Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 61,40 61,70 115,77 116,33 80,24 80,68 10,78 10,84 9,70 9,76 8,83 8,89 0,59 0,60 93,40 93,96 GENGI GJALDMIÐLA 02.02.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 110,26 -0,21% 4 3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR Íslenska kennslanefndin komin frá Taílandi: Mikið verk er óunnið Íslenskur starfshópur sem vann að því að bera kennsl á lík þeirra sem féllu í hamförunum við Ind- landshaf á annan í jólum sneri heim frá eyjunni Phuket við Taíland á þriðjudag. Bjarni J. Bogason aðstoðaryf- irlögregluþjónn, Sigríður Rósa Víðisdóttir tannlæknir og Svend Richter, dósent við tannlækna- deild Háskóla Íslands, eru öll í kennslanefnd ríkislögreglustjóra. Þau héldu utan 16. janúar eftir að beiðni um aðstoð barst frá Norð- mönnum sem sendu einnig hóp til að auðkenna þá sem fórust. Hópurinn segir að mikið starf sé óunnið þar sem enn eigi eftir að bera kennsl á mörg þúsund lík. Það gengur hægt fyrir sig að auð- kenna hina látnu, sérstaklega í til- fellum þar sem þarf að gera DNA- greiningu, en hún getur tekið nokkra mánuði. Aðstandendum hinna látnu er ekki afhent líkið fyrr en búið er að bera kennsl á hinn látna. Að sögn Gísla Pálssonar, for- manns kennslanefndar, er leitað sérstaklega til Norðurlandabúa í málum sem þessum því þeir hafi orð á sér fyrir mikla nákvæmni og að skara fram úr á þessu sviði, en kennslanefndir frá fjölmörgum löndum starfa saman á hamfara- svæðinu. - bs Flestir trúa að skipt verði um formann Þeir eru helmingi fleiri sem telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar en þeir sem telja að Össur haldi áfram for- mennsku. Ef aðeins er litið til stuðningsmanna flokksins er munurinn meiri. SKOÐANAKÖNNUN Mikill meirihluti landsmanna telur að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti for- maður Samfylkingarinnar, sam- kvæmt skoðunakönnun sem Fréttablaðið lét gera. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja rúm 63 prósent að Ingibjörg Sólrún verði næsti formaður, en rúm 32 prósent telja að Össur Skarphéðinsson verði formaður Samfylkingarinnar. Rúm fjögur prósent telja að einhver annar verði formaður. Það eru því um helmingi fleiri sem telja að for- mannsskipti fari fram í Samfylk- ingunni í vor, en þeir sem telja að Össur verði áfram formaður. Mun fleiri konur telja að Ingi- björg verði næsti formaður flokksins, eða 58,3 prósent, á meðan 49,3 prósent karla telja að Ingibjörg verði for- maður. Tæplega 24 prósent kvenna telja að Össur haldi áfram formennsku í flokknum, en 31 prósent karla. Þá telja aðeins fleiri af landsbyggðinni að Ingi- björg verði formaður, eða rúm 57 prósent á móti tæpum 52 prósent- um á höfuðborgarsvæðinu. Tæp 30 prósent af landsbyggðinni telja að Össur haldi velli sem formað- ur, en 26 prósent á höfuðborgar- svæðinu. Aðeins fleiri eru óá- kveðnir á höfuðborgarsvæðinu. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna verður niðurstað- an enn meira afgerandi. Það verð- ur þó að hafa í huga að slíkar athuganir eru einungis vís- bendingar um hvernig stuðningsmenn Samfylk- ingar telja að formanns- kjörið fari, þar sem stuðningsmenn Sam- fylkingar eru einungis um 160 og niðurstaðan því alls ekki marktæk. Af þeim telja þó 72 pró- sent að Ingibjörg Sólrún verði næsti formaður, en 20 prósent telja að Össur haldi áfram for- mennsku. Þetta bendir til að fleiri utan Samfylkingar telji að Össur haldi áfram að vera formaður, en innan flokksins. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem taka af- stöðu telja tæp 77 prósent að Ingi- björg Sólrún taki við formennsku, en rúm 21 prósent telja að Össur haldi áfram. Tæp tvö prósent telja að einhver annar muni taka við formennsku í flokknum nú í vor. Hringt var í 800 manns 1. febrúar, sem skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hver telur þú að verði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi. 81,6 prósent tóku af- stöðu til spurningar- innar. svanborg@frettabladid.is Farfuglar: Súlan komin FUGLALÍF Fyrstu súlur ársins sáust í Vestmannaeyjum og á Garðskaga 9. janúar s.l. og utan við Stokksnes í Nesjum 30. janú- ar. Þar með eru fyrstu farfugl- arnir komnir til landsins en á næstu dögum má búast við síla- máfum og skúmum til landsins. Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Hornafirði, segir að einnig megi búast við að snjótittlingum fari fjölgandi á næstu dögum. „Snjótittlingar teljast til farfugla en það eru einkum karlfuglar sem við sjáum á Íslandi frá hausti og fram í febrúar. Dömurnar halda suður á bóginn þegar kólnar,“ segir Brynjúlfur. - kk Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Erum ekki óskrifað blað SKOÐANAKÖNNUN „Mér þykir vænt um að svona stór hluti skuli meta stöðu mína með þessum hætti. En eins og ég hef oft sagt áður, það er ekki aðalatriðið að vinna kannanir heldur að vinna kosningar.“ Hvað varðar tölur um stuðning samfylkingarfólks segir Ingibjörg þetta sýna að andstæðingarnir séu ekki hrifnir af henni, sem komi ekki á óvart. Hún segir þetta ekki verða fjögurra mánaða kosningabaráttu. „Við Össur erum ekki óskrifað blað. Við höfum bæði verið lengi í stjórn- málum og fólk veit hvað við stönd- um fyrir og þekkir verkin okkar. Ég hugsa að stór hluti fólks hafi þegar gert upp hug sinn. Fólk verður ekki flutt til og frá eftir því hvernig vindur blæs og hvað gerist í fjöl- miðlum á næstu mánuðum.“ - ss Iceland Express braut samkeppnislög: Villandi auglýsingar SAMKEPPNISMÁL Forsvarsmenn Iceland Express hafa viðurkennt að hafa brotið samkeppnislög með því að auglýsa fargjöld án þess að hafa gjöld vegna flugvallarskatts inni í verðinu. Heimildir blaðs- ins herma að fyrirtækið þurfi að borga 200 þúsund krónur í sekt. Anna Birna Halldórsdóttir, forstöðumaður markaðsmála- sviðs Samkeppnisstofnunar, segir að málinu hafi lokið með sátt. Málið sé svipað og mál sem komu upp árið 2002 þegar Flugleiðum, Plúsferðum, Heimsferðum, Úrvali- útsýn og Heimsklúbbi Ingólfs var gert að greiða á bilinu 300 til 400 þúsund krónur í sektir. Þeim mál- um lauk ekki með sátt heldur ákvörðun samkeppnisráðs. -th 29.956,-* Subaru Legacy Wagon sjálfskiptur 2.590.000 2.790.000Ver› á›ur Ver› nú 200.000 Iceland Express til Frankfurt: Miðasala hefst í dag FLUG Iceland Express hefur sölu á flugferðum til Frankfurt í Þýska- landi í dag og verður fyrsta ferð fé- lagsins þangað 21. maí næstkom- andi og verður flogið þrisvar í viku. Flugvöllurinn Frankfurt Hanh er miðja vegu á milli Frankfurt og Luxemborgar og er sagður henta þeim sem vilja halda áfram ferð sinni um meginland Evrópu og þeim sem vilja ferðast um Þýska- land. Lægstu fargjöldin kosta 6.995 krónur aðra leið með sköttum en takmarkað framboð er á þeim. - bs VÉLAR ICELAND EXPRESS KENNSLANEFNDIN Svend Richter, Gísli Pálsson. Sigríður Rósa Víðisdóttir og Bjarni J. Bogason. Svend, Sigríður og Bjarni héldu utan 16. janúar og komu aftur til landsins á þriðjudag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Hver telur þú að verði formaður Sam- fylkingarinnar að loknu flokksþingi? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 63,2% Össur Skarphéðinsson 32,3% Annar 4,4% Össur Skarphéðinsson: Langt til landsfundar SKOÐANAKÖNNUN „Spurning blaðsins er um spá fólks en ekki vilja. Það sem skiptir hins vegar máli er nið- urstaða í kosningum. Það er langt til landsfundar og menn spyrja að leikslokum. Ég held að margir eigi eftir að verða hissa. Ég sá hann oft svartan sem formaður Samfylking- arinnar þegar hún var í 14 til 16 pró- sentum. En menn vita hvar hún er í dag.“ Hvað varðar niðurstöður innan Samfylkingarinnar segir hann úr- takið of lítið til að slá nokkru á fast og óvíst hvað þetta segi um afstöðu hins virka kjarna flokksins sem þekki störf hans. „En þó að ég hafi manna mest talað um að menn eigi ekki að lifa eftir skoðanakönnunum, ber að skoða svona niðurstöðu með íhygli en fráleitt að hún segi nokkuð um það hverjar lyktir verða. Nú bíta menn í skjaldarrendur.“ - ss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.