Fréttablaðið - 03.02.2005, Blaðsíða 34
F2 6 3. febrúar 2005 FIMMTUDAGUR
Sigtryggur Baldursson,
trommuleikari og Bogomil Font
með meiru, segist vera flakkari
að eðlisfari, það sé flökkublóð í
honum enda hafi hann réttu lík-
amsbygginguna til þess, og þá
finnist honum heldur ekkert leið-
inlegt að flytja. Hann geri ekki
miklar kröfur til þeirra íbúða sem
hann flytji inn í, bara að þar sé
klósett og vaskur. Afganginum sé
svo hægt að bjarga.
Solastrand í Stafangri, Noregi,
1962 til 1964
Ég man því miður ekkert eftir mér
þarna, en veit að við bjuggum niður við
strönd. Ég hef auðvitað heyrt sögur af
mér, og það mátti víst ekki líta af mér
eitt augnablik, því þá var ég kominn út í
sjó. Auðvitað ósyndur.
Auðbrekka í Kópavogi, 1964
til 1968
Marlyn Monroe dó þetta ár og við flutt-
um heim, tveir stórviðburðir sem var þó
gert mismunandi skil á. Mamma og
pabbi áttu þetta hús, áður en þau fóru út
og leigðu það á meðan við bjuggum úti.
Það fyrsta sem ég man eftir, var að hafa
lent í klóm hrekkjusvína sem bundu mig
upp við staur og girtu niður um mig. Má
kannski segja, að flassaraárátta mín hafi
þarna byrjað sem jókst svo og jókst enda
sat ég síðar nakinn fyrir á plötuumslagi.
Fireireland Avenue 531, Long
Island, New York, 1969 til 1972
Þarna var ég ásamt fjölskyldu minni,
niður við sjó á nýjan leik, og þetta var að
sjálfsögðu mikið ævintýri. Ég man þó
mest eftir útistöðum mínum við feita
strákinn í næsta húsi en annars var þetta
slétt og fellt tímabil.
Auðbrekka 13, Kópavogur
1972 til 1982
Við fluttumst aftur á Auðbrekku þegar
við komum heim, og þar bjó ég þangað
til ég varð nitján ára, en þá henti
mamma mér út, enda ekki með neina
vinnu, átti ekki neina peninga og hættur
í skóla. Fannst ég vera svakalega töff,
mamma sagði við mig að núna ætti ég
að sökkva eða synda, læra að bjarga mér
sjálfur.
Eskihlíðin 1982 til 1983
Ég flutti inn í íbúð sem pabbi vinar
míns, Eyjólfur Kristjánsson, átti og
hann varð fyrsti leigusalinn minn. Þessi
íbúð varð fljótlega að piparsveinasvítu
og við vorum þarna með margvísleg
uppátæki og skepnuskap, en yfir Eski-
hlíðinni hvílir heiðursmannasamkomu-
lag. Ég var í hljómsveitinni Þeyr og held
að það segi meira en mörg orð. En það
sem er svo merkilegt, að það var ekki
nóg með að ég væri hljómsveit, heldur
vann ég líka á Kleppi og skráði mig í
Fjölbrautarskólann í Breiðholti og eign-
aðist góða kærustu sem tosaði mig út úr
þessu mikla syndabæli.
Garðastræti 1983 til 1986
Ég og kærastan mín ákváðum að fara
leigja saman með æskuvini mínum,
Birgi Mogensen, og Kukl tímabilið fer
fram á þessum tíma. Þetta var hið mikla
hugsjónatímabilið. Ástin, Kuklið og
hugsjónirnar blómstra, og ég las heim-
spekiskruddur. Maður var að breyta
heiminum eða allavega hélt það.
