Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2005, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 27.01.2005, Qupperneq 48
F2 16 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Fimmtudagur... ... klukkan 15 ætlar Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur að fjalla um viðhorf karla til kven- réttinda á Íslandi í kringum alda- mótin. Hún flyt- ur fyrirlestur um efnið á vegum Rann- sóknastofu í kvenna- og kynjafræðum í náttúrufræðahúsinu Öskju, stofu 132. ... tveir nemendur úr tónlistardeild Listaháskóla Íslands, þær Hafdís Vig- fúsdóttir flautuleikari og Sólveig Samúelsdóttir messósópran, koma fram í sólóhlutverki með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í Háskólabíói. Hljómsveitarstjóri verður Bernharð- ur Wilkinson. ... hljómsveitin Tenderfoot heldur tónleika á Grand Rokk ásamt Láru og Sviðinni jörð. Föstudagur... ... í Sjall- anum á Ak- ureyri kem- ur fram djangótríóið Robin Nol- an Trio, sem er íslenskum djassgeggjurum að góðu kunnugt. Með tríóinu spilar Daniel Lapp á trompet og fiðlu. Tón- leikarnir hefjast klukkan 21.00. ... um ellefuleytið hefjast á Grand Rokk tónleikar með Jan Mayen, Douglas Wilson og Ceres 4. ... Ísfirðingar á suðvesturhorni landsins ættu að bregða sér á Broadway þar sem sólarkaffi Ísfirðingafélagsins verður haldið. Það er engin önnur en hljómsveitin BG sem sér um tónlistina. Laugardagur... ... tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Íslands. Önnur nefnist Ís- lensk myndlist 1930-1945, en hin er sýning á verki Rúríar, Archive-End- angered Waters sem vakti mikla at- hygli á Feneyjatvíæringnum árið 2003. ... í Saln- um í Kópa- vogi ætla þau Alina Dubik mezzósópran og Jónas Ingimundar- son píanó- leikari að flyt- ja söngva slav- neskra tón- skálda, Chop- in, Karlowitz og Tsjaíkovskí, auk ís- lenskra laga í Salnum í Kópavogi. Tón- leikar þeirra hefjast klukkan 16. ... í Borgarleikhúsinu hefst klukkan 20 sýning franska sirkusflokksins Oki Haiku Dan, sem kemur til landsins með sýningu sína „Hreyfa ekki hreyfa“ þar sem unnið er með líkamshreyfingar innan hárnákvæmra forma. BÍÓ Stórmynd- in The Aviator verður frumsýnd um helg- ina. Myndin fjallar um ævi eins áhrifamesta Bandaríkjamanns síðustu aldar, Howards Hughes. Græddi hann mikinn pening á flugvéla- og kvikmyndaiðnað- inum og varð fyrir vikið þekkt persóna í bandarísku þjóðlífi. Leikstjóri: Martin Scorsese sem á að baki stórmyndir á borð við Taxi Driver, Raging Bull og Gangs of New York. Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio, Cate Blanchett, Kate Beckinsale, Gwen Stef- ani, Alec Baldwin, Adam Scott og Alan Alda. Orðspor: Myndin fékk 11 til- nefningar til Óskarsverðlaun- anna í ár og segir það allt sem segja þarf. Þeir sem vilja meiri hasar geta séð Elektra með Jennifer Garner úr Alias-sjónvarpsþátt- unum í aðalhlutverki. Myndin er byggð á teiknimyndahetj- unni Elektru sem fyrst kom við sögu í annarri vinsælli teikni- myndasögu, Daredevil. Garner var einmitt í hlutverki Elektru í kvikmyndinni Daredevil og endurtekur því leikinn hér. Leikstjóri: Rob Bowman, sem síðast gerði drekamyndina Reign of Fire. Aðalhlutverk: Jennifer Garn- er, Terence Stamp, Will Yun Lee, Colin Cunningham og Jason Isaacs. Orðspor: Myndin fær heldur slappa dóma og þykir handritið ekki vera upp á marga fiska. Brúðumyndir eru ekki á hverju strái. Hér eru höfundar South Park-þáttanna mættir með eina slíka sem kallast Team America – World Police. Myndin þykir mikil ádeila á stríðsrekstur Bandaríkjanna auk þess sem gert er grín að þekktum hasarmyndum frá Hollywood. Leikstjóri: Trey Parker, annar af höfundum South Park. Aðalhlutverk: Matt Stone, Trey Parker, Dian Bachar, Josi- ah D. Lee og Kristen Miller. Orðspor: Myndin fær góða dóma og þykir afar fyndin. Ádeilan er jafnframt sögð hitta í mark. Sumarið 2003 hélt listamaðurinn Rúrí til Feneyja sem fulltrúi Íslands á tvíæringnum þar í borg. Hún hafði meðferðis verkið Archive- Endangered Waters, sem vakti mikla athygli og var einnig sýnt í Hollandi og Frakklandi á síðasta ári. Nú gefst í fyrsta sinn kostur á að skoða þetta verk hér á landi. Sýn- ing á því verður opnuð í Listasafni Íslands á laugardaginn kemur. Þetta verk er eins konar óður til náttúrunnar og hugleiðing um gildi hennar í nútímanum. Verkið er fyrirferðarmikið, í rauninni inn- setning unnin með fjölbreyttri tækni þar sem stórar ljósmyndir af íslenskum fossum gegna stóru hlut- verki ásamt hljóðum úr þessum sömu fossum. Rúrí er fyrir löngu orðin land- skunn og hefur haldið sýningar víða um heim við mjög góðan orðstír. Þekktasta verk hennar er vafalaust, Regnboginn, sem blasir við ferðalöngum sem stíga út úr flugstöð Leifs Eiríkssonar, litskrúð- ugur og tignarlegur. Hún hefur aldrei takmarkað sig við einn miðil í sinni listsköpun heldur finnur hún hugleiðingum sínum farveg í gegnum gjörninga, höggmyndir, stórbrotin umhverfis- verk eða innsetningar og það eru ávallt mjög skýrar hugmyndalegar forsendur fyrir verkunum. Um leið og sýning Rúríar verður opnuð í Listasafninu verður opn- uð þar önnur sýning með yfir- skriftinni „Íslensk myndlist 1930- 1945“. Þar verða sýnd verk eftir ís- lenska listamenn sem sýna þróun íslenskrar listar frá expressjónisma til abstraktlistar. Fallvötn í útrýmingarhættu 3 dagar...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.