Fréttablaðið - 27.01.2005, Side 2
2 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Efnahagsspá fyrir árin 2005 til 2010:
Fasteignaverð hækkar áfram
FASTEIGNIR Þess má vænta að fast-
eignaverð eigi eftir að hækka
nokkru meira á næstunni, sam-
kvæmt endurskoðaðri efnahags-
spá fjármálaráðuneytisins fyrir
árin 2005 til 2010.
Búist er við því að verðið
hækki þar til framboð á nýju hús-
næði jafnast á við eftirspurn.
Spáð er að í ár verði lokið við hátt
í 3.000 íbúðir, sem er um 1.200
íbúðir umfram árlega þörf lands-
manna. Að mati fjármálaráðu-
neytisins bendir það til þess að
jafnvægi myndist á fasteigna-
markaði fyrr en seinna og jafnvel
á næsta ári.
Könnun á aðstæðum á bygg-
ingamarkaði á höfuðborgarsvæð-
inu bendir til að lóðaframboð í
Reykjavík verði ekki aukið til að
mæta allri byggingareftirspurn og
því eru það einkum byggingaverk-
takar sem þegar eiga lóðir sem
geta mætt aukningu hennar. Á
höfuðborgarsvæðinu hefur fram-
boð á lóðum aukist mest í Mosfells-
bæ og Hafnarfirði en talsvert
meira hefur verið byggt af íbúðum
á öllu suðvesturhorninu frá Akra-
nesi til Árborgarsvæðis og svo á
Reykjanesi. – ghg
Hvíta húsið með
yfirlýsingu Davíðs
Í yfirlýsingu Davíðs Oddssonar frá 18. mars 2003, sem finna má á vef Hvíta hússins,
vísar hann til yfirlýsingar íslensku ríkisstjórnarinnar um deilurnar í Írak. Ekki var
hægt að fá uppgefið frá ráðuneytum hvaða yfirlýsingar var verið að vísa til.
ÍRAKSMÁLIÐ Á heimasíðu Hvíta
hússins er að finna yfirlýsingu frá
Davíð Oddssyni, fyrrverandi for-
sætisráðherra, sem dagsett er 18.
mars 2003, sama dag og hann tók
þá ákvörðun ásamt Halldóri Ás-
grímssyni að Íslendingar styddu
innrás Bandaríkjamanna og Breta
í Írak.
Yfirlýsingin er svohljóðandi:
„Bandaríkin líta nú svo á að ör-
yggi þeirra sé stórlega í hættu
gagnvart gjörðum og árásum
hryðjuverkamanna og vegna
fjölda hótana frá löndum sem
stjórnað er af einræðisherrum og
harðstjórum. Þau trúa því að
stuðningur frá þessu litla landi
hafi að segja... Yfirlýsingin sem
íslenska ríkisstjórnin gaf út varð-
andi deilurnar í Írak felur það í
sér að við munum halda áfram
þeirri nánu samvinnu sem við
höfum haft við hinn öfluga banda-
mann okkar í vestri.
Í fyrsta lagi felur þetta í sér
leyfi til þess að fljúga yfir
íslenska lofhelgi. Í öðru lagi leyfi
til að nota Keflavíkurflugvöll ef
þörf er á. Í þriðja lagi munum við
taka þátt í uppbyggingu í Írak
eftir að stríði lýkur. Í fjórða lagi
lýsum við yfir pólitískum stuðn-
ingi við að ályktun 1441 sé fram-
fylgt eftir fjögurra mánaða töf.“
Í yfirlýsingu Davíðs kemur
fram að íslenska ríkisstjórnin hafi
gefið út yfirlýsingu varðandi deil-
urnar í Írak. Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra sagði í viðtali í
Kastljósinu 6. desember síðastlið-
inn, þegar hann var spurður hvort
ríkisstjórnin hefði samþykkt að
styðja innrásina í Írak: „Það var
engin formleg samþykkt gerð um
það í ríkisstjórn“.