Melabraut, Seltjarnarnes, 1986
til 1988
Ég og kærastan mín ákváðum að gifta
okkur á þessu tímabili, eða eiginlega
ákváðum við að fara í brúðkaupsferð og
fara út að borða í útlöndum. Til þess að
gera það, þurftum við að fá okkur Visa
kort svo við gætum borgað farseðlana og
matinn. En svo kom Visareikningurinn
og þá þurftum við að taka út skyldu-
sparnaðinn okkar og til þess að það væri
hægt þurftum við að gifta okkur, þannig
að þetta var hagræðisgifting sem virkar
enn þann dag í dag. Á þessum tíma
hefst Sykurmolatímabilið, og við hjónin
upplifum hveitibrauðsdagana.
Auðbrekku 13/ Laufbrekku 13,
1988 til 1989
Foreldrarnir höfðu skipt upp ættaróðal-
inu, þannig að það var kominn lítil kjall-
araíbúð, sem við leigðum, meðan við
vorum að leita okkur að húsi.
Þrastargata 1990 til 1993
Það hafði verið langþráður draumur að
eignast eigið hús, og við keyptum lítið
„dúkkuhús“ og eignuðumst litla stúlku,
sem heitir Una og er orðin fimmtán
ára. Svo að dúkkuhúsið skilaði sínu. Ég
var mikið á flakki í Sykurmolaveseni,
alveg þangað til 1992 þegar ég hætti því
og stofnaði hljómsveitina Bogomil
Font.
Eagle Heigths, Wisconsin,
Madison, 1993 til 2000
Eins og nafnið gæti gefið til kynna, þá
mætti halda að maður hefði gengið í
bandaríska nasistaflokkinn, en svo var
nú ekki. Ég var nú hálfgerður ólöglegur
innflytjandi, var ekkert með vinnu, en
var að flakka þess í stað, og fór meðal
annars reglulega til Chicago til þess að
spila en frá Arnarhæðum er þriggja
tíma ferð til borgarinnar.
Emmastrase, Amsterdam,
sumarið 2000
Konan mín tók rannsóknarstöðu í
Hollandi eftir doktorsnám sitt í Banda-
ríkjunum og ég fylgdi að sjálfsögðu með.
Reyndar bjó ég ekki mikið í borginni,
var reglulega á flakki milli Hollands og
Englands, og túraði þar að auki með
Emilíönu Torrini um öll Bandaríkin
sumarið 2001. Hollendingar eru merki-
legt fólk, haldnir ofsafenginni skyn-
semishyggju. Þetta frjálslyndi er bara
fyrir ferðamenn, þeir sjá fyrst og fremst
aukna skattpeninga í því að leyfa bæði
vændi og hasssölu, þurfa þá ekki að
borga fyrir fangelsisvist þessa fólks.
Svo er líka rosalega erfitt að komast
inn í einhverja bransa, ef maður er ekki
fluttur inn. Á mig var bara litið sem
einhvern aðskotahlut.
Lorentzweg, Hilversum, 2000
til 2003
Eftir að búið um sumarið í Amsterdam
fluttum við í lítinn smábæ, í endaraðhús
og við hliðina á okkur bjó eldri kona,
kelling ef svo mætti að orði komast.
Hún var algjörlega heltekin af hljóðlæti.
Það mátti ekki heyrast eitt aukatekið orð
til þess að hún byrjaði að berja reglulega
með kústinum sínum í vegginn hjá okk-
ur. Þegar mikið lá við, fór hún út í garð
og lamdi á trégrindverkið sem aðskildi
garðana og má meðal annars heyra þá
dynki á plötunni Steintryggi sem ég tók
upp út í heimatilbúna hljóðverinu mínu.
Þeir voru því miður ekki í takt.
Skeljagrandi 4, 2003
Við fluttumst til mágkonu minnar sem
er ákaflega grandvör og góð kona, sem
verndaði okkur fyrir Skeljagranda-
bræðrunum og öðru illu fólki. Við vor-
um þarna í nokkra mánuði í góðu yfir-
læti á meðan við leituðum að góðu hús-
næði.
Langagerði 22, 2004 –
Núna búum við í Langagerði, en ég úti-
loka alls ekki að við flytjum aftur, enda
erum við að reyna að finna okkur hús í
Reykjavík. Og svo finnst mér alls ekki
leiðinlegt að flytja. Ég geri nú ekki
miklar kröfur þegar ég skoða hús, það
er helst að það sé klósett. Ef það er fyrir
hendi þá er hægt að redda flestu öðru,
eldavélin væri svo bónus.
