Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 60
3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR
Það fer að koma
öskudagur. Ein af
mínum fyrstu minn-
ingum er dagurinn
sem amma klæddi
mig í hvítan
prinsessukjól og
málaði mig. Svo
gengum við niður í
miðbæ Akureyrar, ein-
hver laumaðist til að næla í okkur
öskupoka og svo var kötturinn sleg-
inn úr tunnu. Ég man reyndar ekki
eftir að hafa tekið þátt í því athæfi.
Líklega var ég of mikil prinsessa í
fína hvíta kjólnum. En þegar ég var
eldri reyndi ég hvað ég gat að verða
tunnu- eða kattarkóngur þegar kött-
urinn var sleginn úr á Dalvík.
Öskupokarnir eru svo gott sem
horfnir, enda ekki hægt að lauma
neinu á fólk með nútíma öryggis-
nælum. Tunnurnar hafa líka mikið
breyst í aldanna rás. Einhver hefur
sagt mér að í tunnunum hafi verið
dauður köttur. Um það veit ég ekki.
Hins vegar var lengi vel dauður
mávur sem hékk í tunnunni. Það veit
ég að er satt, því það var í tunnunum
þegar ég var að slá. Svo eitt árið var
skipt um. Kannski fannst ein-
hverjum of mikið lagt á börnin að
hafa hræ hangandi í tunnunni.
Kannski vildi fólk bara vera gott við
börnin og fylla hana með einhverju
góðgæti. Eitt árið var nefnilega
engan máv að finna, heldur hrundu
Svalafernurnar út, þegar botninn
datt. Það eyðilagði alveg von um
einn konungstitilinn. Það er ekki
hægt að verða kattarkóngur þegar
enginn er kötturinn (eða ígildi hans).
Svalinn eða nammið slær út heiður-
inn að fá að verða kattarkóngur.
Þetta var reyndar titill sem ég fékk
aldrei og það er lítil von til þess að
ég nái konungstign héðan af.
Eftir átökin var svo farið og
sungið í búðum. Og við fengum að
klára að syngja lögin okkar. Þrátt
fyrir að allir krakkarnir hafi komið
á undan okkur og sungið. Við fórum
saman í sönghópum, sem tók langan
tíma að skipuleggja og æfa. Ekki
var hægt að ætlast til að fá nammi
fyrir falskt lag sem enginn í
hópnum kunni. Fyrir hönd allra
þeirra sem fá að njóta söngs á ösku-
dag, vona ég að krakkarnir taki
þetta til íhugunar. ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
SVANBORG SIGMARSDÓTTIR RIFJAR UPP ÖSKUDAGA
Ég varð aldrei kóngur
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
ENGINN SYKUR
ALVÖRU BRAGÐ
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
14
8
8
6
EKKI ÉG HELDUR
MANSTU EFTIR
SYKRI?
199 kr/skeytið.
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
Sem betur
fer fáum
við vel
borgað!
Hipp
húrra!
Þetta er
blúsinn „Olli
skildi mig
eftir einan
heima!“
Ég hef heyrt
hann áður!
Þetta er
eina lagið
sem ég
kann!
Aftur komin
í vandræði?
Já!
Viltu tala
um það?
Nei!
En ef kjúklinga-
vængirnir þínir
eru kaldir og þú
þarft að hita
þá upp skaltu
ekki setja þá
í þurrkarann.
Jæja! Þá er ég búinn
að panta undirmeð-
vitundarkassettuna!
Það verður
meiriháttar! Þegarpakkinn
kemur eiga
stelpurnar
eftir að
liggja fyrir
fótum mér!
Ég get
ekki
beðið!
Undirmeðvitund-
arkassetta?
Ha! Ha! Ha!
Tveimur dögum síðar Þú hafðir
rétt fyrir
þér.
13 vikna nám í ljósmynda- og
tískuförðun hefst 14. febrúar.
Skráning og upplýsingar eru í síma 564 0406 og á
makeup@fjoltengi.is. Góð greiðslukjör.
Hamraborg 7
Hamrabrekkumegin.
Sími 564 0406