Fréttablaðið - 21.01.2005, Síða 46
Kraftmiklar athafnakonur Óhætt er að segja
að mikil stemning hafi verið í Súlnasal á Hótel
Sögu í gær þegar Félag kvenna í atvinnurekstri
veitti árlegar viðurkenningar. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir var veislustjóri og fjallaði meðal annnars á
gamansaman hátt um þær ólíku kröfur sem gerðar
eru til karla og kvenna í viðskiptalífinu og hitti vel í
mark. Það var hins vegar aðalverðlaunahafinn sem
stal senunni í ræðu sinni. Hún byrjaði á því að
segja frá því að henni væru viðskipti í blóð borin
og þetta hefði komið snemma í ljós. Hún byrjaði á
sínu fyrsta fyrirtæki sex ára gömul eftir að hafa
staðið eldri systkini sín af launreykingum. Hún
kom vitaskuld auga á viðskiptatækifærið og hófst
þegar handa við umfangsmikla fjárkúgunarstarf-
semi og rukkaði systkini sín gegn loforði um að
upplýsa ekki foreldrana um þessa launiðju. Þessi
starfsemi var þó ekki lífvænleg og telur Katrín að
hugsanlega hafi hún verið of frek til fjárins.
Vinstri umferð fyrir örvhenta Katrín sagðist
eiga móður sinni mikið að þakka því í gegnum
hana hefði hún kynnst rekstri fyrirtækja. Katrínu
var ungri treyst fyrir ýmiss konar ábyrgð og rifjaði
hún meðal annars upp að hafa farið með móður
sinni, Erlu Tryggvadóttur, til Lundúna skömmu eftir
að hafa fengið bílprófið. Mamman leigði bíl á flug-
vellinum og ætlaðist til að dóttirin settist undir
stýri. Katrínu leist ekki á blikuna og fannst það ekki
góð hugmynd að setjast undir
stýri, nýkomin með bílpróf
í stórborg þar sem bílarn-
ir aka öfugu megin á
veginum. „Hvað er þetta,
þú ert örvhent,“ sagði
mamma hennar. Og
Katrín segir að það hafi
komið á daginn að þetta
hafi bara gengið prýðilega.
„Þetta gekk svo vel að ég
var tekin föst fyrir
hraðakstur á
strætóakrein á
Oxford-
stræti,“
sagði hún.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 3.546
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 201
Velta: 1.808 milljónir
+0,15%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
Vísitala byggingarkostnaðar
hækkaði um 2,82 prósent í jan-
úar. Vísitalan gildir fyrir febrúar.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala byggingarkostnaðar
hækkað um 8,6 prósent. Hag-
stofan segir hækkunina skýrast
að mestum hluta af samnings-
bundnum launahækkunum.
Gengi krónunnar lækkaði um
0,36 prósent í dag. Gengisvísital-
an byrjaði í 111,60 stigum en
endaði í 112 stigum.
Nýskráningar atvinnuleysis í
Bandaríkjunum drógust saman
um 48.000 í síðustu viku, en þá
sóttu alls 319 þúsund einstak-
lingar um bætur í fyrsta skipti.
Nýskráningar atvinnuleysis hafa
ekki verið færri að meðaltali frá
árinu 2000.
26 21. janúar 2005 FÖSTUDAGUR
Katrín Pétursdóttir,
framkvæmdastjóri Lýs-
is, hlaut viðurkenningu
Félags kvenna í at-
vinnurekstri. Hún hefur
náð afbragðsárangri í
rekstri Lýsis síðan hún
keypti félagið og tók við
framkvæmdastjórastarf-
inu árið 1999.
Félag kvenna í atvinnurekstri
(FKA) veitti í gær Katrínu Péturs-
dóttur, framkvæmdastjóra Lýsis,
viðurkenningu fyrir framúrskar-
andi árangur í rekstri. Katrín S.
Óladóttir, formaður félagsins, sagði
Katrínu vera í senn fyrirmynd og
hvatningu fyrir félagsmenn.
Þetta var í sjötta sinn sem FKA
veitir viðurkenningar en ásamt því
að heiðra Katrínu fékk Edda Jóns-
dóttir í i8 gallerí Hvatningarviður-
kenningu og Guðrún Steingríms-
dóttir, eigandi Lífstykkjabúðarinn-
ar, fékk Þakkarviðurkenningu fé-
lagsins. Þau Vigdís Finnbogadóttir,
fyrrum forseti, og Einar Sveinsson,
stjórnarformaður Íslandsbanka, af-
hentu verðlaunin.
Katrín Pétursdóttir hefur gegnt
starfi framkvæmdastjóra Lýsis frá
árinu 1999 en þá keypti hún fyrir-
tækið og sameinaði það þeim
rekstri sem hún stóð þá þegar fyrir.
Rekstur Lýsis hefur tekið stakka-
skiptum á þeim fimm árum sem
Katrín hefur veitt því forystu. Velta
félagsins er um einn og hálfur millj-
arður og um níutíu prósent af fram-
leiðslu fyrirtækisins fara á erlend-
an markað. Lýsi festi í ársbyrjun
2003 kaup á Fóðurblöndunni og er
veltan í þeim rekstri um tveir og
hálfur milljarður króna.
