Fréttablaðið - 27.01.2005, Síða 44

Fréttablaðið - 27.01.2005, Síða 44
munur á Skítamóral og Mínus. Húðflúr, hvort sem þau eru fengin að fyrirmynd úr bíómynd eða hafa persónulega skírskotun, eru í tísku bæði hjá hnökkum og rokkurum. Nonnabúð og Dogma eru ekki lengur rokkarabúðir, heldur eru þær fyrir bæði rokkara og hnakka. Það hefur því orðið til nýr hópur, ný tíska sem er hálfgerð samsuða þessara tveggja hópa, hinir svokölluðu rokk – hnakkar. Það eina sem aðskilur þá er í raun að í stað þess að lykta af reyk og brennivíni bera rokkhnakkaranir ennþá með sér sætan ilm kölnarvatns. Krúttin markaðsvædd Krúttkynslóðin varð til fyrir um fimm árum og höfðu margir á orði að hér væri kominn fram hópur sem stæði á sama um allt, ekki skipti máli hvort skórnir væru gatslitnir og sokkarnir í mismunandi lit. „Tískan er trunta“ virtist vera slagorð- ið, enda var upphaflega um að ræða fólk sem var orðið þreytt á öfgafullri markaðsvæðingu list- arinnar. En eins allir jaðarhópar urðu „krúttin“ markaðsöflun- um að bráð, og nú þurfti að finna réttu „krútt“-merkin og reyna að sýnast eins mikið sama og hugsast gæti. Þetta þýddi langar stundir fyrir framan spegilinn, í þeirri von að finna eitt- hvað sem léti fólk sýnast vera nógu mikið sama um útlitið. Og fljót- lega, eftir að Sigur Rós, Gabríella og Daníel Ágúst höfðu rutt braut- ina, reis krúttkynslóðin upp á fæt- urna, markaðsvæddist og kom fram sem tískuhópur. Ekki var lengur flott að vera bara í hverju sem er, heldur varð nú að velja fötin til þess að þau litu út fyrir að vera valin á síð- ustu stundu, en sem hafði í raun tekið óratíma að finna þessa samblöndu. Óreið- an varð að reglu, hið ósamsetta varð sam- sett. Fyrirhafnarlaus Mugison En af öllum mönnum er það sjálfur Mugison sem er að verða eitt helsta tískutáknið í dag. Hann þykir hafa smekklegt val á því að vera mitt á milli þess að vera rokkari og krútt. Hann er því ef til vill tákn fyrir hina nýju kynslóð, sem er mótuð af poppmenningu, list- hneigð og því að standa á sama. Hann er meðvitaður um það sem er að gerast í kringum hann, hlustar á vinsældapopp og hefur skoðanir á þjóðmálunum. Það er því ef til vill ekki Mugison sjálfur, heldur það sem hann stendur fyrir. Að vera mitt á milli þess að vera alveg sama og standa alls ekki á sama um útlitið. Það er ekki auðvelt að festa hönd á tískunni í dag. Hver ólíki hópurinn virð- ist líkjast öðrum. FM-hnakkarnir eru allt í einu orðnir rokkarar, eða eru rokkararnir orðnir FM-hnakkar? Freyr Gígja Gunnarsson skoðaði málið. Tískan í dag er ekki alls kostar auðvelt viðfangsefni, en eins og alltaf koma fyrir- myndirnar frá þeim sem standa í sviðs- ljósinu. Fyrir þremur árum kom orðið hnakki fyrst fram, var þá átt við sykur- sætu sólbekkjabrúnu strákana sem voru vel rakaðir í andlitinu, í Buffalo-skóm, fötum frá Mótor og ilminn af ilmvatninu lagði um allt. Í dag er þessi hópur að verða að minnihluta, finnst aðallega í vaxtarræktarsölum. Hnakkarnir urðu nefnilega fyrir uppljómun þegar fyrir- myndir á borð við Justin Timberlake, Robbie Williams og ekki síst David Beckham brutust fram, klæddir eins og rokkarar, húðflúraðir í bak og fyrir. Margir fylgismenn hnakkatísk- unnar ákváðu því að leita í smiðju rokkaranna, keyptu sér keðjur í gallbuxurnar, stóra hringa og létu sér vaxa grön, nokkuð sem hefði verið óhugsandi fyrir þessa snyrtip- inna að gera fyrir nokkrum árum. Þeir hafa því á skömmum tíma orðið að hörðum nöglum sem hlusta á sykursæta tónlist hljóm- sveita eins og Blue. Aðrir urðu eftir, eins og Heiðar Austmann og Ásgeir Kol- beins, sem hafa haldið hnakkatískunni hátt á lofti á Popptíví. Rokkararnir í Mínus hafa verið áberandi undanfarin tvö ár, hvort sem það er fyrir yfirlýsingar sín- ar eða klæðaburð. En í fljótu bragði virðist ekki vera mikill Allir vilja vera rokkarar HNAKKARNIR HNUPLA HRÁA STÍLNUM F2 12 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Skítamórall Það hefur margt breyst síðan Skítamórall kom fyrst fram í jakkafötunum frægu. Þeir voru tákn fyrir Mótor og Moonboots, hina sönnu hnakkatísku, en eru nú orðnir harðir rokkarar hvað útlitið varðar. David Beckham Hann er tvímælalaust eitt helsta tískutákn 21. aldarinnar. Hann bland- ar saman rokk- og hnakkatískunni, þannig að úr verður hinn sanni rokkhnakki. Mínus Þeir spruttu fram með miklum látum, og eru nú ráðandi afl í tískuhugmyndum unga fólksins. Múm Þau eru önnur kynslóð krúttanna og virðast leggja eins mikið upp úr að vera á þeirri línu og þau geta. Mugison sló í gegn á síðasta ári. Hann er nýr fánaberi krútt- kynslóðarinnar, laus við alla tilgerð og fyrirhöfn. Gamli góði pólóbolurinn hefur fengið nýtt líf. Miuccia Prada veðjar á hann í vorlínum sínum, bæði hjá Prada og hjá litlu systur Miu Miu. Miu Miu pólóbolirnir eru margvíslegir, ýmist einlitir með skrautlegu lógói á brjóstinu eða röndóttir. Bolirnir eru mjög litríkir og koma í gulum, app- elsínugulum og rauðum. Sævar Karl er komin með Miu Miu í verslun sína en enn sem komið er er bara hluti af línunni fáanlegur. Það eru þó fleiri hönnuðir hrifnir af pólóbolnum. Marc Jacobs sýnir pólóbolinn sinn í vorlínunni og pólóbolirnir frá Fred Perry eru klassískir. Svo ekki sé minnst á Lacoste pólóbolina sem fást í öllum regnbogans litum. Lacoste bolurinn náði sögulegu hámarki á níunda áratugnum þegar forstjórar komust upp með að mæta í þeim á skrifstofuna innan undir jakkafötun- um í stað skyrtu og bindis. Núna er þó annað upp á teningnum. Nú á fólk að nota póló- bolina við töffaralegar gallabuxur, helst alveg niðurmjóar eða beinar í sniðinu. Við erum ekki að tala um buxur með „bootcut“ sniði. Það er algerlega dottið út. Pólóbolurinn lifir Marc Jacobs pólóbolur er svalur. Lacoste klikkar ekki. Karen Millen skór smell- passa við pólóboli. Miu Miu leggur línurnar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.