Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 3. febrúar 2005 31 Fregnir herma að Rudy Tomja-novich, þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum, ætli að hætta að þjálfa liðið vegna hrakandi heilsufars. Samkvæmt talsmanni Lakers hefur ekkert verið ákveðið að svo stöddu en þjálfarinn at- hugar nú vandlega þá kosti sem eru í boði. Þó nokkrir þjálfarar hafa nú þegar verið orðaðir við Lakers, t.d. Mike Krzyzewski, þjálfari Duke-háskólans og Jim Calhoun hjá Connecticut. Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal,neitar að hafa hótað Gary Neville fyrir leik Arsenal og Manchester United. Vieira er sagður hafa ögrað Neville þegar leikmenn gerðu sig lík- lega til að hlaupa inn á völlinn. Vieira lenti svo í stimpingum við Roy Keane og þurfti dóm- ari leiksins að stía þá í sundur. „Ég hótaði ekki neinum. Leikmennirnir eru nógu stórir til að hugsa um sig sjálfir,“ sagði Vieira. Lið Detroit Pistons fór í heimsókn íHvíta húsið til George Bush Bandaríkjaforseta. Chauncey Billups afhenti forsetanum Pistons-búning með númerinu 04 aftan á. Bush þakkaði pent fyrir sig og óskaði Pistons-mönn- um til ham- ingju með titil- inn. „Enginn bjóst við að þið mynduð vinna þannig að ég veit hvernig ykkur líður,“ sagði Bush. Emmitt Smith, leikmaður ArizonaCardinals í NFL-deildinni, er sagður ætla að hætta í bandaríska fótboltanum. Smith vann á sínum tíma þrjá titla með Dallas Cow- boys á 10. ára- tugnum en skipti yfir í Cardinals árið 2003. Hann þvertók fyrir að skórnir væru á leiðinni á hilluna. „Sáuð þið tímabil- ið mitt í fyrra? Finnst ykkur ég vera tilbúinn að hætta?“ sagði Smith sem er 35 ára gamall og segist eiga nóg eftir. Terrell Owens hjá PhiladelphiaEagles í NFL verður að öllum lík- indum orðinn heill þegar liðið mæt- ir New England Patriots í Ofurskál- inni á sunnudaginn. Owens fót- brotnaði í síðasta mánuði en segist engu að síður vera tilbúinn í slag- inn. „Hér er ég, ég ætla að spila og ekkert múður,“ sagði Owens. Læknar Eagles-liðs- ins fullyrtu að pilt- urinn þyrfti lengri tíma til að ná bata en Owens lét það sem vind um eyr- un þjóta. „Ég virði skoðanir læknanna en enginn þekk- ir líkama minn betur en ég sjálfur.“ Rifrildið milli knattspyrnustjóransGraeme Souness og Craig Bellamy ætlar engan endi að taka þrátt fyrir að Bellamy sé haldinn á brott frá Newcastle og genginn til liðs við Celtic. Souness lét hafa eftir sér á dögunum að Bellamy hefði ekki verið nógu góður fyrir lið sitt. „Pilturinn hefur skorað 9,3 mörk að meðaltali á tímabili á ferlin- um. Hann er ekki nógu góður fyrir okkur því við þurfum framherja sem er nærri 20 marka múrnum,“ sagði Souness. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM NORÐMENN FAGNA Markvörðurinn Steinar Ege, varnartröllið Johnny Jensen og Borge Lunde sjást hér fagna sigrinum gegn Svíum. Fréttablaðið/AP Geta orðið heimsmeistarar Sænska hetjan Staffan Olsson hefur trú á Norðmönnum á heimsmeistara- mótinu í handbolta sem fram fer í Túnis. HM Í HANDBOLTA Sænska handbolta- goðsögnin Staffan Olsson segist ekki hafa verið hissa á því að Norðmenn hafi unnið Svía á heimsmeistaramótinu í handbolta í Túnis á þriðjudagskvöldið. „Ég ætla ekki að monta mig en ég benti á styrk Norðmanna í tveimur dagblöðum áður en heimsmeistaramótið byrjaði og varaði sænska liðið við þeim,“ sagði hinn fertugi Olsson sem er hættur að spila með sænska landsliðinu eftir tæplega tveggja áratuga nær samfellda sigur- göngu. Sigurganga sænska liðsins hófst á heimsmeistaramótinu í Tékkóslóvakíu árið 1990 og Olsson er á því að Norðmenn geti leikið það eftir í Túnis og á næstu árum. „Norska liðið með fimm til sex frábæra leikmenn sem spila með bestu liðum Evrópu og í liðinu er góð blanda eldri og yngri manna. Flestir leikmanna liðsins eru á aldrinum 27 til 32ja ára og eru með alþjóðlega reynslu. Ég hef reyndar beðið eftir því í nokkurn tíma að norska liðið slái í gegn.