Katrín hefur staðið í eigin at-
vinnurekstri í hartnær tuttugu ár
og segir að viðurkenning FKA sé
hvatning fyrir sig. „Þetta er viður-
kenning á starfinu og þetta er góður
félagsskapur sem gaman er að fá að
vera hluti af,“ segir hún.
Um árangur sinn í rekstri segir
hún hvorki töfrabrögð né galdra-
verk búa þar að baki. „Þetta er fyrst
og fremst vinna og góð verk sem
eru unnin af mörgum góðum mann-
eskjum. Það eru margir sem hafa
lagt hönd á plóginn,“ segir hún.
Spurð hvort hún telji að aðstæð-
ur kvenna í atvinnurekstri hafi
breyst á þeim tíma sem hún hefur
staðið í eigin rekstri segir Katrín að
nú sé það orðið eðlilegra að konur
taki þátt í atvinnurekstri og tæki-
færunum hafi fjölgað.
Um það hvort það hafi háð henni
að vera kona í þeim karlabransa
sem sjávarútvegurinn er segir
Katrín: „Ég held að ég hafi frekar
notið góðs af því að vera kona í
þessum karlabransa.“
thkjart@frettabladid.is
vidskipti@frettabladid.is
Peningaskápurinn…
Actavis 40,80 +0,99% ... Atorka 5,79
+0,52% ... Bakkavör 25,40 +2,01% ... Burðarás 12,45 -0,40% ... Flug-
leiðir 11,95 +3,46% ... Íslandsbanki 11,25 +0,45% ... KB banki 481,00 -
0,62% ... Kögun 47,00 – ... Landsbankinn 12,55 +0,80% ... Marel 52,40
– ... Medcare 5,90 – ... Og fjarskipti 3,42 -0,29% ... Samherji 11,40
+0,44% ... Straumur 10,00 – ... Össur 82,00 +0,61%
Segir tækifærum
kvenna hafa fjölgað
Flugleiðir 3,46%
Bakkavör 2,01%
Jarðboranir 1,49%
Síminn -2,41
SÍF -1,24%
KB banki -0,62%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
nánar á visir.is
OPI‹: FÖSTUDAG 12 – 20 / LAUGARDAG 10 – 18 / SUNNDAG 13 – 18 / MÁNUDAG 12 – 20
LAGERÚTSALAN FER FRAM Á LAGER OKKAR AFTAN VI‹ LUMEX BÚ‹INA SKIPHOLTI 37, GENGI‹ INN FRÁ BOLHOLTI
Hluthafafundur í Big
Food mun í dag taka af-
stöðu til yfirtökutilboðs
í félagið.
Hluthafafundur Big Food Group
verður haldinn í dag. Fyrir fund-
inum liggur að samþykkja eða
hafna yfirtökutilboði íslenskra
fjárfesta undir forystu Baugs í
fyrirtækið.
Ekki er búist við öðru en að til-
boðið verði samþykkt. Samkvæmt
heimildum hefur stjórn Big Food
að undanförnu borist afstaða hlut-
hafa sem munu nær allir vera
hlynntir yfirtökutilboðinu.
Tvær leiðir eru að yfirtöku
fyrirtækis í Bretlandi. Annars
vegar að gera tilboð og innleysa
til sín hluti á markaði þar til 90
prósenta marki er náð. Hin leiðin
er að gera tilboðið og fá það sam-
þykkt, líkt og á hluthafafundinum
sem er í dag.
Verði tilboðið samþykkt má bú-
ast við að síðasti viðskiptadagur á
markaði með bréf Big Food verði
í annarri viku febrúar og að nýir
eigendur taki við stjórnartaumum
í fyrirtækinu í kjölfar þess. - hh
Skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu hafa far-
ið lækkandi á undanförnum árum
að því er fram kemur í vefriti
fjármálaráðuneytisins. Sé tekið
mið af seinustu fjórum árum þá
hefur hlutfallið lækkað úr rúm-
lega 38 prósent í lok árs 2001 í
rúmlega 28% í lok árs 2004. Áætl-
að er að skuldir ríkissjóðs hafi í
lok árs 2004 numið 254 milljörð-
um króna. ■
Ríkisskuldirnar lækka
Big Food fundur í dag
ÁFANGI Í YFIRTÖKU Pálmi Haraldsson og Jón Ásgeir Jóhannesson fara fyrir hópi fjár-
festa í kaupunum á Big Food Group. Hluthafafundur tekur afstöðu til tilboðs þeirra í dag.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
G
AR
Ð
U
R
VERÐLAUNAÐAR FYRIR GÓÐAN ÁRANGUR Katrín S. Óladóttir, formaður FKA; Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands; Edda
Jónsdótir, handhafi Hvatningarverðlauna FKA; Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis og handhafi viðurkenningar FKA; Guðrún
Steingrímsdóttir, eigandi Lífsstykkjabúðarinnar og handhafi Þakkarverðlaunanna; Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar.