Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2005, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 27.01.2005, Qupperneq 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 62,41 62,71 117,07 117,63 81,14 81,60 10,90 10,97 9,86 9,92 8,94 9,99 0,60 0,61 94,74 95,30 GENGI GJALDMIÐLA 26.01.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 111,70 -0,02% 4 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Þingmenn undrandi á verðhækkunum Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að fullyrt hafi verið á þingi að raforku- verð myndi ekki hækka svo nokkru næmi. Nú sé annað að koma í ljós. Þing- maður Frjálslyndra segir hækkanir allt að 75 prósent. RAFORKUVERÐ Fólk víðs vegar á landsbyggðinni óttast verðhækk- anir á raforku vegna breytinga á raforkulögum sem tóku gildi um áramót. Drífa Hjartardóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks, segist hafa orðið vör við þetta á funda- herferð flokksins um landið. „Það verður að finna lausn á þessu því að málið hefur komið upp á öllum fundum sem við höf- um haldið,“ segir Drífa. Hún sam- þykkti lögin í haust en segist hafa haft efasemdir eins og aðrir. „Við gagnrýndum mörg frumvarpið vegna þess að við óttuðumst að það leiddi til verðhækkana en annað var fullyrt. Þess vegna kom þessi niðurstaða í bakið á okkur þingmönnum“. Í umræðum á Alþingi í nóvem- ber á liðnu ári sagðist Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, ekki vilja fullyrða neitt um verðbreytingar í kjölfar lagabreytinga. Hún sagði þó að reynsla margra annarra landa væri sú að verðið lækkaði. Ef af hækkun yrði þá yrði hún teljandi í einhverjum hundraðköllum á ári. Sigurjón Þórðarson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, segir hins vegar líkur á að húshitunar- kostnaður í dreifbýli hækki um 75 prósent og í þéttbýli um 35 pró- sent. Hækkanirnar verði því mestar hjá þeim sem þegar greiði hæstu rafmagnsreikningana, það er þeirra sem kynda hús sín með rafmagni. Hann nefnir sem dæmi að reikningar fjölskyldu á Borð- eyri sem greiðir nú um 115.000 krónur í húshitunarkostnað á ári muni hækka um 86.000 krónur og fjölskylda í þéttbýli á Snæfells- nesi greiði nú 200.000 krónur á ári en greiði 270.000 krónur eftir breytingarnar. Sigurjón segir þetta óskiljan- legt í ljósi margtugginnar fullyrð- ingar iðnaðarráðherra um að ekki verði til neinn kostnaður við breytingarnar. Drífa Hjartardóttir segir að auka þurfi niðurgreiðslu á raforku til þeirra sem fara verst út úr breyt- ingunum, sérstaklega fólks í sveit, garðyrkjubænda og fiskeldis. Hún segir að kostnaður við kerfið sé greinilega meiri nú en áður vegna þess að nú sjái þrír aðilar um verk sem einn sinnti áður. Einn framleiði raforkuna, annar dreifi og sá þriðji selji. „Það segir sig sjálft að þetta hlýtur að leiða til verðhækkunar.“ ghg@frettabladid.is Járnblendifélagið: Gæti komið til verkfalls KJARAMÁL Útlit kjaraviðræðna starfsmanna og eigenda Íslenska járnblendifélagsins er verulega dökkt. Það er mat Verkalýðs- félags Akraness, sem er í forsvari fyrir 90 prósent starfsmannanna. Vilhjálmur Birgisson, formað- ur verkalýðsfélagsins, segir að náist ekki samningar á fundi nefndanna 31. janúar verði fund- að með starfsmönnum. Það gæti leitt til verkfalls. „Það er mjög mikilvægt fyrir svæðið okkar í heild sinni að okkur takist að leysa deiluna án þess að komi til átaka,“ segir Vil- hjálmur. - gag FISCHER HANDTEKINN Í JAPAN Mál hans tekið fyrir í allsherjarnefnd Alþingis í dag. Allsherjarnefnd Alþingis: Fischer á dagskrá RÍKISFANG Beiðni Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, er á dagskrá allsherjarnefndar Al- þingis á fundi hennar í dag. Bréf Fischers var afhent Alþingi form- lega á mánudag. Þá hefur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, lýst