Fréttablaðið - 27.01.2005, Síða 70
38 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
LEIÐRÉTTING
Í blaðinu í gær var ranglega sagt
að Erlendur Steingrímsson,
smíðakennari við Fjölbrautaskól-
ann í Breiðholti, væri einn af
knattspyrnuþjálfurum í fótbolta-
leiknum Championship Manager.
Hið rétta er að Erlendur er þjálf-
ari í fótboltaleiknum Football
Manager 2005.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Dorrit talar
um gömlu
ástirnar
í lífi
sínu
– hefur þú séð DV í dag?
Íslenska auglýsingastofan Johnson
& Le’macks hlaut nýverið hin virtu
Epica-verðlaun fyrir auglýsinga-
herferð sína fyrir 66˚ norður. Þau
voru afhent í óperuhúsinu í Búda-
pest í Ungverjalandi.
Stofan fékk gullverðlaun í fata-
flokki, sem þykir vel af sér vikið
því herferðir fyrir ekki ómerkari
merki en Lee, Levi’s og Diesel hafa
áður unnið til þessara sömu verð-
launa. Alls voru um 5.000 tilllögur
sendar í keppnina sem dómnefnd
fór síðan yfir og gaf einkunn.
„Þetta eru evrópsk auglýs-
ingaverðlaun sem eru haldin af
auglýsingafagtímaritum. Við
vorum þarna í hópi með auglýs-
ingastofum um alla Evrópu,“ seg-
ir Viggó Jónsson hjá Johnson &
Le’macks. „Þetta er mikill heiður
og búið að vera mjög skemmti-
legt. Þessi herferð okkar er búin
að taka heilt ár. Þetta er hellings-
vinna. Við höfum verið að þvæl-
ast um Suðurnes og Vesturland
og leita að tökustöðum. Við
höfum lagt verulega mikið í vinn-
una til að gera þetta sérstakt,“
segir hann. ■
Gullverðlaun fyrir auglýsingaherferð
LUKKULEGIR Hallgrímur Egilsson, Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, Ari Magnússon
(ljósmyndari), Viggó Jónsson og Agnar Tryggvi Le’macks voru lukkulegir í Ungverjalandi
með verðlaunin.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
A-vítamíns.
26 ára.
280 þúsund manns.
Bjarkarmyndbandið við lagið
Triumph of a Heart af nýjustu
plötu hennar, Medúlla, var frum-
sýnt í þættinum Óp í gærkvöldi.
Fjallar það um ástarsamband
Bjarkar og kattarins Mura og
var leikstýrt af hinum þekkta
Spike Jonze, sem meðal annars
gerði kvikmyndirnar Being John
Malkovich og Adaptation.
Við tökur á myndbandinu kom
í ljós að Björk var með ofnæmi
fyrir kettinum og setti það strik í
reikninginn eins og gefur að
skilja. „Spike þurfti að breyta
heilmiklu í sínu tökuplani. Það
var gaman að sjá hvernig hann
fann lausnir og stökk sjálfur inn
í atriðin,“ segir Einar Sveinn
Thordarson hjá fyrirtækinu
Pegasus, sem framleiddi mynd-
bandið. „Hann var meðal annars
staðgengill fyrir Björk þar sem
hún rennur eftir götunni og hann
var líka í kattarbúningi að dansa
við Björk,“ segir hann. Einnig
var notast við brúðuketti og
gerviloppur í myndbandinu.
Að sögn Einars var ofboðslega
gaman að taka upp atriðið, sem
gerist á barnum Sirkus. Eftir að
opinberum tökum var lokið var
haldið þar í partí fyrir þá sem
unnu að myndbandinu. Samt sem
áður var haldið áfram að mynda
til klukkan tvö um nóttina. „Það
voru allir með í þessu. Þetta voru
áhrif sem hann vildi bæta inn í,“
segir hann um þessi óvenjulegu
vinnubrögð.
Aðspurður segir Einar að
mjög gaman hafi verið að starfa
með Spike. „Hann var rosalega
mikið með í öllu. Hann var að
vasast í leikmynd og öllu sem
þurfti að gera. Hann var mjög
ákafur og spenntur yfir öllu og
hann smitaði mikið út frá sér.
