Fréttablaðið - 27.01.2005, Síða 18
18 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Kúrdar gætu haft fram-
tíð Íraks í sínum hönd-
um en margir þeirra
geta vel hugsað sér að
landið verði eingöngu
lauslegt ríkjasamband
eða að það verði jafnvel
brotið niður í þrjú sjálf-
stæð ríki.
Í rakar kjósa sér stjórnlagaþingá sunnudaginn sem munákveða framtíðarskipan þessa
stríðshrjáða ríkis. Hins vegar er
engin eining á meðal þjóðarbrot-
anna í landinu í þessum efnum, vel
má vera að útkoman verði lauslegt
ríkjasamband eða jafnvel þrjú
sjálfstæð ríki Kúrda, sjía- og súnní-
araba. Slík skipan væri síðast-
nefnda hópnum verulega óhagstæð.
Umdeilt neitunarvald
Írakar ganga að kjörborðinu á
sunnudaginn og kjósa sér stjórn-
lagaþing en verkefni þess verður
meðal annars að útbúa nýja stjórn-
arskrá sem þjóðaratkvæði verður
greitt um síðar á þessu ári. Nýja
stjórnarskráin mun leysa af hólmi
bráðabirgðastjórnarskrána sem
bandaríska hernámsstjórnin færði
Írökum fyrir tæpu ári og þar með
ákveða framtíðarskipan landsins.
Erfitt er að segja fyrir um hver út-
koman verður en víst er að Kúrdar,
sem byggja norðurhéruðin, gætu
vel hugsað sér að landinu yrði skipt
upp í lauslegt ríkjasamband
þriggja ríkja, jafnvel þrjú sjálf-
stæð ríki, og margir sjíar eru sömu
skoðunar.
Samkvæmt bráðabirgða-
stjórnarskránni er Írak sambands-
ríki átján héraða. Eitt umdeildasta
ákvæði hennar er að ef þorri íbúa
þriggja héraða hafnar nýju stjórn-
arskránni í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni í haust öðlast hún ekki gildi.
Þetta þýðir í raun að Kúrdar hafa
neitunarvald yfir stjórnarskránni
þar sem þeir eru í yfirgnæfandi
meirihluta í þremur nyrstu héruð-
um landsins, kúrdíska sjálfstjórn-
arsvæðinu. Sjíar, með Ali Sistani
erkiklerk í broddi fylkingar, eru
æfir yfir þessari stöðu.
Ró og spekt í Kúrdistan
Kúrdar hafa í orði kveðnu haft
heimastjórn síðan 1974 en hún
komst ekki á í raun fyrr en árið
1991. Ólíkt öðrum hlutum landsins
hefur friður ríkt í Kúrdistan und-
anfarin misseri, stjórnmálaástand
er tryggt og efnahagsuppbygging
gengur vel. Auðugar olíulindir eru
á yfirráðasvæðum Kúrda, sérstak-
lega ef borgin Kirkuk og nærsveit-
ir hennar eru teknar með í reikn-
inginn, en um yfirráð borgarinnar
stendur mikill styr. Stærstu stjórn-
málaflokkar Kúrda bjóða fram
sameiginlegan lista í kosningunum
á sunnudaginn og eru allar líkur á
að honum muni farnast vel.
Kúrdar telja sig eiga fátt sam-
eiginlegt með aröbunum sem
byggja suðrið enda hafa litlir kær-
leikar verið þeirra í millum. Á síð-
asta ári skrifuðu tveir þriðju hlutar
atkvæðisbærra Kúrda undir skjal
þar sem atkvæðagreiðslu um fullt
sjálfstæði héraðsins var krafist.
Menntamenn og ungt fólk voru þar
áberandi. Helstu leiðtogar Kúrda,
til dæmis Jalal Talabani og
Massoud Barzani, segja hins vegar
að markmiðum Kúrda sé hægt að
ná innan ríkjasambands, fullt sjálf-
stæði sé ekki nauðsynlegt.
Sjíar skoða málin
Sjíar eru fæstir þeirrar skoðunar
að sjálfstætt sjía-ríki í suðrinu sé
æskilegt en margir vilja að héruð
þeirra fái mun meira sjálfræði.
