Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands. Skuldlaus Það var í fréttum í vikunni að eft-irspurn eftir dýru húsnæði hefur aukist mjög á Íslandi. Mikil eftir- spurn er eftir húsum sem eru dýrari en 100 milljónir. Og núna er byrjað að byggja glæsilegt einbýlishús sem er tæpir 700 fermetrar að stærð. Gott pláss fyrir kjarnafjölskyldu. Eða fyrir eldri hjón sem hafa gaman af göngum og eiga erfitt með að henda drasli. ÞAÐ ER SVO RÍKT í okkur, sér- staklega þegar vel gengur, að reyna að eignast sem mest af hlutum. Nota tækifærið. Og helst að vera skuld- laus. Hjá mörgum er það takmark í lífinu. Það er meira að segja gömul og góð, íslensk dyggð. Að geta skilið eitthvað eftir sig handa afkomend- um sínum. Og það eru svo margir sem leggja svo hart að sér við það. Það er gott og blessað á meðan maður gleymir ekki sínum nánustu í öllum hamaganginum. Það þarf nefnilega aðallega að sinna þeim. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn ef hann fyrirgerir sálu sinni? Börnin manns lifa ekki á brauði einu saman. Gott hjónaband er ekki gert út steinsteypu. Vil ég fá þessa áletrun á legsteininn minn?: HÉR HVÍLIR JÓN GNARR. HANN VAR SKULDLAUS OG LÉT EFTIR SIG TÖLUVERÐAR EIGNIR. TIL HVERS AÐ streða við að eign- ast hluti ef maður gleymir að ala upp börnin sín? Kunna þau þá nokk- uð að fara með alla þessa hluti? Þeg- ar þau eru orðin fullorðin, munu þau þá ekki bara eyða öllum auðæfunum í sukk og vitleysu? Frekar ömurlegt að vera dauður og þurfa að horfa uppá það og geta ekkert gert. Í RAUNINNI eigum við ekki neitt. Við komum nakin í þennan heim og förum nakin úr honum aftur. Við komum ekki með neitt og við getum ekki tekið neitt með okkur. Stærsta lánið sem við fáum, er lífið okkar. Og við fáum vexti af því í hlutfalli við hvernig við förum með það. Að þykjast eiga eitthvað er bara frekja. Guð á allt, öll hús, allar jarðir og alla peninga. Við fáum hluti bara lánaða og eigum að fara vel með þá. Við erum leiguliðar. Gestir. Maður- inn er fátækur í eðli sínu. Að skilja það er að vera, það sem Jesús kallar, fátækur í anda. Þá er alveg sama hversu ríkur maður er, maður skilur að maður er bara með hlutina að láni. Og þvílíkur léttir! Það er bara eins og að vera kominn til himna. ■ JÓNS GNARR BAKÞANKAR Með Fréttablaðinu alla fimmtudaga Vi› segjum fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.