Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 8
3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR Páfi með flensu og á við öndunarerfiðleika að stríða: Lagður inn á sjúkrahús ÍTALÍA, AP Jóhannes Páll II páfi dvelur nokkra daga á sjúkrahúsi vegna veikinda sem hrjá hann. „Það er engin ástæða til hræðslu,“ sagði Joaqin Navarro-Valls, talsmaður páfa, í gær. Hann sagði að páfi væri með hita og haft yrði eftirlit með honum næstu daga vegna öndunar- erfiðleika sem hann hefur átt við að stríða. Navarro-Valls sló á létta strengi þegar hann gerði lítið úr veikindum páfa og sagði að ástæðan fyrir því að hann hefði verið fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús væri sú að neðanjarðarlestin gengi ekki nógu langt. Heilsa páfa hefur lengi verið bág. Hann þjáist af Parkinsonsveiki og sagði Javier Lozano Barragan, kardínáli og æðsti maður Vatíkans- ins í heilbrigðismálum, að van- máttur páfa til að halda sér upprétt- um gerði að verkum að þrengt væri að lungum hans og þind. Páfi dvelst á sérstakri deild á sjúkrahúsinu sem er frátekin fyrir hann. Þar er kapella, eldhús og svefnaðstaða fyrir helsta aðstoðar- mann hans. Vegna þess hversu oft páfi dvelur á Gemellisjúkrahúsinu hafa ítalskir fréttamenn stundum uppnefnt það Þriðja Vatíkanið. ■ MIÐ-AUSTURLÖND, AP Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti palest- ínsku heimastjórnarinnar, hafa þegið boð Hosni Mubaraks Egyptalandsforseta um að koma saman til fundar í Egyptalandi næsta miðvikudag. Að auki hefur Abdúlla Jórdaníukonungur sam- þykkt að vera viðstaddur. Tilgangurinn með fundinum er að treysta þau skref sem stig- in hafa verið í átt til friðar að undanförnu. Síðustu daga minnk- aði bjartsýni manna á frið fyrir botni Miðjarðarhafs þegar tíu ára palestínsk stúlka var skotin til bana og vígamenn réðust á Ísraelsher í hefndarskyni. Ísra- elar kannast hins vegar ekki við að hafa orðið stúlkunni að bana. Vonir standa til þess að Abbas og Sharon komist að samkomu- lagi um vopnahlé á fundi sínum í næstu viku sem verður haldinn í hafnarborginni Sharm el-Sheik við Rauðahaf. Mubarak hefur hingað til neitað að hitta Sharon en leynilögregluforingi hans, Omar Suleiman, sem hitti Sharon í gær kom boði Mubaraks á framfæri. Í fyrradag ræddi Suleiman við fulltrúa herskáu samtakanna Hamas og Íslamskt Jihad í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. ■ Apótekarinn sætir árásum bæjarfulltrúa Framkvæmdastjóri Apóteks Vestmannaeyja segir bæjarfulltrúa hafa skaðað rekstur apóteksins með neikvæðri umræðu. Bæjarfulltrúinn hefur tvisvar sakað eiganda apóteksins um að standa ekki við gefin fyrirheit um vöruverð. SVEITARSTJÓRNARMÁL Andrés Sigu- mundsson, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins í Vestmannaeyja- bæ, hefur í tvígang, fyrst í bæjar- ráði síðan í bæjarstjórn, sakað eiganda Apóteks Vestmannaeyja um að hafa ekki staðið við gefin fyrirheit um sam- k e p p n i s h æ f t vöruverð. Andrés flutti tillögu um málið á síðasta bæjar- stjórnarfundi þar sem hann sagði að vegna þessara vanefnda bæri bæjarstjórn- inni að taka j á - kvætt í umsókn annarra um rekstur apóteks