“ Olsson sagði norska liðið betra en það sænska í dag. „Þetta norska lið er líka reynslumeira og samstilltara en við vorum árið 1990 og miðað við ganginn og sjálfstraustið sem er í liðinu núna er ekkert ómögulegt. Ég ætla ekki að spá því að Norðmenn verði heimsmeistarar en þeir gætu orðið það,“ sagði Olsson. oskar@frettabladid.is STAFFAN OLSSON Hefur haft tröllatrú á Norðmönnum í nokkurn tíma og varaði sænska landsliðið við því norska fyrir heimsmeistaramótið. Reshea Bristol líklega á leið til Keflavíkur: Vill koma á nýjan leik til Keflavíkur KÖRFUBOLTI Ágætis líkur eru á að Reshea Bristol, sem lék með meistaraflokki kvenna í Keflavík fyrri lungann úr tímabilinu í 1. deild kvenna, muni snúa aftur til Keflavíkur. Bristol þurfti frá að hverfa eftir að fjölskylda hennar lenti í bílslysi og var hún kvödd heim af sínum nánustu eftir það. Í hennar stað kom LaToya Rose en hún bjó ekki yfir þeim eiginleikum sem Keflvíkingar leituðust eftir og var látin fara eftir tvo leiki. Þessar þreifingar hafa reynst Keflavíkurstúlkum dýrkeyptar en þær hafa tapað þremur síðustu leikjum, þar af undanúrslitum bikarkeppninnar. Liðið tapaði hins vegar ekki leik með Bristol innan- borðs enda skilaði hún liði sínu 21,5 stigum, 8,4 fráköstum, 7,75 stoðsendingum og 6,75 stolnum boltum að meðaltali í leik. Sverrir Þór Sverrisson, þjálf- ari Keflavíkur, sagði í samtali við Fréttablaðið að málið væri á loka- stigi. „Hún vill koma aftur og er að kanna hvort aðstæður leyfi það,“ sagði Sverrir. „Fari svo að hún komi ekki munum við leita okkur að nýjum erlendum leik- manni.“ smari@frettabladid.is RESHEA BRISTOL, FYRRUM LEIK- MAÐUR KEFLVÍKINGA Keflavík tapaði ekki leik með Bristol innanborðs áður en hún þurfti frá að hverfa. Landsbankadeild karla: Þróttur að fá liðsstyrk FÓTBOLTI Lið Þróttar í knattspyrnu er komið langt á veg í viðræðum við erlendan framherja um að hann spili með liðinu í sumar í Landsbankadeildinni. Að sögn Guðmundar Vignis Óskarssonar, framkvæmdastjóra félagsins, er um að ræða mjög sterkan leik- mann en hann sagði jafnframt að málið sé á því stigi að hann geti hvorki gefið upp nafn hans né þjóðerni. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er að um að ræða öflugan framherja frá einu af Norðurlönd- unum sem skorað hefur mikið af mörkum á sínum ferli. Þróttarar höfðu áður fengið serbneska varnarmanninn Dusan Jaic til liðs við sín og segir Guðmundur Vignir að ef samningar náist við erlenda framherjann hafi liðið lokið sér af á leikmannamarkaðn- um fyrir sumarið. ■ Arsene Wenger: Játar sig sigraðan FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, hefur gefið upp alla von um að lið hans hampi meistaratitlinum á Englandi í vor. Eftir tapið gegn Manchester United í fyrrakvöld metur hann stöðuna svo að Arsenal sé orðið of langt á hæla Chelsea til að hægt sé að vinna forskotið upp. „Við ætlum ekki að gefast upp en forskot Chelsea er einfaldlega orðið of mikið. United á veika von um að ná þeim en ég held að Chelsea eigi titilinn vísann núna. Það er þó mikið stolt í okkar her- búðum og við munum því halda áfram að berjast,“ sagði Wenger. Knattspyrnustjórinn vildi ekki kenna markverði sínum Almunia um þriðja mark United í leiknum, þar sem hann þótti gera mistök sem kostuðu mark og kenndi frek- ar vörninni í heild um ósigurinn. „Vörn okkar var slök í fyrsta, öðru og þriðja marki þeirra og þessi mistök sem við vorum að gera eru eitthvað sem við vorum ekki að gera á síðasta tímabili. Eftir að United gerði þriðja markið var svo eins og sjálfs- traust minna manna dvínaði og niðurstaðan var þægilegur sigur Manchesterliðsins.“ ■ ARSENE WENGER Knattspyrnustjóri Arsenal hefur gefist upp í baráttunni gegn Chelsea. ÁSGEIR ELÍASSON Þjálfari Þróttar ætlar að fá einn nýjan framherja til að styrkja liðið fyrir Landsbankadeildina í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.