Tíminn - 23.02.1975, Qupperneq 15

Tíminn - 23.02.1975, Qupperneq 15
Sunnudagur 23. febrúar 1975 TÍMINN 15 BANKASTRÆTI 9 — SÍMI 1-18-11 HERRAR Finnsk föt Finnskir blazerar Wallys flauels- og terylene buxur Leðurjakkar, stuttir og síðir DÖMUR Ný sending Slétt flauels buxur, grdar, brúnar, svartar, vínrauðar Terylene buxur Blússur, bolir Síð riffluð flauelspils Leðurjakkar Rætt við Friðrik Ólafsson um þdtttöku hans í skdkmótum og „skdkvertíðina" sem er framundan berjast alltaf við þá sömu, þvi að það heldur þeim kannski niðri i vissum hring, sem þeir brjótast ekki út úr svo glatt án þess að fá sterka menn til keppni. — Þú segir að allir skákmenn séu reiknaðir út í stigum, tvisvar á ári, er þá á að sýna styrkleika þeirra. Hvað ert þú með mörg slfk stig? — Ég er með 2535, og hefi lækk- að svolitið að undanförnu. — Hvað eru menn eins og Bobby Fischer, Larsen og Guð- mundur Sigurjónsson með mörg slik stig. — Bobby Fischer er með 2700 stig, Larsen með um 2600 stig og Guðmundur Sigurjónsson er með um 2480 stig. — Hvaða ávinningur er að sllku stigakerfi? ' — Þetta er kerfi sem notað er til að ákveða styrkleika skákmanna, en það er of flókið til þess að fjalla um það hér. Stigakerfið kemur aö haldi þegar mönnum er raðað i mót, og toppmenn þurfa ekki að taka þátt i vissum keppnum, t.d. fyrir heimsmeistarakeppni. Það er þá byrjað á undanrásum, svo koma millirásir, og það tekur þrjú ár unz nýr áskorandi hefur veriðfundinn. Þeir, sem eru mjög háir i stigum, þurfa ekki að taka þátt i undanrásum, svo eitthvað sé nefnt. Þeir komast á stigunum inn i siðari riðla slikrar keppni. Friðrik i 15.-30. sæti á al- þjóðamælikvarða — Ef maður tekur þig sjálfan og þessa röð. Hvar ertu staddur f röðinni núna og hvar hefurðu staðið, þegar bezt lætur? — Það er nokkuð á reiki. Ætli ég sé ekki í 30. sæti núna yfir heim- inn, en hefi verið svona frá 15.-20. þegar bezt lætur. Ég tapaði ein- um 15 stigum á ólympiuskákmót- inu. Þar var mikið af skákmönn- um með mjög fá stig, eða engin, og ef manni verður eitthvað á við þær aðstæður þá hrapar maður niður. Þetta er einmitt eitt af þvi slæma við stigakerfið að það veröur til þess að sterkir skák- menn forðast hreinlega „lélegri” mót. Kerfið verður með öðrum orðum til þess að staðfesta óeðli- legt djúp milli sterkra skák- manna og annarra sem fást við skák. Menn telja sig hafa skyldur við almennt skáklif i heimalandi sinu a.m.k., en verða að halda að sér höndum vegna stiga- reikningsins. Sterkt mót i Eistlandi — Nú ertu að fara á skákmót I Eistlandi. Hvers konar mót er það? Það er mjög sterkt mót og þangað koma sterkir skákmenn hvaðanæva að úr heiminum. Mest munar þó um Rússana, sem senda hóp stórmeistara og frægra skákmanna. Mót þetta er haldið árlega. — Hvernig heldurðu að árang- urinn verði? — Það er of snemmt að spá um það. Þetta er mjög sterkt skákmót og ég vildi heldur tefla þar en i einhverju öðru ekki eins sterku, þótt vitaskuld hefðu þá orðið meiri likur en þarna eru til þess að verða ofarlega. Þetta er nauðsynlegt vegna þeirrar miklu æfingar er þarna fæst. Ég stefni að þvi að taka þátt i svonefndum „svæðamótum” i sumar, en þau eru fyrsti liðurinn i næstu heims- meistarakeppni ( eða þarnæstu) en þau mót hef jast um likt leyti og heimsmeistaraeinvigið milli þeirra Fischers og Karpovs. Ég stefni að þvi að verða I sem beztri æfingu þegar þessi mót hefjast. Skákmenn verða að fylgjast með nýjungum — Hvernig notar þú timann milli keppna? — Hann er notaður til ran Fjölteflismynd frá Akureyri, mjög gömul. Friðrik Ólafsson teflir við Hort árið 1969. Bent Larsen — þeir Friðrik og Beni hafa oft teflt saman. Larsen að dala? Það hefur einhvernveginn dregið af honum... Fermingardrengir Vinsælu grófriffluðu jakkarnir komnir aftur Vk .......*..... Sendum gegn póstkröfu hvert sem er :::::::

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.