Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2005, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 27.01.2005, Qupperneq 24
F2 4 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR VINNINGAR VERðA AFHENDIR HJÁ BT SM ÁRALIND. KÓPAVOGI. M Eð ÞVÍ Að TAKA ÞÁTT ERTU KOM INN Í SM S KLÚBB. 99 KR/SKEYTIð 2 STK BÍÓMIÐAR Á 99KR? SENDU SMS SKEYTIÐ JA EKF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! 9. HVER VINNUR! VINNINGAR ERU: • MIÐAR FYRIR 2 Á MYNDINA Í BÍÓ • ELEKTRA MYNDAVÉL • BOLIR • ARMBÖND • HÚFUR • LYKLAKIPPUR OG MARGT FLEIRA SM S* LE IK UR FR UM SÝ ND 2 8 • 01 • 04 Frá borginni minni Kristján Ómar Björnsson nemi í Gautaborg Ég er búinn að vera búsettur hérna í Gautaborg í fimm ár, hef verið í námi á tónlistarbraut Gautarborg- arháskólans. Áður en ég kom, var eins og eitthvað segði mér að Svíar væru fordómafullir en svo komst ég auðvitað að því að borg eins og Gautaborg á sér langa sögu í við- skiptum og alþjóðasamskiptum. Ég var snoðaður einhverjum mánuðum áður en ég flutti en passaði mig á því að láta mér vaxa hár – hélt að það gæti verið eitthvað bögg ann- ars en það kom auðvitað í ljós að það örlar ekki á neinu slíku hérna. Svíarnir eru í raun alveg eins og ég bjóst við þeim, með allt á hreinu – nánast aðeins of mikið á hreinu. Skjaldarmerki borgarinnar er ljón, en hún liggur á vesturströnd Sví- þjóðar, þar sem áin Göta Älv renn- ur út í Kattegat. Skerjagarðurinn fyrir utan höfnina er einkar skemmtilegur með hundruðum smáeyja. Á veturna er hér margt um að vera en helst verður að nefna Gautaborgar kvikmynda- hátíðina, sem er í janúar og febr- úar. Þá fyllast öll bíóhúsin hér af gæðakvikmyndum. Á sumrin er sérlega sniðugt að skella sér í skröltferð með sporvagni númer ellefu, niður til Saltholmen og hoppa þar yfir í einhvern af bát- unum sem sigla milli byggðu eyj- anna í skerjagarðinum. Þar sem bátarnir eru hluti af almennings- samgöngum í Gautaborg er hægt að nota sporvagnamiðann sem skiptimiða í bátana og þar með fá skemmtisiglingu um skerjagarðinn fyrir aumar 20 krónur. Lífið í eyjun- um þarna er sérstakt, þar sem eng- ir bílar eru og allar komast leiða sinna gangandi eða á skellinöðr- um, og hafa verið sagðar sögur af hörðustu eyjaskeggjunum sem hafa ekki kvatt eyjuna sína í 50 ár. Á sumrin er því tilvalið að kippa með sér handklæði, sundskýlu og ferskum sænskum jarðarberjum og finna klett eða sker til þess að sleikja sólina á. Með allt á hreinu Stephan Stephen- sen, sem er ef til vill þekktastur fyrir að- ild sína að GusGus flokknum, og Jóhann Jóhanns- son úr Apparat opna sýningu í nú- tímalistasafninu, Safni, Laugavegi 37, næsta laugardag. Myndir Stephans á sýningunni, sem ber nafnið Air Condition, skarta held- ur óvenju- legu mynd- efni, en það eru sjálf Hvalfjarðar- göngin og s a m a n - stendur sýn- ingin af sex s t ó r u m myndum úr göngunum. S t e p h a n segir það hafa verið einskæra til- viljun að hann hafi tekið myndir af göngunum. „Kærastan mín vildi að ég tæki myndir fyrir fyrir- tæki í Borgarnesi, og þau urðu fyrir valinu.“ Hann segir að þetta sé svona hálfgerð micro rannsókn, og þetta eigi að vera meira heldur en augað nemi, þannig að þetta eru í raun ekki mynd- ir af göngunum sjálfum í heild sinni en hann vill þó ekki gefa of mikið upp. „Fólk verður bara að mæta til þess að sjá hvað myndirnar sýna.“ Jóhann Jóhannsson úr Apparat ætlar að vera með sjónræna útfærslu á hljóðverki sínu Virðulegir forsetar en sýningin stendur til 27. febrúar.“Í rauninni er þetta fjölrása innsetning.“ segir Jóhann, en samnefnd plata hefur verið gefin út víða og fengið frábæra dóma. „Tilgangurinn er að sýna þessa tónlist eins og hún var hugsuð, sem ástand og umhverfi, sem fólk getur gengið inn í og upplifað.“ Hann segist þó ekki hugsa um sig sem myndlistar- mann, heldur sé þetta ný leið til þess að spila tónlist. „Mér fannst eitthvað heillandi við að leyfa því að rúlla, búa til umhverfi sem fengi að standa í mánuð og fólk gæti heimsótt að v i l d . “ J ó - hann segist alltaf hafa haft gaman af því að b l a n d a saman hinu sjónræna og tónlistinni svo að þessi sýning sé svona rús- ínan í pylsuendanum.