Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 30
F2 2 3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR Morgunverkið: Það er laugardag- ur, og erfið vinnuvika að baki. Til- valið tækifæri til þess að koma ást- inni á óvart, skunda út í Sandholt bakarí, kaupa með kaffinu og færa henni morgunmat í rúmið. Helg- inni er bjargað með þessu litla góð- verki. Lesefnið: Píslarvottar nútímans á svo sannarlega vel við þessa dagana, en í henni gefur Magnús Bern- harðsson góða lýsingu á aðstæðum Miðausturlanda, sem verða að teljast suðupott- ur heimsins í dag. Sjónvarpið: Sakamála- þáttaröðin, Örninn eða Ørnen eins og hann heit- ir á frummálinu, fjallar um íslenska rannsóknarlögreglu- manninn Hallgrím Örn Hallgríms- son sem berst við skipulagða glæpa- starfsemi. Benedikt Erlingsson og María Pálsdóttir koma fyrir í þess- um fyrsta þætti, en annars leika þau Elva Ósk Ólafsdóttir og Kormákur Gunnarsson hlutverk í þeim. Geisladiskurinn: Fyrir þá sem ekki komust á tónleikana með Kris Kristofferson, eða vilja endilega rifja þá ljúfu kvöldstund upp, er nú kom- inn út The Essential of Kris Kristofferson sem er skyldueign fyrir þá sem á annað borð hafa gaman af góðri tónlist. Kvikmyndahúsin: Í Meet the Fockers snýr Ben Stiller aftur sem hinn ákaflega seinheppni Greg Focker. Robert De Niro leikur sem fyrr tengdapabbann en Dustin Hoffman og Barbra Streisand foreldra Gregs. velurF2 Fyrirtækið N.T.C. sem rekur meðal annars Sautján-verslanirnar, Karen Millen, Evu og Kultur keypti öll hluta- bréf í versluninni Retro í Kringlunni og Smáralind í vikunni. Retro var í eigu Sölva Snæs Magnússonar og fótbolta- tvíburanna Arnars og Bjarka Gunn- laugssona. „Við fengum tilboð sem við gátum ekki hafnað. Í samráði við Sölva ákváð- um við að selja og fer salan fram í mesta bróðerni. Hann mun starfa áfram hjá fyrirtækinu og taka þátt í að efla Retro í samráði við N.T.C. Við erum mjög ánægðir með að Retro sé komið í hend- ur N.T.C. Stefnan hjá okkur er að fara út í enn frekari fasteignaviðskipti,“ seg- ir Bjarki Gunnlaugsson. Hann segir jafnframt að það hafi verið skemmti- legur tími og góð reynsla að hafa tekið þátt í að byggja Retro upp. „Við munum halda áfram að versla í Retro. Ætli við komum ekki til með að halda N.T.C. uppi,“ segir Bjarki og hlær en þeir bræður eru miklir fata- menn og hafa alla tíð fylgst vel með tískunni. Spurður um Hverfisbarinn segir Bjarki að hann sé enn í þeirra eigu og það sé ekki fyrirhugað að selja hann, en allt sé samt falt fyrir rétt verð. „ Þ e g a r okkur stóð til boða að kaupa Retro fannst okkur það mjög s p e n n a n d i kostur enda á verslunin vel heima undir regnhlíf N.T.C. Það var sérlega ánægjulegt að fá Sölva aftur til baka en hann vann hjá okkur áður en hann stofnaði Retro. Við erum byrjaðir að vinna saman og það er eins og hann hafi aldrei farið. Okkur þykir öllum mjög vænt um Sölva enda er hann einstaklega hæfileikaríkur í hönnun og öllu því sem viðkemur þessu fagi. Við höfum áhuga á að styrkja Retro í Smára- lind enn frekar og það verður fullt af spenn- andi breytingum í versluninni í Smáralind á næstu vikum,“ segir Bolli Kristinsson e i g a n d i N.T.C. „Hann Stomu er alveg magnaður. Þetta er fyrrverandi megapoppari sem