Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 18
18 3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR 600 þúsund bollur Árleg sælkerahátíð er í farvatn- inu. Hún hefst með bolluhelginni miklu sem jafnan stendur frá laugardegi til mánudags og lýkur á þriðjudag með saltkjöti og baunum. Sumir laumast svo í sælgætispoka barna sinna að kveldi öskudags. Reyndar hafa bollur fengist í nokkrum bakaríum síðustu daga því sumir bakarameistarar hófu bollubakstur og sölu um síðustu helgi, tíu dögum fyrir bolludag. Heimildir Fréttablaðsins herma að bollusalan um síð- ustu helgi hafi verið góð enda margir sem standast ekki mátið þegar þeir sjá súkkulaði- gljáðar, rjómafylltar bollurn- ar blasa við í borðum bakarí- anna. „Við þessir gömlu byrjum ekki fyrr en á föstudag [á morg- un],“ segir Reynir Þorleifsson, bakari í Bakaríinu Dalvegi og formaður Landssambands bak- arameistara. Hann hefur bakað margar bollur um ævina, á enda þrjátíu ár að baki í faginu. „Þetta er mikil vertíð og sunnudagarnir eru jafnvel stærri en sjálfur bolludagurinn,“ segir Reynir. Hann veit sem er að vinsældir bollunnar eru gríðarlegar og vaxa ár frá ári. „Það hefur verið aukning hjá mér um hátt í þús- und bollur á ári.“ Hann bakar sumsé fimm þúsund bollum meira í ár en fyrir fimm árum. Sjálfur er hann hógvær í neyslunni og borðar bara bollur á bolludeginum. Snertir þær ekki dagana á undan. Finnst þær samt mjög góðar. Og uppskriftin er fyrir löngu orðin klassísk.“Bollan hefur lítið breyst en ef eitthvað er hafa gæði aukist.“ Það telst þó frétt- næmt að vatnsdeigsbollan er í stöðugri sókn. „Þær eru komnar uppundir helming af öllum bollum og jafnvel yfir það,“ segir Reynir bakari og skýtur á að meðalverð á bollum sé um 220 krónur. Reynir játar að samkeppni bakaría sé hörð en telur hana eðlilega. „Ég held að menn séu ekki að klóra augun hver úr öðrum. Þetta er bara eins og það á að vera.“ bjorn@frettabladid.is „Mér finnst þetta skandall,“ segir Gunnar Steinþórsson, stjórnarformað- ur Sendibílastöðvarinnar, um lækkun sektargreiðslna til olíufélaganna um rúman milljarð: „Samkeppnisstofnun átti að mínu mati aldrei að lækka sektirnar. Þær enda hvort sem er í ríkissjóði og stjórnvöld hefðu átt að nota þær til að lækka bensínverð eða til að halda spítulun- um gangandi svo dæmi séu tekin,“ segir Gunnar. Tengsl olíufélaganna inn í valdaklíkuna í samfélaginu hafi vald- ið því að sektirnar hafi verið lækkaðar. „Við erum einu skrefi frá því að vera bananalýðveldi,“ segir Gunnar. Það sýni sig best þegar fyrrum forstjóri sé tíður gestur í opinberum veislum vald- hafa. Gunnar segir olíufélögin enn njóta góðs af hagnaði sem þau náðu með samráðinu: „Í flestum tilfellum eru það nýir eigendur sem þurfa að borga sektina.“ GUNNAR STEINÞÓRSSON Skandall SEKTARGREIÐSLUR OLÍUFÉLAGANNA SJÓNARHÓLL 1.705 SKIPTU UM TRÚFÉLAG Á SÍÐASTA ÁRI Heimild: Hagstofan SVONA ERUM VIÐ „Það er svo sem allt gott að frétta. Það er alltaf gott að vera kominn heim en ég hefði viljað koma á aðeins öðrum forsendum,“ segir Birkir Ívar Guðmundsson, lands- liðsmarkvörður í handbolta. Hann kom heim á dögunum eftir ófar- irnar á heimsmeistaramótinu í Túnis þar sem liðið hafnaði í 15. sæti og var langt frá markmiði sínu. „Það var engin móttökunefnd á Keflavíkurflugvelli í þetta skipti.