Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2005, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 21.01.2005, Qupperneq 44
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, Elenóra Jónsdóttir (Nóa) Mjóuhlíð 8, Reykjavík, lést þriðjudaginn 11. janúar síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Systkinin frá Hellu og fjölskyldur þeirra. ANDLÁT Kristín Ingimundardóttir, Hvassaleiti 58, Reykjavík, lést miðvikudaginn 5. jan- úar. Halldór Kristinn Bjarnason, dvalar- heimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, lést mánudaginn 10. janúar. Ríkharður Jónsson, Ólafsbraut 38, Ólafsvík, lést laugardaginn 15. janúar. Björn Kristjánsson, frá Miklaholtsseli, lést þriðjudaginn 18. janúar. Guðjón Skarphéðinsson lést á Landspít- ala Hringbraut, þriðjudaginn 18. janúar. Tryggvi Jónatansson, Litla-Hamri, lést þriðjudaginn 18. janúar. JARÐARFARIR 13.00 Járngerður Einarsdóttir, frá Tjörnum, Vestur-Eyjafjöllum, verð- ur jarðsungin frá Dómkirkjunni. 13.00 Sigrún Gísladóttir, Álfhólsvegi 70, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju. 13.30 Hjörleifur Tryggvason, bóndi á Ytra-Laugalandi, verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju. 14.00 Guðrún Brynjólfsdóttir, dvalar- heimilinu Höfða, áður Skólabraut 31, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju. 14.00 Guðrún Guðmundsdóttir, Lyng- holti 22, Keflavík, verður jarðsung- in frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Dóróthea Fr. Ólafsdóttir, áður til heimilis í Lönguhlíð 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 15.00 Sigríður Johnsen Marklandi, Löngufit 40, Garðabæ, verður jarðsungin frá Garðakirkju. Í dag eru liðin 110 ár frá fæðingu Davíðs Stefánsson- ar frá Fagraskógi og verður af því tilefni efnt til dag- skrár honum til heiðurs bæði norðan og sunnan heiða. Opnaðar verða sýn- ingar, haldnir tónleikar og á morgun verður haldið mál- þing um skáldið. Þá má bú- ast við fleiri atburðum á af- mælisárinu fyrir norðan í haust. Í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík verður opnuð sýning um Davíð í sýninga- röðinni Skáld mánaðarins. Jóhanna Bergmann í Þjóð- menningarhúsinu segir sýn- inguna verða með hefð- bundnu sniði, en þar verður að finna ljóð Davíðs, skáld- verk hans og leikrit. „Við erum í samstarfi við Lands- bókasafnið um efni sýning- arinnar og höfum fengið lánaða að norðan persónu- lega muni Davíðs, gleraugu, tóbakspontuna og ýmislegt smálegt. Þá erum við með hljómplötur með upplestri Dav- íðs á eigin verkum, hljómplötur með leikritum hans og sýningar- skrár Gullna hliðsins frá hinum og þessum leikfélögum um allt land.“ Jóhanna segir sýninguna í Þjóðmenningarhúsinu standa fram í miðjan mars, en hvetur sem flesta til að koma við opnun- ina á morgun klukkan fimm. Þá flytur Guðmundur Andri Thors- son ávarp og flutt verður tónlist við ljóð Davíðs. „Það verða þeir Sigurður Flosason og Sigurður Gunnarsson sem spinna út frá sálmi eftir Davíð,“ segir Jó- hanna, en jafnframt verður opnuð vefgátt með umfjöll- un um ævi og verk Davíðs á fræðsluvefnum Skólavefur- inn.is. „Við höfum verið í samstarfi við vefinn um Skáld mánaðarins, en þar er að finna skemmtilega um- fjöllun um skáldið, birt dæmi um ljóð og önnur rit. Þá er líka hægt að hlusta á upplestur skáldsins og svo er þar að finna verkefni, þar sem vefurinn miðar að fræðslu fyrir grunnskóla- börn auk stuðnings við kennara.