Fréttablaðið - 27.01.2005, Qupperneq 35
Margar gerðir af búningasilfri.
Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn,
settið frá 90.530, kr.
Allar upplýsingar um hefð og
gerðir búninga eru veittar á staðnum.
Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.
Sérverslun með
kvensilfur
5FIMMTUDAGUR 27. janúar 2005
Vorlitirnir 2005
Kynning í Lyf og heilsu, Kringlunni 27. 28. og 29. janúar 2005 • Sími: 568 9970
Snyrtivöruverslunin Glæsibæ • Hygea Kringlunni • Hygea Smáralind – Hygea Laugavegi • Lyf og Heilsa Kringlunni
• Snyrtistofan Garðatorgi • Hár og heilsa Akureyri • Snyrtihús Bergdísar, Ólafsgeisla 65. • Laugar Spa
Glitrandi, glansandi
og draumkenndir...
Sumarlitirnir 2005 frá Guerlain
eru komnir í búðir.
Sigrún Inga verður í Lyf og Heilsu
í Kringlunni 27, 28 og 29. janúar
og veitir persónulega ráðgjöf við
val á litum og kremum.
STÓRÚTSALA
Á frábærum vörum
50 – 70% afsláttur
Accessorize og Monsoon hafa alltaf
verið þekktar fyrir litríkar og fallegar
vörur en um leið vandaðar. Keðjan er
bresk að uppruna og í dag starfa yfir
þrjú hundruð verslanir í Bretlandi og
fjöldinn allur af verslunum um heim
allan.
Vor- og sumarlínan í ár einkennist af
perlum, pallíettum og sterkum og fal-
legum sumarlitum. Mikið er af hand-
saumuðum töskum og slæðum en
einnig fíngerð armbönd, hálsmen og
eyrnalokkar. Bæði er skartið gróft og
fínt og úrvalið er fjölbreytt og ættu
flestir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Einnig er mikil fjölbreytni í hinni
svokölluðu Angel-línu sem er ætluð
litlum stúlkum og farið er að fram-
leiða fylgihluti fyrir litla stráka. ■
Sumar og stuð
Vor- og sumarvörurnar streyma í
Accessorize og Monsoon.
Svalt dót í skíðabrekkurnar
... og þegar niður er komið.
Liggi leiðin í Alpana á næstu misserum er algjörlega nauðsynlegt að hafa með
sér réttu græjurnar fyrir brekkurnar, barina og bæjarröltið.
„Apréz ski“ tíminn er ekki síður skemmtilegur en hádagurinn í dúnmjúkum
brekkunum og þó að það sé algengt að renna sér beint á barinn úr brekkunni
þá er nauðsynlegt að hafa flotta skó og fínar flíkur meðferðis þegar skíða- eða
brettagallinn er í pásu.
Það skiptir miklu máli að vera í hlýjum, mjúkum og þægilegum fatnaði og ekki
er verra að vera smart í leiðinni.
Vanti eitthvað upp á farangurinn fyrir skíðaferðina er óvitlaust að skreppa í bæj-
arferð og næla sér í nokkra hluti sem myndu sóma sér vel innan um fjallakof-
ana í snæviþöktum hlíðum Alpanna. ■
Grænn og bleikur jakki 4.000 kr. Spútnik
Bleik Moonboots 3.500 kr. Spútnik
Pels 5.000 kr. Spútnik
Loðstígvél 9.400 kr. Bianco
Peysa 14.900 kr. Nonnabúð
Húfa 3.900 kr. Nonnabúð
Stígvél 21.900 kr. GS skór
Heillandi og
sexí ilmur
Angel og Innocent frá Thierry
Mugler.
Í Angel línunni er nýtt á markaðnum
hárnæring og sjampó. Sjampóið þvær
hárið og skilur eftir sig heillandi ilm
sem varir í langan tíma. Eftir sjampó-
ið er hárnæringunni skellt í og magn-
ast þá enn ilmurinn.
Í Innocent er kominn nýr ilmur en
hann kemur í fimmtíu millilítra glasi
en hægt er að kaupa sérstök áfylling-
arglös og fylla reglulega á ilmvatns-
glasið þitt. Ilmurinn er ljúfur og léttur
en býr líka yfir dulúð.
Sjampóið og hárnæringin er í Angel
línunni en ilmvatnið í Innocent lín-
unni.Loðvesti 24.900 kr. Gallerí 17
Loðhúfa 4.980 kr. Islandia
Hvít stígvél 4.100 kr. Bianco