Fréttablaðið - 21.01.2005, Page 1

Fréttablaðið - 21.01.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR TÓNLEIKAR Á AKUREYRI Hátíðar- tónleikar verða í Glerárkirkju á Akureyri í tilefni þess að 110 ár eru liðin frá fæð- ingu Davíðs Stefánssonar þjóðskálds. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. DAGURINN Í DAG 21. janúar 2005 – 19. tölublað – 5. árgangur GRÆNT LJÓS Á UNDIRBÚNING Undirbúningur byggingar nýs hátækni- sjúkrahúss á Landspítalasvæðinu er hafinn af fullum krafti. Formaður uppbyggingar- nefndar lítur svo á að ríkið hafi gefið grænt ljós. Sjá síðu 2 KÓKAÍN Á SKEMMTISTÖÐUM Lögreglan og veitingahúsaeigendur virðast sammála að um að neysla fíkniefna og ekki síst kókaíns sé orðin stór hluti af skemmt- anamynstrinu. Sjá síðu 4 15 MILLJARÐA GÖNG Ný könnun eins stærsta verktaka á Norðurlöndum bendir til meir en helmingi lægri kostnaðar við Eyjagöng en áður. Framkvæmdatími yrði sex ár. Sjá síðu 8 AUKAVINNA EKKI GREIDD Borgar- ráð Reykjavíkur hefur ákveðið að ekki þurfi fjárveitingu til að endurskipuleggja grunn- skólastarf þrátt fyrir tilmæli fræðsluráðs þess efnis. Sjá síðu 10 LAUS Í REIPUNUM myndlist fólk tíska matur krossgáta heilsa hefðir stjörnuspá » m eð A B B A í b lóðin u SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 21 . ja n – 27 . ja n SÖLVI ÍQUARASHI + bóndadagur bókmenntaverðlaun Sölvi í Quarashi: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Með ABBA í blóðinu ● bóndadagurinn ● bókmenntaverðlaun Kvikmyndir 32 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 28 Sjónvarp 40 Óskar Guðjónsson: ▲ Í miðju blaðsins Heldur upp á flysjarann sinn ● matur ● tilboð Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Verður upplýsingatækni þriðja stoðin í verðmæta- sköpun og gjaldeyris- tekjum Íslands árið 2010? ÞRIÐJA STOÐIN? Ráðstefna Samtaka upplýsinga- tæknifyrirtækja þriðju- daginn 25. janúar Sjá glæsilega dagskrá á vefsetri Samtaka iðnaðarins; www.si.is Allt fyrir bóndann VEÐRIÐ Í DAG FÍNASTA VEÐUR Bjartviðri víðast hvar, þó kannski heldur köflóttara við vesturströndina. Frost 2-12 stig kaldast til landsins. Sjá síðu 4. Vissu um listann þegar ákvörðunin var tekin Stjórnvöld vissu þegar ákveðið var að styðja innrásina í Írak, 18. mars 2003, að með því væru Íslendingar komnir á lista yfir hinar 30 staðföstu þjóðir. Framsóknarmenn halda því fram að listinn hafi verið síðari tíma tilbúningur. ÍRAKSMÁLIÐ Embættismenn í utan- ríkisráðuneytinu og forsætisráðu- neytinu vissu af „lista hinna 30 staðföstu þjóða“ þegar ákvörðun- in um stuðning Íslendinga við innrásina í Írak var tekin 18. mars 2003. Framsóknarmenn hafa þó til þessa haldið því fram að með ákvörðuninni hafi ekki verið að samþykkja veru Íslands á listan- um. Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra staðhæfir á heima- síðu sinni í gær að ekki hafi falist í ákvörðuninni við stuðninginn að Ísland yrði sett á lista hinna stað- föstu þjóða. „Spurningin var ekki hvort Ísland vildi vera á einhverj- um lista.“ Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra sagði í Fréttablaðinu í fyrradag: „Þessi 30 þjóða listi er auðvitað tilbúningur eftir á sem varð að sjálfsögðu til í Was- hington. Menn voru ekkert að setja sig á þennan lista.“ Pétur Gunnarsson, skrifstofu- stjóri þingflokks Framsóknar- flokksins, sagði 14. janúar síðast- liðinn í pistli sínum á tímanum.is, málgagni Framsóknarflokksins: „Það var engin pólitísk ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem lá að baki því að nafn Íslands var skráð á þann lista [...]. Á því bera íslensk stjórnvöld ekki ábyrgð [...].