“ Á sama tíma og opnað er í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík verður opnuð sýning á verkum, bréfum og munum úr fórum Davíðs á Amtsbókasafninu á Akur- eyri. Þar verða meðal ann- ars sýnd bréf sem fóru milli Davíðs og Önnu Z. Osterm- an, sendikennara frá Sví- þjóð, sem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings áður, en bréfapakkinn með þeim var lokaður og innsiglaður til árs- ins 2000. Einnig verða sýndir óopnaðir bréfapakkar frá Davíð, þar á meðal pakkar sem að óbreyttu má ekki opna fyrr en eftir tvær aldir. Sjá nánar um viðburði dagsins á síðu 34 24 21. janúar 2005 FÖSTUDAGUR VLADÍMÍR ILJITSJ ULJANOV LENÍN (1870-1924) lést þennan dag úr hjartaslagi. Margvísleg dagskrá í boði á afmælisdaginn DAVÍÐ STEFÁNSSON: 110 ÁR FRÁ FÆÐINGU SKÁLDSINS „Frelsi í kapítalískum samfélögum er svipað og tíðkaðist í Grikklandi til forna: Frelsi til handa þrælahöldurum.“ Lenín er einn þekktasti og áhrifamesti stjórnmálamaður og hugsuður 20. aldarinnar. Hann var maðurinn á bak við rúss- nesku byltinguna og fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Halldór Jónatansson, fyrrum forstjóri Landsvirkjunar, er 73 ára í dag. Arnar Jónsson leikari er 62 ára í dag. Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur er 56 ára í dag. Eyþór Örn Óskarsson reikimeistari er 56 ára í dag. Ragnheiður Sigurjónsdóttir forstöðu- maður er 56 ára í dag. Einar Pálsson, fram- kvæmdastjóri og bæjarfull- trúi Árborgar, tekur á móti gestum frá kl. 20 í kvöld en hann er fimmtugur í dag. Svanhvít Moritz Sigurðar- dóttir á Akureyri er fimm- tug í dag. Aldís Baldvinsdóttir leik- kona er 46 ára í dag. Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri Emmessíss, er 43 ára í dag. Hafsteinn Þór Hilmarsson þýðandi er 38 ára í dag. DAVÍÐ STEFÁNSSON Ungt skáld við upphaf ferils síns. Eftir þriggja ára baráttu við berkla gaf rithöfundurinn George Orwell, sem réttu nafni hét Eric Arthur Blair, upp öndina þennan dag árið 1950. Allt þar til undir það síðasta höfðu fregnir af líðan höfundarins verið jákvæðar og vonir stóðu til að hann næði sér af veikindum sínum. Að morgni dánar- dagsins átti hann meira að segja langt spjall við vin sinn um framtíðaráætlanir sínar. Bækur Orwells hafa haldið vinsældum sínum, sér í lagi Animal Farm og 1984. Hann hóf skrif sinnar síðustu bókar eft- ir að hafa sagt upp hjá heimsfrétta- þjónustu breska ríkisútvarpsins (BBC World Service) haustið 1943 en þar skrifaði hann fréttir fyrir Indland. Orwell þoldi illa þá ritskoðun sem upplýsingaráðuneytið breska stund- aði í seinni heimsstyrjöldinni og varð rótin að 1984. Eric Arthur Blair fæddist í júní árið 1903 á Indlandi, en fjölskyldan starf- aði þar á vegum bresku krúnunnar og var nokkuð vel stæð. Rithöfund- arnafn sitt er hann sagður hafa dreg- ið af ánni Orwell, sem rann nærri húsi foreldra hans í Suffolk. Nafnið er hann sagður hafa tekið til að forða fjölskyldunni frá því að þurfa að skammast sín fyrir skrif hans. Fyrstu skrif Orwells fjölluðu oft um hans eigin reynslu af fátækt. Við heimildaöflun kaus hann til dæmis að búa sem umrenningur í austurhluta London (East End) og sem uppvaskari í París. ERIC ARTHUR BLAIR ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR FÆDDUST ÞENNAN DAG 1799 Edward Jenner kemur fram með bólusetningu við bólusótt. 1908 Samkvæmt reglugerð er konum í New York bannað að reykja á almannafæri. 1925 Fárviðri í Reykjavík, þök fuku af nokkrum húsum og eitt mesta flóð sem orðið hefur sunnanlands og vest- an varð þennan dag. 1982 Belgíski togarinn Pelagus ferst við Heimaey. Sex var bjargað úr áhöfninni en tveir farast. Einnig fórust tveir björgunarmenn, lækn- ir og foringi Hjálparsveitar skáta í Vestmannaeyjum. 