Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 27.01.2005, Qupperneq 8
1Hættu á ofneyslu hvað vítamíns gætirhjá neytendum Hollywood-kúrsins? 2Hver er meðalaldur kvenna hérlendissem fæða sitt fyrsta barn? 3Hve margir eru taldir af vegna flóð-bylgjunnar í Asíu? SVÖRIN ERU Á BLS. 38 VEISTU SVARIÐ? 8 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR HAMFARIR Hjálparstarf Rauða krossins hefur nú náð til fleiri en 500.000 manna í þeim löndum sem urðu illa úti í flóðbylgjunni í des- ember. Félög Rauða krossins og Rauða hálfmánans um allan heim hafa safnað sem nemur tæplega 80 milljörðum íslenskra króna til hjálpar- og uppbyggingarstarfs á hamfarasvæðunum. Af þeirri upphæð koma 85 prósent úr fjár- söfnunum meðal almennings. „Fólk á Íslandi og um allan heim hefur brugðist óhemju vel við og reyndar svo vel að nú telj- um við okkur geta staðið myndar- lega að hjálpar- og uppbyggingar- starfi á flóðasvæðunum til næstu ára með því fé sem safnast hefur,“ segir Sigrún Árnadóttir fram- kvæmdastjóri RKÍ, sem kveður Rauða krossinn ekki munu halda áfram fjársöfnun vegna flóðanna. Á þeim 31 degi sem liðinn er frá jarðskjálftanum hafa 77 flug- vélar hlaðnar hjálpargögnum og 18 sérhæfðar neyðarsveitir verið sendar á hamfarasvæðin á vegum Rauða krossins. Alls hafa níu þús- und þjálfaðir sjálfboðaliðar og 300 alþjóðlegir sendifulltrúar unnið að hjálparstörfum á vett- vangi. Á vegum RKÍ eru fimm sendifulltrúar við hjálparstörf á skaðasvæðum og tveir til viðbótar fara utan á næstu dögum. - jss Hætti við sjálfsvíg á síðustu stundu en olli mannskæðu slysi: Tíu létust í sjálfsvígstilraun BANDARÍKIN, AP Tíu létu lífið þegar maður í sjálfsvígshugleiðingum ók í veg fyrir lest í úthverfi Los Angeles. Sjálfur hætti maðurinn hins vegar við sjálfsvígið á síð- ustu stundu, fór út úr bílnum rétt áður en lestin lenti á honum og slapp því lifandi. Lestin fór út af spori sínu þegar hún lenti á bílnum og kastaðist á lest sem var á leið í hina áttina. Lestirnar lentu báðar á hliðinni og slösuðust um 200 manns, margir hverjir lífshættulega. Maðurinn sem lagði bílnum í veg fyrir lestina verður að líkind- um ákærður fyrir manndráp. Lestarslysið í gær er hið mann- skæðasta í tæp sex ár, síðan ellefu létust þegar lest lenti á bíl í Illi- nois. ■ Dómurinn gæti haft áhrif á kjarasamninga Hæstaréttarlögmaður segir nýjasta Akureyrardóminn geta haft áhrif á gerð kjarasamninga háskólastétta. Hefðbundnar kvennastéttir gætu leitað eftir því að bera sig saman við hefðbundin karlastörf líkt og gert var í dómnum. KJARAMÁL „Niðurstaða Hæstarétt- ar í máli Guðrúnar Sigurðardóttur gegn Akureyrarbæ markar tíma- mót varðandi launamun kynj- anna,“ segir Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður, sem fór með mál Guðrúnar. Hæstiréttur staðfesti að starf Guðrúnar, sem deildarstjóra á fé- lagsmálastofnun Akureyrarbæj- ar, væri jafnverðmætt og starf deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi og því ættu laun þeirra að vera sambærileg. Að sögn Sifjar staðfestir hann dóm Hæstaréttar frá 2000 þar Akureyrarbæ var gert að leið- rétta kynbundinn launamismun hjá kvenkyns jafnréttisfulltrúa bæjarins og karlkyns atvinnu- málafulltrúa, en gengur jafn- framt skrefi lengra því dómurinn nú varðar störf á gjörólíkum svið- um. Hún bendir á að með dómnum sé einnig gengið lengra en kæru- nefnd jafnréttismála hefur viljað gera hingað til. Dómurinn grund- vallast á starfsmati sem Akureyr- arbær lét gera um störf á vegum bæjarins 1995. „Dómurinn