Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 2
2 3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR
Fjármál flokkanna:
Brýnt að tryggja gagnsæi
MÁLÞING Brýnt er að alvöru um-
ræða skapist um hvort rétt sé að
setja lög um fjármál og innri
starfsemi og skipulag stjórnmála-
flokka á Íslandi. Þetta var meðal
þess sem kom fram á málþingi
um löggjöf um fjármál stjórn-
málaflokkanna sem bar undir-
heitið: „Lýðræðisleg nauðsyn eða
skerðing á félagafrelsi?“ og fór
fram í Lögbergi í gær. Framsögu-
menn voru Ólafur Þ. Harðarson
prófessor í stjórnmálafræði og
Björg Thorarensen lagaprófessor.
Í erindum þeirra beggja kom
fram að stjórnmálaflokkar eru
lykilstofnanir í lýðræðislegum
samfélögum og opinberir styrkir
til flokka hafi aukist mjög á und-
anförnum áratugum.
Víðast hvar á Vesturlöndum
hafa verið sett lög sem skuld-
binda flokkana til að gera grein
fyrir hvernig þessu fjármagni er
varið en Ísland er undantekning.
Björg og Ólafur bentu á rétt
skattgreiðenda til að vita hvernig
fé sínu væri ráðstafað og að lög-
gjöf um fjármál flokkanna væri
líkleg til að auka traust almenn-
ings á þeim.
Þá benti Ólafur á þann mögu-
leika að setja löggjöf um innra
skipulag stjórnmálaflokka því
það sé ekki einkamál flokkanna,
þar sem innan þeirra séu hugsan-
legir þjóðarleiðtogar valdir og
það skipti máli hvernig það sé
gert. ■
Danir kjósa á þriðjudag:
Stjórnin með gott forskot
DANMÖRK Venstre fengi um 32 pró-
sent atkvæða ef Danir gengju að
kjörborðinu í dag samkvæmt
tveimur skoðanakönnunum sem
birtust í gær. Samkvæmt könn-
unum Politiken og Berlingske
Tidende verður Venstre fimmt-
ungi stærri en næststærsti flokk-
urinn, Jafnaðarmannaflokkurinn
sem fengi 25 til 26 prósent at-
kvæða.
Samkvæmt könnun Berlingske
Tidende fengju stjórnarflokkarnir
samanlagt 96 þingsæti og stjórnar-
andstöðuflokkarnir 79. Stjórnar-
andstöðuflokkarnir fengju 80 þing-
sæti samkvæmt könnun Politiken
og stjórnarflokkarnir 95. ■
Sáttur við verðið
þrátt fyrir samráð
Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, segir fyrirtækið ekki ætla að
krefjast bóta vegna samráðs olíufélaganna. Hann segist sáttur við kjörin.
Farið verður yfir gögn vegna Landhelgisgæslunnar og Ríkiskaupa.
SAMRÁÐ Mörg þeirra fyrirtækja
sem á var brotið á samráðstíma
olíufélaganna íhuga að sækja
bætur og hafa látið lögfræðing-
um sínum eftir að kanna for-
sendur bótakrafna. Tvö fyrir-
tæki sem blaðið ræddi við hafa
þó ákveðið að gera ekkert í mál-
inu, annað vegna ánægju með til-
boðin sem þau fengu en hitt
vegna góðra viðskipta í dag.
„Við höfum ekki hugsað okkur
að sækja bætur. Þau tilboð sem
við fengum voru
eðlileg að okkar
mati og ekki útlit
fyrir annað en að
um samkeppni
hafi verið að
ræða. Við feng-
um gott verð,“
segir Loftur
Árnason, fram-
kvæmdastjóri Ístaks, um málið
og sagðist í raun ekki hafa meira
um málið að segja. Í úrskurði
áfrýjunarnefndar kemur fram
að Olíufélagið sem þá rak Essó
og Olíuverslun Íslands hafi rætt
um tilboðið til Ístaks, „en þær
skýringar eru gefnar að vegna
tengsla Ístaks og Skeljungs væri
ólíklegt að lágt tilboð myndi leiða
til annars en að Skeljungi yrði
gert fært að jafna boðið,“ segir í
úrskurðinum.
Georg Lárusson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, segir að
ákveðið hafi verið í samráði við
dómsmálaráðuneytið, að farið
yrði í kjölinn á gögnum og reikn-
að út hvað olíusamráðið hafi
kostað fyrirtækið á undan-
förnum árum. „Landhelgis-
gæslan hefur áhuga á að endur-
heimta oftekið fé. Það er nóg
hægt að gera við peninginn,“
segir Georg. Þá verður kannað
hvort dómsmálaráðuneytið geti
krafist bóta vegna Ríkiskaupa,
reynist svo vera verður málið
sent ríkislögmanni.
Alcan, áður Ísal, ætlar að
sækja bætur til olíufélaganna
eins og áður hefur komið fram.
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Alcan, segir félagið ætla
að krefjast bóta upp á tugi millj-
óna króna og gæti talan jafnvel
farið yfir hundrað milljónir. Lúð-
vík Bergvinsson, bæjarfulltrúi í
Vestmannaeyjum og þingmaður
Samfylkingarinnar, segir Vest-
mannaeyjabæ ætla að sækja sinn
rétt. Í nóvember hafi verið óskað
skriflega eftir viðræðum við ol-
íufélögin um bætur en svör hafi
ekki enn borist. Landssamband
íslenskra útvegsmanna hefur
líka óskað eftir viðræðum við ol-
íufélögin um skaðabætur vegna
tjóns sem útgerðin hefur orðið
fyrir.
hrs@frettabladid.is
Háskóli Íslands:
Bjór í
verðlaun
HÁSKÓLI Stúdentar við Háskóla Ís-
lands fengu í gær tölvupóst frá
skólanum þar sem þeir voru
hvattir til að taka þátt í könnun
sem er hluti af lokaverkefni nem-
anda í meistaranámi í opinberri
stjórnsýslu.
