Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2005, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 27.01.2005, Qupperneq 65
FIMMTUDAGUR 27. janúar 2005 33 Hommar, frík og feitar konur Aðstandendur þessarar sýningar hvetja væntanlega áhorfendur sína til að leggja tepruskapnum, drífa sig út úr skápnum og skemmta sér í leikhúsinu. Það er hægt að fallast á þá skilmála. Auðvitað á að skemmta sér í leikhús- inu og þetta leikrit er ekki fyrir teprur en ef það er tepruskapur að láta sér mislíka það þegar kynmök við barn- unga drengi eru höfð í flimtingum þá hlýtur undirritaður að vera tepra og í ljósi þess hefði ég þá átt að sleppa þessari leikhúsferð. Ég þekki ekki bandaríska leikskáldið Daniel Guyton og mér er alveg sama hvað hann hef- ur hlotið mörg verðlaun – það þarf ekki að þýða að hann sé leikskáld. Hann er í mesta lagi þokkalega penna- fær ,,sketsaskríbent“ svo maður sletti nú svolítið og því miður var á köflum allt of mikið af vondu ,,þýðingarmáli“ á ferðinni (sbr. að gera hluti saman: doing things together og fleira af því tagi). Verk þetta ber öll merki þess að vera bandarískt. Það sprettur úr bandarískum veruleika eða ættum við að segja úr veröld homma í New York borg. Það er auðvitað í fullu samræmi við þá bandarísku afþreyingarhefð sem troðið er upp á okkur af öllu afli þessa dagana að leikhúsmenn láta sér detta í hug að sviðsetja þetta verk með svona bráðsmellnum titli sem er vís með að selja. En af hverju eru menn að rembast við að staðfæra þennan bandaríska veruleika upp á Ísland? All- ir tilburðir í þá veruna falla dauðir til jarðar. Verkið er saman sett úr misvel skrifuðum sketsum þar sem hnyttin til- svör og sniðugir rassa- og typpabrand- arar fjúka sviðsvængjanna á milli og sannarlega er hægt að skella upp úr og það meira að segja oft og mörgum sinnum. Einkum fram að hléi. Það var hrein unun að horfa á Gunnar Helga- son fara á kostum hvort heldur hann var að leika hinn ferkantaða Garðar inni í harðlæstum skápnum eða yfir- hommann Jörgen. Enda væri þessi sýning ekki neitt, neitt, ef ekki kæmi til þessi snilldarleikur hjá Gunnari. Sam- leikur hans og Friðriks í uppgjörsþætt- inum var hreint út sagt frábær. Ég hef ekki áður séð téðan Höskuld Sæ- mundsson leika en hann gerði margt ágætlega. Hefur djúpa og fallega barítónrödd en þyrfti að vinna svolítið betur með framsögnina. Það kemur. Sömuleiðis átti Friðrik sína góðu spretti nema hvað hlutverkið hans bauð ekki upp á mikil tilþrif frá hendi höfundar. En seinni hluti verksins olli vonbrigðum, því miður – og allt end- aði í einhverju farsakenndu uppgjörs- sulli og áðurnefndri senu með unga altarisdrengnum sem presturinn var að misnota. Ég hefði í sporum leik- stjórans sleppt þessari senu eða látið nægja að gefa í skyn í stað þess að sýna þetta svona blákalt. Á stundum fannst mér húmorinn á því plani sem unglingspiltar á gelgjuskeiði fara gjarn- an á og sumir þeirra komast jafnvel aldrei upp á hærra plan þótt þeir eld- ist og fullorðnist en ég vona svo sann- arlega að Guðmundur Ingi Þorvalds- son komist upp á hærra plan í leik- stjórn því hann hefur alla burði til þess en ég segi enn og aftur: Það má vera að það þurfi kjark til að tefla djarft sem leikstjóri þegar maður stendur frammi fyrir því að taka ákvarðanir og velja á milli hugmynda, en stundum þarf meiri kjark til að láta hugmyndir fjúka, jafnvel þótt einhverjum kunni að finn- ast þær vera tær snilld. LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Ég er ekki hommi Fimbulvetur í Loftkastalanum Höfundur: Daniel Guyton / Þýðing: Þór- dís Elva Þorvaldsdóttir Bachman/ Leik- stjóri: Guðmundur Ingi Þorvaldsson/ Leikarar: Gunnar Helgason, Friðrik Frið- riksson og Höskuldur Sæmundsson / Leikmynd og lýsing: Sigurður Kaiser / Tónlistarstjórn: Ásmundur Angantýsson / Hár og förðun: Kristín Thors / Leik- gervi: Helga Lúðvíksdóttir Niðurstaða: Verkið er saman sett úr mis- vel skrifuðum sketsum þar sem hnyttin tilsvör og sniðugir rassa- og typpabrand- arar fjúka sviðsvængjanna á milli 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 Laugardaginn 29. janúar kl.20:00 Borgarleikhúsið Verð 2100 kr. Midasala: 568 8000 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is UPPSELT laugardag! AUKASÝNING sunnudag kl. 14.00 KRINGLUKRÁIN UM HELGINA • Fjölbreyttur sérréttamatseðill öll kvöld vikunnar • Tilboðsmatseðill fyrir Leikhúsgesti • Hópamatseðill • Sérsalur fyrir hópa Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is Hljómsveitin Í GEGNUM TÍÐINA um helgina ■ TÓNLEIKAR Á fæðingardegi Mozarts Undanfarin ár hefur hópur tón- listarmanna haft það fyrir sið að minnast fæðingardags Wolfgangs Amadeusar Mozart með tónleika- haldi á Kjarvalsstöðum. Í ár verður fluttur þar píanó- kvartett í Es-dúr og aríur, tríó og kvintett úr óperunum Brúðkaupi Fígarós, Cosi fan tutte og Töfraflautunni. Flytjendur eru Valgerður Andrésdóttir píanóleikari, Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, Þór- unn Ósk Marínósdóttir víóluleik- ari og Sigurður Bjarki Gunnars- son sellóleikari ásamt nemendum við Söngskólann í Reykjavík. Þorsteinn Gylfason heimspek- ingur mun einnig spjalla um tón- skáldið og verkin sem flutt verða. Tónleikarnir hefjast klukkan 18 í dag. ■ WOLFGANG AMADEUS MOZART Tónlist hans hljómar á Kjarvalsstöðum í til- efni af fæðingardegi tónskáldsins. ÉG ER EKKI HOMMI Af hverju eru menn að rembast við að staðfæra þennan bandaríska veruleika upp á Ísland? Allir til- burðir í þá veruna falla dauðir til jarðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.