Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 66
38 3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR FRÉTTIR AF FÓLKI Sýnd kl. 5.45 og 9 Sýnd kl. 6 og 9.10 tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari: Leonardo Dicaprio. Sýnd kl. 5.45 og 10.20 11 MASTERCARD FORSÝNING, 2 FYRIR 1, KL. 8 MASTERCARD FORSÝNING, 2 FYRIR 1, KL. 8 Kl. 4, 6, 8 og 10 Kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 Bi. 14 ára Kl. 3.45 b.i. 10 HHHHSV Mbl „Ein snjallasta mynd ársins... Ógleymanleg... ljúf kvikmyndaperla." Tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna Sýnd kl. 5.50Sýnd kl. 8 og 10.40 Svakalega flott ævintýraspennumynd með hinni sjóðheitu Jennifer Garner Kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd í Lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30 FRÁ FRAMLEIÐANDA TRAINING DAY FRÁBÆR SKEMMTUN Sýnd kl. 10.30Kl. 4 , 6, 8 og 10.10 B.i. 14. ára Sýnd kl. 5, 8.30 og 10.20 b.i. 14 Sýnd í LÚXUS VIP kl. 10.20 HHHH Ian Nathan/EMPIRE HHHH VG/DV HHHh Kvikmyndir.is Epísk stórmynd sem fólk verður að sjá. Frá leikstjóranum Oliver Stone. Langa trúlofunin (Un long dimanche de fiancailles) Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Grjóthaltu kjafti (Tais Toi) Sýnd kl. 10.15 Epísk stórmynd sem fólk verður að sjá. Frá leikstjóranum Oliver Stone. Kl. 3.45, 6, 8.15 & 10.30 Kl. 3.45 og 5.45 ísl. tal kl. 6 & 8.15 enska Þeir þurfa að standa saman til að halda lífi! Frábær spennutryllir! „Fullkomlega ómissandi mynd" S.V. MBL HHHHH Tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og handrit. HHHH Þ.Þ FBL Fyrrverandi eiginkona popparans Michaels Jackson, Debbie Rowe, verður aðalvitni saksóknara í mál- inu sem höfðað hefur verið gegn söngvaranum. Er hann ákærður fyrir að hafa misþyrmt ungum dreng kynferðislega. Rowe verður að öllum líkind- um spurð út í einkalíf Jacksons. Hún á harma að hefna á eigin- manninum fyrrverandi því þau tvö hafa deilt hart undanfarið um forræði yfir börnum sínum Prince Michael og Paris. Þegar þau skildu var ákveðið að Jackson myndi borga Rowe um 118 milljónir króna á ári svo hann gæti haft börnin í sinni umsjá. Á síðasta ári höfðaði Rowe aftur á móti mál á hendur Jackson þar sem hún krafðist þess að fá for- ræði yfir börnunum á nýjan leik. Þá brá Jackson á það ráð að hætta að borga henni peninginn. Um þessar mundir stendur yfir val á kviðdómi í misþyrmingar- málinu. Jackson hefur neitað harðlega öllum ákærum og segist alsaklaus. ■ Áttu rómantískt kvöld saman Brad Pitt og Jennifer Aniston sáust nýlega fara saman út að borða. Þau sátu saman yfir rómantískum kvöldverði á L’Orangerie í vesturhluta Hollywood. „Þau komu inn flissandi, héldust í hendur og litu út fyrir að vera afar ham- ingjusöm. Þau hvísluðu og kjöft- uðu yfir matnum og gátu ekki haft hendurnar hvort af öðru,“ sagði heimildarmaður. Amma Brads er einnig alveg viss um að þau taki aftur saman. „Ég er viss um að þetta er að- eins tímabundið og mun jafnvel efla ást þeirra. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar þau tilkynntu um skilnaðinn. Ég var í sjokki. Þau þurfa bara að eyða smátíma í burtu hvort frá öðru og munu svo átta sig á hve þau sakna hvors annars,“ sagði amman sem hafði enga hug- mynd um að eitthvað væri að í hjónabandinu. „Brad gaf aldrei til kynna að eitthvað væri að.