“ Þeir sem hafa gaman af Hvalfjarðargöngunum með elek- trónísku ívafi ættu því ekki að láta sig vanta í Safn, næsta mánuðinn. Hvernig má fegra Reykjavík? Reykjavík þykir ekki sérlega fögur borg. Hvað er til ráða? Endurheimta gömul torg Það er mikið hægt að velta þessu fyrir sér. Það myndi fegra borgina mikið hvað mannlíf varðar ef aðstaða fyrir börn á grænum svæð- um væri aukin og jafnvel bætt við listaverkum. Mér finnst grænu svæðin í borginni svolít- ið dauf. Svo mætti endurheimta falleg torg í gamla bænum eins og Óðins- torg og Vitatorg undan bílastæðum. Áður blómstraði mannlífið á þessum torgum en þau misstu mikinn sjarma þegar þau voru malbikuð. Stjórnmálamenn hugsi um áhrif gjörða sinna Hún yrði enn fallegri ef hún væri þéttari og minna háð bílum. Allt það land sem nú fer undir bíla- stæði gæti orðið fallegur borgar- skógur sem minnkaði vind- hraða og mýkti ásýnd hins mann- gerða umhverfis. Nýjar byggingar ættu að taka mið af byggingarefnum sem fyrir eru. Úr- slitaatriði er að stjórnmálamenn hugsi um áhrif gjörða sinna lengra fram í tímann en næstu kosningar og framkvæmdaraðilar verða að hafa annað markmið en að hámarka fer- metra og ágóða. Reykjavík er afurð íbúanna. Ef þeir bera virðingu fyrir borginni og sýna henni áhuga og metnað mun það allt endurspeglast í enn fallegri borg. Varðveitum sérkennin Með skipulagi sem varðveitir sérkenni borgarinnar og þess mannlífs sem hún fóstrar, en leyfir karakter Reykjavíkur líka að þróast. Þannig gætum við sög- unnar en erum jafnframt meðvit- uð um að við erum þátttakend- ur í sögunni, ekki bara áhorfendur. Fegurð mannlífsins í borginni fer svo eftir fólkinu. Með því að búa vel að íbúunum og skipa ósk- um þeirra og þörfum í öndvegi geta borgaryfirvöld lagt lóð á vogarskálar fagurs mannlífs í Reykjavík. Tónlistarmennirnir Stephan Stephensen og Jóhann Jóhannsson sýna í Safni Elektrónísk Hvalfjarðargöng Frosti ReyrRúnarsson varnýlega krýndur ky nþokka f y l l s t i maður Íslands af hlustendum Rásar 2. Auk þess að vera tákn karlmennsku og kynþokka er hann verðbréfamiðlari í KB banka. Frosti Reyr valdi þrjá ómiss- andi hluti. Húmorinn Það er lykill- inn að góðu lífi að hafa gaman að því og gerir allt svo miklu auðveldara. Það skiptir mig ekki síður máli að fólkið í kringum mig hafi húmor og geti tekið gríni. Húmorinn er mér því gríðarlega mikilvægur. Kók Kókið er bara eins og fíkni- efni og maður verður háður þessu. Ég hugsa að litlu gler- flöskurnar skori hæst og það er ekkert betra en að fá sér eina litla kalda. Ég segi kannski ekki að ég drek- ki kók á hverjum degi en mér finnst það samt algerlega ómissandi. Fótboltinn Þetta er aðalmálið þeg- ar viðkemur íþróttaiðkun hjá mér, að sprikla í bumbubolta alla daga. Auk þess er þetta vinsælasta sjónvarpsefnið svo það fer í rauninni talsverður tími í boltann. Ég held með Liverpool en á yngri árum spilaði ég með Skallagrími í Borgarnesi svo þeir eru líka mínir menn. Hugrún Harð-ardóttir er nú-verandi feg- urðardrottning Ís- lands. Hún fór til Kína í desember þar sem hún tók þátt í Miss World keppninni. Núna er hún á fullu að vinna á hárgreiðslustofu á Sel- fossi auk þess sem hún er að koma sér fyrir í nýrri íbúð. Hugrún valdi þrjá hluti sem hún vildi ekki missa. Minnisbókin Ég er nú bara þannig að ef ég skrifa hlutina ekki niður þá man ég þá ein- faldlega ekki. Það er því algerlega nauð- synlegt fyrir mig að hafa minnisbókina mína á mér því það er oft frekar margt sem ég þarf að koma í verk. Minnisbók- in er nauðsynleg. Hárfroða Ég er með mjög krull- að hár og ef ég læt ekki froðu í hárið á mér þá lít ég út eins og Tina Turner. Ég set froðu í hárið í hvert skipti sem ég þvæ það. Ef ég leyfi því að þorna án þess þá er það úti um allt og ég myndi ekki fara þannig út úr húsi. Síminn minn Ég verð að nefna símann því þótt ég hafi aldrei verið svona símamær sem hangir í símanum og kjaftar þá er hann búinn að bjarga mér að undanförnu. Þegar ég var svona mikið í burtu þá var það síminn sem gerði mér kleift að heyra í mínum nánustu og þá fann ég smá hlýju í hjartanu á ferðalögunum. Húmor og hárfroða Kyntáknin Frosti Reyr Rúnarsson, sem nýlega var valinn kynþokkafyllsti maður Íslands, og Hugrún Harðardóttir, núverandi Ungfrú Ísland, völdu sér þrjá hluti sem þau vilja seint missa. Sporvagnarnir eru eitt af táknum Gautaborgar. Stephan Stephensen „Þetta er svona hálfgerð micro rannsókn.“ Jóhann Jóhannsson „Það má kannski segja að þetta sé rúsínan í pylsu- endanum.“ Hvalfjarðargöngin „Þetta verða ekki myndir af göngunum sjálfum í heild sinni.“ Trausti Valsson Arkitekt og skipulags- fræðingur. Steve Christer Arkitekt á Studio Granda. Steinunn Valdís Óskarsdóttir Borgarstjóri í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.