Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 39
F211FIMMTUDAGUR 3. febrúar 2005
Þegar góðan bjór ber á góma er Árni Jóhannsson, stór-
tenór úr Fóstbræðrum, ekki í nokkrum vafa um að
frændur okkar Danir hafi hitt á réttu formúluna. „Faxe
Extra Strong 10% er einhver sá besti sem ég hef smakk-
að,“ segir stórtenórinn. „Hann er einstaklega ljúfur og
bragðgóður og það þrátt fyrir að vera 10% að styrk-
leika. Hann skýtur öðrum sterkum bjórum ref fyrir rass
hvað bragðgæði varðar en þeir eru allir einfaldlega
rammir þrátt fyrir að vera léttari í áfengismagni. Faxe
Extra Strong má neyta við öll góð tækifæri. Fólk komið
á minn aldur vill frekar hafa það náðugt heima í stofu
og njóta stundarinnar, þá er ekki
verra að hafa slíkan kostabjór við
hendina í stað þess að belgja sig út
með léttari bjórum. Svo er hann
einnig frábær með þorramatnum, hef-
ur mikið bragð sem hentar vel á móti
slíkum kræsingum og má segja að í
bjórnum séu tveir fyrir einn, bjór og
snafs á einum stað sökum styrkleik-
ans.“
Verð í Vínbúðum 399 kr. í 50cl dós
Hvað merkir
að vera
„sommelier“?
Sommelier er franskt orð sem
hefur verið notað án þess að vera
þýtt í flestöllum tungumálum. Ís-
lenskan er svo sveigjanleg og hug-
tökin tiltölulega auðsköpuð með
nýyrðum að þýðingin „vínþjónn“
fellur einkar vel til að meiningu
hins upprunalega orðs. En hvað
þýðir eiginlega Sommelier? Orðið
er upprunalega úr latínu/frönsku
„somme (sagmarium)“ sem þýddi í
upphafi „burður“ á burðardýri,
síðan burðardýrið sjálft og úr því
varð fagheiti mannsins sem hafði
ábyrgð á burðardýrunum:
somme-lier (latína: summularius,
undirforingi sem sér um matar-
birgðir og vopnabúrið). Hann fór
svo smám saman að bera ábyrgð á
öllu því (matarkyns eða annað)
sem fylgdi kónginum eða valda-
miklum aðalsmönnum. Hvernig
var svo tengingin milli eins konar
hestasveins og vínþjóns nútímans?
Vínþjónustan sem sérgrein
var fyrst færð í annála á 9. öld hjá
prinsum og smákóngum í Frakk-
landi og Ítalíu undir embættisheiti
„échanson“. Það orð kemur úr
germanskri mállýsku („skanjo“)
sem var töluð hjá þjóðflokknum
„Francs“ – þeir mynda þá vísi af
því sem varð seinna konungsríkið
Frakkland. Echanson verður sá
embættismaður sem sér um vín-
þjónustu og -birgðir. Grand
Echanson var þegar á 11. öld
mjög eftirsótt embætti við kóngs-
ins háborð. Í því embætti felst auk
birgðahalds, umsjón með vín-
ekrum kóngsins og starfsemi vín-
kaupmanna (skattlagning að sjálf-
sögðu!). Vínþjónustan sem hafði
horfið í hendur undirmanna, kem-
ur aftur í sviðsljósið þegar klaustur
verða einna áhrifamest í vínrækt
frá 12. öld og yfirtaka rekstur vín-
gerðarinnar.
Frá þeim tíma voru tveir
embættismenn við matarborð
kóngsins ef svo má að orði kom-
ast, „échanson“ sem sá um vín-
þáttinn og „sommelier“ sem sá
um að leggja á borð og undirbúa
þjónustuna.
Næsta skrefið er tekið á 16.
öld þegar vínkaupmenn opnuðu
krár og gistihús þar sem „échan-
son“ eða „sommelier“ verður að
almennu starfsheiti en ekki lengur
einangrað við borð aðalsins.
Til gamans má geta þess að á
18. öld voru vín aldrei drukkin
nema blönduð með vatni, flaskan
eða ílátið sem geymir vínið var
aldrei skilið eftir á borðinu heldur
lagt á þjónustuborð til hliðar:
gestgjafinn gaf gestunum sínum
af matarílátum sem voru skilin eft-
ir á borðinu – en þjónustan snerist
eingöngu um vínið. Nýtt starf fór
að myndast: kjallarameistari, sem
sá um birgðirnar sem geymdar
voru í kjallara gistihússins, hann
bar vínið upp þegar of mikið var
að gera hjá sommelier og aðstoð-
aði hann í leiðinni – hann bar all-
an tíma svuntuna sína til að ein-
kenna sig frá öðrum. Það starf
(caviste – er enn til en merkir allt
annað, vínsölumaður í sérhæfðri
búð) víkur smám saman undan og
sommelier yfirtekur það mesta úr
því: þaðan er komin svuntan sem
vínþjónar nútímans bera stoltir og
er einkennistákn þeirra.
Upplýsingar og pantanir í síma 483 4700
info@hotel-ork.is, www.hotel-ork.is
Helgin 11. - 13. febrúar
“Á vit hins óþekkta á óráðnum stað”
(setning úr Kryddlegnum hjörtum, leikstjóri Alfonso Arau, 1992)
Í tilefni Valentínusardagsins
14. febrúar veitum við rómantískum einstaklingum
tækifæri á að gera vel við maka sinn.
Frí gisting á Hótel Örk ef keyptur er
þriggja rétta þemakvöldverður hússins.
Verð einungis 4.900,- krónur á mann.
Morgunverður af hlaðborði innifalinn.
Sé keyptur þemakvöldverður bæði kvöldin
er verðið einungis 9.500,- krónur á mann
og gisting frí frá föstudegi til sunnudags.
Lifandi tónlist og stuð fram eftir nóttu.
Como aqua para chocolate
Tómas Þóroddsson og Jakob V. Arnarson
matreiðslumenn á Hótel Örk hafa sett
saman matseðil fyrir elskendur, í anda
myndarinnar “Kryddlegin hjörtu”
Föstudagur:
Villisveppasúpa
krydduð með lárviðarlaufi
Mexikóskar
kjúklingabringur,
“hot and spicy”
Súkkulaðipýramídi með
jarðaberja- og mangósósu
Laugardagur:
Hvítvíns humarsúpa
Glóðarsteikt lambasteik
með rósablaðasósu
Súkkulaðitvenna
með karamellu
D
a
g
s
s
o
n
2
0
0
5
Faxe Extra Strong:
Uppáhaldsbjór stórtenórs!