Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 26
Tískusýningar
Á vefsíðunni vogue.co.uk getur að líta myndir frá öllum helstu tískusýningunum í
París, New York, Mílanó og London. Myndirnar birtast um leið og sýningunum lýkur
og þar er einnig hægt að sjá tískusýningar nokkur ár aftur í tímann. [ ]
SKARTHÚSIÐ
Laugavegi 12, s. 562 2466
Jólasendingin af Pilgrim
skartgripum komin.
Einnig mikið úrval af nælum og
öðrum semelíu skartgripum.
Sendum í póstkröfu.
ÚTSÖLULOK
Auka afsláttur af
fatnaði um helgina
20-50% afsláttur
f töskum
15% afsláttur af
Pilgri skartgripum
ÚTSALA ÚTSALA
Allir bútar á 500 kr.
Ég vil hafa snyrtilegar og fallegar
hendur þess vegna vel ég LCN nagla
gel á mínar neglur.
Sigrún Ungrú Reykjavík.
Diza Ingólfsstræti 6
S. 561-4000 • Opið 11-18, laugard. 11-14
Náttfatadagar í febrúar
Rómantísk, notaleg ítölsk náttföt
og náttkjólar á tilboði
Skoðið nýju vefsíðuna okkar www.diza.is
Síðbuxur, skyrtur
og peysur
Laugavegi 62
sími 511 6699
Glæsibæ
sími 511 6698
www.sjon.is
sjon@sjon.is
Gar›atorgi
sími 511 6696
Hrúga af fötum
fyrir 3.000 krónur
Kata og Gunna með kíló af fötum: skíðaúlpu, sjal, legghlífar, pils, prjónahúfu, hálsklút og undirkjól. Allt saman kostaði 3.000 krónur.
Á morgun byrjar gósentíð fyrir
gramsara og fagurkera því kílóa-
markaðurinn hefst þar kl. 10 í
fyrramálið. Kílóasalan er orðin
árviss viðburður í Spútnik enda
hefur alltaf tekist vel til og
skemmtileg stemning myndast
þegar gramsið stendur sem hæst.
Allar flíkur í versluninni
verða seldar í kílóavís næstu
tvær vikurnar og nú er gullið
tækifæri að verða sér úti um ger-
semar á góðu verði því kílóið er
falt á aðeins 3.000 kr.
Fréttablaðið leit við í Spútnik
þegar verið var að undirbúa
kílóasöluna og fékk tvær upp-
rennandi stjörnur í tónlistar-
heiminum, þær Kötu og Gunnu,
til að finna flott föt á vigtina.
Katrína Mogensen og Guðrún
H. Ísaksdóttir eru í tíunda bekk
en þær unnu síðustu Músíktil-
raunir með hljómsveitinni sinni
Mammút sem skipuð er fimm
ungmennum á aldrinum 15 til 17
ára. Síðan þá hafa þau spilað víða
og í bígerð er plata með hljóm-
sveitinni sem er væntanleg von
bráðar.
Það er sko engin lognmolla í
kringum þessar stelpur, þær
geystust í gegnum Spútnik,
fundu fullt af girnilegum flíkum
og gerðu kostakaup á kílóamark-
aðnum. ■
Kílóamarkaðurinn byrjar í Spútnik á morgun.
Beyoncé er yfirleitt mjög vel til fara
þótt ekki séu fötin efnismikil.
Fatalína í
minningu
saumakonu
Poppstjörnum finnst gaman
að hanna föt.
Enn bætist í hóp poppstjarna sem
gerast fatahönnuðir. Nýjasta
poppstirnið er söngkonan
Beyoncé. Hún hefur skrifað und-
ir samning við Tarrant Apparel
Group um að framleiða fatalínu
fyrir ungar konur.
Beyoncé hefur nefnt línuna
House of Dereon eftir ömmu
sinni, Agnesi Dereon, sem var
saumakona. Fyrstu flíkurnar
koma í verslanir næsta haust og
Beyoncé segir að þetta verði
blanda af gömlu og nýju. „Ég
mun blanda loðfeldi við gallaefni,
klassískri hönnun við sporthönn-
un,“ segir Beyoncé. ■
Fyrirsætan Twiggy var svo sann-
arlega andlit sjöunda áratugar-
ins og táknaði
ferskleika og
frelsi með
stutta, stráka-
lega hárinu,
stóru augunum
og spengilegum
vexti.
Nú, næstum
fjörutíu árum
seinna, mun
þessi frægasta
fyrirsæta Breta
enn á ný verða
tákn sinnar kyn-
slóðar. Nú er
hún fyrirmynd
þeirra sem nálg-
ast miðjan aldur
í öldrunarher-
ferð.
Twiggy er nú
55 ára og verður
herferðinni beint að fyrirtækjum
og þau hvött til að hanna auglýs-
ingar og vörur fyrir þennan
stóra og vel stæða hóp. Twiggy
hefur mestar
áhyggjur af
a u g l ý s i n g u m
þar sem átján
ára fyrirsætur
auglýsa fegurð-
arvörur fyrir
fólk sem er
komið yfir fer-
tugt.
Twiggy hætti
fyrirsætustörf-
um árið 1970 til
að verða leik-
kona en segir að
hún leggi jafn-
mikla áherslu á
að líða vel og
líta vel út. Hún
segist ekki
hrædd við að
eldast og er því
góð fyrirmynd
fyrir fólk, ekki síst konur, á miðj-
um aldri. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Twiggy er komin aftur
Breska fyrirsætan Twiggy hjálpar fólki að eldast.
Twiggy var andlit ársins 1966 þegar
hún var aðeins sextán ára.