Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 42
F2 14 3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR Gunnlaug Þorvalds- dóttir dvaldi í eitt og hálft ár á Ítalíu þar sem hún söng í verkinu Credo eftir Andreo Molino. Söngur Gunnlaugar er þó ekki hefðbundinn á neinn hátt og er hún sér- lega góð í að herma eftir dýrum. Eftir dvölina á Ítalíu hafa opnast margar dyr og er hún að vinna í mörgum spennandi verk- efnum. Marta María Jón- asdóttir upplifði ævintýr- ið þegar Gunnlaug rifjaði það upp yfir kaffi og beyglu. Tónlistar- og kattarkonan Gunnlaug Þorvaldsdóttir lenti í ævintýri lífs síns þegar hún hélt til Frakklands til að taka þátt í námskeiði Institude for living voice. Það er haldið árlega og er ætlað þeim sem nota röddina sem sitt aðalhljóðfæri. Gunnlaug er þeim hæfileikum gædd að geta framkallað hin ótrúlegustu hljóð og fáir geta hermt eins vel eftir dýrum og hún. Áður en hún hélt út hafði hún gert töluvert af því að semja tónlist. „Ég var alltaf að leita að einhverju sem myndi henta mér því ég nota röddina svo mikið. Ég vildi þó ekki nota röddina í þessum venjulega tilgangi. Þegar ég heyrði um Institude for living voice hugs- aði ég stax að þetta gæti verið eitthvað fyrir mig. Á tónleikunum var ég með spuna þar sem ég notaði eingöngu rödd- ina. Fyrst ætlaði ég að vera með mjög flott frumsamið atriði með undirspili og öllu. Þegar kom á daginn var ég að falla á tíma og því framkallaði ég hálfgerðan gjörn- ing,“ segir hún og byrjar að hlæja. „Ég get ekki útskýrt hann betur, enda er ég eiginlega búin að gleyma hvað þetta var sem ég gerði á sviðinu.“ Þegar hún kom niður af sviðinu biðu tveir menn eftir henni og báðu hana að koma með sér baksviðs. Þetta voru þeir David Moss, aðstandandi Institude for living voice, og Andreo Molino, yfirmað- ur tónlistardeildarinnar Fabrica og höf- undur verksins Credo. „Fyrst hélt ég að þeim hefði mislíkað svona svakalega hvað ég var að gera en það var allt annað uppi á teningnum. Þeir buðu mér að koma til Ítalíu til að taka þátt í verkinu Credo, en það hékk einnig á spýtunni að ég hefði tækifæri til að vinna að minni eigin tónlist.“ Hún var ekki lengi að hugsa sig um, fór til Íslands og pakkaði niður og mánuði síðar var hún mætt til Ítalíu. Snillingur í skrítnum hljóðum Gunnlaug byrjaði strax að vinna í Fabrica en fyrirtækið er í eigu fatakeðjunnar Benetton og er staðsett rétt fyrir utan Feneyjar. „Ég var upphaflega ráðin til að taka þátt í Credo, syngja í því verki og gefa frá mér skrítin hljóð,“ segir Gunnlaug en hún var líka að stússast í ýmsum ólíkum hlut- um meðan á dvölinni stóð. Einn daginn fékk hún það verkefni að tala inn á Benetton auglýsingar, bæði á íslensku og ensku. Hún skrifaði smásögu um súkku- laði sem hún byggði á eigin reynslu og kom út á prenti. Athygli fjölmiðla var líka mikil og Gunnlaug segir að mikill tími hafi farið í myndatökur og viðtöl. Þetta verkefni teygði anga sína víða en á þessu ári verður gefinn út geisladiskur af Fabrica með frumsömdu efni eftir Gunn- laugu í experimental stíl. í Fabrica voru listamenn frá öllum heimshornum. „Það var svo skemmtilegt að kynnast öllu þessu ólíka fólki. Í hverjum mánuði komu listamenn í prufur, en færri komust að en vildu. Ég hitti því ógrynni af alls- konar hugmynda- og hæfileikaríku fólki. Ég bjó fyrst með strák frá Frakklandi sem vinnur mikið með ljósmyndir og teikn- ingar. Hann hefur verið að vinna mikið fyrir Nike og Louis Vuitton. Seinna bjó ég með grafískum hönnuði frá Noregi og ásláttarleikara frá Senegal sem kom beint úr frumskóginum. Hann lét okkur sitja á gólfinu og borða öll upp úr sömu skálinni þegar hann var búinn að elda sinn Senegal rétt,“ segir hún glaðlega. Sér lífið í öðru ljósi Verkið Credo er stórbrotið. Í því spilar 100 manna sinfóníuhljómsveit, ótal söngvarar og sjö leikarar. Hljóðfæraleik- arar frá Jerúsalem, Istanbúl og Belfast spila „live“ með í Credo í gegnum gervi- hnött og er því varpað á risaskjái á sviðinu. „Hljóðfæraleikararnir frá Jerúsalem, Istanbúl og Belfast dvöldu á Ítalíu um tveggja mánaða skeið. Það var frábært að kynnast þeim og við djömmuðum alltaf saman einu sinni í viku. Þar voru allir á útopnu.