Tíminn - 23.02.1975, Qupperneq 20

Tíminn - 23.02.1975, Qupperneq 20
20 TÍMINN Sunnudagur 23. febrúar 1975 Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Grein* ,,Það er svo margt, sem hefur langað til að lesa kynnast og sýsla við" — segir dr. Jakob Benediktsson í þessu viðtali, þar sem I störf sín og áhugamól og kemur víða við ÞESS GERIST EKKI ÞÖRF, og væri enda ekki meira en svo kurteislegt aö kynna dr. Jakob Benediktsson, ritstjóra Oröabók- ar háskólans fyrir lesendum Tim- ans. Flestir munu vita, aö hann er meö allra afkastamestu fræöi- mönnum á islandi og auk þess i hópi okkar vinsælustu útvarps- manna, eins og þátturinn tslenzkt mál ber ljósast vitni um. Þaö kann aö viröast fáránlegt aö leita frétta hjá slfkum manni um þaö, i hvaö hann noti tómstundir sinar, og þess vegna skal fyrsta spurn- ingin látin vera svohljóöandi: Útivist, bækur og tónlist — Hefur þú, dr. Jakob Bene- diktsson, nokkurn tlma nokkrar tómstundir frá þlnum fjölbreyti- legu störfum? — Já, tómstundir á ég eins og aörir menn, en hitt er rétt, að mikið af svokölluðum tómstund- um hefur farið i það, sem menn venjulega kalla fræðimennsku- störf af einhverju tagi, þvi að ég hef alla mina ævi að heita má orð- ið að vinna svokölluð fræðistörf i tómstundum, af þeirri einföldu á- stæðu að ég hef haft öðrum störf- um að gegna á venjulegum vinnu- tima. Alltaf falla þó úr stundir o og heilir dagar, og sumarfri hef ég tekið stöku sinnum að minnsta kosti, en hins vegar hafa tóm- stundir minar aldrei verið svo miklar, að ég hafi getað komið mér upp neinu sérstöku tóm- stundadundi, að fræðimennsku- dútlinu undanskildu. Þó hef ég haft sitthvað mér til skemmtunar eins og flestir aðrir. — Eins og til dæmis....? — Á minum yngri árum hafði ég ákaflega gaman af útivist og gönguferðum og ég hef komizt dálitið um land okkar, einkum á sumrum. Aðrir hlutir liggja mér þó enn nær, og nefni ég þar tvennt til. Annað er lestur bóka, sem ekki koma fræðigrein minni við, hitt er að hlusta á tónlist. Lestur hef ég alltaf stundað á- kaflega mikið. Ég var óskaplegur bókaormur, þegar ég var barn, og las yfirleitt allt sem ég komst höndum yfir. Sú árátta hefur slð- an ekki við mig skilið, og má segja að hún haldist enn. Um tónlistina er það að segja, að hana hef ég ekki iðkað neitt að ráði sjálfur, þvi að til þess hef ég hvorki haft tima né lærdóm, en ég hef hlustað mikið á tónlist, þegar ég mátti vera að, og geri það enn, bæði i gegnum útvarp, með þvi að fara á tónleika og enn fremur leik ég plötur heima hjá mér þegar tóm gefst til. Þetta hefur verið einhver bezta tómstunda- skemmtun min við hliðina á bók- lestrinum, sem ég hef að visu stundað miklu meira. — Þú minntist á útivist og feröaiög. Hvar hefur þér þótt einna skemmtilegast að feröast um? — Ég held að mér hafi þótt á- nægjulegast, þegar ég hef komizt upp i óbyggðir, en þvi miður hef ég ekki getað gert það nærri eins oft og mig hefur langað til. Þvi veldur margt, að ég hef ekki nema tiltölulega sjaldan komizt i langar óbyggðaferðir, en þá sjaldan það hefur gerzt, hefur það orðið mér til óblandinnar ánægju og mikillar upplyftingar. Slikar ferðir taka talsvert langan tima, og timi minn á sumrin hefur oft verið höggvinn i sundur af ein- hverju öðru. En mér hefur alltaf verib það mikið áhugamál að sjá sem mest af landinu, og enn á ég að visu margt óséð, en ef til vill gefst mér tækifæri til þess að sjá það seinna. Hver veit? — Safnar þú kannski steinum, grösum eöa ööru þess háttar? — Nei, það hef ég aldrei gert. Ég er ákaflega litið fróður um alla slika hluti. Það sem fyrir mér hefur vakað, hefur fyrst og fremst verið að sjá mig um, og svo blátt áfram að rölta úti i nátt- úrunni, eða þannig var það að minnsta kosti á meðan ég var yngri. Þetta hefur farið minnk- andi eftir þvi sem árin hafa færzt yfir mig. t s lendin gasögurnar urðu minnisstæðastar — Þú sagðist hafa legiö I bók- um allt frá barnæsku. A hvaða iesningu haföir þú mestar mætur, þegar þú varst aö alast upp? — Faðir minn átti talsvert af bókum, eftir þvi sem þá gerðist á sveitabæjum. Þessar bækur las ég allar, bókstaflega endanna á milli. Ég held að það fyrsta, sem ég las mér til skemmtunar, hafi veriö þær Islendingasögur sem til voru heima. Þær las ég allar, og sumar oft, löngu áður en ég fermdist. Annars var það auðvitað dálitið tviljunarkennt, hvað til var af bókum á sveitabæjum á þessum árum, — og þá auðvitað lika á minu æskuheimili. Það var