Fréttablaðið - 27.01.2005, Side 17

Fréttablaðið - 27.01.2005, Side 17
FIMMTUDAGUR 27. janúar 2005 17 VERÐLAUN Spennu gætir í bók- menntaheiminum í dag því Ís- lensku bókmenntaverðlaunin verða veitt á Bessastöðum síðdeg- is. Líkt og undanfarin ár eru fimm bækur nefndar til verðlauna í flokkunum tveimur; flokki fagur- bókmennta og flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Í fyrrnefnda flokknum eru tilnefnd þau Arn- aldur Indriðason fyrir Kleifar- vatn, Auður Jónsdóttir fyrir Fólk- ið í kjallaranum, Einar Már Guð- mundsson fyrir Bítlaávarpið, Guðrún Helgadóttir fyrir Öðru- vísi fjölskyldu og Sigfús Bjart- marsson fyrir Andræði. Ekkert þeirra hefur hlotið verðlaunin en Einar Már hefur í þrígang verið tilnefndur, Auður tvisvar og Sig- fús einu sinni. Í flokki fræðirita og bóka al- menns efnis eru tilnefnd þau Hall- dór Guðmundsson fyrir Halldór Laxness, Helgi Þorláksson fyrir Sögu Íslands 6. og 7. bindi, Inga Dóra Björnsdóttir fyrir Ólöfu eskimóa, Páll Hersteinsson og Jón Baldur Hlíðberg fyrir Íslensk spendýr og Sigurgeir Sigurjóns- son og Unnur Jökulsdóttir fyrir Íslendinga. Ekkert þeirra hefur hlotið verðlaunin en Helgi, Páll og Jón Baldur hafa allir verið til- nefndir áður. Herdís Þorgeirsdóttir, Margrét Eggertsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir skipa nefndina sem sker úr um hverjir hljóta verð- launin að þessu sinni en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir þau. - bþs Íslensku bókmenntaverðlaunin verða veitt á Bessastöðum í dag: Herdís, Margrét og Valgerður hafa völdin í sínum höndum 1989 – Stefán Hörður Grímsson Yfir heiðan morgun 1990 – Fríða Á. Sigurðardóttir Meðan nóttin líður og Hörður Ágústsson Skál- holt II 1991 – Guðbergur Bergsson Svanurinn og Guðjón Friðriksson Saga Reykjavíkur 1992 – Þorsteinn frá Hamri Sæfarinn sof- andi og Vésteinn Ólason, Sverrir Tómas- son og Guðrún Nordal Bókmenntasaga I 1993 – Hannes Pétursson Eldhylur og Jón G. Friðjónsson Mergur málsins 1994 – Vigdís Grímsdóttir Grandavegur 7 og Silja Aðalsteinsdóttir Skáldið sem sól- in kyssti 1995 – Steinunn Sigurðardóttir Hjartastað- ur og Þór Whitehead Milli vonar og ótta 1996 – Böðvar Guðmundsson Lífsins tré og Þorsteinn Gylfason Að hugsa á ís- lensku 1997 – Guðbergur Bergsson Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar og Guð- jón Friðriksson Einar Benediktsson I 1998 – Thor Vilhjálmsson Morgunþula í stráum og Hörður Ágústsson Íslensk byggingararfleifð I 1999 – Andri Snær Magnason Sagan af bláa hnettinum og Páll Valsson Jónas Hallgrímsson 2000 – Gyrðir Elíasson Gula húsið og Guðmundur Páll Ólafsson Hálendi Ís- lands 2001 – Hallgrímur Helgason Höfundur Íslands og Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir Björg C. Þorláksson 2002 – Ingibjörg Haraldsdóttir Hvar sem ég verð og Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson Þingvallavatn 2003 – Ólafur Gunnarsson Öxin og jörð- in og Guðjón Friðriksson Jón Sigurðsson VERÐLAUNAHAFAR OG VERK ÞEIRRA ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 71 73 1/ 20 05 Reykjavík • Kópavogi • Akureyri Selfoss • Reykjanesbær www.blomaval.is 499 kr. Heilsársseríur útsala fimmtudag-su nnudags Verðsprengja 10 ltr. gróður- mold 249 kr. 40% 799 kr. 10 túlipanar Orkideur afsláttur af öllum pottaplöntum 999 kr. Umferðin: Dýrkeypt epli SAKAMÁL Bresk kona var í vikunni dæmd til að greiða rúmar sjö þús- und krónur í sekt fyrir að hafa borðað epli undir stýri en neysla matvæla við þessar kringumstæð- ur er litin hornauga á Bret- landseyjum. Málið væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir hið um- fangsmikla eftirlit sem að lokum leiddi til þess að upp komst um þennan hræði- lega glæp. Dagblaðið The Independent segir frá því að til að góma þessa svöngu konu hafi lög- reglan kallað út þyrlu til að elta bifreið hennar og taka af henni loftmyndir en auk þess þurfti að kalla hana alls níu sinnum fyrir rétt. Enda þótt aðgerðin hafi borið þann árangur sem vonast var eftir verður eftirtekjan að teljast rýr því sektin sem innheimtist nam aðeins broti af kostnaðinum við umstangið. - shg ÁST Í ÚRKOMU Unga parið Henrik og Sofie lét ekki snjó- komuna í Kaupmannahöfn á dögunum aftra sér frá smá keleríi. Lagasamkeppni: Bíldudals- lagið 2005 SAMKEPPNI Lagakeppni sumarhá- tíðarinnar Bíldudals grænar er hafin. Öllum er velkomið að taka þátt og skulu lögin send inn tilbúin til spilunar. Þegar úrslit liggja fyrir verð- ur lagið tekið upp á ný og notað sem einkennislag hátíðarinnar. 25.000 krónur eru í verðlaun en á netsíðunni arnfirdingur.is, þar sem keppnin er kynnt, er þó með réttu bent á að viðurkenn- ingin felist einkum í að verð- launalagið verði lag hátíðarinn- ar þetta árið. - bþs

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.