fékk bara nóg af þessum vestræna poppheimi og því sem fylgir honum. Hann fór því bara heim til Japans og í klaustur að stúdera zen búddisma,“ segir Ragnhildur Gísladóttir um slag- verksleikarann Stomu Yamash’ta, sem á sínum tíma spilaði með kempum á borð við Mick Jagger. Í klaustrinu kynntist Stomu hljóð- færasmiðnum og vísindamanninum Hitoshi Maeda sem býr svo vel að eiga fjall með grjótnámu. Þeir hafa undan- farna tvo áratugi verið að þróa afar sérstök slagverkshljóðfæri sem gerð eru úr þriggja milljóna ára gömlum steinum. Ragnhildur er þessa dagana að semja tónverk fyrir Stomu sem flutt verður á Listahátíð í sumar. Sjón semur textann við þetta verk Ragn- hildar, en í flutningnum taka einnig þátt Sigtryggur Baldursson slag- verksleikari ásamt barna- og kammerkór Biskupstungna og Skóla- kór Kársness. „Allt þetta fólk sem er að taka þátt í þessu verkefni er mjög lifandi og skemmtilegt þannig að ég er alveg einstaklega lukkuleg,“ segir Ragn- hildur. Hún hefur þrisvar sinnum komið fram á tónleikum með Stomu úti í Japan, meðal annars á tónlistarhátíð- um sem skipulagðar hafa verið í þágu heimsfriðar. „Hann hefur unnið mikið fyrir friði í heiminum og hefur trú á því að tónlistin hafi heilunarmátt.“ Slagverkshljóðfærin sem Stomu tekur með sér hingað til lands vega eitt tonn. Verk Ragnhildar og Sjóns verður einnig flutt á heimssýningunni EXPO 2005 í Japan í júlí. F2 alltaf í Fréttablaðinu á fimmtudög- um. Útgefandi Frétt hf. Ritstjórn Jón Kaldal Höfundar efnis í þessu hefti Borghildur Gunnarsdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson og Marta María Jónas- dóttir. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 550 5000 Netfang: f2@frettabladid.is Auglýsingar Auglýsingadeild Frétta- blaðsins, Jón Laufdal, Einar Logi Vignis- son, Ólafur Brynjólfsson. Forsíðan Auddi, Sveppi og Pétur, sjá viðtal bls. 8. Ljósmynd: Valli Þetta og margt fleira 04 Þjóðernistíska: Sauðskinnsskór við gallabuxur 05 Göturnar í lífi Sigtryggs Baldurs- sonar trommara 08 VIÐTAL Besta áskorunin hingað til: Marta María Jónasdóttir ræddi við Audda, Sveppa og Pétur sem segja frá sterku bræðralagi og nýja þættinum sínum. 10 Kristinn R. Ólafsson gefur upp- skrift að spænskri kalóríubombu – Matgæðingurinn Jói B. 14 Gunnlaug raddlistakona og móðir Mura – Íslensk hnífagerð Ragga Gísli ruglar saman reitum við japanskan slagverksleikara ■ 17 kaupir Retro Göturnar í lífi Sigtryggs Baldurssonar ■ Klæðskerasniðnir íþróttaskór F25. TBL. 2. ÁRG. 3. 2. 2005 Gunnlaug þandi raddböndin fyrir Benetton „Áfram sömu vitleysingarnir“ Auddi, Sveppi og Pétur N.T.C. kaupir Retro í Smáralind og Kringlunni: Gott að fá strákinn heim Ragnhildur Gísladóttir semur fyrir japanskan slagverksleikara Kemur með tonn af grjóti Sölvi Snær Magnússon er kominn heim aftur. Eigendur N.T.C. Svava Johansen og Bolli Kristinsson eru hæstánægð með kaupin. Ætla að snúa sér að öðru Fótboltatvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir ætla að einbeita sér að fasteignaviðskiptum. Stomu Yamash’ta Ragnhildur Gísladóttir er að semja tón- verk sem hinn virti japanski slagverks- leikari Stomu Yamash’ta flytur á Listahá- tíð í vor ásamt íslenskum listamönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.