Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2005, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 21.01.2005, Qupperneq 47
27FÖSTUDAGUR 21. janúar 2005  Farþegum Flugleiða fjölgaði um 17,8 prósent í fyrra og voru þeir 1,3 milljónir. Sætanýting félags- ins batnaði einnig og jókst um 5,3 prósentustig. Sætaframboð Flugleiða var aukið í fyrra um 12,5 prósent en sala sæta jókst um 21,2 prósent. „Þessi mikla fjölgun og aukin sætanýting er mjög góður árang- ur og nauðsynlegt mótvægi við al- mennt lækkandi verð flugfar- gjalda og miklar eldsneytishækk- anir á árinu,“ segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. Farþegum í innanlandsflugi Flugfélags Íslands fjölgaði um 9,3 prósent í desember og um 13,7 prósent á árinu í heild. Tonna- fjöldi í fraktflugi jókst verulega eða um ríflega fjórðung. Mesta aukningin er þó í leiguflugi þar sem fjöldi fartíma jókst um rúm 62 prósent. ■ ÚTIBÚSSTJÓRI Í LONDON Lárus Weld- ing mun stýra starfsemi nýs útibús Lands- bankans í London. Sjálfstætt úti- bú í London Starfsemi Landsbank- ans í London hefur vax- ið og nú á að stofna úti- bú í borginni. Landsbankinn hefur sent tilkynn- ingu til Fjármálaeftirlitsins þess efnis að bankinn hafi ákveðið að stofna útibú á Englandi. Landsbankinn tók þessa ákvörðun þar sem bein þjónusta Landsbankans á Englandi hefur stóraukist og gert er ráð fyrir að sú þróun haldi áfram. Lárus Weld- ing, sem starfað hefur á fyrir- tækjasviði Landsbankans, verður útibússtjóri. Starfsemi útibúsins verður tví- þætt: annars vegar útlánastarf- semi í formi sambankalána þar sem Landsbankinn er annaðhvort þátttakandi eða leiðandi lánveit- andi og hins vegar fyrirtækjaráð- gjöf. „Þetta er er engin eðlisbreyt- ing á starfseminni hér í London. Þetta er rökrétt framhald af vexti starfseminnar,“ segir Lárus Weld- ing. Starfsemi Landsbankans í London hefur verið í húsakynnum bankans Heritable sem er í eigu Landsbankans. Heritable stundar fasteignalánastarfsemi. Lands- bankinn mun leita sér að nýju hús- næði fyrir starfsemi sína. - hh Vöxtur hjá Flugleiðum GÓÐUR ÁRANGUR Síðasta heila starfsár Sigurðar Helgasonar sem forstjóri Flugleiða reyndist farsælt, en vöxtur er í öllum meg- inþáttum í starfsemi félagsins FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Fyrstu árs- uppgjörin Tími ársuppgjöra fyrirtækja í Kauphöll Íslands fer í hönd. Að venju eru það Nýherji og Straumur sem eru fyrstu félögin sem birta niðurstöðu rekstrarins. Uppgjör félaganna birtast í fréttakerfi Kauphallar Íslands í dag. Fyrirliggjandi er að árið í fyrra er metár í afkomu skráðra félaga. Þar fara fremst í flokki fjármálafyrirtækin og má búast við því að uppgjör Straums slái tóninn fyrir góð uppgjör fjár- málafyrirtækja. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.