandi misskiln- ing. Við erum alls ekki öll ginnkeypt fyrir þessum stóriðjudraumi stjórn- valda. Við erum mörg hér bæði á Austurlandi og Austfjörðum – sem erum kölluð Austfirðingar – mjög mikið á móti þessari virkjun og höf- um reynt af veikum mætti að láta mótmæli okkar heyrast sem og að reyna að gera fólki grein fyrir af hvaða stærðargráðu þessi fram- kvæmd er með fylgjandi spjöllum og neikvæðum áhrifum af sömu stærðargráðu. Við erum mjög áhyggjufull bæði hvað varðar hin stórkostlegu náttúruspjöll og rösk- un á lífríki og dýralífi sem af bygg- ingu stíflunnar með hinu væntan- lega Hálslóni hljótast sem og þeim áhrifum sem hið væntanlega Háls- lón og flutningur Jöklu í Lagarfljót mun valda hér á Héraði með ófyrir- sjáanlegum og óviðráðanlegum leir- foksvandamálum sem mjög munu skyggja á lífsgæði okkar hér. Að ekki sé minnst á hin slæmu samfé- lagslegu áhrif sem svona stórfram- kvæmd veldur, með ruðningsáhrif- um sem þegar eru byrjuð að segja til sín og því ójafnvægi sem þetta skapar á svo mörgum sviðum. Fjár- hagshliðin veldur ekki síður áhyggj- um, hvernig geta ráðamenn þessar- ar þjóðar leyft sér að setja auð- lindir okkar á útsölu til erlends auð- fyrirtækis að þjóðinni forspurðri, og á svo ef til vill að kenna Austfirð- ingum um ef illa fer? Það óttast ég að muni einmitt verða reynt og fengum við forsmekkinn af því í Kastljósþætti í sumar þar sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, sagði í þessu sambandi, „Austfirðingar sóttu þetta mjög fast“. Mun þetta líkast til vera byrjunin á því, þegar ráða- menn þjóðarinnar og þeir sem bera raunverulega ábyrgð á Kárahnjúka- vitleysunni vegna þeirrar pólitísku ákvörðunar sinnar að taka þetta af- drifaríka skref, reyna að koma sér undan þeirri ábyrgð. Orðið „Austfirðingur“ er að verða tákn fyrir þann sem vill al- virkja Ísland. „Austfirðingur“ er sá sem í framtíðinni mun verða kennt um Kárahnjúkavandann. „Austfirð- ingar heimtuðu álver“, „Kára- hnjúkaklúðrið er Austfirðingum að kenna“, „Austfirðingar drógu land sitt og þjóð í svaðið...“, eða „sjaldan hafa neinir sýnt þjóð sinni jafn- mikinn hroka og Austfirðingar“. Í okkar daglega lífi erum við stöðugt minnt á þennan fjanda sem á sér stað á fjöllum og fjörðum og allt í kringum okkur; og því er það of langt gengið að fjölmiðlar finni sig knúna til að strá salti í sár okkar með því að alhæfa sínkt og heilagt um að „Austfirðingar“ séu svo glað- ir og reifir því nú séu þeir loksins að fá sitt langþráða álver og að hér ríki bara eintóm gleði... Ég fullvissa ykkur um að þetta er alrangt. Það ríkir myrkur í huga margs góðs Austfirðings, það er búið að koll- varpa og umsnúa samfélögum hér og umhverfi, framtíðin er hulin mik- illi óvissu, hvað verður um okkur hér fyrir austan vegna þessa gríðar- lega inngrips? Víst er að margur Austfirðingurinn hefur látið glepjast af loforðum misvitra og valdasjúkra ráðamanna, en ábyrgð- in verður fyrst og síðast þessara hinna sömu ráðamanna. Undan þeirri ábyrgð er ekki