Fréttablaðið - 27.01.2005, Qupperneq 30
Seint að kvöldi miðvikudagsins 10. des-
ember árið 2003 lögðu þingmenn úr
öllum þingflokkum fram lagafrumvarp
þar sem gert var ráð fyrir að lífeyrisrétt-
indi og laun forystumanna flokkanna
yrðu hækkuð verulega. Stríðshanskan-
um í einu umdeildasta pólitíska máli
síðari ára var kastað. Enn sér ekki fyrir
endann á því þar sem í ljós hefur komið
að vegna frumvarpsins hafa fyrrverandi
ráðherrar fengið greiddar sautján millj-
ónir króna í eftirlaun þrátt fyrir að vera
enn í vel launuðum störfum á vegum
ríkisins.
Frumvarpið virtist koma flestum
þingmönnum í opna skjöldu þegar það
var lagt fram og margir reyndust tvístíg-
andi í málinu.
Verkalýðsfélögin öskureið
Verkalýðsforystan var hins vegar ekki
lengi að bregðast við og forsvarsmenn
Alþýðusambandsins komu saman til
fundar strax sama kvöld. Grétar Þor-
steinsson, formaður sambandsins, sagði
daginn eftir að verkalýðsforustan væri
öskureið, enda hefðu laun æðstu ráða-
manna hækkað um fimmtíu prósent
kjörtímabilið á undan á sama tíma og
samið var um sérstakar þrjátíu prósenta
launahækkanir fyrir þá lægst launuðu.
Á hinum enda vinnumarkaðarins voru
viðbrögðin litlu skárri. Ari Edwald,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, sagði ljóst að frumvarpið hefði haft
verulega truflandi áhrif á kjaraviðræður,
enda frestuðu Starfsgreinasambandið
og Flóabandalagið kjaraviðræðum
vegna þess. Blaðamenn sem fylgdust
með fundum verkalýðsforustunnar
sögðu loftið rafmagnað í húsakynnum
Alþýðusambandsins og símar í húsinu
voru rauðglóandi vegna þess
að félags-
menn hringdu inn yfir sig hneykslaðir.
Reiðialda ruddist yfir þjóðfélagið og
skall á Austurvelli, þar sem verkalýðs-
hreyfingin efndi til útifundar daginn
eftir að frumvarpið var lagt fram. Bent
var á að aukin útgjöld sem fylgdu frum-
varpinu gengju þvert á sparnaðar-
aðgerðir ríkisstjórnarinnar fram að því,
meðal annars með lækkun vaxtabóta
um 600 milljónir króna.
Stjórnarandstaðan klofnaði
Í þingsal deildu þingmenn hart. Hall-
dór Blöndal, forseti Alþingis, mælti
fyrir frumvarpinu og sagði lýðræðislega
nauðsyn að svo væri búið að æðstu
embættum þjóðarinnar að það hvetti til
þátttöku í stjórnmálum. Ögmundur
Jónasson, þingmaður Vinstri grænna,
leit silfrið öðrum augum og sagði frum-
varpið skapa sérréttindakerfi þing-
manna. Hann sagði að í ríkjum austan-
tjalds hefðu forréttindi valdastéttanna
birst í svokölluðum dollarabúðum og
þar hefðu menn verslað á sérkjörum.
Eftirlaunafrumvarpið væri dollarabúð
íslenska lífeyrissjóðskerfisins.
Stjórnarandstöðuflokkarnir klofn-
uðu í herðar niður. Flutningsmenn
frumvarpsins virtust milli steins og
sleggju en meginþorri þingflokka
stjórnarandstöðunnar komst á þá skoð-
un að frumvarpið væri vanhugsað, sér-
sniðið að þörfum Davíðs Oddssonar,
þáverandi forsætisráðherra, og Tómasar
Inga Olrich, þáverandi menntamála-
ráðherra, sem voru við það að komast á
eftirlaunaaldur miðað við forsendur
frumvarpsins. Guðmundur Árni Stef-
ánsson, flutningsmaður frumvarpsins
fyrir hönd Samfylkginarinnar, stóð fast-
ur á sínu þrátt fyrir kröftug mótmæli
verkalýðsforkólfa og hótanir um úr-
sagnir þeirra úr flokknum. Að lokum
reyndist hann eini þingmaður flokksins
sem studdi frumvarpið. „Mikill er
máttur minn ef svo
er,“ sagði Guðmundur aðspurður á
þessum tíma hvort hann óttaðist ekki
úrsagnir úr flokknum vegna afstöðu
hans.