Heittrúaðar sjía-hreyfingar eru
sumar hverjar áfram um að ís-
lamskt ríki verði á endanum stofn-
að. Þær gera sér jafnframt grein
fyrir að slíkt sé erfitt í landi þar
sem Kúrdar og súnní-arabar eru
fjölmennir svo sem sjá má af yfir-
lýsingu sameiginlegs framboðs-
lista sjía á mánudaginn þar því var
lýst yfir að íslamskt ríki væri ekki
á döfinni. Því væri hins vegar hægt
að koma á í sjía-hluta lauslegs
ríkjasambands. Ekki má gleyma
því að á sjía-svæðunum eru gífur-
lega mikilvæg olíuvinnslusvæði og
að þeim gætu sjíar þá setið einir.
Súnníar uggandi
Magnús Þorkell Bernharðsson, sér-
fræðingur í málefnum Íraks, segir
að íraskir kollegar hans hafi marg-
ir hverjir áhyggjur af þessari þró-
un og telji hana geta aukið enn á
spennuna á milli þjóðarbrotanna.
„Þeir óttast að landinu verði skipt
upp og Írak heyri sögunni til.“
Magnús segir að margir Banda-
ríkjamenn séu þeirrar skoðunar að
skipting landsins væri auðveldasta
lausnin fyrir þá þar sem friður
myndi ríkja í nyrðri og syðri hlut-
um landsins. Þá væri hægt að ein-
beita sér að hinum róstusömu
súnní-svæðum en hagur þeirra hef-
ur versnað mikið eftir að Saddam
var steypt af stóli. „Súnní-beltið
yrði eitt fátækasta ríki heims því
þar er engin olía og það finnst
mörgum í Bandaríkjunum súnn-
íarnir eiga skilið.“ Magnús bendir
hins vegar á að þessar hugmyndir
geri ráð fyrir að skipting þjóðar-
brotanna eftir landsvæðum sé
mjög skýr þegar dreifing þeirra sé
í raun mun meiri.
Kúrdar hafa framtíð ríkisins í
hendi sér
Tíminn einn mun leiða í ljós hver
framvinda mála verður. Sennilega
munu sjíar gera sig ánægða í sam-
einuðu Írak enn um sinn þar sem
allar líkur eru á að þeir muni öðlast
yfirburðastöðu í landinu eftir kosn-
ingar. Erfiðara verður hins vegar
að gera Kúrdum til hæfis. Beri þeir
skarðan hlut frá borði í kosningun-
um á sunnudag og verði atlaga
gerð að sjálfstæði þeirra í kjölfarið
er allt eins líklegt að þeir nýti sér
neitunarvald sitt í stjórnarskrár-
gerðinni og knýi á um fullt sjálf-
stæði. Það þýddi endalok Íraks í
núverandi mynd. ■
Um 120 manns sitja nú í fimm fang-
elsum á Íslandi. En hvert er hið hefð-
bundna ferli fangavistunar?
Boðun til afplánunar
Þegar Fangelsismálastofnun hefur borist
dómur er viðeigandi dómþola tilkynnt
hvenær hann skuli mæta til afplánunar.
Þeir sem hafa hlotið sex mánaða dóm
eða meira eru boðaðir til afplánunar
þremur vikum eftir dagsetningu boðun-
arbréfs en þeir sem hafa hlotið sex
mánaða fangelsisrefsingu eða minna
eru boðaðir til afplánunar fimm vikum
eftir dagsetningu bréfsins. Þeir sem af-
plána skemmri refsingar gera það oft í
Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg þar
sem þeir mæta til afplánunar, en flestir
eru þó fluttir til vistunar í önnur fang-
elsi. Heimilt er að veita frest á afplánun
í allt að sex mánuði en það er almennt
ekki gert nema í undantekningartilfell-
um.
Fangelsin
Á Litla-Hrauni eru flestir fangar lands-
ins en þar eru 87 pláss. Þeir sem fá
þriggja ára refsingu eða hærri eru und-
antekningarlítið vistaðir á Litla-Hrauni.
Í Fangelsinu Kvíabryggju eru fjórtán
pláss og er fangelsið opið að því leyti til
að þar eru hvorki rimlar fyrir gluggum
og svæðið ekki sérstaklega afgirt.ÝÞar
eru einkum vistaðir menn meðÝlítinn
sakaferil. Fjöldi klefa í hverju fangelsi
ræður nokkru um vistun, til dæmis
gætu fleiri fallið undir þann hóp sem
heppilegt væri að vista á Kvíabryggju en
pláss er fyrir.