nokkur leið fyrir þá að skjóta sér. Minni þeirra mun verða neyðarlegt en gjöldin sem þeir koma sinni þjóð í er ekki hægt að afsaka. Ég vil ekki þurfa að skammast mín fyrir að vera Aust- firðingur. En það veit guð að ég skammast mín sem Íslendingur – alveg hroðalega – fyrir okkar ráða- menn sem hafa komið okkur í þetta allsherjar Kárahnjúkaklúður. ■ 21. janúar 2005 FÖSTUDAGUR22 „Hjörleifur“ í mörgum Austfirðingnum Árétting vegna blaðaskrifa: Aðgát skal höfð „Höggvið þótti mér í sama knérunn“ eru upphafsorð Borghildar Ragnarsdóttur, hjúkr- unarforstjóra Víðiness, í bréfi til blaðsins, sem birtist í Fréttablað- inu 18. janúar 2005. Tilefni þess- ara orða er það sem Borghildur kallar „viðtal“ sem birst hafi við Eirík Kjartansson, sjúkraliða, í DV 13. jan. sl. Segir Borghildur að það sé sárt til þess að vita þegar starfsmaður bregðist starfsskyldum eins og raun beri vitni. Segist minna fyrrverandi starfsmann á þagnarskyldu sem hann hafi gagnvart sjúklingum. Tekur fram að aðgát skuli höfð í nærveru sálar og fyrrverandi starfsmaður eigi ekki að reyna að bjarga eigin skinni á kostnað þess sem ekki geti borið hönd fyrir höfuð sér. Eiríkur hefur verið borinn al- varlegum sökum sem hann þver- tekur fyrir að séu sannar. Hann hefur gefið allt aðra mynd af at- vikum en þá sem Borghildur virð- ist telja sig þekkja. Hefur lýst sig saklausan af því sem á hann er borið. Þótt Eiríkur eigi sama rétt og aðrir menn, að teljast saklaus þar til sekt hans telst sönnuð, þá hefur hann mátt þola myndbirt- ingar á forsíðu DV og tillitslausar fullyrðingar um brot sem hann neitar að hafa framið. Þá hefur Borghildur rekið hann úr starfi í Víðinesi án þess að hlusta á hans hlið á málinu. Nú áfellist Borghildur sakaðan mann fyrir trúnaðarbrot gagn- vart látinni konu. Það má Borg- hildur vita að Eiríkur hefur ekki veitt DV eða neinum öðrum fjöl- miðli viðtal um þetta dapurlega mál. Sorg Eiríks og fjölskyldu hans er næg þótt hann ýti ekki undir opinbera umfjöllun um málið með því að veita viðtal. Þegar aðalmeðferð í máli Eiríks fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 12. janúar sl. voru ljósmyndari og blaðamaður frá DV á staðnum. Undirritaður, verj- andi Eiríks, bað ljósmyndara DV að hlífa skjólstæðingi mínum við myndatöku og opinberri umfjöll- un um þetta viðkvæma mál. Við því varð hann ekki. Réttarhaldið var opið eins og tíðkast í réttar- ríkjum. Blaðamaðurinn sat í rétt- arsalnum meðan skýrslur voru teknar af Eiríki. Hann hlustaði á svör Eiríks við spurningum sak- sóknara og dómara. Úr þeim svörum hefur blaðamaðurinn unnið „viðtalið“ án nokkurs at- beina Eiríks. Borghildur má vita að Eiríkur talaði ekki við DV og braut ekki þagnarskyldu með því að svara spurningum ákæruvalds og dómara sem ákærður maður fyrir dómi. Við skulum reyna að hafa að- gát í nærveru sálar og höggva ekki oft í sama knérunn. ■ GRÉTA ÓSK SIGURÐARDÓTTIR VAÐI, SKRIÐDAL SKRIFAR UM KÁRAHNJÚKAVIRKJUN AF NETINU Borghildur má vita að Eiríkur talaði ekki við