Frjálslyndi flokkurinn dró stuðning
sinn einnig til baka. Sigurjón Þórðar-
son, flutningsmaður frumvarpsins af
hálfu flokksins, sagðist hafa verið hafð-
ur að fífli. Hann hefði talið að hægt yrði
að fella út úr frumvarpinu þingfarar-
kaup formanna stjórnmálaflokkanna, en
komið hefði í ljós að stjórnarflokkarnir
væru ekki til viðtals um slíkt.
Þuríður Backman, flutningsmaður
frumvarpsins fyrir hönd Vinstri græn-
na, ákvað að sitja hjá við afgreiðslu
frumvarpsins.
Stjórnarflokkarnir einhuga
Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, sagði sinnaskipti flokk-
anna tveggja illskiljanleg. Frumvarpið
hefði verið kynnt formönnum allra
stjórnmálaflokkanna og þingmenn úr
öllum flokkum hefðu stutt það. Það
væri einkennilegt að þessir sömu aðilar
væru skyndilega þeirrar skoðunar að
ýmsir þættir frumvarpsins væru ekki
réttlátir.
Svo fór að eftirlaunafrumvarpið var
samþykkt mánudaginn 15. desember,
fimm dögum eftir að það var lagt fram.
Þrjátíu þingmenn greiddu því atkvæði
sitt en fjórtán reyndust því andvígir.
Enginn virtist gera sér grein fyrir því
þá sem nú hefur komið í ljós að með
samþykki laganna gætu fyrrverandi
ráðherrar notið ríflegra eftir-
launa fyrir ráðherra- og þing-
störf og jafnframt verið á góð-
um tekjum fyrir störf í utan-
ríkisþjónustunni eða í öðrum
störfum á vegum hins opin-
bera.
Flutningsmenn frum-
varpsins ári síðar
Frumvarpið var flutt af þingmönnum
allra þingflokka. Auk Halldórs Blöndal,
forseta Alþingis, voru það Guðmundur
Árni Stefánsson, Samfylkingu, Jónína
Bjartmarz, Framsóknarflokki, Þuríður
Backman, Vinstri grænum, og Sigurjón
Þórðarson, Frjálslyndum. Hvað finnst
þessu fólki um frumvarpið nú þeg-
ar ár er liðið frá því það var sam-
þykkt á Alþingi?
Jónína Bjartmarz segist ekki
vilja tjá sig mikið um málið þar
sem hún hafi ekki kynnt sér
það að ráði. Það hafi hins veg-
ar ekki verið ætlunin á sínum
tíma að menn gætu þegið
eftirlaun og verið í fullu op-
inberu starfi. Því séu líklega
allir sammála um að því
verði breytt.
Guðmundur Árni segist hafa sam-
þykkt málið á sínum tíma og hann standi
við það. Á hinn bóginn hafi komið í ljós
síðar að í áratugagömlum lögum hafi
verið að finna galla sem gerði það að
verkum að menn sem fengju eftirlaun
gætu jafnframt þegið laun frá ríkinu.
„Það gengur ekki og ég mun leggja mig
fram um það að því verði breytt. Menn
eiga ekki að geta verið á sama tíma í
vinnu hjá ríkinu og þegið eftirlaun.“
Guðmundur segist ekkert vilja segja
um það hvort of hratt hafi verið farið í
málið á sínum tíma.
Flutningsmenn hættu við
Þuríður Backman samþykkti hins vegar
ekki lokaútgáfu frumvarpsins þótt hún
hefði verið einn af flutningsmönnum
þess upphaflega. „Kaup og kjör ráðherra
eru auðvitað viðkvæmt mál. Mörgum
finnst þeir hafa of mikil fríðindi og há
laun þar að auki.“ Hún segist þeirrar
skoðunar að meirihlutinn hafi farið fram
úr sér í þessu máli. „Þetta var unnið bak
við tjöldin og svo rekið óvænt í gegnum
þingið og óþarflega hratt. Enda er núna
að koma í ljós að fyrrverandi ráðherrar
njóta eftirlauna á sama tíma og þeir star-
fa sem ráðherrar.“ Hún segir þennan
möguleika hafa verið fjarri sínum huga
þegar frumvarpið var til umfjöllunar,
enda hafi markmið þess verið að auð-
velda fyrrverandi þingmönnum og ráð-
herrum að fara út af vinnumarkaði. Þur-
íður segist þess vegna vilja endurskoða
lögin til að koma í veg fyrir þennan
möguleika.