Göturnar í lífi Sigtryggs Baldurssonar
Hannaður
fyrir ferðalög
Sigtryggur ásamt dóttur sinni Eyrúnu
„Það má heyra dynkina hjá konunni á einni plötu.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Það getur verið æði erfitt að finna
íþróttaskó sem eru algerlega eins og
hugur manns. Á heimasíðunni
www.nikeid.com getur maður hins
vegar hannað sína eigin strigaskó.
Hægt er að velja um ótal tegundir af
skóm eins og hlaupa-, körfubolta-,
takka- eða jafnvel eróbikkskó svo eitt-
hvað sé nefnt. Þegar rétta skótýpan
hefur verið valin getur hönnunarferlið
hafist. Hægt er að velja í hvaða lit
maður vill hafa skóna, svo er hægt að
hafa annan lit á reimunum, sólanum,
dempurunum, tungunni, röndunum og
Nike-merkinu. Hægt er að láta bródera
nafnið sitt á skóna sem er æði sniðugt
hjá þeim sem eiga það til að týna af sér
skótauinu og svo er það líka örlítið
svalt. Stjáni kúl hljómar til dæmis ekki
sérlega illa. Þetta er kannski ekki mjög
flókið hönnunarferli en það er betra að
vita hvað maður vill áður en byrjað er.
Þegar svona miklir möguleikar eru í
boði getur þetta vafist fyrir fólki. Flott-
ir hlaupaskór á dömur í stærð 39 með
dempurum og öllu tilheyrandi kosta
um sjö þúsund krónur. Þegar búið er að
borga burðargjald og tolla ættu þeir að
kosta um tíu þúsund krónur. Það er
ekki svo slæmur prís og í flestum tilfell-
um ódýrara en fullbúnir Nike skór út úr
búð.
Notaðu ímyndunaraflið þegar þú hannar þína eigin Nike skó. Ekki er verra að hafa
þá merkta með eigin nafni.
Það verða sannkallaðir stórtónleikar
fyrir augu og eyru laugardaginn 5.
febrúar í KlinK og BanK, en þá mun
tónskáldið Jóhann Jóhannsson, aust-
urríska laptop goðið Fennez ásamt
plötusnúðnum DJ Musician vera með
tónleika sem eiga eftir að þykja sjón-
rænir í meira falli.
Fennez þessi þykir hálfgerður
David Bowie þessarar tónlistar, og ein
fyrsta stjarnan sem kemur fram á
sjónarsviðið með I – Book fartölvuna.
Grímur Atlason, sem hefur veg og
vanda af tónleikunum, áréttar að
Fennez sé ekki bara einhver tónlistar-
maður, heldur sé hann stórstjarna sem
leggi mikið á sig til þess að koma.
„Hann er mjög vandaður og skemmti-
legur, og tónlistin er mjög sjónræn.“
Grímur segir ennfremur, að þetta sé sá
tónlistarmaður sem þeir sem séu að
gera raftónlist horfi til. „Kvöldið verð-
ur þannig að Jóhann mun byrja með
sína rólegu tónlist. Svo mun Fennez
aðeins hrista upp í þessu, þó að tón-
listin hans sé mjög þíð. Loks mun DJ
Musician, Pétur Eyvindsson, þeyta
skífum í lokin svo úr verður mikil
skemmtun í KlinK og BanK,“ segir
Grímur. Miðasala er hafin í Tólf tón-
um, og kostar 1500 krónur inn, en
tónleikarnir hefjast klukkan 21.00.
Tónleikar í KlinK og banK
LAPTOP GOÐ
TIL ÍSLANDS
Christian Fennez
„ Fennez er ein fyrsta stórstjarna þessarar tónlistar og hefur verið nefndur laptop
guðinn.“
Klæðskerasniðnir íþróttaskór
Ræktaðu sköpunargáfuna