Fréttablaðið - 21.01.2005, Page 62
42 21. janúar 2005 FÖSTUDAGUR
Fókus fylg
ir
DV
í
dag
Týpur
menntaskól
anna
Fókus fór
á
gangana
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
225 þúsund manns.
Bandaríkjanna.
Borgarholtsskóla.
Margir hrukku í kút við þær frétt-
ir að lið MR-inga hefði dottið úr
keppni í Gettu betur í sextán liða
úrslitum í útvarpinu í fyrradag.
Borgarholtsskóli hafði betur í
viðureign skólanna og sigraði MR
með 29 stigum gegn 26 en það
voru einnig Borghyltingar sem
slógu Latínuskólann úr keppni í
fyrra í undanúrslitum. Borgar-
holtsskóli hefur því rækilega
stöðvað sigurgöngu Menntaskól-
ans í Reykjavík, sem hafði áður
unnið keppnina ellefu ár í röð.
Ásgeir Pétur Þorvaldsson er
einn meðlimur MR-liðsins. Ekki
var að heyra mikinn vonleysistón
í hans röddu. Aðspurður hvernig
stemningin væri í skólanum sagði
hann að nemendur tækju þessu
alls ekkert illa og þvert á móti
fyndu liðsmenn mikinn stuðning.
„Fólk tekur þessu ágætlega og
krakkarnir eru alls ekkert súrir,
þeir hafa einmitt bara hrósað okk-
ur fyrir að hafa staðið okkur vel
og það gerðum við líka,“ sagði Ás-
geir.
MR-liðið mun taka breyting-
um strax aftur á næsta ári þar
sem tveir liðsmenn útskrifast í
vor. Það sést á spjallrás MR-inga
að vilji nemenda er að Borgar-
holtsskóli vinni keppnina þar
sem lið þeirra mun ekki gera
það. Allt virðist vera betra en að
Verzlunarskóli Íslands vinni,
sem sést best á orðunum „Muera
Verzló“ sem einn nemandinn
skrifar á spjallið. Þetta þýðir að
öllum líkindum „Deyi Verzló“ á
uppáhaldstungumáli MR-inga,
latínu. „Jú, er það ekki alltaf
þannig að allt er betra fyrir MR-
inga en að Verzló vinni? Við von-
um auðvitað að Borgó taki þetta,
sem þýðir þá að við höfum fallið
fyrir þeim bestu. Það eru alls
engin illindi á milli Borgó og
MR.“
Þeir skólar sem eru komnir
áfram í sjónvarpið, auk
Borgarholtsskóla, eru Mennta-
skólinn við Hamrahlíð, Verzlunar-
skólinn, Menntaskólinn á Akur-
eyri, Menntaskólinn við Sund,
Fjölbraut á Laugum,
Menntaskólinn á Egilsstöðum og
Menntaskólinn í Kópavogi.
hilda@frettabladid.is
GETTU BETUR: BORGHYLTINGAR STÖÐVA SIGURGÖNGU LATÍNUSKÓLANS
Frekar Borgó en Verzló
Stórar töskur. Hver er ekki orðinn endalaust þreyttur álitlu mínítöskunum sem eru búnar að vera svo lengi í
tísku. „Hmm, hvort ætti ég að taka með mér símann eða
veskið?“ Ekki getur maður tekið bæði því það kemst ekki
fyrir! Þessi tími er liðinn því stórar töskur eru málið núna.
Núna er hægt að grípa hvað sem er og henda því ofan í
töskuna á leiðinni út. Hvað er líka betra en að geta sett
jakkann sinn eða trefilinn ofan í töskuna á djamminu?
Stór og litrík belti eru frábær leið til þess að krydda upp ídauðum fatnaði. Þau geta þó oft verið mjög dýr og því um
að gera að gramsa í fataskápnum hjá mömmu eða ömmu eða
grafa upp gömul belti úr geymslunni og sjá hvort þau séu ekki
bara allt í lagi núna. Utan um peysur, boli eða hvað sem er.