gæti hugsanlega haft á kjarasamninga háskóla- stétta, en í málinu voru stjórnun- arstöður taldar jafn verðmætar sem krefjast háskólamenntunar annars vegar á sviði félagsvísinda og hins vegar tæknifræði,“ segir Sif. „Hins vegar er erfitt fyrir kon- ur að fá samanburð á störfum og því erfitt að ná fram leiðréttingu á kjörum hefðbundinna kvenna- stétta miðað við hefðbundin karla- störf,“ bendir Sif á. Gísli Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Bandalags háskóla- manna, tekur undir þetta og segir að staðfestur launamunur sé milli kynjanna. „Almennt skortir að- ferðafræði við að bera saman ólík störf. Í þessum dómi var aðferða- fræðin til staðar og vildi ég óska þess að svo væri víðar svo stórar hefðbundnar kvennastéttir há- skólamenntaðs fólks gætu borið kjör sín saman við það sem þær teldu sambærilegt,“ segir Gísli. „Ég er á því að hækka eigi laun hefðbundinna kvennastétta innan BHM sérstaklega. Þeir sem semja um kjör hafa rétt og skyldu til þess að koma í veg fyrir að kjara- samningar feli í sér kerfisbund- inn launamun kynja eins og mig grunar að þeir geri,“ segir hann. Hann segir það umdeilanlegt hversu mikil áhrif á sjálfstæðan samningsrétt þessi dómur hafi. „Vonandi hefur þó enginn þá stefnu að viðhalda í kjarasamn- ingum kerfisbundnum launamun. Það hvílir frekar á vinnuveitend- um að leiðrétta þann launamun sem allir sjá að er til staðar milli hefðbundinna kvenna- og karla- stétta,“ segir Gísli. sda@frettabladid.is ■ MIÐ-AUSTURLÖND SIGRÚN ÁRNADÓTTIR Framkvæmdastjóri RKÍ segir að fjársöfnun verði ekki haldið áfram. Rauði krossinn á hamfarasvæðunum: Aðstoðar meira en hálfa milljón manna GÍSLI TRYGGVASON „Ég er á því að hækka eigi laun kvenna- stétta innan BHM sérstaklega. Þeir sem semja um kjör hafa rétt og skyldu til þess að koma í veg fyrir að kjarasamningar feli í sér kerfisbundinn launamun kynja eins og mig grunar að þeir geri.“ SIF KONRÁÐSDÓTTIR „Dómurinn gæti hugsanlega haft áhrif á kjarasamninga háskólastétta, en í málinu voru stjórnunarstöður taldar jafn verðmætar sem krefjast háskólamenntunar annars vegar á sviði félagsvísinda og hins vegar tæknifræði.“ SLÖSUÐ KONA FLUTT Á SJÚKRAHÚS Á fjórða hundrað slökkviliðsmenn komu að björgunarstarfi þar sem tíu manns létust í lestarslysi. Loðna: Minni veiði VEIÐAR Heldur rólegra hefur ver- ið yfir loðnuveiðum í vikunni en vikunni þar á undan. Að sögn Freysteins Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra útgerðar Síldar- vinnslunnar, er skýringin sú að loðnan er nú í hitaskilum um eitt hundrað sjómílur austur af Norðfjarðarhorni og þá dreifist hún og verður erfiðari viðfangs. „Nótaskipin hafa verið að reka í ágætan afla en verr hefur geng- ið hjá þeim sem eru með troll. Ég á von á loðnunni út úr hita- skilunum um helgina og þá kem- ur hún upp að Lónsbugtinni eða Reyðarfjarðardýpi, þéttist á ný og við mokum henni upp,“ sagði Freysteinn. - kk TAKI VIÐ LÖGGÆSLU Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heima- stjórnarinnar, hefur sagt yfir- mönnum palest- ínskra öryggis- sveita að vera því viðbúnir að taka við lög- gæslu í fimm borgum á Vestur- bakkanum innan tíu daga. Borg- irnar eru Betlehem, Jeríkó, Qalqiliya, Ramalla og Tulkarem. MYRTI DÓTTUR SÍNA Kúvæskur karlmaður skar þrettán ára dótt- ur sína á háls þegar hann sneri aftur úr pílagrímsferð til Mekka í Sádi-Arabíu. Að sögn lögreglu var hann íslamskur bókstafstrúar- maður sem átti sakaferil að baki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.