Sigurjón Þórðarson féll frá stuðningi
við frumvarpið þegar það var afgreitt á
þingi. Hann segir nú ómaklega vegið að
Össuri Skarphéðinssyni, formanni Sam-
fylkingarinnar, vegna málsins. „Þetta átti
í upphafi að vera þverpólitískt mál en síð-
an var breytingartillögum okkar í minni-
hlutanum hafnað. Þess vegna er málið al-
farið á ábyrgð meirihlutans.“ Sigurjón
segist ekki hafa gætt sín nægilega við
undirbúning málsins enda hafi hann haft
stutta þingreynslu.
Ekki náðist í Halldór Blöndal við
vinnslu þessarar greinar.
Sérkennilegt samfélag
Upplýsingar um fyrrverandi ráðherra
sem eru á eftirlaunum og í fullu starfi hjá
hinu opinbera hefðu ekki komið fram
nema vegna umfjöllunar fjölmiðla, að
mati Sigurjóns Þórðarsonar. „Þess vegna
er Halldór Ásgrímsson nú að reyna að
slá sig til riddara með því að boða breyt-
ingar. Það gerir hann á sama tíma og
hann vill halda því leyndu hverjir það eru
sem þiggja þessar tvöföldu greiðslur.“
Sigurjón segir eftirlaunafyrirkomu-
lagið hér á landi sýna að við búum í mjög
sérkennilegu samfélagi. „Alþingismenn
búa við þessi fríðindi á meðan það eru
um 11.000 ellilífeyrisþegar sem hafa
undir 110.000 krónur á mánuði. Ef þeir
vinna sér fyrir einhverju aukalega er elli-
lífeyririnn skertur gífurlega. Þetta er
óréttlátt.“
F2 10 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Reiðiölduna sem reis af samþykkt eftirlaunafrumvarpsins árið 2003 hefur enn
ekki lægt. Guðmundur Hörður Guðmundsson fór yfir sögu málsins og afleiðingar.
Frumvarpið samþykkt
30-14
Þrjátíu þingmenn greiddu atkvæði
með frumvarpi um eftirlaun þing-
manna, ráðherra, forseta og hæsta-
réttardómara í desember 2003 en
fjórtán voru andvígir.
Já, sögðu:
Árni Magnússon
Árni M. Mathiesen
Bjarni Ármannsson
Bjarni Benediktsson
Björn Bjarnason
Dagný Jónsdóttir
Davíð Oddsson
Einar Oddur Kristjánsson
Geir H. Haarde
Guðjón Hjörleifsson
Guðjón Ólafur Jónsson
Guðmundur Hallvarðsson
Guðmundur Árni Stefánsson
Guðni Ágústsson
Halldór BIöndal
Hjálmar Árnason
Jón Kristjánsson
Jónína Bjartmarz
Kjartan Ólafsson
Kristinn H. Gunnarsson
Magnús Stefánsson
Páll Magnússon
Pétur H. Blöndal
Sigríður Anna Þórðardóttir
Sigurður Kári Kristjánsson
Sigurrós Þorgrímsdóttir
Sólveig Pétursdóttir
Sturla Böðvarsson
Tómas Ingi Olrich
Valgerður Sverrisdóttir
Nei, sögðu:
Anna Kristín Gunnarsdóttir
Ágúst Ólafur Ágústsson
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Grétar Mar Jónsson
Gunnar Örlygsson
Helgi Hjörvar
HIynur Hallsson
Jóhanna Sigurðardóttir
Jón Bjarnason
Katrín Júlíusdóttir
Mörður Árnason
Sigurjón Þórðarson
Steinunn K. Pétursdóttir
Ögmundur Jónasson
Ellefu þingmenn sátu hjá:
Ásgeir Friðgeirsson
Björgvin G. Sigurðsson
Bryndís Hlöðversdóttir
Einar Már Sigurðarson
Guðrún Ögmundsdóttir
Jóhann Ársælsson
Jón Gunnarsson
Kristján L. Möller
Margrét Frímannsdóttir
Rannveig Guðmundsdóttir
Þuríður Backman
Átta þingmenn voru fjarstaddir:
Birkir J. Jónsson
Drífa Hjartardóttir
Einar K. Guðfinnsson
Guðlaugur Þór Þórðarson
Gunnar Birgisson
Kolbrún Halldórsdóttir
Lúðvík Bergvinsson
Össur Skarphéðinsson
Þegar Sigurjón Þórðarson, flutnings-
maður frumvarpsins af hálfu
Frjálslynda flokksins, dró stuðning
sinn til baka sagðist hann hafa verið
hafður að fífli af hálfu meirihlutans.
ÞINGMENN
GERAST YFIRSTÉTT
Mótmælt við Alþingi
Verkalýðsforustan skipu-
lagði fjölmenn mótmæli
vegna frumvarpsins.