í bænum. Engin umsókn lá fyrir og felldu sjálf- stæðismenn og fulltrúar Vest- mannaeyjalistans tillöguna og sögðu enn fremur að bæj- aryfirvöld ættu að taka afstöðu til um- sókna ef og þegar þær bærust. Hanna María Siggeirsdótt- ir, fram- kvæmdastjóri apóteksins, segir málflutning bæjarfulltrúans und- arlegan. Vöruverðið í apótekinu sé í takt við það sem gerist annars staðar. Sem sakir standa segist hún ekki ætla að aðhafast neitt í málinu. „Það var sagt um Andrés að hann væri galdramaður ársins 2004 í Vestmannaeyjum því hann hefði fengið hægri og vinstri menn til að vinna saman,“ segir Hanna María. „Þessi málflutn- ingur hans er með ólíkindum og enginn grundvöllur fyrir þessum árásum. Ég skil ekki hvað honum gengur til því það liggur ekki einu sinni fyrir umsókn frá öðrum. Andrés er kjörinn fulltrúi minn jafnt sem annarra V e s t m a n n a - eyinga og sem slíkur má hann ekki hygla einum umfram annan. Hann er þegar búinn að valda mér skaða með neikvæðri umræðu í bæj- arfélaginu og ef hann heldur málinu áfram á þessum nótum mun ég alvar- lega íhuga að gera eitthvað í því.“ G u ð j ó n B r a g a - son, skrifstofustjóri sveitar- stjórnarskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins, segir að auðvitað geti sveitarstjórnarmenn verið ábyrgir fyrir orðum sínum fyrir dómstólum. Það vegi hins vegar þungt að samkvæmt sveitar- stjórnarlögum geti sveitarstjórnir ályktað um hvert það mál sem hún telji varða sveitarfélagið. Þá segir einnig í lögunum að sveitarstjórn- armenn séu einungis bundnir af lögum og sannfæringu sinni um afstöðu til einstakra mála og þeim beri að gegna störfum af alúð og samviskusemi. trausti@frettabladid.is ,,Það var sagt um Andrés að hann væri galdra- maður árs- ins 2004 í Vestmanna- eyjum. 199 kr/skeytið. ALLT NÝJAR VÖRUR Í VERSLUNINNI www.hm.is TÍSKA ● GÆÐI ● BETRA VERÐ Nýr listi Pantið í síma: 5 88 44 22 BEÐIÐ FYRIR PÁFA Tvær nunnur biðja fyrir Jóhannesi Páli II páfa á Pétursorgi. AP M YN D GÖNG EYÐILÖGÐ Ísraelar og Palestínumenn hafa reynt að stuðla að vopnahléi að undanförnu. Palestínumenn eyddu í gær göngum sem notuð voru til að smygla vopnum inn á Gazasvæðið. Egyptar boða til ráðstefnu um málefni Palestínu: Abbas og Sharon funda í næstu viku Andrés Sigmundsson: Svikin loforð SVEITARSTJÓRNARMÁL Andrés Sig- mundsson bæjarfulltrúi segir að forsvarsmenn apóteksins hafi gefið skrifleg fyrirheit um sam- keppnishæft vöruverð fyrir um tveimur árum. „Það var ýmsu lofað en það er að koma á daginn að þau loforð hafa verið svikin,“ segir Andrés. Aðspurður hvort einhver verðkönnun hafi verið gerð seg- ir hann ekki svo vera. Hann viti hins vegar um mörg dæmi þess að verðið sé ekki samkeppnis- hæft við það sem gerist annars staðar. Andrés segist ekki skilja hvers vegna tillagan hafi verið felld. Hann vilji hvetja aðrar lyfjaverslanir til að hefja rekstur í bænum því honum finnist eðlilegt að Vest- mannaeyingar njóti sama lyfjaverðs og aðrir landsmenn. ■ ANDRÉS SIGMUNDSSON Framkvæmdastjóri apóteks- ins segir að sem kjörinn full- trúi megi Andrés ekki hygla einum umfram annan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.