Til hvatningar er þeim tilkynnt
að með því að taka þátt í könnun-
inni séu þeir líka að taka þátt í
happdrætti og tíu heppnir ein-
staklingar komi til með að vinna
tvær kippur af bjór í verðlaun.
Undir bréfið skrifar meistara-
neminn sem stendur að könnun-
inni, en hún stendur fram að
miðjum mánuði. - bs
Höfn í Hornafirði:
Írani vill land-
vistarleyfi
LÖGREGLUMÁL Íranskur karlmaður
á fimmtugsaldri gaf sig fram
við lögregluna á Höfn í Horna-
firði um ellefu leytið á þriðju-
dagskvöld og óskaði að sér yrði
veitt landvistarleyfi þar til hann
heldur áfram til Kanada.
Ekki er ljóst hvernig maður-
inn komst til landsins en tungu-
málaefiðleikar hafi gert erfitt
að afla upplýsinga frá honum.
Grunur leikur á að hann hafi
komist til landsins með skipi en
ekki er vitað með hvernig skipi
eða hvort hann hafi verið laumu-
farþegi. Skilríki mannsins
reyndust vera í lagi og verður
hann sendur til Reykjavíkur á
morgun þar sem Útlendinga-
stofnun mun taka mál hans
fyrir. - bs
SKOÐANAKANNANIR
Berlingske
Flokkur Politiken Tidende
Jafnaðarmenn 26,0% 25,1%
Radikale venstre 8,4% 9,3%
Íhaldsflokkurinn 9,7% 9,2%
Vinstri sósíalistar 7,5% 6,6%
Danski þjóðernisfl. 11,6% 11,3%
Venstre 31,7% 31,8%
Einingarlistinn 2,9% 3,2%
Stýrislaus Dettifoss:
Dreginn til
Rotterdam
FARSKIP Þýska dráttarskipið Primus
heldur frá Eskifirði í birtingu í dag
með Dettifoss í togi en brottför
skipanna var frestað í gær vegna
óveðurs út af Austfjörðum. Detti-
foss verður dreginn til Rotterdam
þar sem gert verður við stýrisbúnað
þess. Skipin eiga að koma til
Hollands um miðja næstu viku.
Karl Gunnarsson, svæðisstjóri
Emskips á Austurlandi, segir að 20
gámum af farmi Dettifoss hafi
verið skipað á land á Eskifirði. „Auk
þess færðum við nokkra gáma til og
lækkuðum gámastæðurnar lítið eitt.
Að öðru leyti voru engar sérstakar
varúðarráðstafanir gerðar fyrir
ferðina,“ segir Karl. -kk
SPURNING DAGSINS
Ögmundur, tekurðu oft feil á
bjór og pilsner?
„Nei, en það er jafn erfitt að greina í
sundur bjór og pilsner í auglýsingum
og að greina í sundur bjórsölumenn og
aðra lögbrjóta.“
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna,
ætlar að leggja fram frumvarp á Alþingi sem
kveður á um að óáfengir drykkir megi ekki vera í
eins eða svipuðum umbúðum og áfengir drykkir.
FRÁ MÁLÞINGINU
Björg Thorarensen og
Eiríkur Tómasson fundarstjóri.
Nýskráningar hlutafélaga:
Flestar á
Vestfjörðum
BYGGÐAMÁL Norðurland eystra og
vestra var með lægsta hlutfall
hlutafélaga og einkahlutafélaga á
árunum 1999 til 2004. Á tímabilinu
voru að meðaltali 5,6 einkahlutafé-
lög eða hlutafélög stofnuð á hverja
þúsund íbúa á Norðurlandi, sem er
um 31 prósenti undir landsmeðal-
tali.
Meðalfjöldi fyrir landið á þessu
tímabili var 8,1 en flestar nýskrán-
ingar voru á Vestfjörðum, eða 9,4 á
hverja þúsund íbúa. Á höfuðborgar-
svæðinu voru níu nýskráningar á
hverja þúsund íbúa. - bs
KOSIÐ MEÐ KAFFINU
Viðskiptavinir 7-Eleven geta sýnt hug sinn í verki með því að velja sér kaffimál með mynd
af Anders Fogh Rasmussen eða Mogens Lykketoft.
,,Þau til-
boð sem
við fengum
voru eðlileg
að okkar
mati.
LOFTUR ÁRNASON FORSTJÓRI ÍSTAKS
Segir tilboð olíufélaganna hafa verið eðlileg eins og um samkeppni hafi verið að ræða.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Leifsstöð:
Með falsað
vegabréf
LÖGREGLUMÁL Tæplega þrítug
kona frá Kamerún var stöðvuð á
Keflavíkurflugvelli í gær með
franskt vegabréf sem reyndist
ekki vera hennar eigið. Lög-
reglan í landamæradeild varð
þess vör að myndin í vegabréfi
konunnar benti til þess að ekki
væri um hennar eigin skilríki að
ræða. Nánari athugun tók allan
vafa af um málið og við leit
fannst hið rétta vegabréf í
fórum hennar.
Konan var á leið vestur um
haf þegar hún var stöðvuð en
hún á yfir höfði sér allt að mán-
aðarlangt fangelsi fyrir brot sitt
en henni verður birt ákæra í
dag.
- bs