Fréttablaðið - 27.01.2005, Page 28
í kosningunum og verða hugsanlega
varaþingmaður.
„Það var aldrei gert ráð fyrir öðru en
að þetta yrði bara varaþingsæti og það
gat ekki skaðað Reykjavíkurlistann með
neinum hætti, að ég tæki þetta sæti á
lista. Allir vissu að ég væri Samfylkingar-
kona alveg eins og það vita allir að Stein-
unn Valdís er í Samfylkingunni. Sam-
starfsaðilarnir í R-listanum og þá aðal-
lega forysta Framsóknarflokksins brást
mjög ókvæða við og stillti mér upp and-
spænis afarkostum. Annaðhvort drægi
ég framboðið til baka á lista Samfylking-
arinnar eða hætti sem borgarstjóri,“ seg-
ir Ingibjörg.
„Ég gat ekki fellt mig við það og
fannst að ef ég gæfi eftir gagnvart því
myndu menn ganga á lagið. Mér fannst
að ef ég drægi framboð mitt til baka og
starfaði áfram sem borgarstjóri hefðu
flokkarnir alltaf öll mín ráð í hendi sér.
Ég vildi ekki vera borgarstjóri í þeirri að-
stöðu,“ segir hún.
„Mér fannst að þeir tækju mig svolít-
ið í gíslingu þegar þeir stilltu mér upp
með þessum hætti vegna þess að það var
alveg ljóst að ég gat verið í þessu sæti og
verið áfram borgarstjóri. Menn sjá það
best núna,“ segir hún.
Þegar hún er spurð hvort það hafi
verið rétt ákvörðun að bjóða sig fram í
fimmta sæti svarar hún því til að auðvit-
að megi alltaf deila um það. „Auðvitað er
þetta ákvörðun sem hefur haft heilmikl-
ar afleiðingar fyrir mig persónulega og
pólitískt og ég get alveg fallist á að það
hefði mátt standa betur að þessu máli.
En já, mér finnst þetta hafa verið rétt
ákvörðun. Svo þýðir heldur ekkert að
vera að velta sér upp úr því sem liðið er
heldur vinna úr þeirri stöðu sem maður
er í hverju sinni,“ segir hún.
Eigum möguleika á meira fylgi
Bent hefur verið á að Samfylkingin ætti
að vera með meira fylgi en hún hefur í
raun þegar litið er til þess hve lengi sama
ríkisstjórn hefur verið við völd og miðað
við það sem gerst hefur í stjórnmálum í
löndunum í kringum okkur. Um það
segir Ingibjörg að hún sé sannfærð um
að Samfylkingin eigi möguleika á meira
fylgi.
„Við fengum 31 prósent í síðustu
kosningum og höfum haldið því sam-
kvæmt skoðanakönnunum. Það er ágæt-
ur grunnur en við eigum möguleika á
meiru. Í Reykjavík norður fengum við
36,3 prósent og Samfylkingin ætti að
geta verið 35 til 36 prósenta flokkur á
landsvísu,“ segir hún.
„Þetta fylgi þurfum við að sækja.
Þetta er auðvitað nýr flokkur og fólk þarf
að sjá meira til hans og sjá að þetta er
heilsteyptur flokkur sem geti boðið upp á
lausnir og komið á breytingum. Það er
meðal annars þess vegna sem ég er að
bjóða mig fram, ég hef reynslu af þessu.
Ég hef níu ára reynslu sem borgarstjóri í
Reykjavík af því að vinna með ólíku fólki
og leiða það saman og stjórna stóru fyrir-
tæki. Ég tel að ég geti laðað fleira fólk að
flokksstarfinu og kallað fram í fólki það
sem þarf til að við náum fram markmið-
um okkar,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Ríkisstjórnin löskuð og geðstirð
Spurð hvað hún sjái fyrir sér varðandi
Samfylkinguna í næstu þingkosningum
svarar Ingibjörg því til að Samfylkingin
eigi að setja sér það markmið að ná fram
jafnaðarmannastjórn eftir næstu kosn-
ingar undir forystu Samfylkingarinnar.
„Á síðastliðnum aldarfjórðung hefur
Sjálfstæðisflokkurinn verið 22 ár í ríkis-
stjórn og Framsóknarflokkurinn í 21 ár.
Það er tímabært að setja þessum flokk-
um ákveðnar skorður og því er gríðarlega
mikilvægt að það verði stjórnarskipti.