“ Brad og Jennifer tilkynntu um skilnaðinn í síðasta mánuði. ■ [ MÁL ] MICHAELS JACKSON MICHAEL JACKSON Fyrrum eiginkona popparans mun bera vitni gegn honum í réttarhöldunum. Rowe ber vitni gegn Jackson BRAD PITT OG JENNIFER ANISTON Þau virðast allavega enn vera ágætisvinir og sáust borða rómantískan kvöldverð saman. ■ FÓLK Martin Scorsese er besta dæmið um hversu mikil brandari Ósk- arsverðlaunaafhendingin í raun- inni er. Hvernig getur Goodfellas tapað fyrir Dances with Wolves og Raging Bull tapað fyrir Ordin- ary People? Réttast væri kannski að spyrja hversvegna Óskarinn ætti að skipta einhverju máli fyrir leikstjóra sem löngu er bú- inn að sanna sig fyrir heiminum. En það lítur út fyrir að Scorsese langi samt rosalega í þessa viður- kenningu. Enda er hans nýjasta mynd, The Aviator, nánast hönnuð fyrir fyrsta sætið í þessari undar- legu glanskeppni. Sagan gerist í Hollywood og fjallar á sympatísk- an hátt um einn brjálaðasta leik- stjórann í sögu bæjarins, Howard Hughes. Meðal aukapersóna eru Katharine Hepburn, Ava Gardner og Errol Flynn. Auk þess er hún hæfilega dramatísk og full af flottum flugvélasenum og spreng- ingum eins og góðri nútímaepík sæmir. Hughes (Leonardo DiCaprio) var flugvélaframleiðandi, kvik- myndagerðarmaður og kvenna- bósi. Hann var með vasana fulla af olíupeningum og átti sér þann draum stærstan að gera bestu kvikmyndir í heimi, smíða hröð- ustu flugvélarnar og deita sæt- ustu stjörnurnar. Og það gerði hann eins og ekkert væri. Reynd- ar átti hann við ýmsar geðtruflan- ir að stríða, en það er óhjákvæmi- legur fylgifiskur allra sannra snillinga (og fullkomið viðfangs- efni Óskarsverðlaunamynda). Scorsese gefur mjög sannfærandi mynd af sögupersónunni og sam- tíma hans, með hjálp viðeigandi útlits og tónlistar (gamaldags technicolor og djass þriðja ára- tugarins). Maður hefur áður séð Leon- ardo leika vel og maður veit að hann er hinn fínasti leikari. Samt kemur það á óvart hversu góður hann er í hlutverki Hughes. Hon- um tekst fullkomlega upp, hvort sem það er sem metnaðargjarn glaumgosi, ofvirkur verkfræðing- ur eða skjálfandi sjúklingur. Einnig ber að benda á Cate Blanchett í hlutverki Katharine Hepburn. Það er sérstaklega hjartnæm sena í myndinni þar sem Hughes og Hepburn tala saman í gegnum hurð. Hann nakinn og vænissjúkur, og þorir ekki að láta sjá sig. Martin Scorsese mun vinna óskarinn fyrir The Aviator. Ekki vegna þess að hún er hans besta mynd, heldur vegna þess að það er löngu kominn tími á leikstjór- ann. Það væri neyðarlegt bæði fyrir Akademíuna og leikstjórann ef hann vinnur ekki. Hugleikur Dagsson Óskarinn í þetta sinn THE AVIATOR LEIKSTJÓRI: MARTIN SCORSESE AÐALHLUTVERK: LEONARDO DICAPRIO, CATE BLANCHETT, KATE BECKINSALE NIÐURSTAÐA: Martin Scorsese mun vinna óskarinn fyrir The Aviator. Ekki vegna þess að hún er hans besta mynd, heldur vegna þess að það er löngu kominn tími á leikstjórann. Það væri neyðar- legt bæði fyrir Akademíuna og leikstjórann ef hann vinnur ekki. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Cate Blanchett þorir varlaað máta kjóla frá dýrum hönnuðum fyrir Ósk- arsverðlaunin því hún er hrædd um að sonur sinn æli á þá. Cate var tilnefnd í flokki aukaleikkvenna fyr- ir frammistöðu hennar sem Katherine Hepburn í myndinni The Aviator. „Ég þori ekki í kjólana því son- ur minn gæti ælt á þá,“ sagði hún. Óskarsverð- launahátíðin fer fram þann 27. febrúar í Los Ang- eles. Paris Hilton segist eiga fáar vin-konur en fleiri vini vegna þess hversu erfitt henni hefur reynst að treysta konum. Hún er þó mjög náin Nicole Richie sem leikur með henni í þáttunum The Simple Life. „Ég á mjög marga strákavini, ég á líka vinkonur en mér finnst betra að eiga strákavini vegna þess að stelpur eiga það til að baktala og bregðast trausti mínu,“ segir ljóskan góð- kunna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.