yfir stuðningi við að Bobby Fischer fái ríkisborgararétt hér á landi: „Æskilegast, tel ég, að þverpólitísk samstaða myndist um það. Sjálfur er ég reiðubúinn til að flytja þær tillögur á Alþingi um mál- ið sem þarf, ef það þokar málinu áfram,“ segir Össur á heimasíðu sinni Ossur.hexia.net. Össur segir þó best að þverpóli- tísk samstaða náist um málið. „Mér finnst að vísir að henni liggi þegar fyrir. Hann kom fram í orðum hins drenglynda þingmanns Bjarna Benediktssonar, formanns allsherj- arnefndar Alþingis, sem talaði mjög jákvætt um að veita Bobby Fischer ríkisborgararétt í fréttum RÚV.“ - ás MARGIR HYGGJAST KJÓSA 280 þúsund Írakar sem búa erlendis hafa skráð sig á kjörskrá fyrir kosningarnar á sunnudag. Flestir eru frá Íran en alls gátu kjósendur í fjórtán löndum tilkynnt þátttöku. Flestir eru þeir í eftirtöldum lönd- um: Íran 60.908 Svíþjóð 31.045 Bretland 30.961 Þýskaland 26.416 Bandaríkin 25.946 LANDGÖNGULIÐAR FELLDIR Fjór- ir bandarískir landgönguliðar lét- ust í bardaga við vígamenn í Anbar-héraði í vesturhluta Írak. Engar fréttir bárust af mannfalli meðal vígamanna. SEXTÁN SÆRÐUST Sex bíl- sprengjuárásir voru gerðar víðs vegar í Írak í gær. Sextán manns hið minnsta særðust í árásunum en ekki var vitað um mannfall. Víða var ráðist á kjörstaði og skrifstofur stjórnmálaflokka. ■ MJÖLL FRIGG ■ ÍRAK Subaru Legacy Wagon VERÐHÆKKANIR Í DREIFBÝLI Dreifbýlustu svæðin verða verst úti í breytingum á raforkulögum. Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa orðið varir við óánægju um allt land. Lagafrumvarp: Vill útrýma klámiðnaði BANDARÍKIN, AP Matt Bartle, þing- maður repúblikana á ríkisþingi Missouri, hefur lagt fram frum- varp sem á að ganga af klámiðnað- inum dauðum í ríkinu. Áður hefur ríkisþingið samþykkt bann við veggspjöldum sem gera út á kyn- þokka og því að stúlkur undir nítján ára aldri vinni við nektardans. Bartle leggur til að lagður verði 20 prósenta skattur á allar tekjur fyrirtækja sem gera út á kynlífs- þjónustu, að 300 króna skattur verði lagður á hvern viðskiptavin og að fyrirtækjunum verði bannað að hafa opið síðla kvölds. ■ VILJA UNDANÞÁGU Mál Mjallar Friggjar, sem starfar að klór- vinnslu án starfsleyfa í Kópavogi, verða rædd í bæjarráði Kópavogs í dag. Eigendur Mjallar Friggjar hafa sótt um undanþágu frá starfs- leyfi í allt að sex mánuði til um- hverfisráðuneytisins. Þeir vilja sýna bæjaryfirvöldum að engin hætta stafi af framleiðslunni, sam- kvæmt fréttum RÚV. Brottvísun kvænts karlmanns: Vísað úr landi vegna aldurs DVALARLEYFI Jórdaninn Said Hasan uppfyllti ekki skilyrði til að fá dvalarleyfi hér á landi, að sögn Hildar Dungal, setts forstjóra Út- lendingastofnunar. Ásthildur Al- bertsdóttir, eiginkona Said Hasan, hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir að vísa honum úr landi, en hann á að auki barn hér á landi. Umsókn Hasan um dvalarleyfi var synjað þar sem hann er 23 ára en samkvæmt lögum er útlend- ingum utan EES yngri en 24 ára bannað að ganga í hjónaband hér á landi. Þegar lögin voru sam- þykkt í fyrra var þessi regla höfð með vegna hættu á nauðungar- hjónaböndum, sem eru þegar for- eldrar þvinga börn sín í hjúskap, og málamyndarhjónaböndum, sem stofnuð eru eingöngu í þeim tilgangi að afla dvalarleyfis. Hildur Dungal segir að Hasan hafi dvalið hér ólöglega þangað til honum var synjað um dvalarleyfi. „Hann sótti ekki um fyrr en áritun var að renna út og þegar umsókn- inni var synjað var honum veitt tækifæri til að yfirgefa landið. Hann gerði það ekki og því var honum vísað úr landi.“ Vegna þess fær maðurinn ekki að koma aftur til landsins fyrr en að þremur árum liðnum. - ghg SAID HASAN OG ÁSTHILDUR ALBERTSDÓTTIR Honum var vísað úr landi vegna aldurs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.