Þessi ríkisstjórn er búin að sitja allt of
lengi. Hún er orðin löskuð og geðstirð
eftir ýmis erfið mál og menn virðast ekki
lengur hafa neinn áhuga á því sem þeir
eru að gera. Þeir eru löngu hættir að vera
skapandi eða sjá nokkra ögrun í því sem
þeir eru að fást við eða miðla bjartsýni út
í samfélagið. Mikilvægast er að fá stjórn-
arskipti og það er það sem Samfylkingin
á að stefna að,“ segir hún.
Aðspurð segir hún ekki hægt að segja
til um það með hverjum hún vildi helst
fara í ríkisstjórn ef hún þyrfti að mynda
tveggja flokka stjórn. „Það er ómögulegt
að segja, það getur svo margt gerst fram
að næstu kosningum. En auðvitað finnst
mér ekki spennandi tilhugsun eins og
sakir standa að starfa með öðrum hvor-
um stjórnarflokknum. Það getur þó
margt gerst en við verðum auðvitað að
spila úr þeim spilum sem við fáum í
næstu kosningum. Við getum ekki
dæmt okkur til stjórnarandstöðu ef við
fáum ekki óskasamstarfsaðilann,“ segir
Ingibjörg Sólrún.
R-listinn getur starfað áfram
Ingibjörg Sólrún segist aðspurð sann-
færð um að Reykjavíkurlistinn geti
starfað áfram í borginni. „Framsóknar-
menn hafa reyndar gefið í skyn að þeir
muni hugsanlega bjóða fram sjálfir.
Auðvitað getur komið til greina að þeir
geri það enda er þetta ekkert nauðung-
arhjónaband, menn eru í þessu samstarfi
af fúsum og frjálsum vilja. Ég er hins
vegar sannfærð um það að ef framsókn-
armenn færu fram einir og sér myndu
þeir ekki ríða feitum hesti frá því. Þeir
verða að horfast í augu við það að þeir
eru mjög fylgislitlir í borginni. Þeir eru
alltaf að reyna að kenna Alfreð um það
og Reykjavíkurlistanum en þeir geta
ekki horft framhjá því að þeir fengu bara
ellefu prósent í kjördæmi formannsins í
síðustu alþingiskosningum,“ segir Ingi-
björg og bendir jafnframt á það að Sam-
fylkingin í Reykjavík norður fékk þrefalt
meira fylgi en Framsóknarflokkurinn.
Hún segist alls ekki sannfærð um að
Vinstri grænir muni fylgja í kjölfarið ef
Framsóknarflokkurinn klýfur sig út úr
R-listanum. „Það þarf ekkert að vera.
Það er vel hægt að hugsa sér alls konar
samstarf þótt einn flokkur dragi sig út.
Hver flokkur þarf að taka afstöðu til
þess,“ svarar hún.
Ingibjörg segist þó bjartsýn fyrir
hönd borgarbúa og sannfærð um það að
ef Reykjavíkurlistinn haldi saman þá
eigi hann alla möguleika á að vinna
kosningarnar. „Mér finnst það líka góð
hugmynd að halda leiðtogaprófkjör hjá
Reykjavíkurlistanum fyrir næstu kosn-
ingar. Það segi ég vegna reynslu minnar.
Mér finnst mikilvægt að sá sem verður
borgarstjóri hafi umboð frá því fólki sem
stendur að baki Reykjavíkurlistanum því
þá er sá hinn sami ekki jafn ofurseldur
forystu flokkanna eins og hann ella væri,
eins og reyndist í mínu tilfelli. Mér var
stillt upp sem borgarstjóraefni og fólki
var sagt að kjósa mig sem borgarstjóra,
en svo þegar á reyndi fannst forystu
flokkanna, ekki síst Framsóknarflokks-
ins, að þeir gætu ýtt mér til hliðar ef ég
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir segir að
tími sé kominn til
að leiða Samfylking-
una inn í næsta
skeið og að hún sé
tilbúin að taka það
að sér. Hún segir
Sigríði D. Auðuns-
dóttur að markmið
Samfylkingarinnar
ætti að vera það
eitt að hafa forystu
í næstu ríkisstjórn.