lestrarfélag i sveitinni, bækur voru lánaðar manna á milli, og á heimilin komu bækur af ýmsu tagi, bæði skáldsögur og annað. Allt þetta las maður auðvitað, en það sem ég held að mér hafi orðið minnisstæðast voru tslendinga- sögurnar, enda las ég sumar þeirra svo oft, að heita mátti að ég kynni þær utan bókar. — Svo hefur lesefniö smám saman breytzt, eftir þvi sem ævi- árunum fjölgaði? — Já, ekki er þvi að neita. Þeg- ar ég óx upp og fór að eiga aðgang að meiri bókakosti, breyttist les- efnið. Ég las feiknin öll af skáld- ritum á unglingsárum minum, einkum eftir að ég fór að geta les- ið þau mér að gagni á erlendum málum. En þetta hefur tekið miklum breytingum,eftirþvisem á ævina hefur liðið. Ég hlýt að játa, að ég les miklu minna af skáldsögum nú en þegar ég var ungur. Þetta stafar bæði af timaskorti og svo þvi að áhuginn hefur breytzt. Ég hef fengið meiri áhuga á öðru les- efni en skáldritum. Áður fyrr var manni hins vegar kappsmál að komast yfir sem mest af fagur- bókmenntum, sem fram að þeim tima höfðu verið manni algerlega ókunnur heimur. Þegar ég var strákur að lesa undir stúdentspróf, þá las ég utan skóla tvo siöustu bekkina i menntaskólanum. Seinasta vet- urinn fyrir stúdentsprófið átti svo að heita að ég væri heimiliskenn- ari suður i Hafnarfirði. Þar var allgott bókasafn, sérstaklega eft- ir ýmsa skandinaviska höfunda. Nú gekk ég á röðina og las frá upphafi til enda safnrit norskra og sænskra höfunda, sem þar voru til. Af þessu hafði ég mikla skemmtun og reyndar ekki svo litinn lærdóm, þótt sjálfsagt hafi þessi lestur að einhverju leyti komið niður á lexiulestri minum i skólanum. Ólst upp við óspillt, skagfirzkt sveitamál — Niöaöi ekki Islenzkan I blóöi þlnu, þannig aö þú myndir hvert orö sem þú heyröir, þegar þú varst barn? — Ég veit það ekki, en ég held helzt, að svo hafi ekki verið. Auð- vitað heyrði ég allt i kringum mig óspillt, skagfirzkt sveitamál. Nokkuð af þvi man ég enn, en ég tók ekki neitt sérstaklega eftir oröaforða fólks eða notkun máls- ins, svo að ég muni, þegar ég var bam. Mér þótti snemma gaman að islenzkunni, en ég held, að mér hafi ekki farið að detta i hug að nema hana sérstaklega fyrr en um það leyti, sem ég lauk stúd- entsprófi. Á námsárum minum hafði ég fengið mikinn áhuga á latinu, og það varð til þess að ég fór til Kaupmannahafnar að stúd- entsprófi loknu i þvi skyni að leggja þar stund á klassiska mál- fræði. Þegar ég fór að sinna islenzk- um fræðum, fljótlega eftir að ég hafði lokið embættisprófi i Kaup- mannahöfn, kom áhuginn á is- lenzkunni fljótt. Ég hafði þar góðan kennara og leiðbeinanda, Jón prófessor Helgason, en hon- um varð ég handgenginn á stúd- entsárum minum. Það var mikið fyrir hans tilstilli, að ég fór að snúa mér að islenzkum fræðum, eftir að ég hafði lokið prófi, þótt segja mætti að ég kæmi þar inn um bakdyrnar, þvi að ég hafði byrjað á þvi að kynna mér það sem islenzkir menn höfðu skrifað á latinu. Þannig þokaðist þetta yfir i islenzk fræði hjá mér, þótt ég hefði aldrei stundað þau sem háskólanám. ,,Ég hef alltaf verið forvitinn um marga hluti...” — Okkur hefur nú boriö hér dá- litiö af leið i tómstundatalinu. Ilver var þinn fyrsti skemmtilest- ur, eftir aö þú varst orðinn full- oröinn maður og ævistarfið tekið að heilast yfir þig? — Ég á dálitið erfitt með að svara þvi, af þvi að ég hef alltaf verið nokkuð mikil alæta i bók- lestri og hef sjálfsagt oft lesið fleira en gott var! Svo mikið var að minnsta kosti vist, að margt las ég, sem lá alveg utan við fræðigrein mina, og vist var i þvi nokkur afþreying og hvild. Þetta stafar lika af minni meðfæddu forvitni. Ég hef alltaf<Sirið forvit- inn um marga hluti aðra en þá sem ég var að fást við i alvöru. Það var skáldsögulesturinn, sem einna lengst loddi við mig. Aftur á móti hef ég aldrei verið sérlega mikill ljóðalesandi og hæli mér ekki af þvi að vera ýkja fróður á þvi sviði. Ég las mest skáldsögur fram um miðjan aldur i tóm- stundum minum. Svo fór ég að hallast að sögulegum efnum, einkum menningarsögulegum, og það hefur ágerzt með aldrinum. Dr.-Jakob Benediktsson segir aö sér hafi jafnan Hkaö vel aö vinna fram eftir kvöldi, enda er sú vinna, sem hann hefur afkastaö I tómstundum sinum, ekki neitt smáræöi. En um þaö er hægt aö fræöast nánar með þvi aö lesa þetta viðtal. Tímamynd Róbert. Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greina

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.