Fréttablaðið - 27.01.2005, Qupperneq 55
FIMMTUDAGUR 27. janúar 2005
Hvað viltu verða þegar þú
ert orðin(n) “stór”?
Ertu að gera það sem að þér finnst skemmti-
legast að gera? Lætur þú verða af draumum
þínum? Nýtur þú velgengni?
Námskeið um að njóta lífsins til fulls verður haldið
föstudagskvöldið 28 janúar og laugardaginn 29
janúar. Leiðbeinendur eru Dr. Árelía Eydís
Guðmundsdóttir og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.
Upplýsingar og skráning í síma 660-0741 ( Árelía )
og 690-0775 ( Petrína ) milli kl. 10:00 og 14:00
Símafyrirtækin óttast að
Síminn misnoti tök sín á
grunnnetinu eftir að
fyrirtækið verður einka-
vætt.
Fjarskiptafyrirtækin sem eru í sam-
keppni við Símann sendu í gær frá
sér yfirlýsingu þar sem því er mót-
mælt að grunnnet Símans verði selt
með annarri starfsemi þegar fyrir-
tækið verður einkavætt.
Félögin sem stóðu að tilkynning-
unni eru Og Vodafone, Inter og
eMax. Þau halda því fram að reynsl-
an hafi sýnt að eftirlitsaðilar hafi
ekki bolmagn til þess að standa vörð
um leikreglur sem tryggja eigi að
Síminn misbeiti ekki eign sinni á
grunnnetinu til að gera samkeppnis-
aðilum erfitt fyrir.
Eiríkur S. Jóhanssson, forstjóri
Og Vodafone, segist ekki telja að
yfirlýsingin komi of seint þótt fyrir
liggi að forsvarsmenn beggja ríkis-
stjórnarflokkanna hafi lýst því yfir
að ekki eigi að skilja grunnnetið frá
öðrum rekstri við einkavæðinguna.
„Ég veit að menn hafa áhyggjur af
þessu og ef svo er þá er mikill
ábyrgðarhluti að halda áfram á
sömu braut,“ segir Eiríkur.
Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis-
stjóri fjármálaráðuneytisins og
nefndarmaður í einkavæðingar-
nefnd, segir ekkert hafa komið fram
sem gefi ástæðu til að endurskoða
þá ákvörðun sem tekin var síðast
þegar til stóð að selja Símann. Þá
var tekin ákvörðun um að aðskilja
grunnnetið ekki frá öðrum rekstri.
- þk
KB banki slær hagnaðarmet
Hagnaður KB banka
var tæpir sextán millj-
arðar, sem er mesti
hagnaður íslensks fyrir-
tækis. Afkoman var
töluvert yfir vænting-
um greiningardeilda.
Ríflega þrír milljarðar
verða greiddir til hlut-
hafa bankans.
Hagnaður KB banka í fyrra var
15,7 milljarðar króna eftir skatta.
Þetta er mesti hagnaður sem ís-
lenskt fyrirtæki hefur nokkru
sinni skilað. Hagnaðurinn fyrir
skatta nam rúmum 20 milljörðum
króna.
Hagnaður bankans á fjórða
ársfjórðungi var rúmir fjórir
milljarðar króna, sem er langt
yfir spám greiningardeilda.
Hagnaðurinn ríflega tvöfaldast
frá árinu áður. Eignir bankans
hafa aukist um 176 prósent og
voru um áramótin 1.534 milljarð-
ar. Arðsemi eigin fjár var 22,6
prósent en markmið bankans er
að arðsemi eigin fjár sé fimmtán
prósent.
Hreiðar Már Sigurðsson, for-
stjóri KB banka, segist mjög sátt-
ur við afkomuna á fjórða árs-
fjórðungi. Aðstæður á Íslandi hafi
þó ekki verið bankanum hagstæð-
ar. „Niðurstaðan sýnir að bankinn
byggir á traustum tekjustofni.
