Fréttablaðið - 27.01.2005, Qupperneq 16
16 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Það kom ekki til af góðu einu að
Thorstein settist á skólabekk á Ís-
landi haustið 1970. Hann og fleiri
þurftu að sækja læknanám sitt út
fyrir landsteinanna þar sem
norskir háskólar önnuðu ekki
eftirspurn eftir plássum í lækna-
deildinni. „Ég var hér í sex ár og
það voru mjög skemmtileg ár,“
segir Thorstein.
Hann var á Íslandi á dögunum
til að kynna samstarfsverkefni
Blóðbankans og norsku stofn-
frumugjafaskrárinnar um stofnun
slíkrar skrár á Íslandi. Thorstein
er yfirlæknir við ónæmisdeild
Ríkisspítalans í Ósló og kom stofn-
frumugjafaskránni þar í landi á
laggirnar fyrir fimmtán árum.
Á námsárunum kynntist hann
eiginkonu sinni, Steinunni Einars-
dóttur hjúkrunarfræðingi, og eiga
þau dæturnar Elínu Maríu og
Rebekku. „Við Steinunn kynnt-
umst í kór sem var tengdur
KFUM og K. Ég sá þarna fallega
sópran sem þurfti að athuga bet-
ur,“ segir Thorstein og hlær þegar
hann rifjar upp fyrstu kynni
þeirra hjóna.
Þau syngja enn saman, eru í
kirkjukór í Ósló og komu í söng-
ferðalag til Íslands síðastliðið vor.
Margt hefur breyst
Komu Thorsteins til Íslands á sín-
um tíma bar brátt að. „Ég fékk
símskeyti 8. september og þar
stóð að ef ég gæti komið til Ís-
lands viku síðar og verið við
skólasetningu fengi ég pláss. Ég
skildi fátt annað í símskeytinu og
bróðir minn sem var að læra forn
norræn mál skildi heldur ekki
neitt. Ég vissi því ekki hvað ég
var að fara út í. En það var vel
tekið á móti mér og þetta gekk allt
saman mjög vel.“
Fleiri Norðmenn numu við
læknadeildina og sömuleiðis
nokkrir Svíar. Skandinavíski hóp-
urinn hélt mikið saman, sótti Nor-
ræna húsið og hélt sín partí.
Thorstein kunni vel við sig í
Reykjavík þó annar bragur hafi
verið á borginni þá en nú. „Mér
fannst svo margt ófrágengið, hér
var mikið af fokheldum húsum og
slíku. Svo var úrvalið í búðunum
lítið, nánast engir veitingastaðir
og þetta var eins og að koma út í
sveit. Ósló var líka sveitaleg á
þessum tíma og bekkjarbræður
mínir kölluðu borgina stærsta
sveitaþorp heimsins. Ósló hefur
breyst mikið en Reykjavík enn
meira.“
Og til marks um afstöðu lækna-
nema á Íslandi fyrir 35 árum til
Óslóar og Noregs rifjar Thorstein
upp að ekki hafi hvarflað að
nokkrum manni að fara þangað til
framhaldsnáms. Allir vildu til Sví-
þjóðar, Bandaríkjanna eða Bret-
lands. „Nú hefur þetta breyst og
margir Íslendingar stunda fram-
haldsnám í Noregi.“
Kári klár
Úr hópi skólabræðra Thorsteins í
læknisfræðinni eru tveir honum
afar eftirminnilegir. „Frægasti
skólabróðir minn var Kári Stef-
ánsson og ég man mjög vel eftir
honum. Hann var afar fær nem-
andi, mjög duglegur og alltaf á
toppnum í öllum fögum. Það er
ótrúlegt hvað Kári hefur náð langt
en það kemur mér ekki á óvart,
hann var svo duglegur og áhuga-
samur.“
Thorstein nefnir líka Stefán
Karlsson, prófessor í Lundi, sem
eftirminnilegan samnemanda.
„Hann var með þeim fyrstu sem
settu gen inn í frumur og veittu
genameðferð við ákveðnum sjúk-
dómum. Hann er með þeim allra
fremstu í sinni röð. Stefán og Kári
eru heimsfrægir og það var gam-
an að vera með þeim í skóla.“
Sjálfur hefur Thorstein unnið
afar merkilegt starf við ónæmis-
deild Ríkisspítalans í Ósló. Hann
setti stofnfrumugjafaskrána á fót
og hefur unnið að uppbyggingu
hennar í fimmtán ár. Þá hefur
hann doktorsnema undir sinni
handleiðslu og nú um stundir er
Íslendingurinn Ólafur Sigurjóns-
son hjá honum. „Ólafur er að
vinna að því að búa til heilafrum-
ur úr stofnfrumum í beinmerg.