Það fengu allir sterka tilfinningu
um að þeir væru virklega með í
verkefninu.“
Spike var að koma hingað til
Íslands í annað sinn, en hann
hafði áður millilent hér sem
ungur drengur. Leist honum
mjög vel á land og þjóð og var
mjög spenntur fyrir því að
starfa hér við fleiri verkefni í
framtíðinni.
freyr@frettabladid.is
BJARKARMYNDBAND FRUMSÝNT Í GÆR: VANDRÆÐI Á TÖKUSTAÐ
Björk með ofnæmi fyrir Mura
AÐ MÍNU SKAPI
KARL HENRÝ HÁKONARSON, SÖNGVARI Í TENDERFOOT
TÓNLISTIN Þessa dagana hef ég hlustað mikið á nýju
Elliott Smith-plötuna: From a Basement on the Hill og
hún er bara hrein snilld. Svo hef ég mikið lagt hlustir við
Jesse Harris and the Ferdinandos, sem er mjög skemmti-
legt kántríband. Forsprakki sveitarinnar er Jesse Harris, en
hann er óviðjafnanlegur lagahöfundur og samdi til dæmis
nokkur lög á fyrstu plötu Noruh Jones.
BÓKIN Ég er mikið fyrir Stephen King-bækurnar og hef
lesið flestar þeirra. Ég er líka mikill aðdáandi ævisagna og
les þá helst ævisögur tónlistarmanna. Það sem stendur
upp úr er Light My Fire: My Life With the Doors skrifuð af
Ray Manzarek, hljómborðsleikara Doors, um lífið í hljóm-
sveitinni. Frábær bók, þar sem ekkert er verið að fegra
hlutina.
BÍÓMYNDIN Ég horfi mikið á bíómyndir og ég á mér ótal
uppáhaldsmyndir, en þær sem koma fyrst upp í hugann
eru til dæmis myndir eins og Fargo, snilldar svartur
húmor og William H. Macy fer á kostum. Svo er það Fight
Club, en Edward Norton er einn af mínum uppáhaldsleik-
urum; hann klikkar aldrei.
BORGIN Við strákarnir í Tenderfoot fórum og spiluðum á
nokkrum tónleikum í New York í fyrra og ég heillaðist
gjörsamlega af borginni. Madrid er líka frábær en þar
dvaldi ég sumarið 2002. Tók með mér gítar og upptöku-
græjur og samdi alveg fullt af lögum. Það var mjög
skemmtilegur tími.
BÚÐIN Geisladiskabúð Valda á Vitastíg. Safnarabúð af
bestu gerð með gott úrval af tónlist, DVD og tölvuleikjum.
VERKEFNIÐ Við í Tenderfoot erum á leiðinni á By: Larm-
tónlistarfestívalið í Noregi í byrjun febrúar. Svo kemur plat-
an okkar út í Evrópu og Japan um mánaðamótin febrú-
ar/mars og fljótlega upp úr því förum við út og fylgjum
plötunni eftir.
Elliott Smith, New York, safnarabúðir og ævisögur
...fær Arnór Atlason, handknatt-
leiksmaðurinn ungi, sem skoraði
síðasta mark Íslands gegn Slóven-
um í leik þjóðanna á heimsmeist-
aramótinu í Túnis í fyrradag. Það
dugði þó skammt.
HRÓSIÐ
Lárétt: 2 afl, 6 örtröð, B eins um a, 9
flugfélag, 11 más, 12 versla, 14 yndis, 16
ógrynni, 17 hluti af borgarnafni, 18
beljaka, 20 tveir eins, 21 gugginn.
Lóðrétt: 1 þéttur reykur, 3 tími, 4 misstir,
5 traust, 7 hálstau, 10 grip, 13 tvenna, 15
hryggð, 16 garg, 19 leyfist.
Lausn.
Lárétt: 2mátt,6ös,8rar, 9klm,11pú,
12kaupa,14unaðs,16of, 17rio,18
rum,20rr, 21grár.
Lóðrétt: 1mökk,3ár, 4tapaðir, 5trú,7
slaufur, 10mun,13par, 15sorg,16org,
19má.
SPIKE, MURI OG BJÖRK Björk var með ofnæmi fyrir kettinum Mura og því þurfti leikstjórinn Spike Jonze að bregðast skjótt við.