“ Verkið Credo var flutt í Þýskalandi og á lestarstöðinni í Róm fyrir alla friðar- verðlaunahafa Nóbels. Í júlí verður það flutt í Ástralíu og þá mun Gunnlaug leggja land undir fót til að taka þátt í gleðinni. Hún hlakkar mikið til. „Í Fabrica fær fólk yfirleitt bara árs- samning. Staðurinn er ekki hannaður þannig að maður geti verið þar lengi. Fabrica er staður til að prófa sig áfram og þróast. Eftir tímann í Fabrica sé ég lífið í öðru ljósi.“ Mamma hans Mura Í vikunni greindi Fréttablaðið frá því að hinn íslenski fressköttur, Muri, léki eitt af aðalhlutverkum í myndbandi Bjarkar Guðmundsdóttur. Muri er einn af kött- unum hennar Gunnlaugar og hún segir að hann sé sérstaklega hlýðinn og vel gef- inn. Gunnlaug segir þó að kattarstandið sé að fjara út vegna tónlistarinnar. „Eftir að ég kom heim er ég að vinna við mína eigin tónlist. Ég er til dæmis að gera tónlist fyrir tvær listrænar stutt- myndir sem vinir mínir frá Brasilíu eru að gera, en ég kynntist þeim á Ítalíu. Svo er ég að vinna tónlist fyrir hönnuð í Portúgal. Ég er að gera tískusýn- ingatónlist en hönnuðirnir framleiða undir nafninu Krvkurva. Í framtíðinni ætla ég að halda áfram á þessari braut, nota röddina á minn óhefðbundna hátt og semja tónlist.“Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Sendu SMS skeytið JA MFF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar eru: • Miðar fyrir 2 á Meet the Fuckers • Varningur tengdur myndinni • DVD myndir • Margt fleira. 11. hve r vinn ur! ÞANDI RADDBÖNDIN Í BOÐI BENETTON Páll Kristjánsson hnífasmiður „Enginn hnífur eins sem keyptur er hjá mér.“ Páll Kristjánsson á hnífa hjá finnskum safnara Meðal þriggja þúsund hnífa Enn hefur ekki skapast nein sérstök hefð fyrir því að gefa hnífa hérlendis. Hvort hér sé um að ræða arfleifð gam- allar hjátrúar eða einhverjar annarrar ástæðu verður ósagt látið. Hins vegar hafa hinar Norðurlandaþjóðirnar gíf- urlega mikla hefð og inni í þá hefð hefur Páll Kristjánsson, eini sérhæfði hnífagerðarmaðurinn á Íslandi, verið síðastliðin fimmtán ár. Páll smíðar hnífana sína aðallega úr íslensku hrá- efni, en blöðin fær hann frá eldsmiðj- um á Norðurlöndum. „Ég er samt alltaf að reyna fá hráefni úr mismun- andi löndum og nýlega kom vinur minn með flís úr mammúttönn frá Sí- beríu og ef ég kemst yfir einhver efni á þeim stöðum sem ég er að ferðast þá nota ég þau,“ segir Páll sem byrjaði sjálfur að fikra sig áfram við gerð hnífa, en fór síðan til Danmerkur á námskeið í hnífagerð. Hann segist hanna hvern hníf fyrir sig, og þannig verði enginn hnífur eins. „Menn geta verið vissir um að enginn hafi eins hníf og þeir sjálfir, þegar þeir kaupa hníf frá mér.“ Páll segist telja að um níutíu og fimm pró- sent af sinni framleiðslu fari til út- landa, enda sé í nágrannalöndunum mikil hefð fyrir hnífasöfnun og hnífa- gerð. „Hver dalur í Noregi er með sinn hníf, og þegar Norðmenn eiga stóraf- mæli fá þeir margir hverjir hníf.“ Þá hafi einnig Lappar sína hefð og í Danmörku hafi þeir sína hnífahefð. Þá hefur Páll selt Finna þrjá hnífa sem er mikill hnífasafnari. „Hann á um þrjú þúsund hnífa, sem hver og einn er geymdur í glerkassa í byggingu sem er stærri en húsið hans,“ segir Páll sem óttast ekki að hnífarnir hans týn- ist, hver hönnuður hafi sinn kassa. „Hann kaupir flottustu hnífana hvar sem hann kemur.“ Hnífar úr smiðju Páls Tónlist og kettir Kisur hafa alltaf átt greiða leið að hjarta Gunnlaugar. Þegar hún hélt af stað til Ítalíu átti hún 20 kisur sem hún skildi eftir hjá sambýlismanninum Guðmundi Péturssyni tónlistarmanni. Demó af disknum Fabrica mun gefa út tónlist Gunnlaugar á þessu ári. Myndin á demóútgáfu disksins er mjög svöl en hún var tekin af japönskum ljósmyndara sem hún kynntist á Ítalíu. Á sviðinu Gunnlaug að syngja í verkinu Credo. Í bakgrunni er mynd af henni sjálfri sem varpað var á risaskjá á tónleikunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.