“ Þetta er ekki rétt. Á fundi utan- ríkismálanefndar 21. mars 2003, þremur dögum eftir að ákvörðun- in um stuðning Íslendinga við inn- rásina var tekin, óskaði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skýringa á því hvernig það hefði komið til að Ís- land lenti á lista yfir hin „30 stað- föstu ríki“ og hvernig það hefði farið fram. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, sagði það hafa gerst í samtölum milli embættismanna í forsætis- ráðuneyti og utanríkisráðuneyti 18. mars. Samkvæmt þessu má því ráða að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi vitað 18. mars 2003 að með því að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak væri nafn Íslands komið á lista hinna stað- föstu þjóða. Fréttablaðið hefur óskað eftir viðtali við forsætisráðherra um þetta mál daglega frá því á mánu- dag. Í gær ítrekaði fréttaritstjóri blaðsins þá beiðni við upplýsinga- fulltrúa forsætisráðherra. Forsætisráðherra hefur ekki orðið við beiðninni. sda@frettabladid.is Sjá síðu 6. ÞORRINN HAFINN Sigurður Guðbrandsson, matreiðslumaður og fastagestur á Múlakaffi, tók forskot á sæluna í gær og gæddi sér á þorramat. Guðjón Harðarson, kokkur á Múlakaffi, fylgdist með. Þorrablótahald hófst með þjóðfrelsisbaráttu 19. aldar. Súrmatur var þá ekki í boði enda var hann nánast daglega á borðum landsmanna langt fram á tuttugustu öldina og hefur því tæpast þótt nógu fínn fyrir blótandi fólk. Sjá síðu 12 BANDARÍKIN, AP „Frelsið sem við njótum í okkar eigin landi veltur æ meir á því hvort frelsið nái fram að ganga í öðrum löndum,“ sagði Geor- ge W. Bush í gær þegar hann sór eið sem 43. forseti Bandaríkjanna fyrir framan um hálfa milljón manns á tröppum þinghússins í Washington. „Allir þeir sem búa við harð- stjórn og vonleysi geta treyst því Bandaríkin munu ekki hunsa kúg- unina eða afsaka harðstjórana. Þeg- ar fólk vill frelsi þá stöndum við með því. Bandaríkin heita því að veita frelsinu brautargengi, jafnvel á myrkustu stöðum veraldar.“ Skoðanakannanir sýna að Íraks- stríðið hefur aldrei verið jafn um- deilt meðal almennings í Bandaríkj- unum og nú. Þjóðin er í raun klofin í afstöðu sinni til stríðsins. Bush nefndi Írak aldrei á nafn í ræðu sinni. Flestir þeir sem komu saman við þinghúsið voru þar til að fagna for- setanum. Þó var hópur fólks sem stóð þar með mótmælaskilti. Einn hélt á eftirlíkingu af líkkistu sem átti að tákna dauða allra þeirra her- manna sem látist hafa í Írak. Gríðarleg öryggisgæsla var við þinghúsið þegar forsetinn sór emb- ættiseiðinn. Um 100 götur voru lok- aðar fyrir umferð. Leyniskyttur tóku sér stöðu á þökum bygginga, sex þúsund lögreglumenn og sjö þúsund hermenn gættu þess að allt færi vel fram. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Ráðherra í Simbabve: Rice er fasisti LONDON, AP Ráðherra í Simbabve vísar á bug fullyrðingum Condo- leezzu Rice, verðandi utan- r ík i sráðherra Bandaríkjanna, um að Simbabve sé eitt af harð- stjórnarríkjum heims. „Við höf- um ekki áhyggj- ur þegar fasistar gera svona at- h u g a s e m d i r, “ sagði Didymus Mutasa, ráðherra gegn spillingu, í viðtali við BBC. Hann bætti við að Simbabve myndi verjast allri hernaðaríhlutun Bandaríkjanna. Að minnsta kosti 200 manns hafa fallið í átökum og tugir þúsunda hafa verið reknir frá heimilum sín- um í Simbabve eftir að ríkisstjórn Roberts Mugabe byrjaði að reka hvíta bændur af býlum sínum. ■ CONDOLEEZZA RICE Segir ríkisstjórn Simbabve vera eina af varðstöðvum harð- stjóra í heiminum. Forseti Bandaríkjanna sór embættiseið á tröppum þinghússins: Bush hét kúguðum aðstoð FORSETAHJÓNIN George W. Bush sór embættiseið í gær. Laura Bush, eiginkona hans, stóð við hlið manns síns.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.