Fréttablaðið óskaði eftir svör-
um frá utanríkisráðuneytinu um
það hvaða yfirlýsingar Davíð
væri að vísa til. Illugi Gunnars-
son, aðstoðarmaður utanríkisráð-
herra, vildi þetta eitt um málið
segja: „Bandarískum yfirvöldum
var tilkynnt ákvörðun forsætis-
ráðherra og utanríkisráðherra
eftir að hún lá fyrir.“
sda@frettabladid.is
24 ára Íslendingur:
Tekinn með
hass í Svíþjóð
FÍKNIEFNI 24 ára Íslendingur var
tekinn með tvö kíló af hassi í
Malmö í Svíþjóð á þriðjudaginn í
síðustu viku. Hann var að koma
frá Danmörku þegar hann var
tekinn með hassið falið í bíl sín-
um. Í kjölfarið var hann úrskurð-
aður í gæsluvarðhald og er hann
enn í haldi sænsku lögreglunnar.
Maðurinn hefur komið lítillega
við sögu lögreglu hér á landi. Í
september sinnti hann ekki stöðv-
unarmerkjum við eftirför lög-
reglu og nam ekki staðar fyrr en
hann ók á ómerkta lögreglubif-
reið. Hann var ölvaður og hafði
fíkniefni undir höndum. - hrs
Sérkennileg sjóferð:
Drukkinn
á trillu
LÖGREGLUMÁL Maður á fimmtugs-
aldri var handtekinn fyrir að sigla
trillu undir áhrifum áfengis við
Árskógsströnd á þriðjudag. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögregl-
unni á Dalvík barst henni tilkynn-
ing um klukkan 17.30 um ein-
kennilega siglingu trillu úti fyrir
ströndinni.
Maðurinn í bátnum sigldi trill-
unni að lokum stórslysalaust í
land og var handtekinn í kjölfarið
grunaður um ölvun. Björgunar-
sveitin við Árskógsströnd kom
trillunni aftur á flot. Manninum
var sleppt að lokinni skýrslutöku
en málið er í rannsókn. Hann mun
hafa komist í kast við lögin áður
fyrir svipað athæfi. - bs
Handteknir með dóp:
Með 160
grömm af hassi
LÖGREGLUMÁL Þrír menn voru
handteknir með 160 grömm af
hassi og nokkur grömm af am-
fetamíni við Hvalfjarðargöngin
um tvöleytið aðfaranótt mið-
vikudags. Að sögn lögreglunnar
á Akranesi þótti lögreglumönn-
um ástæða til að stöðva bílinn
þegar hann kom úr göngunum
og við leit í honum fundust fíkni-
efnin en talið er að þau hafi
verið ætluð til sölu.
Mennirnir voru á leiðinni til
Akureyrar og munu allir vera
þaðan. Sá yngsti þeirra er
sautján ára, annar tvítugur og sá
þriðji tæplega þrítugur og hafa
allir komið við sögu lögreglu
áður. Mönnunum var sleppt að
lokinni yfirheyrslu og málið er í
rannsókn.
- bs
SPURNING DAGSINS
Ásthildur, vantar ekki land-
nema á Jan Mayen?
„Ætli ég og eiginmaðurinn fengjum
landvistarleyfi þar.“
Ásthildur Albertsdóttir og eiginmaður hennar
Said Hassan hafa kært ákvörðun Útlendinga-
stofnunar um að vísa Hassan úr landi. Þeim finnst
þau fá kaldar kveðjur frá stofnuninni, sem segir
því ekkert til fyrirstöðu að þau búi saman utan Ís-
lands.