“ Birkir Ívar býst ekki við að það sitji lengi í honum þótt árangurinn á HM hafi ekki verið upp á marga fiska, menn verði að horfa fram á veginn og einblína á það jákvæða. „Liðið er mjög ungt og þjálfarinn hefur verið við stjórnvölinn í skamman tíma þannig að það var viðbúið að ekki myndi allt smella saman í fyrstu tilraun.“ Birkir Ívar fær ekki frí frá hand- boltanum þó HM sé að baki, við tekur baráttan um Íslandsmeist- aratitilinn með Haukunum. „Það mætti vera svolítið frí eftir svona en það stendur ekki til boða. Æf- ingarnar halda áfram og svo er leikur gegn ÍBV í Hafnarfirðinum í næstu viku.“ Og þó að þátttöku Íslands á HM sé lokið fylgist Birk- ir Ívar áfram með gangi mála. „Það er margt jákvætt að gerast, ný lið að koma upp eins og Grikkir, Norðmenn og Túnisar.“ Líf Birkis Ívars er ekki bara hand- bolti, hann er markaðsfræðingur að mennt og vinnur hjá Impru - nýsköpunarmiðstöð. Engin móttökunefnd í þetta skipti HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? BIRKIR ÍVAR GUÐMUNDSSON MARKVÖRÐUR ÚTSÖLULOK ALLAR VÖRUR -60% Til 13. febrúar Jón Indíafari Kringlan 8-12 - S. 588 5111 GUÐNÝ SVEITARSTJÓRI VALGERÐUR RÁÐHERRA REYNIR ÞORLEIFSSON „Það hefur verið aukning hjá mér um hátt í þúsund bollur á ári.“ Bolludagurinn er á mánudag. Algengt er að bakarar bæti við sig mannskap til að anna eftirspurn. Vatnsdeigsbollan er í stöðugri sókn. Grýtubakkahreppur: Tengill á stóru systur Grýtubakkahreppur stendur við austanverðan Eyjafjörð og búa flestir íbúanna í kauptúninu Grenivík. Hreppurinn heldur úti heimasíðu með upplýsingum um sveitarfélagið og annað það sem kemur að gagni. Á forsíðunni eru tenglar á aðrar síður, svo sem fjöl- miðla, Vegagerðarinnar og Veður- stofunnar. Á forsíðunni er einnig að finna tenglasafn og þar undir eru tengingar við síður Grenvík- urskóla, íþróttafélagsins Magna, Sparisjóðs Höfðhverfinga og fleiri. Alls eru tenglarnir tíu. Sér- staka athygli vekur að þar er tenging við heimasíðu Valgerðar Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Valgerður er systir Guðnýjar, sveitarstjóra Höfðahrepps, sem greinilega telur mikilvægt að gestir heima- síðu hreppsins komist í fljótlegt og öruggt samband við stóru systur sína. - bþs Hljóðið í bílasölum er gott enda renna nýir bílar út: Bullandi bílasala í byrjun árs Nýir bílar seldust afbragðsvel fyrsta mánuð ársins og mun betur en á sama tíma í fyrra. Alls seld- ust 1.315 nýir bílar í nýliðnum janúarmánuði á móti 730 bílum í sama mánuði á síðasta ári. Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasam- bandsins, segist ekki hafa skýr- ingar á reiðum höndum en býst við að tilboð umboðanna ráði þar talsverðu. „Ég held nú að þetta jafni sig þegar frá líður,“ segir hann. Toyota heldur upp- teknum hætti og trón- ir á toppi sölulistans en 464 Toyotabílar seldust í janúar. Ford er í öðru sæti; 117 slíkir bílar seldust í síð- asta mánuði og 87 Hyundai-bílar. Næst á eftir koma Volks- wagen, Skoda, Honda og Subaru. Síðasta ár var það besta í bíla- sölu í langan tíma en alls seldust næstum tólf þúsund nýir bílar. Þá var því spáð að bílasalan á þessu ári færi upp í 13.500 bíla. Jónas Þór hefur ekki endurskoðað spána en heyrist á sínum mönnum að réttara sé að miða við fjórtán þúsund selda bíla á árinu. Það eru tvö þúsund fleiri bílar en seldust á síðasta ári. Metsala varð á bílum 1987 þegar rúmlega átján þúsund bílar seldust. - bþs TOYOTA YARIS FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.