Í fangelsinu í Kópavogi eru tólf pláss og
þar eru kvenfangar vistaðir og eru þær
að jafnaði fjórar til átta og með þeim
eru vistaðir karlfangar. Í fangelsinu á
Akureyri eru níu pláss og hafa þar eink-
um verið vistaðir fangar með skemmri
dóma.
Afplánunartími
Þeir sem eru dæmdir til sex mánaða
fangavistar eða minni geta sótt um að
taka út refsingu í samfélagsþjónustu og
jafngildir 40 stunda samfélagsþjónusta
eins mánaðar fangelsisafplánun.
Fangar sem afplána óskilorðsbundna
fangelsisrefsingu geta sótt um reynslu-
lausn, annaðhvort eftir helming refsi-
tímans eða tvo þriðju hluta hans. Al-
gengast er að menn sitji inn tvo þriðju
hluta refsingarinnar.
Föngum er að jafnaði ekki veitt reynslu-
lausn þegar liðinn er helmingur refsi-
tímans ef þeir sitja inni fyrir manndráp,
ofbeldis- eða kynferðisbrot, meiriháttar
fíkniefnabrot eða annað brot sem er
sérlega gróft nema sérstakar ástæður
mæli með því. ■
Flestir sitja tvo þriðju refsingar
HVAÐ ER? AFPLÁNUN FANGELSISREFSINGAR
Írak varð til í kjölfar heimsstyrjaldarinnar fyrri en þá skiptu Bretar og Frakkar hinu fornfræga Ottómanaveldi á milli sín. Árið 1932 varð Írak sjálfstætt konungdæmi. Síðari hluti
tuttugustu aldar einkenndist af ólgu og valdaránum en árið 1968 náði Baath-flokkur Saddams Hussein valdataumunum. Kosningarnar á sunnudaginn gefa hinum fjölmörgu
þjóðarbrotum sem búa í Írak tækifæri til að hafa sitt að segja um stjórn landsins.
Tæp tuttugu prósent
írösku þjóðarinnar eru
Kúrdar. Helstu leiðtogar
þeirra segjast eingöngu
vilja halda sjálfræði sínu
en margir Kúrdar vilja
fullt sjálfstæði. Áður en
flugbannssvæðum yfir
Kúrdistan var komið á
eftir stríðið árið 1991
voru þúsundir Kúrda
drepnar af hersveitum
Saddams. 80 prósent
þorpa þeirra voru eyð-
lögð.
Þrjátíu prósent Íraka eru
súnníar en stór hluti
þeirra er Kúrdar. Lengst
af hefur Írak verið stýrt
af súnníaröbum og
þeim líst illa á að búa í
landi sem sjíar stjórna,
eins og talsverðar líkur
eru á eftir kosningarnar.
Stærstur hluti uppreisn-
armanna í Írak er súnn-
íarabar en þeir telja
bráðabirgðastjórnina
vera leppstjórn Banda-
ríkjanna.
Sjíar eru um sextíu pró-
sent írösku þjóðarinnar
og marga helgustu staði
sjía er að finna í land-
inu. Sjíar voru kúgaðir á
valdatíma Saddams en
búist er við að þeir
öðlist yfirburðastöðu að
loknum kosningunum
enda er búist við góðri
kjörsókn úr þeirra röð-
um. Sjíar ráða lögum og
lofum í Íran en við þá
háði Saddam marga
hildi.
ÞJÓÐARBROT Í ÍRAK
KO
RT
/A
P
SJÍAR Í SÁTTAHUG
Humam Hammoudi, frambjóðandi sameinaðs lista sjía, hefur lýst því yfir að framboðið
hyggist ekki beita sér fyrir stofnun íslamsks ríkis. Ali Sistani horfir vökulum augum á.
M
YN
D
/A
P
SVEINN GUÐMARSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
STJÓRNSKIPAN Í ÍRAK
MÓÐINS Í MIÐ-AUSTURLÖNDUM
Þessi glæsilegi kjóll og andlitsblæja eru til
sýnis á tískuvikunni sem fram fer í Beirút í
Líbanon um þessar mundir. Búningurinn
er hugðarverk kúvæska hönnuðarins
Suwsan Alduwish.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
Skipting Íraks í
þrennt er möguleiki