Fréttablaðið - 27.01.2005, Side 26
F2 6 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
ALVÖRU
ÚTSALA
GRANDAGARÐI 2 – REYKJAVÍK – S ÍMI 580-8500
Opið virka daga 8-18, laugardag 10-16
Fyrir fyrirtæki og
einstaklinga
Eldhúsrúllur 28 rl
Verð nú aðeins 1200 kr/pk
WC pappír 48 rl
Verð nú aðeins 1200 kr/pk
Ótrúlegt
tilboðsverð
Miðaþurrkur
Ótrúlegt tilboðsverð
Arinkubbur
3 lb. 6 í pk.
Verð áður 1.512 kr.
Nú aðeins 995 kr.
6 lb. 6 í pk.
Verð áður 2.457 kr.
Nú aðeins 1.395 kr.
Milli þurrkupappír Mini þurrkupappír
Það er óhætt hægt að segja að Edda
Sverrisdóttir, eigandi verslunarinnar Flex,
hafi pínulítið flökkueðli í sér. Hún er þó búin
að koma sér þægilega fyrir á Bergstaðastræt-
inu í Reykjavík þar sem stutt er í vinnuna og
henni finnst í raun hvergi betra að búa en í
stærsta bæ heims, Reykjavík.
Eyrargata, Siglufirði 1953 til 1955
Ég man ekkert eftir mér við þessa götu eða eftir neinu spenn-
andi sem hefur þó örugglega verið fyrir hendi.
Laugavegur, Siglufirði 1955 til 1961
Þetta var á þeim tíma, þegar síldin var enn fyrir hendi og þegar
ekki var verið að veiða, þá lágu nótabátarnir upp í fjöru. Þetta
voru tilvaldir leikstaðir. Eiginlega má segja að leikvöllurinn okk-
ar krakkanna hafi náð frá bryggju og upp í fjall. Það þótti mjög
spennandi að hoppa niður af annarri hæð, þar sem við bjuggum,
niður í snjóinn á veturna, en við áttum líka til að hoppa þar nið-
ur á sumrin, ef mikið lá við. Þetta var einstaklega skemmtilegur
tími og Siglufjörður er skemmtilegur bær þar sem
er gaman að vera krakki. Frelsið og geta hlaupið
frá Hvaleyrarskál og niður í fjöru.
Álfhólsvegur, Kópavogur 1961 til 1963
Þetta er beint fyrir neðan álfhólinn, sem olli þess-
ari sveigju á veginum, enda vildu menn ekki
styggja álfana. Við börnin gleyptum að sjálfsögðu
við þessu og lékum okkur aldrei uppi á hólnum.
Bárum óttablandna virðingu fyrir þeim. En lékum
okkur á túninu, þar sem nú er skóli. Hann var
kallaður „hruni“ vegna þess að þeir sem byggðu
hann fiktuðu eitthvað við hólinn og í kjölfarið
hrundi veggur. Að sjálfsögðu voru álfarnir þar að
verki. Þetta svæði, þar sem núna eru Hjallarnir, var
á þeim tíma móar og tún. Við fórum því oft með
nesti í poka og mjólk í flösku þangað. Þarna var
líka lakkrísgerð og fiskvinnsla og þótti vinsælt að
fara í lakkrísgerðina og fá enda fyrir tíkall.
Borgarholtsbraut, Kópavogur 1963 til
1972
Það var frábært að búa þar og mesta skemmtunin var að fara í
nýreistu sundlaugina, maður var eiginlega í sundlauginni allan
þann tíma sem gafst. Og svo Kirkjuholtið en þar urðum við að
passa okkur á flottustu og stærstu steinunum, því það lá aldrei
neinn vafi á því í okkar huga að þar bjuggu álfar. Fullvissa okk-
ar var engin hjátrú, heldur blákaldur sannleikur. Það bjuggu álf-
ar í steinum og gera líklega enn.
Laugavegur, Reykjavík 1972 til 1975
Ég tók ekki neinu ástfóstri við eina sérstaka íbúð á Laugavegin-
um og bjó því á þremur mismunandi stöðum þar. Reykjavík var
á þessum tíma ekkert meira en lítið þorp og þessi stórborgar-
komplex ekki kominn til sögunnar.
Italiensvej, Kaupmannahöfn, 1975 til 1980
Frá Laugaveginum fluttist ég, eins og svo margir Íslendingar til
Kaupmannahafnar, en þó ekki til þess að fara til náms, heldur
var ég að elta strák. Þetta var á þeim tíma þegar Kaupmanna-
höfn hafði ennþá sinn sjarma, og var ekki orðin samlituð þess-
um stóru evrópsku borgum. Ég var að vinna, og þá helst í veit-
ingahúsageiranum, Kaffi Sommersko og Kaffi Dan Turrell sem
er nefnt eftir þekktum rithöfundi. Þá vann ég líka hjá Saga
Mink og á auglýsingastofu. Ég var samt sem áður mest viðloð-
andi veitingahúsaiðnaðinn á þessum tíma.