Við vitum ekki hvort hægt verður
að nota þetta í framtíðinni en von-
umst til að þetta nýtist í meðferð
gegn Parkinson-sjúkdómnum og
jafnvel fyrir fólk sem hlotið hefur
mænuskaða. En það verður bara
að koma í ljós.“ Og yfirlæknirinn
lætur vel af doktorsnemanum.
„Ólafur er prýðismaður og ég hef
varla haft svona góðan mann fyrr.
Hann stendur sig mjög vel.“
Íslenska og norska
Íslenskukunnátta Thorsteins er
afar góð en hann segir það vanda-
mál hve góða norsku Steinunn
kona hans talar. „Ég tala íslensku
við Steinunni en hún norsku við
mig. Þess vegna hef ég gleymt ís-
lenskunni heilmikið og þarf lengri
tíma til að finna orðin og beygi
sjálfsagt enn vitlausar en ég gerði
áður.“
Hann heldur góðu sambandi
við Ísland og Íslendinga en fylgist
ekki með daglegri umræðu. Þegar
hann var hér á dögunum las hann
þó blöðin. „Ég sé að nú er mikið
rætt um hvernig Ísland tók á
Íraksmálinu en það kom mér á
óvart þegar stríðið byrjaði að Ís-
land studdi innrásina. Á Norður-
löndunum var almennt neikvætt
viðhorf til málsins nema í Dan-
mörku. Norðmenn voru á móti
þrátt fyrir að hafa alltaf fylgt
Bandaríkjamönnum í öllum Nató-
aðgerðum. Við höfum hins vegar
tekið þátt í því sem kallað er upp-
bygging landsins,“ segir Thor-
stein, sem finnst alla jafna mjög
gaman að koma til Íslands. „Land-
ið er framandi og það er stórkost-
legt að vera í náttúrunni þar sem
saman koma ís, fjöll, heita vatnið
og hverirnir. Hér er mjög fallegt í
góðu veðri og nú er til dæmis afar
fallegt að horfa á Esjuna.“
Spurður um muninn á Íslend-
ingum og Norðmönnum nefnir
Thorstein hve Íslendingar eru
vinnusamir. Dugnaðurinn á öðr-
um sviðum vekur líka athygli
hans. „Íslendingar eru alltaf til í
tuskið. Norðmenn fara snemma í
háttinn til að geta farið á skíði
morguninn eftir en þá byrjar ball-
ið hjá Íslendingunum og þeir vilja
halda áfram.“
bjorn@frettabladid.is
GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI!
FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK
LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI
Dekkjalagerinn er nú á 12 stöðum um land allt!
Sólbakka 8
310 Borgarnesi
Miðási 23
700 Egilsstöðum
Víkurbraut 4
780 Höfn
Gagnheiði 13
800 Selfossi
Hlíðarvegi 2-4
860 Hvolsvelli
Njarðarnesi 1
603 Akureyri
Skeifunni 3c
108 Reykjavík
Viðarhöfða 6
110 Reykjavík
Melabraut 24
220 Hafnarfirði
Iðavöllum 8
230 Keflavík
Flugumýri 16
270 Mosfellsbæ
Smiðjuvegur 6
200 Kópavogi
...einfaldlega betri!
FARMIÐI TIL STRÁKANNA OKKAR Í
TÚNIS KOSTAR 61.985 KRÓNUR
Flogið er með Flugleiðum og Tunis Air
á morgun og komið aftur heim á
þriðjudaginn. Millilent er í Lundúnum.
HVAÐ KOSTAR ÞAÐ?
Í apríl á síðasta ári birtist skýrsla nefnd-
ar sem sjávarútvegsráðherra setti á
laggirnar árið 2001 til að meta reynslu
af setningu aflareglu á þorskveiðar. Þar
kom fram, meðal annars, að mjög brýnt
væri að endurskoða sem fyrst þá afla-
reglu sem stuðst er við vegna þorsk-
veiða, þar sem reynslan sýni að afli
undanfarinna ára hafi ekki verið í sam-
ræmi við markaða nýtingarstefnu ís-
lenskra stjórnvalda. Þá er lagt til að
styðjast við 22 prósenta veiðihlutfall af
veiðistofni þorsks, en ekki 25 prósent
eins og verið hefur undanfarin ár.
Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu, segir þessa
tilllögu ekki komna á framkvæmdastig.
„Málið snýst um það líka að menn hafa
ekki einu sinni náð 25 prósentum. Ekki
fyrr en núna, þegar allt er komið inn í
aflamark, eða krókaaflamark. Þá fyrst er
möguleiki að ná fyrst þessum 25 pró-
sentum. Hlutfallið hefur oft verið um og
yfir 30 prósentum. Menn eru kannski
að horfa á málið í því ljósi.“
Vilhjálmur segir nokkrar ástæður liggja
fyrir því að ekki náðist að standa við 25
prósenta veiðihlutfall. Ein helsta ástæð-
an sé að sóknardagabátarnir séu ekki
komnir inn í krókaaflamarkið. „Tillagan
liggur enn fyrir, það er ekki búið að
gleyma henni. Hún hefur ekki enn farið
í þá umræðu sem þarf, áður en menn
væru tilbúnir að skoða þetta nánar.“
Vilhjálmur segir ekki hægt að spá fyrir
um hvort það takist að veiða einungis
fjórðung af veiðistofni þorsks þetta árið,
þó svo að vonir standi til þess. Um slíkt
sé ekkert hægt að segja fyrr en búið sé
að gera dæmið upp.
Fyrst þarf að standa við fyrri viðmið
EFTIRMÁL: ENDURSKOÐUN AFLAREGLU Í ÞORSKI
„Ef rétt er, þá sýnir þetta dæmi hversu fráleit
þessi lög eru,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir um
brottvísun ungs Jórdana úr landi, þar sem
hann hefur ekki náð 24 ára aldri. Maðurinn
er 23 ára og kvæntur íslenskri konu. Hann
má ekki koma hingað næstu þrjú árin þar
sem hann fór ekki úr landi innan tilskilins
tíma.
Um útlendingalöggjöfina segir Kristín að við
setningu hennar hafi verið farið eftir dönsk-
um lögum, sem hafi reynst mjög misjafn-
lega og orðið mörgum erfið.
„Það eru svo margar hliðar á þessum hjóna-
böndum og hugsun Dana var einmitt að
takmarka aðstreymi fólks frá þriðja heimin-
um. En þetta bitnar á öðru fólki og það
verður að skoða aðstæður hverju sinni.
Menn eiga að endurskoða þessi lög og þau
aldursmörk sem sett eru í þeim standast
ekki nokkrar einustu reglur aðrar um mann-
réttindi.
Þetta er ekki í samræmi við annað hér. Mið-
að er við það hér að fólk sé fullveðja 18 ára.
Hvers vegna á að gilda eitthvað allt annað
um útlendinga? Ef menn telja að um hags-
munahjónabönd sé að ræða til að útvega
fólki landvist þá verða menn að sanna það.
En þessi málsmeðferð í þessu tilviki er fráleit
nema eitthvað annað búi að baki, sem ekki
hefur komið fram.
Við verðum auðvitað líka að hafa allan vara
á að við séum ekki að veita glæpamönnum
skjól. En almennt er þessi regla fráleit og
mannréttindasjónarmið eiga fyrst og fremst
að gilda.“
KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR
Fráleit lög
BROTTREKSTUR JÓRDANANS
SJÓNARHÓLL
THORSTEIN EGELAND
„Ég sé að nú er mikið rætt um hvernig Ísland tók á Íraksmálinu en það kom mér á óvart þegar stríðið byrjaði að Ísland studdi innrásina.
Á Norðurlöndunum var almennt neikvætt viðhorf til málsins nema í Danmörku.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Ég sá þarna fallega sópran
Íslendingum finnst gaman þegar útlendingar búsettir í útlöndum tala íslensku. Það vakti athygli þegar
norski læknirinn Thorstein Egeland sagði frá Íslensku stofnfrumugjafaskránni í fréttunum á dögunum og
það á nánast lýtalausri íslensku. Thorstein nam læknisfræði á Íslandi og kynntist hér íslenskri konu sinni.