Þrátt fyrir að gengishagnaður
dragist verulega saman varð góð
aukning í þóknanatekjum, einkum
vegna fyrirtækjaverkefna.“
Vaxtatekjur jukust einnig veru-
lega og segir Hreiðar Már það
skýrast meðal annars af kaupum
á danska bankanum FIH, sem er
inni í samstæðureikningum bank-
ans frá því um mitt ár. „Bankinn
tvöfaldaði stærð sína og skýrist
það annars vegar af yfirtöku á
danska bankanum FIH og hins
vegar af örum innri vexti.“
Ríflega helmingurinn af hagn-
aði KB banka kemur nú til vegna
starfsemi utan Íslands. Þegar litið
er á afkomu einstakra sviða bank-
ans á fjórða ársfjórðungi sést að
fyrirtækjasvið skilar mestri
framlegð eða 4,2 milljörðum,
fyrirtækjaráðgjöfin skilar tæpum
tveimur milljörðum, en framlegð
af viðskiptabankastarfseminni,
sem er nær öll hér á landi, skilar
bankanum 800 milljónum króna.
Á viðskiptabankasviði eru einnig
hæstu rekstrargjöldin, rúmur
milljarður króna.
KB banki færði 975 milljónir
króna á afskriftarreikning á árs-
fjórðungnum en framlög á af-
skriftarreikning í fyrra nema 3,8
milljörðum króna. Bankinn hefur
hreinsað til í lánasafni sínu og
telja stjórnendur bankans að
framlög á afskriftarreikning
muni lækka á þessu ári frá árinu í
fyrra. Horfur í rekstri bankans
eru jákvæðar að mati bankans og
erlend starfsemi hefur gengið
vel. Mat stjórnenda bankans er að
á helstu efnahagssvæðum þar
sem bankinn starfar séu horfur
góðar. Í Danmörku eru horfur al-
mennt jákvæðar, en Danmörk er
nú mikilvægasta einstaka mark-
aðssvæði bankans.
Stjórn KB banka ákvað að
verja 3,3 milljörðum af hagnaði
bankans í greiðslu arðs. Það svar-
ar til um eins prósents af mark-
aðsvirði bankans. Eiginfjárhlut-
fall bankans samkvæmt CAD-
reglum var 14,2 prósent, en bank-
inn miðar við að það hlutfall verði
ekki lægra en ellefu prósent.
Bankinn hefur samkvæmt því
talsverðan slagkraft til frekari
útrásar.
haflidi@frettabladid.is
YFIR VÆNTINGUM KB banki skilaði tæpum sextán milljörðum í hagnað í fyrra, sem er met. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans,
segist sáttur við uppgjör síðasta fjórðungs síðasta árs. Aðstæður á íslenska markaðnum hafi þó ekki verið hagfelldar.
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
71
14
0
1/
20
05
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
71
14
0
1/
20
05
Aðalfundur
Landsbanka Íslands hf.
Dagskrá:
1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár.
2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram
til staðfestingar.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á síðastliðnu reikningsári.
4. Tillögur til breytinga á samþykktum.
5. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa eða taka að veði allt að 10% af eigin bréfum.
6. Kosning bankaráðs.
7. Kosning endurskoðenda.
8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil.
9. Önnur mál.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með
skriflegum hætti eigi síðar en átta dögum fyrir aðalfund. Tilkynna skal um framboð til
bankaráðs eigi síðar en 31. janúar 2005.
Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins fela í sér hækkun á heimild bankaráðs
til hækkunar hlutafjár. Er hluthöfum bent á að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu
liggja frammi í aðalbanka Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, sjö
dögum fyrir aðalfund. Einnig verður hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn við upphaf fundarins.
Bankaráð Landsbanka Íslands hf.
Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. verður haldinn
á Nordica hótel, laugardaginn 5. febrúar kl. 14.00.
410 4000 | landsbanki.is
KB BANKI SPÁR UM HAGNAÐ
4. ársfjórðungur 2004
Landsbankinn1.525 milljónir
Íslandsbanki3.005 milljónir
Niðurstaða 4.055 milljónir
Vilja aðskilnað grunnnetsins
EIRÍKUR S. JÓHANNSSON Forstjóri Og
Vodafone vill ekki að einkavæddur Sími
ráði einnig yfir grunnnetinu.