DV og braut ekki þagnarskyldu með því að svara spurningum ákæru- valds og dómara sem ákærður maður fyrir dómi. ,, GESTUR JÓNSSON HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR UMRÆÐAN SAKIR OG ÞAGNARSKYLDA Menningarsetrið Bæjarútgerð Hafnarfjarðar kveður ■ Göturnar í lífi Elvu Óskar leikkonu ■ Helgi Björns eldar ítalskt Matgæðingurinn Ellý Ármannsdóttir ■ Sjónlistahjónin Brian Griffin og Brynja Sverrisdóttir ■ Fótboltahatur F22. TBL. 2. ÁRG. 13. 1. 2005 Ásberg Pétursson Íslenskir nútímalistamenn - njóta ekki góðs af góðærinu SELUR 200 MILLJÓN KRÓNA HEIMILI SEM ER ÓÐUR TIL HÖNNUNAR OG ARKITEKTÚRS Allir í Laugum ■ Bóndadagsóskir ■ Göturnar í lífi Ágústs Einarssonar prófessors ■ Frönsk sælkeraveisla á Vox Matgæðingurinn Egill Helgason ■ Dóri vinur: með gítarinn í annarri og golfkylfuna í hinni F23. TBL. 2. ÁRG. 20. 1. 2005 Framkvæmdaglaðir Íslendingar Tíðarandinn í innanhússhönnun Matur og heilsa Kemíska kryddið MSG leynist ótrúlega víða í Spaksmannsspjörum Hafa klætt Drew Barrymore, Teri Hatcher og Umu Thurman Vala og Björg Fylgir Fréttablaðinu á fimmtudögum Tíska, stjórnmál og allt þar á milli... Það veit guð að ég skammast mín sem Íslendingur – alveg hroða- lega – fyrir okkar ráða- menn sem hafa komið okk- ur í þetta allsherjar Kára- hnjúkaklúður. ,, Hvítasunnumenn í Sjálfstæðisflokkinn Nú er hins vegar spurning hvort hvíta- sunnumönnum sé enn vært í Framsókn í þeirri fordæmingarhrinu sem kemur frá einum helsta forvígismanni flokksins og vil ég þá hvetja þá til að hugsa sér til hreyfings. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum verið breiður flokkur sem rúmar trúað fólk jafnt sem aðra. Reyndar ættu hvítasunnumenn að geta fellt sig jafnvel betur við Sjálfstæðisflokkinn en Fram- sókn, enda er þar kristið siðferði og krist- in gildi í hávegum eins og fram kemur í stefnuskrá flokksins. Allavega væri minni hætta á að fram komi samsæriskenn- ingar um að á ferðinni sé vel skipulagð- ur hópur fólks úr einu tilteknu trúfélagi að reyna að taka yfir flokkinn eins og ýjað hefur verið að í fjölmiðlum, nú síð- ast í grein eftir Birgi Hermannsson í DV í dag. Reyndar efast ég um að hvíta- sunnumenn séu almennt framsóknar- menn upp til hópa, enda hefur Fram- sókn ekki verið sérlega hliðhollt hags- munum frjálsra trúfélaga í gegnum tíð- ina þó það sé önnur saga. Vona ég að flokkssystkini mín í Sjálfstæðisflokknum séu sammála mér í því að bjóða fólk úr Hvítasunnukirkjunni, sem og öðrum trú- félögum til starfa í flokknum, enda væri honum akkur í góðu fólki, með svipuð lífsgildi og flokkurinn stendur fyrir, hvaðan svo sem það kemur. Það er alla- vega von mín og trú að innan flokksins og almennt í þjóðfélaginu, séu ekki sömu fordómarnir og lýstu sér í orðum Alfreðs Þorsteinssonar og fleiri í fjölmiðl- um síðustu daga og fólk almennt fari að hugsa sig um áður en það dæmir menn á grundvelli trúar. Höskuldur Marselíusarson á frelsi.is EuroXperience – ný leið á nýja markaði AIESEC á Íslandi er að fara