Ramona street, San Fransisco, 1980 til 1985
Þetta er pínulítil gata í hinni ákaflega fögru borg, San Fransisco.
Helsti sjarmi hennar er að hún er „lítil og fámenn“ en ákaflega
fjölbreytt. Hún er mjög auðveld, ekki þung og erfið eins og svo
margar stórborgir eru. Auðvelt að komast á milli, sem ég var vön
frá Kaupmannahöfn. Þá fann ég líka fyrir árstíðunum af því að
borgin er svo norðarlega, kaldara á veturna, heitt á sumrin. Fjöl-
breytileikinn heillaði þó sýnu mest, og hverfin í borginni voru af
öllum toga, hommahverfi, kínahverfi, sænskt hverfi, svertingja-
hverfi og japanskt hverfi. Ég bjó mitt á milli hommahverfisins
og mexíkóska hverfisins, en því hallaði þó meira til mexíkóska
helmingsins. Bandaríkjamenn eru ólíkir okkur Evrópubúum,
þeir eru mjög sjálfhverfir og eru ekki mikið að spá í hvað er að
gerast fyrir utan þeirra eigin nafla. Svo að vinahópurinn varð
suður-amerískur og evrópskur
Að fara milli hverfa í San Fransisco er eins og að
ferðast milli margra mismunandi landa. San
Fransisco er þó borg sem þú flyst til í stuttan tíma
og ferð svo. Ég var reyndar svo heppinn að kynn-
ast einum, sem var innfæddur San Francisco búi,
alinn upp í því fræga hippahverfi Heigth Asburry
og hann hafði kynnst öllu mögulegu og sagði
meðal annars að Janis Joplin hefði bara verið full-
ur og feitur hippi.
Þingholtsstræti, Reykjavík, 1985 til 1986
Þarna bjó ég í rúmt ár, og þetta var bara mjög fínt.
Við bjuggum þrjú til fjögur í ágætis timburhúsi,
sem var bæði hæð og ris. Þetta var áður en kaffi-
húsa- og djammmenningin varð til eins og hún er
í dag og við höfðum bara um Borgina að velja og
örfáar bjórlíkiskrár.
Laugavegur, Reykjavík, 1986 til 1995
Við bjuggum þarna, eiginlega í fyrsta skipti lengur
á sama staðnum en í fimm ár. Þetta voru miklir
breytingartímar í Reykjavík, og þarna breyttist hún
úr því að vera þorp með félagsheimili, yfir í að vera bær með
stórborgarkomplex.
Borgarholtsbraut, Kópavogur, frá 1995 til 2003
Við vorum fengin til að passa þarna íbúð, í skamman tíma, en
ílengdumst í átta ár. Sonur minn byrjaði að ganga í skóla á þess-
um tíma.
Bergstaðastræti, Reykjavík, frá 2003 til -
Ég myndi nú ekki segja að ég hefði fundið staðinn minn núna,
og vill ekki útiloka eitt eða neitt. En okkur líður mjög vel hérna
í Þingholtunum og erum kominn aftur í þessa þorpsstemmn-
ingu. Ég þekki fólkið í öðru hverju húsi, fer í bakaríið á morgn-
ana og það er þægilegt að vita af menningunni og næturröltinu
hér skammt frá, en vera ekki alveg ofan í því. Svo er mér líka
meinilla við að endurtaka mig, og taka upp eitthvað sem ég gerði
þegar ég var yngri.
Eyrargata
Laugavegur, Siglufirði
Álfhólsvegur
Borgarholtsbraut
Laugavegur, Reykjavík
Italienvej
Ramonastreet
Þingholtsstræti
Borgarholtsbraut
Bergstaðastræti
Göturnar í lífi Eddu Sverrisdóttur
Forréttindi að
vera Íslendingur
Edda Sverrisdóttir eigandi Flex
Bjó milli hommahverfisins og mexíkóska hverfisins í San Fransisco.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L
Áhrifavaldur
útvarps-
mannsins
Dodda litla
er Bítillinn
fyrrverandi
Ringo Starr.
„Hann kenn-
di okkur
þessum hæfileika-
lausu að við getum
samt gert eitthvað í
lífinu. Það eina sem
maður þarf er að ná
sér í fína vini og þá
getur maður náð langt sjálfur,“
segir Doddi og minnist þess er
Ringo var valinn hæfileikalausasti
maður veraldar miðað við hvað
hann komst
langt.
Hann segir að
trommuleikur
Ringo hafi ekki
verið hans
sterkasta hlið.
Nefnir hann sem
dæmi hversu illa
honum hefur gengið á
sólóferli sínum eftir að
hann hætti í Bítlunum.
„Ég man ekki hvað ég
var gamall þegar ég sá
þessa kosningu en hann
gaf mér von. Ég hef lifað svolítið
eftir því hvernig hann hafði lifi-
brauð sitt; með því að hafa eins
lítið fyrir hlutunum og hægt er.“
Áhrifavaldurinn
Hæfileikalausasti maður veraldar
Áhrifavaldur Dodda
er Ringo Starr, fyrrver-
andi trommari Bítlanna.