Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 55
Hagvöxtur hér á landi er mjög hár
um þessar mundir og útlit fyrir að
hann haldist hár á næstunni. Í nýrri
spá fjármálaráðuneytisins er gert ráð
fyrir að hagvöxtur áranna 2004-2006
verði 5,3 prósent að meðaltali. Til
samanburðar er hagvöxtur þessara
ára 3,2 prósent að meðaltali í ríkjum
OECD. Eina aðildarríkið með hærri
meðalvöxt en Ísland í spá OECD er
Tyrkland með meðalhagvöxt upp á
7,3 prósent þessi þrjú ár.
Hér á landi er mestur vöxtur einka-
neyslu og fjármunamyndunar. Af ein-
stökum ráðstöfunarliðum landsfram-
leiðslu vegur vöxtur einkaneyslu
þyngst. Gert er ráð fyrir að aukning
einkaneyslu á árunum 2004-2006
verði 6,5 prósent að meðaltali á ári.
Jafnframt er gífurlegur vöxtur fjár-
munamyndunar, ekki síst vegna fjár-
festingar í virkjun og álveri á Austur-
landi. Spáð er að hún verði tæp 16
prósent á ári á tímabilinu 2004-2006.
Þessi mikli vöxtur kemur óhjákvæmi-
lega fram í aukinni framleiðslu-
spennu. Þannig sýnir spá fjármála-
ráðuneytisins að framleiðsluspenna
verði á bilinu 1-1,5 prósent af lands-
framleiðslu á árunum 2005-2006
sem er aukning frá árinu 2004. Í spá
Seðlabankans sem birt var í desem-
ber sl. er einnig gert ráð fyrir aukinni
framleiðsluspennu. Seðlabankinn
gerir ráð fyrir svipuðum hagvexti og
fjármálaráðuneytið, eða 5,5 prósent
að meðaltali árin 2004-2006. Á hinn
bóginn reiknar hann með mun meiri
framleiðsluspennu, eða á bilinu 3,5-5
prósent af landsframleiðslu. Þegar
reiknað er með hagvexti yfir 5 pró-
sent þrjú ár í röð, þá má búast við
meiri framleiðsluspennu en sem
nemur 1-2 prósentum af landsfram-
leiðslu.
Einn af fylgifiskum þessa hagvaxtar-
skeiðs og ríkt merki þess að vöxtur-
inn er ekki í jafnvægi, er mikill og
vaxandi viðskiptahalli. Fjármálaráðu-
neytið gerir ráð fyrir að hann verði
yfir 10 prósent af landsframleiðslu að
meðaltali á árunum 2004-2006. Á ár-
inu 2006 er gert ráð fyrir halla sem
nemur 12,8 prósentum af landsfram-
leiðslu. Þetta er ekki mesti halli sem
mælst hefur, heldur er jafnað metið
frá árinu 1947. Til samanburðar er
gert ráð fyrir að viðskiptahalli meðal
OECD-ríkja nemi að meðaltali 1,3
prósent á árunum 2004-2006. Aftur
eigum við metið meðal OECD-ríkja,
þótt þetta met verði að teljast heldur
vafasamara. Næst okkur eru Ungverj-
ar með viðskiptahalla sem nemur 8,6
prósentum af landsframleiðslu. Á
hinum endanum eru Norðmenn sem
reikna með að skila afgangi á við-
skiptum við útlönd sem nemur yfir
15 prósentum af landsframleiðslu.
Mesti afgangur sem sést hefur á við-
skiptajöfnuði hér á landi nam 3 pró-
sentum af landsframleiðslu á árinu
1962.
Ljóst er að með hagvöxt umfram
framleiðslugetu, aukna verðbólgu og
vaxandi viðskiptahalla verður eitthvað
að gefa eftir. Spurning er einungis
hvað gefur fyrst eftir og hvenær.
ÞJÓÐARBÚSKAPURINN
KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR
Gert er ráð fyrir að aukning einkaneyslu á árunum 2004-2006 verði 6,5
prósent að meðaltali á ári. Jafnframt er gífurlegur vöxtur fjármunamyndun-
ar, ekki síst vegna fjárfestingar í virkjun og álveri á Austurlandi. Spáð er að
hún verði tæp 16 prósent á ári á tímabilinu 2004-2006.
FIMMTUDAGUR 3. febrúar 2005
Með Fréttablaðinu
alla fimmtudaga
Vi› segjum fréttir
Hagvöxtur næstu ár