af stað með nýtt verkefni sem heitir EuroXperience. EuroXperience- verkefnið er sameiginlegt átak AIESEC-landanna í Vestur-Evrópu, sem miðar að því að aðstoða fyrir- tæki til þess að upplifa og læra um viðskiptamenningu Austur-Evr- ópu. Í kjölfar stækkunar Evrópu- sambandsins á fyrri hluta árs 2004 hafa opnast nýir og spennandi markaðir í Austur- Evrópu sem íslensk fyrirtæki í vexti hafa í sí- auknum mæli nýtt sér. AIESEC getur hjálpað fyrirtækjum að auka þekkingu sína á erlendum mörkuð- um með því að bjóða þeim fram- úrskarandi ungt fólk erlendis frá. EuroXperience-verkefnið nýtir sér starfaskiptakerfið sem AIESEC hefur byggt upp í áratugi en einbeitir sér að því að auka tengsl viðskiptalífs Austur- og Vestur-Evrópu, sérstaklega í ljósi stækkunar Evrópusambandsins. Alþjóðlegt starfaskiptakerfi AIESEC gefur fyrirtækjum einnig kost á kostnaðarhagkvæmum, skammtíma starfskröftum til að sjá um sérstök verkefni og/eða koma til móts við sveiflur í þörfum fyrir starfsfólk. Í verkefn- inu taka þátt 14 Vestur-Evrópu lönd auk 20 Austur-Evrópu landa. Meðal þeirra Austur-Evrópu landa sem taka þátt í verkefninu eru: Albanía, Búlgaría, Eistland, Lett- land, Litháen, Króatía, Pólland, Rúmenía, Rússland, Slóvenía, Tékkland, Tyrkland og Ungverja- land. Markmið EuroXperience-verk- efnisins er að auka skilning og þekkingu fyrirtækja á hæfileikum, mörkuðum og viðskiptalífi land- anna sem að verkefninu standa. Ávinningur fyrirtækja sem taka þátt í verkefninu felst meðal ann- ars í að nýta hæfileika og þekkingu starfsnema sem koma frá þessum löndum. Verkefnið er tilvalið til þess að kanna möguleika á útrás á markaði Austur-Evrópu, koma til móts við sveiflur í starfsmanna- málum, þróa viðskiptasambönd er- lendis, þjálfa starfsmenn fyrir- tækisins í að vinna með fólki er- lendis frá eða koma sérstökum verkefnum í framkvæmd. Öðlast má betri innsýn sem hægt er að nýta til að sníða þjónustu fyrir- tækis þíns að persónulegum þörf- um hvers lands fyrir sig. Erlendur starfskraftur veitir ómetanlega aðstoð við myndun tengslanets í viðkomandi landi auk þess sem fyrirtæki og almenningur í þess- um löndum mun frétta af þátttöku íslenskra fyrirtækja í verkefninu. Þannig getur fyrirtæki byggt upp orðspor í löndum Austur-Evrópu sem getur hjálpað mikið þegar farið er að sækja inn á hina nýju markaði. Verkefnið hefst á Íslandi í upphafi árs 2005. Starfsnemarnir koma til landsins á mismunandi tímum en nákvæm dagsetning er valin í samráði við fyrirtækin. Til þess að fá meiri upplýsingar um verkefnið hafið samband við AIESEC í síma 552-9932, með tölvupósti á aiesec@hi.is eða á heimasíðunni aiesec.is Höfundur er Starfaskipta- og almannatengslastjóri í AIESEC. SANDRA BRUNEIKAITÉ UMRÆÐAN MENNTUN OG VIÐSKIPTI EuroXperience- verkefnið er sam- eiginlegt átak AIESEC- landanna í Vestur-Evrópu, sem miðar að því að aðstoða fyrirtæki til þess að upplifa og læra um viðskiptamenn- ingu Austur-Evrópu. ,, SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.