1989 Fyrsti Spaugstofuþátturinn „89 af stöðinni“ er sendur út. 1994 Lorena Bobbitt sögð hafa þjáðst af stundarbrjálæði þegar hún skar af lim eig- inmanns síns. George Orwell dó úr berklum 1337 Karl V, hinn spaki, konungur Frakk- lands frá 1364-80. 1743 John Fitch, uppfinningamaðurinn sem fyrstur var með gufubát í lagi. 1883 Olav Aukrust, norskt ljóðskáld. 1885 Huddie Ledbetter, blússöngvari þekktur sem „Leadbelly“. 1908 Bengt Strömgren, sænskur stjarneðlisfræðingur. 1921 Todor Popov, tónskáld. 1921 Barney Clark, fyrsti gervihjartaþeg- inn. 1924 Telly Savalas, kvikmyndaleikari. 1924 Benny Hill, skemmtikraftur og sjónvarpsfígúra. 1933 William Wrigley III, tyggjófrömuður. 1939 Wolfman Jack (Bob Smith), amer- ískur útvarpsmaður. 1940 Jack Nicklaus, golfíþróttamaður. 1941 Placido Domingo, óp- erusöngvari. 1976 Emma Lee Bunton, „Baby Spice“ úr Spice Girls. ■ LEIÐRÉTTING Fritz H. Berndsen skurðlæknir var ranglega sagður eiga 58 ára ára afmæli í blaðinu á fimmtudag. Hið rétta er að alnafni hans í tré- smíðastétt átti afmæli þann dag. Skurðlæknirinn er 39 ára og á af- mæli í maí. ■ M YN D /Þ JÓ Ð M EN N IN G AR H Ú SI Ð Þorratunglið Þá þorratunglið tínætt er tel ég það lítinn háska: næsta sunnudag nefna ber níu vikur til páska. Á vef Almanaks Háskólans greinir Þor- steinn Sæmundsson frá því að vísan hér að ofan sé ein af mörgum sem dr. Jón Þor- kelsson hafi látið prenta í Almanaki Þjóð- vinafélagsins árið 1914 en um höfund hennar sé ekki vitað. „Reglan sem vísan geymir, um samband þorratungls og páska, hefur þótt býsna áreiðanleg,“ segir hann, þó á henni geti verið undantekningar svo sem árið 1977. „Þá átti þorratunglið að kvikna 19. janúar samkvæmt almanakinu; tíu dögum síðar var laugardagur, en sunnu- daginn þar á eftir voru tíu vikur til páska en ekki níu.“ Bóndadagur er föstudagur í 13 viku vetrar, fyrsti dagur þorra. Hefð er fyrir því að konur geri eitthvað fyr- ir menn sína þennan dag, svo sem í mat og kaffi. Þá hafa konur gefið mönnum sínum blóm í einhverju mæli síðan um 1980. Orðið „bónda- dagur“ kemur fyrst fyrir í þjóðsög- um Jóns Árnasonar. „Upphaflega virðist húsfreyja hafa boðið þorra velkominn enda er ljóst að fyrsti dagur þorra hefur verið tileinkaður húsbóndanum,“ segir Árni Björnsson um bóndadag- inn í bók sinni, Sögu dagana. Þar minnist hann einnig á þann sið að bóndi hlaupi í kringum bæ sinn, en segir óljóst hversu hversu almenn- ur hann hafi verið eða hver uppruni hans sé. „Vera kann að þar sé um að ræða leifar af eldra þorrafagnaði.“ Á síðara hluta 19. aldar tóku svo mennta- og embættismenn upp mat- ar- og drykkjarveislur þar sem sungin voru ný og gömul kvæði og þeir kölluðu „Þorrablót“ að fornum hætti. „Þessar veislur lögðust af eft- ir aldamótin í kaupstöðum en þá hafði þorrablótssiðurinn borist í sveitirnar, fyrst á Austurlandi og í Eyjafirði, og hélt þar áfram. Um miðja 20. öld hófu átthagasamtök á höfuðborgarsvæðinu síðan þorra- blótin aftur til vegs og virðingar í þéttbýli, og buðu þá „íslenskan“ mat sem nú var orðinn sjaldhafður í kaupstöðum. Veitingamaður í Naustinu í Reykjavík hafði síðan sérstakan þorramat á boðstólum frá þorranum 1958. Síðan hafa þorra- blót ýmissa samtaka með íslenskum mat verið fastur liður í skemmtana- lífi um allt land,“ segir Árni Björns- son. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Bóndadagurinn er í dag: Markar upphaf þorra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.