Fréttablaðið - 27.01.2005, Qupperneq 43
Benedikt Davíðsson formaður Sambands eldri borgara
Aukinn mismunur
Með eftirlaunalögunum var verið að búa til yfirstétt í landinu, að mati
Benedikts Davíðssonar, formanns Landssambands eldri borgara. Sam-
bandið mótmælti frumvarpinu harkalega á sínum tíma.
„Við þóttumst sjá það fyrir að verið væri að auka mismuninn í eftir-
launakerfinu í landinu þeim hærra launuðu til hagsbóta. Fréttir síðustu
daga hafa sýnt fram á að við höfðum rétt fyrir okkur.“ Benedikt segir að
um 11.000 einstaklingar sem eru 67 ára eða eldri lifi á 110.000 krónum
eða minna á mánuði. „Þetta hafa menn frá Tryggingastofnun en það
sem þeir kunna að afla sér til viðbótar leiðir til skerðingar á þessari upp-
hæð.“ Af þessum 110.000 þurfa eldri borgarar að greiða 12.000 krónur í
skatt. Stór hluti sendiherralauna sem fyrrverandi ráðherrar þiggja er
skattfrjáls.
„Með þessari lagasetningu var verið að búa til yfirstétt með réttindi
umfram aðra í landinu,“ segir Benedikt. Að hans mati eiga þingmenn og
ráðherrar að greiða til almennra lífeyrissjóða eins og venjulegt fólk. „Við
væntum þess að augu ráðamanna hafi loks opnast fyrir þessu og breyt-
ingar verði gerðar þannig að ráðamenn lifi við sambærileg lífeyrisrétt-
indi og aðrir þegnar.“ Hann segir breiða gjá þarna á milli eins og kerfið
sé nú. „Við vorum hneyksluð á því að sett voru lög til að auka þetta bil.“
Þingmenn skynja ekki kjör almennings, að mati Benedikts. „Ég sat
fund með þingmönnum Suðvesturkjördæmis fyrir skömmu þar sem
stjórnarþingmenn skömmuðu okkur fyrir að fagna ekki breytingum á
erfðafjárskatti. Ég botna ekki í því hvernig slík breyting bætir kjör eldri
borgara á nokkurn hátt.“
Eftirlaun Ólafs Ragnars Grímssonar
Á grænni grein
Samkvæmt lögum um eftirlaun ráðherra, þingmenn og forseta á Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands, rétt á 1.446.000 krónum í eftirlaun á
mánuði ef hann lætur af emb-
ætti við lok núverandi kjör-
tímabils.
Hann fær 135.273 krónur
fyrir þingsetu, 107.498 fyrir
störf sem ráðherra og
1.203.168 krónur fyrir störf
sem forseti.
Mánaðarlegar
skattgreiðslur 120
ellilífeyrisþega duga
fyrir eftirlaunum
Ólafs. Ellilífeyrir frá
Tryggingastofnun er
110.000 krónur og
af honum eru
greiddar 12.000
krónur í skatt.
F211FIMMTUDAGUR 27. janúar 2005
Eiður Guðnason
Sendiherra í Kína
á rétt á um
250.000 króna
eftirlaunum.
Eiður segist ekki ræða kjaramál sín við
Fréttablaðið.
Fréttablaðið hefur nefnt níu
fyrrverandi ráðherra sem
virðast eiga rétt á eftirlaun-
um þrátt fyrir að vera í fullu
starfi á vegum hins opin-
bera. Samkvæmt upplýsing-
um frá Lífeyrissjóði opin-
berra starfsmanna hafa sjö
einstaklingar í slíkri stöðu
hafið töku eftirlauna og
þegið samtals sautján millj-
ónir króna á síðasta ári.
Blaðið sendi þeim níu fyrir-
spurn í liðinni viku þar sem
spurt var hvort þeir hefðu
hafið töku eftirlauna í sam-
ræmi við eftirlaunalögin.
Svar hefur ekki borist.
Friðrik segist ekki hafa hafið töku eftir-
launa í samræmi við eftirlaunalögin. Í
tilefni upplýsinga sem komið hafi fram í
fréttum um rétt sinn hafi hann ákveðið
að óska eftir að nýta sér þann áunna rétt.
Friðrik
Sophusson
Forstjóri Lands-
virkjunar á sam-
kvæmt útreikn-
ingum blaðsins
eftirlaunarétt
upp á 330.000
krónur.
Guðmundur
Bjarnason
Framkvæmdastjóri
Íbúðalánasjóðs á
samkvæmt út-
reikningum blaðs-
ins rétt á um
330.000 krónum
í eftirlaun.
Jón Baldvin
Hannibalsson
Sendiherra í
Finnlandi hefur
rétt á um
370.000 krónum
í eftirlaun.
Svar hefur ekki borist.
Svavar
Gestsson
Sendiherra í
Svíþjóð á rétt
á um 350.000
króna eftirlaunum.
Tómas segist líta á greiðslur og gjöld
sem einkamál.
Tómas
Ingi Olrich
Sendiherra í
Frakklandi
á rétt á um
150.000 króna
eftirlaunum.
Svar hefur ekki borist.
Þorsteinn
Pálsson
Sendiherra í
Kaupmannahöfn
hefur nú rétt á
360.000 krónum í
eftirlaun.
Hverjir hafa hafið töku eftirlauna?
Fátt um svör
Svar hefur ekki borist.
Kjartan
Jóhannsson
Sendiherra í
Belgíu á rétt á
um 210.000
króna eftirlaun-
um.
Guðmundur segist hafa hafið töku eftir-
launa í samræmi við lög. Menn geti síðan
að sjálfsögðu haft misjafnar skoðanir á
löggjöfinni sem slíkri. Hann var hættur
þingsetu þegar hún var sett.
Hann telur útreikningana hafa farið
úrskeiðis því eftirlaunagreiðslur til hans
vegna ráðherrastarfa nemi rúmum
117.000 krónum. Að auki hefur hann eft-
irlaun fyrir þingmannsstörf.
Sighvatur segir sinn skilning vera að
hann hafi ekki enn öðlast rétt til eftir-
launa sem ráðherra þar sem hann hafi
ekki verið ráðherra í sex ár. Slíkan eft-
irlaunarétt hafi hann því ekki fyrr en
við 65 ára aldur. Hann segist þó ekki
hafa spurst fyrir um það sérstaklega.
Hins vegar hafi hann öðlast rétt til töku
eftirlauna vegna starfa sem alþingis-
maður. Hann hafi ekki hafnað þeim
eftirlaunum né látið af starfi sem fram-
kvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofn-
unar af því tilefni.
Hann tók fram að nýju lögin hefðu
verið sett um tveimur árum eftir að
hann lét af þingmannsstarfi.
Sighvatur
Björgvinsson
Framkvæmdastjóri
Þróunarsamvinnu-
stofnunar Íslands á
nú samkvæmt út-
reikningum blaðs-
ins rétt á 290.000
króna
eftirlaunum.
Við setningu haustþings 2003
Umdeilt frumvarp um eftirlaun þingmanna og ráðherra var lagt fram nokkrum dögum fyrir þinglok. Það var samþykkt fimm dögum eftir að það var lagt fram. Verkalýðshreyfingin frestaði kjaraviðræðum vegna málsins.