Veislur. Grámyglan í hversdagslífinu er marga að drepaþessa dagana og því um að gera að halda glamúr veislur
með frábærum vinum. Þá er gott ráð að skreyta híbýlin eilít-
ið áður en gestir mæta og taka á móti þeim með flottum
kokkteilum. Tilefnið þarf ekki að vera neitt. Fátt hressir meira
en flottar veislur með skemmtilegu fólki.
Rafmagnað hár er nokkuð sem pirrar marga í kuldan-um þessa dagana. Einhverra hluta vegna hefur kuldi
þessi áhrif á flókann á höfðinu á okkur og ekkert við því
að gera annað en að nota næringu! Og þetta á líka við
strákana. Nóg af hárnæringu í hárið og það hættir að
reisa sig upp af höfðinu eins og margar litlar lifandi verur
með sjálfstæðar hugsanir.
Ókurteisi er eitt það allra leiðinlegasta. Af hverju íósköpunum að vera ókurteis þegar maður getur
verið kurteis? Það er alltaf jafn gaman að hitta kurteist
fólk en getur hins vegar dregið hrikalega úr manni vind-
inn að hitta ókurteist fólk. Kurteisi er mannasiður sem
allir ættu að temja sér.
Sorgarrendur undir nöglunum eru afskaplegasorglegt og óaðlaðandi fyrirbæri. Að sjálfsögðu er
fyrirgefanlegt að litlir krakkar séu einstaka sinnum
með rendur undir nöglunum eftir drullumall heilu
dagana. En þegar fullorðið fólk sprangar um með
sorgarrendur undir nöglunum er mælirinn fullur.
INNI ÚTI
...fá Vala og Björg, hönnunarsyst-
ur í Spakmannsspjörum, sem
hafa hannað föt á heimsfræga
einstaklinga og ekki gefist upp
þótt á móti hafi blásið.
HRÓSIÐ
Fyrsta plata tónlistarmannsins
Mugison, Lonely Mountain, fékk
mjög góða dóma í danska blaðinu
Politiken á dögunum, eða fimm
hjörtu af sex mögulegum.
Í dómnum segir að platan sé á
köflum nokkuð tormelt en einnig
sé þar að finna gullfallegar meló-
díur. Textagerðinni er einnig
hrósað og hún sögð nútímaleg. Er
Mugison sagður undir áhrifum
frá hinum virta tónlistarmanni
Tom Waits. Mugison segist vera
mjög ánægður með þá athygli
sem platan sé að fá. Það kemur
honum samt á óvart að erlendir
gagnrýnendur séu fyrst að
kveikja á henni núna því hún
kom út árið 2003.
Mugison, sem varð faðir á
dögunum, verður í fríi fram í
maí. Þá verður önnur plata hans
gefin út erlendis og ætlar hann í
tónleikaferð til að fylgja henni
eftir. ■
Góðir dómar í Danmörku
MUGISON Tónlistarmaðurinn Mugison sló í gegn fyrir síðustu jól með plötunni
Mugimama, Is This Monkeymusic?
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
Lárétt: 1klukka,6róm,7já,8áð,9tab,
10bor, 12svr, 14mók,15au,16an,
17öln,18saur.
Lóðrétt: 1krás,2lóð,3um,4kjarval,
5aáb,9tos,11bóna,13runa,14mas,
17ör.
Lárétt: 1 tímamælir, 6 borg, 7 svar,
8 hvílt, 9 vörumerki, 10 verkfæri, 12 sam-
göngufyrirtæki, 14 blundur, 15 tvíhljóði,
16 á nótu, 17 framhandleggur, 18 skítur.
Lóðrétt: 1 dýrindis matur, 2 landspilda,
3 varðandi, 4 listamaður, 5 í röð, 9 drátt-
ur, 11 pússa, 13 romsa, 14 blaður,
17 píla.
Lausn:
GETTU BETUR Lið Menntaskólans í Reykjavík er dottið úr keppni í Gettu betur og kemst því ekki í sjónvarpið. Þetta hefur ekki gerst síðan 1991.
»
FA
S
T
U
R
» PUNKTUR