„Það er enginn pólitískur ágreiningur
milli okkar Össurar, við erum í sama
flokki. Í þessari kosningu er verið að
kjósa milli manna en ekki um ólík
stefnumál,“ segir Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, sem hefur gefið kost á sér til
formennsku í Samfylkingunni í kosn-
ingum sem fara munu fram í vor. Hún
fer fram gegn sitjandi formanni, Össuri
Skarphéðinssyni, sem gegnt hefur því
embætti frá stofnun flokksins.
Spurð hvað búi að baki ákvörðunar
um að bjóða fram segir Ingibjörg Sólrún
að í þingkosningunum 2003 hafi Sam-
fylkingin falið henni að vera forsætisráð-
herraefni flokksins og þar með ætlað
henni ákveðið forystuhlutverk. „Ég
stefndi á það eftir kosningarnar að fara í
framboð til formennsku þá um haustið
og sækja þannig umboð til flokksins.
Það voru þó ýmsir í flokknum, svo sem
sitjandi formaður, Guðmundur Árni
Stefánsson og Margrét Frímannsdóttir,
sem töldu að það væri ekki tímabært því
það væri ekki gott fyrir flokkinn á þeim
tímapunkti. Ég féllst á þau sjónarmið
þrátt fyrir að það væri mjög mikill þrýst-
ingur á mig að fara í framboð. Mér
fannst þó að ég yrði jafnframt að gefa
það skýrt til kynna að ég stefndi að þessu
engu að síður. Annað hefði mér þótt
hálfgerð svik við það fólk sem bjóst við
og þrýsti á að ég færi í framboð. Ég er í
raun að svara því kalli,“ segir Ingibjörg
Sólrún.
Helstu rökin fyrir því að hún bauð
sig ekki fram þá væru þau að flokkurinn
var nýr og unnið hefði verið að því að
bræða saman ólíkar fylkingar. „Það hafði
tekist, en jafnframt þurfti að komast á
ákveðinn stöðugleiki áður en næsta skref
yrði tekið. Það þýddi hins vegar ekki að
ég ætlaði að sitja á varamannabekknum í
fjögur ár,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Vill fá hreinar línur
Þegar hún er spurð hvers vegna hún telji
sig verða að bjóða sig fram núna bendir
hún á að næsti landsfundur verði vænt-
anlega ekki fyrr en rétt í aðdraganda
næstu þingkosninga. „Ég vil bjóða mig
fram til formennsku núna vegna þess að
ég tel mikilvægt að sá sem verður fyrir
valinu leiði vinnuna innan flokksins í
aðdraganda kosninganna og hafi mikið
um það að segja hvernig skipulagi
flokksins verður háttað í þeirri vinnu. Ég
vil sækja umboð frá flokksmönnum til
þess. Ef þeir treysta Össuri betur en mér
til þeirra starfa og telja að hann sé heilla-
vænlegri kostur fyrir flokkinn í næstu
kosningum og þegar litið er til framtíð-
ar, þá finnst mér að það eigi að liggja
fyrir. Mér finnst ég verða að fá hreinar
línur í þetta núna og ég held að það sé
best fyrir flokkinn og okkur Össur að
það sé engin óvissa um þetta,“ segir hún.
Í þingkosningunum 2003 ákvað
Ingibjörg Sólrún að standa eða falla með
Samfylkingunni og taka fimmta sætið á
listanum. Hvernig á þeirri ákvörðun
stóð svarar hún að það gleymist oft að
upphaflega bauð hún sig alls ekki fram
sem forsætisráðherraefni. Það kom til
seinna. Hún ætlaði bara að gefa kost á
sér til þess að leggja Samfylkingunni lið
F2 8 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir með köttinn Kela sem er að nálgast sautjánda aldursárið:
„Það var aldrei gert ráð fyrir öðru en að þetta yrði bara varaþingsæti og það gat ekki skaðað Reykjavíkurlistann með neinum
hætti. Samstarfsaðilarnir í R-listanum og þá aðallega forysta Framsóknarflokksins brást mjög ókvæða við og stillti mér upp and-
spænis afarkostum. Annaðhvort drægi ég framboðið til baka á lista Samfylkingarinnar eða hætti sem borgarstjóri.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Þessi ríkisstjórn er búin að sitja allt of
lengi. Hún er orðin löskuð og geðstirð
eftir ýmis erfið mál og menn virðast
ekki lengur hafa neinn áhuga á því
sem þeir eru að gera. Þeir eru löngu
hættir að vera skapandi eða sjá nokkra
ögrun í því sem þeir eru að fást við
eða miðla bjartsýni út í samfélagið.
ÉG ER TILBÚIN