Öldungadeildin:
Staðfesti
skipan Rice
BANDARÍKIN, AP Öldungadeild
Bandaríkjaþings staðfesti í gær
skipun Condoleezza Rice í emb-
ætti utanríkisráðherra. 85 þing-
menn greiddu atkvæði með skip-
un Rice en þrettán á móti. Það
hefur ekki gerst frá lokum seinni
heimsstyrjaldar að svo margir
þingmenn hafi greitt atkvæði
gegn skipan utanríkisráðherra.
Fjöldi þingmanna gagnrýndi
utanríkisstefnu Bandaríkjanna og
þátt Rice í mótun hennar þó þeir
greiddu ekki allir atkvæði gegn
skipun hennar. ■
Kyoto-bókunin:
Nægur kvóti
til mengunar
ALÞINGI Lítil hætta er á að farið
verði fram úr heimildum Kyoto-
bókunarinnar á
losun gróður-
húsalofttegunda
á fyrsta skuld-
bindingartímabil-
inu frá 2008 til
2012.
Sigríður Anna
Þórðardóttir um-
hverfisráðherra
svaraði þannig
fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarn-
ardóttur í Samfylkingunni á Al-
þingi í gær. Þórunn spurði hvern-
ig tryggja ætti að losun gróður-
húsalofttegunda færi ekki fram
úr heimildum samningsins.
Sigríður sagði stóriðjufyrir-
tæki hafa mengunarkvóta og
yrðu að gera eigin ráðstafanir
þyrftu þau að auka hann.
- gag
DAVÍÐ ODDSSON OG HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Í yfirlýsingu Davíðs á vef Hvíta hússins frá 18. mars 2003 segir: „yfirlýsingin sem íslenska ríkisstjórnin gaf út varðandi deilurnar í Írak felur
það í sér að við munum halda áfram þeirri nánu samvinnu sem við höfum haft við hinn öfluga bandamann okkar í vestri“.
NÝBYGGING
Lokið verður við byggingu hátt í 3.000 íbúða á þessu ári.
Heimilisofbeldi:
Ofbeldismenn
yfirgefi heimili
LAGAFRUMVARP Kolbrún Halldórs-
dóttir, þingmaður Vinstri grænna,
lagði á Alþingi í gær fram frum-
varp um að auka heimildir lög-
reglu til að vísa manni af heimili
sínu ef hann beitir eða hótar öðru
heimilisfólki ofbeldi.
Að sögn Kolbrúnar er þetta
frumvarp lagt fram til að sporna
við heimilisofbeldi gegn konum
og börnum en ofbeldi gegn konum
sé útbreiddasta mannréttindabrot
heims. Frumvarpið er samið að
austurrískri fyrirmynd og sagði
Kolbrún að þar í landi hefði það
gefist vel og heimilisofbeldi
minnkað í kjölfar þess.
Hún sagði það staðreynd að of-
beldi gegn konum væri oftast
framið af sambýlismönnum
þeirra innan veggja heimilisins
þar sem þeir nytu friðhelgi, en
fórnarlömbin þyrftu að flýja und-
an okinu. Með þessari lagabreyt-
ingu væri það ofbeldismaðurinn
sem væri fjarlægður af heimilinu
og gæti lögreglan gert það að eig-
in frumkvæði.
Ágúst Ólafur Ágústsson tók
undir með Kolbrúnu og sagðist
vona að þetta mál yrði rætt og
samþykkt á þingi þar sem heimil-
isofbeldi væri týndur brotaflokk-
ur í íslensku réttarkerfi. - bs
KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR
Segir ofbeldi gegn konum útbreiddasta
mannréttindabrot í heimi.
LITHÁI SÓTTUR TF-LIF sótti slas-
aðan litháískan sjómann í togara
135 sjómílur austsuðaustur af
Vestmannaeyjum seinnipartinn í
gær. Maðurinn var með opið lær-
brot og var fluttur á neyðarmót-
töku Landspítala – háskólasjúkra-
húss í Fossvogi í Reykjavík.
■ SJÚKRAFLUG
SIGRÍÐUR
ANNA